Morgunblaðið - 05.05.1999, Page 44

Morgunblaðið - 05.05.1999, Page 44
44 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Arangur og árang- ur og árangur... ÉG SÉ það í frétt- um og heilsíðuauglýs- ingum Morgunblaðs- ins að Davíð Oddsson er lagstur í ferðalög milli kjördæma til þess að fræða kjós- endur um starfsár- angur n'kisstjórnar sinnar. Ég hygg að sakir pólitískrar hóg- værðar muni ráðherr- ann ekki tíunda allan árangur og vil ég bæta þar nokkru við. Ríkisstjórnir Da- víðs Oddssonar, eink- um núverandi, hafa Ásgerður Jónsdóttir selt eignir ríkisins/þjóðarinnar, sem er eitt og hið sama, í stórum stíl til einkavæðingaraðila fyrir út- söluverð. Það er einkar fagur ár- angur. Meðal þessara ríkis/þjóðar- eigna voru fyrirtæki sem stofnuð voru á kreppuárunum 1930-1940 til atvinnueflingar í landinu s.s. Síldarverksmiðjur ríkisins. Þá var til fé í bönkum, sem framsýnir og samfélagshæfir menn breyttu í þjóðholla atvinnuvegi, skóla víðs vegar um land og menntun á mörgum sviðum, m.ö.o. uppbygg- ingu lands og landsbúa í heild. Nú vita menn ekki hvort sá atvinnu- rekstur sem stundaður er á til- teknum stað í dag verður horfinn á morgun. Það fer eftir vilja og gróða stærstu og ráðríkustu hlut- hafa og forstjóra atvinnuvegarins. Hagur almennings á staðnum skiptir þá ekki máli. Þessi er ár- angur núverandi ríkisstjórnar varðandi öryggi, atvinnufestu og búsetu í landinu. Ríkisfyrirtækið Aburðarverk- smiðjan var reist fyrir mörgum áratugum. Rekstur hennar hefur verið farsæll. Hann hefur byggst á forsjálni, hyggindum og vísinda- legii leit að hæfasta áburði iyrir íslenskan jarðveg. Vel hefur til tekist um þær tilraunir og fram- kvæmdir. Þar með varð Aburðar- verksmiðja ríkisins eftirsóknar- verð eign fyrir einkavæðingaraðila sem keypti hana af núverandi rík- isstjórn fyrir gustukavikaverð. Önnur ríkisstofnun, Skólavörubúð- in, hefur starfað með miklum ágætum í marga áratugi. Ég hafði mikla og ákaflega góða reynslu af viðskiptum við þá stofnun um margra ára skeið. Nú- verandi ríkisstjórn hefur afhent þessa ágætu, vel búnu stofn- un til einkavæðingar fýrir óþekkt verð. Þessar eignasölur munu kallast við- skiptalegur árangur. Núverandi ríkis- stjórn hefur hamast við að selja ríkisbank- ana og breyta eign þeirra í hlutabréf, sem enginn veit hver á á hverjum tíma því þau eni spilafé verðbréfa- markaðarins eins og heyra má og sjá í Ríkissjónvarp- inu. Þegar illa árar hjá þjóðarbú- inu kaupa hinir stærri og auðugri hlutabréfahafar eignir hinna smæn-i og flytja þær og aðrar eignir sínar þangað sem betur Kosningar Ég hygg að sakir póli- tískrar hógværðar muni ráðherrann ekki tíunda allan árangur, --------j,------;------ segir Asgerður Jóns- dóttir, og vill því bæta þar nokkru við. blæs, m.a. til útlanda. Þetta er heimsþekkt fyrirbæri um ár og aldir og er einatt undanfari fjár- málakreppu. Hér er því um mark- verðan árangur að ræða. Núverandi ríkisstjórn bjó til nýjan banka með lítt skýranlegum fjármunum og nefndi hann Fjár- festingarbanka atvinnulífsins. Stórt og vonarlegt heiti. Banki þessi var brátt gerður að hluta- bréfafyrirtæki. Hann lánaði sjálf- um sér fé til þess að kaupa hluta- bréf í sjálfum sér. Hann veitti líka hlutabréfakaupendum lán til kaupanna og annaðist skattaafslátt kaupendum til handa eins og hinir hlutabréfabankarnir. Hér má greina siðvæðingarárangur núver- andi ríkisstjórnar. Það fer fáum eða engum sögum af tilþrifum Nýtt skemmtilegt skyndihappdrætti (T^T) með glæsiiegum vinningum! Fjárfestingarbankans í atvinnu- málum og stuðningi hans við at- vinnulífíð. Lítil fyrirtæki sem hafa sótt um fjárstuðning hafa fengið afsvar. Ergo: Fjárfestingarbanki atvinnulífsins lánar aðeins stórlöx- um. Hin