Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ViðskiDtablað Starfsfólk Atlants- skipa • Guómundur Kjærnested fram- kvæmdastjóri Atl- antsskipa í Banda- ríkjunum. Guömund- ur er 32 ára. Hann útskrifaðist sem stúdent af hag- fræðibraut Verzlunarskóla tslands í maí 1988, BS-próf í frumkvööla- fræði maí 1991 frá Babson Col- lege Executive og MBA frá Col- umbia University New York maí 1998. Guðmundur stofnaði Atl- antsskip í febrúar 1998 og hefur verið framkvæmdastjóri þess frá upphafi en um áramótin tók Stef- án Kjærnested vió sem fram- kvæmdastjóri Atlantsskipa á ís- landi og sér um daglegan rekstur en Guðmundur sér um daglegan rekstur félagsins í Bandaríkjunum. Frá 1991-1998 starfaði Guð- mundur hjá Van Ommeren Shipp- ing Inc. í Stamford, Bandaríkjun- um, og sá um aö setja upp og reka flutningasamninga fyrir flutn- ingadeild Bandaríkjahers til ts- lands, Bermúda og Azoreyja. • Stefán Kjærne- sted, tók við starfi framkvæmdastjóra Atlantsskipa um síðustu áramót. Stefán er 27 ára. Hann er stúdent frá Verzlunarskóla ís- lands af hagfræðibraut 1992, BS- próf í fjármálafræði frá Boston College 1995, þar sem hann út- skrifaðist með Magna Cum Laude (top 10%). Stefán starfaði á fyrirtækjasviði FBA frá október 1998 til janúar 1999. Fjármálastjóri Ó. Johnson & Kaaber frá febrúar 1997 til október 1998. Markaðsstjóri Hús- félags Kringlunnar frá apríl 1996 til febrúar 1997 og hjá Next Development, aðstoðarverkefnis- stjóri frá september 1995 til mars 1996. • Regína Sólveig Gunnarsdóttir tók við starfi sölustjóra í apríl sl. auk þess sem hún mun veita ráðgjöf um flutninga frá Ameríku. Regína er 29 ára. Hún er stúdent frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti af ný- málabraut 1990, rekstrarfræöing- ur frá Samvinnuháskólanum á Bifröst 1996. Regína hóf störf sem sölumaöur hjá Samskipum eftir útskrift frá Bifröst og hefur starfaö þar sl. þrjú ár. Morgunblaðið/Amaldur Frjálst vöruuppboð verður haldið 15. maí næstkomandi í Reiðhöllinni á Ingólfshvoli. Uppboð í Ölfushöllinni FRJÁLST vöruuppboð verður haldið 15. maí næstkomandi í Reiðhöllinni á Ingólfshvoli og er það Viðskiptanetið hf. sem stendur að uppboðinu. Að sögn Pórdísar Leifsdóttur, sem er fram- kvæmdastjóri uppboðsins, er markmiðið að efla tengsl þeirra fyrirtækja sem aðild eiga að Við- skiptanetinu en að auki er meiningin að skemmta þátttakendum og almenningi með uppátækinu. Þórdís segir að brugðið hafi vérið á það ráð að senda bændum á Suðurlandi bréf þar sem þeim hafi verið boðið að skrá vörur á uppboðið og hafi viðbrögð verið góð en annars sé uppboðið ætlað almenningi. )fAllir eru velkomnir, hvort sem þeir eiga aðild að Viðskiptanetinu eða ekki og viljum við hvetja sem flesta til að mæta og eiga skemmtilegan dag,“ segir Þórdís og bætir við að nú þegar hafi 60 fyrirtæki skráð muni á uppboð- ið. Sem dæmi um þá uppboðsmuni sem hafa verið skráðir nefnir Þórdís trésmíðavél, leðurhúsgögn, áburð, fiskimjöl, glerhúsgögn, kertalager, snyrti- vörulager, reiðhjól, sportbíl og sjö hross á fæti en ýmist er hægt að greiða fyrir muni gegnum Við- skiptanetið eða beint. -Þórdís segir að hugmyndin að uppboðinu hafi kviknað fyrir nokkru. „Þetta var draumui- sem kviknaði innan fyrii’tækisins fyrir tveimur eða þremm- árum og fórum við þá að velta fyrir okkur hvar hægt væri að halda slíka uppákomu. Þegar Ölfushöllin kom til sögunnar má segja að sá staður hafi verið fundinn," segir Þórdís en Reiðhöllin á Ingólfshvoli er 3.000 fermetrar að flatarmáli og tekur um 800 manns í stúku. Hún segir að ef vel tekst til sé stefnt að því að uppboð af þessu tagi verði árviss viðburður á vegum fyrirtækisins. Ymsir skemmtikraftar verða á staðnum til að skemmta börnum og fullorðnum, þ.á m. brúðu- bíllinn og Tóti trúður, auk óvæntra uppákoma og gesta. „Við verðum einnig með lukkuleik og er aðalvinningur ferð fyrir tvo til Lundúna en að auki munum við veita níu aðra vinninga sem fyr- irtæki innan Viðskiptanetsins leggja til,“ segir Þórdís. Mikil útlánaaukning til sj ávarútvegsfy rirtækj a REKSTUR sjávarút- vegsfyrirtækja gekk yf- irleitt vel á síðasta ári og jókst hagnaður í grein- inni fyrir afskriftir um alls rúmlega 13% sem að mestu verður rakið til mjög hagstæðs verðs á sjávarafurðum. Athygli vekur að fjáfestingar í sjávarútvegi hafa aukist mikið á síðastliðnum ár- um og jukust fastafjár- munir fyrirtækja í greininni um 7% milli áranna 1997 og 1998. Þó virðist sem fjárfestingar í tækjum og búnaði hafi heldur dregist saman og liggur aukning bókfærðra fasta- fjármuna fyrst og fremst í hækkun áhættufjárröuna og bókfærðum veiðiheimildum, að því er fram kemur í nýjasta hefti Hagtalna mánaðarins. I þessu samhengi má benda á að útlán og markaðsverðbréf innláns- stofnana vegna fyrirtækja í sjávar- útvegi hafa aukist mjög mikið að undanförnu og nemur sú aukning rúmlega 19 milljörðum á einu ári, eða frá lokum mars 1998 til loka sama mánaðar 1999. Þannig námu útlán og markaðsverðbréf í tengsl- um við sjávarútvegsfyrirtæki alls rúmlega 63 milljörðum í lok mars 1998 en ríflega 82 