glæsta fjármálaslaufa, Fjárfestingarbankinn, er árangur einkavæðingarhugsjóna og fé- sýsluhugljómunar núverandi ríkis- stjórnar. Allt þetta margbrotna hugsjónavíravirki sölumennskunn- ar hefur kostað ríkið/þjóðina gífur- lega fjármuni. Ríkissjónvarpið birti tölur og stöplarit um þann kostnað. Það verður að teljast ótrúlegur árangur hjá núverandi ríkisstjórn að láta ríkið/þjóðina greiða stórfé fyiir að láta af hendi eigur sínar. Það er ekki við núverandi ríkis- stjóm sérstaklega að sakast um setningu og lögbindingu kvótakerf- is á íslenskan sjávarátveg. Það var vissulega nauðsyn að hamla ríkj- andi ofveiðiáráttu. En það er ekki sjálfur gjafakvótinn sem er kveisu- nagli þeirrar hrikalegu _ spillingar er hrjáii’ sjávarátveg íslendinga heldur þau stjómsýslulög og regl- ur sem síðustu ríkisstjómir hafa sett um meðferð hans. Sú meðferð hefur leitt til þess, að bæði skip og kvóti hafa horfið frá mörgum út- gerðar- og fiskvinnslustöðvum frá Vestfjörðum til Austfjarða. Eftir situr atvinnulaust fólk. Þessi ár- angur leynist engum nema þeim sem hafa góðærisský á auga. Hér er þegar kominn álitlegur árangursannáll núverandi ríkis- sjómar. Enn er þó ótalinn sá ár- angur verka hennar að setja og samþykkja lög til að selja persónu- frelsi og persónuvernd hvers ein- asta einstaklings íslensku þjóðar- innar, jafnt lifenda, látinna og óbor- inna, íslensk-erlendu peningafyrii’- tæki og án þess svo mikið sem impra á samþykld þjóðarinnar tO verksins. Ekkert fordæmi er til um slíkan gjöming um gei*valla heims- byggð eða í sögu mannkyns írá upphafi hennar. Islensk erfðagrein- ing lætur sér annt um heilbrigðis- vísindi. Það gera íslenskir læknar líka og gegna sínum vísindarann- sóknum og heilbrigðismálahollustu án þess að skerða dýrmætustu eign hvers einstaklings, einkapersónu hans. Sala hennar - þ.e. sala per- sónugreindra gena - í miðlægan gagnagnmn íslenskrar erfðagrein- ingar er því ógnvænleg aðgerð, óafturkallanleg með ófyrirsjáan- lega ógæfu í farteskinu. Það er kosið um margvíslegan „árangur" ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar hinn 8. maí næstkom- andi. Höfundur er fyrrverandi kennari. Framsóknarflokkur- inn, fíkniefnavandinn og fleiri vandamál Framsóknarflokkur- inn reynir nú að skapa sér nýja ímynd í kosn- ingabaráttunni sem nú stendur yfir. Flokkur- inn hefur ráðið starfs- fólk auglýsingastofu til þess að semja auglýs- ingar og sjá um útlit þeima. Éinnig er greinilegt að formaður flokksins hefur verið látinn breyta um stíl og höfðar nú til mann- úðar og félagshyggju í ríkara mæli en áður. Er þetta allt gert til Arnþór þess að hilma yfir Hélgason þeim staðreyndum sem blasa við eftir setu Framsókn- arflokksins í ríkisstjóm með Sjálf- stæðisflokknum. I Morgunblaðinu birtust laugar- daginn 24. apríl síðastliðinn a.m.k. þijár greinar sem snertu Fram- sóknarflokkkinn beinlínis. Ingi- björg Pálmadóttir heldur þvi fram í stuttri grein að henni hafi tekist að hrinda flestum áhugamálum for- ystumanna Öryrkjabandalagsins í framkvæmd; Silja Dögg Gunnars- dóttir hvetur kjósendur til þess að greiða flokknum atkvæði sitt og hindra þannig frekari útbreiðslu fíkniefna og Hjörleifur Guttorms- son vekur athygli á stefnu Fram- sóknarflokksins í Schengen-málinu sem gæti haft afdrífarík áhrif á stöðu fíkniefnamála hér á landi. Sannleikurinn er sagna verstur En hver er sannleikurinn um Framsóknarflokkinn? Hér skulu rakin nokkur dæmi: Árið 1988 tók Framsóknarflokk- urinn forystu í ríkisstjóm undir forsæti Steingríms Hermannsson- ar. Steingrímur var afar viðræðu- þýður forsætisráðherra og for- ystumenn öryrkja og aldraðra töldu sig hafa fengið þar ötulan stuðningsmann. Þá var talið standa svo á í þjóðfélaginu að draga þyrfti úr vexti þjóðarút- gjalda. Framsóknarflokkurinn fór þá með heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið eins og nú og hvað varð til ráða? Lífeyrisgreiðslur til ör- yrkja og aldraðra voru tekjutengd- ar og lífskjör þeirra rýrð. Sú skerðing varð svo mikil á næstu áram að ekki hefur tekist að vinna hana upp þrátt fyrir viðleitni þess- Lóðaúthlutun í Höfðahverfi í Mosfellsbæ Mosfellsbær auglýsir til úthlutunar eftirtaldar lóðir í Höfðahverfi í vesturhluta Mosfellsbæjar. Fjórtán eínbýlishúsalóðir við Hrafnshöfða, þar af verða tólf þeirra byggingarhæfar 1. júnf 1999 og tvær 1. nóvember 1999. Fjórar þessara lóða eru samkvæmt skipulagi fyrir minni einbýlishús. Tuttugu og þrjár einbýlishúsalóðir og átta parhúsalóðir við Súluhöfða sem verða byggingarhæfar 1. maí 2000. Allar upplýsingar um lóðaúthlutunina, s.s. um deiliskipulag og skilmálar cru veittar í afgreiðslu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, sími 525 6700. Umsóknum skal skila þangað fyrir 17. maí á eyðublöðum sem þar fást. Mosfellsbœr arar ríkisstjómar. Reyndar brast sú við- leitni ekki á fyrr en forystumenn Öryrkja- bandalags Islands og samtaka aldraðra tóku að brýna klærnar. A flokksþingi fram- sóknarmanna 1996 vora birtar ýmsar staðreyndir um Schengen-samninginn og Evrópusambandið. Skömmu áður hafði verið lögð fram tillaga í miðstjórn flokksins þar sem lagt var til að úttekt yrði gerð á kostnaði Islendinga af að taka þátt í hinu evrópska efna- hagssvæði. Sú tillaga var svæfð í miðstjórninni og á flokksþinginu var sams konar tillögu vísað aftur Stjórnmál Framsóknarflokknum er hvorki treystandi fyrir málefnum öryrkja og aldraðra, segir Arn- þór Helgason, né fíkniefnavörnum. til miðstjórnar þar sem hún hefur dagað uppi. Þess var einnig vand- lega gætt að fréttir um andóf Evr- ópusambandsandstæðinga á flokksþinginu 1996 færa ekki í fjöl- miðla. Flokksforystan tók ekkert mark á þeim flokksmönnum sem hafa unnið að toll- og löggæslu og vör- uðu við áhrifum Schengen-samn- ingsins á þau mál. Þessir sömu menn þorðu hins vegar ekki að birta ýmsar staðreyndir opinber- lega af ótta við að bíða skaða af. Þess vegna varð andstaðan við evr- ópska efnahagssvæðið ekki meiri en raun bar vitni; íslenskt samfélag virðist vera þannig að menn kjósi að þegja um vissar staðreyndir í stað þess að birta þær af ótta við að missa spón úr aski sínum. A síðasta þingi stóð Framsókn- arflokkurinn fyrir því að lögbinda ákvæði um tekjutengingu lífeyris- greiðslna við tekjur maka og steig þannig skref í áttina að því að gera ómagaframfærslu öryrkja og aldr- aðra sýnilegri en áður. Er það í góðu samræmi við þá skoðun for- manns flokksins að ætíð verði ein- hverjir hér á landi sem eigi bágt! Engar nýjar lausnir Þegar stefnan er engin era aug- lýsingar nærtækar. Þannig dettur Framsóknarflokknum ekkert ann- að í hug en að verja einum milljarði til fíkniefnavarna. Hvernig hyggst flokkurinn verja þessu fé? Hyggst hann auka framlög til fíkniefna- varna ef í ljós kmeur að fjármagnið dugar ekki? Af því sem að framan hefur verið sagt má ljóst vera að Framsóknar- flokknum er hvorki treystandi fyi-- ir málefnum öryrkja og aldraðra né fíkniefnavörnum. Innantóm slagorð duga lítt og ekki verður sagt að verkin tali að öllu leyti. Framsóknarílokkurinn hefur haft gullin tækifæri til þess að bæta hag lífeyrisþega í landinu, efla og ein- falda tryggingakerfið og auka for- varnir gegn fíkniefnum. tækifærin hafa gengið flokknum úr greipum og vant er að sjá að ný öld breyti stefnu staðnaðrar forystu. Höfundur er fyrrum framsóknar- nmður og átti sæti ímiðstjórn Framsóknnrflokksins um árabil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.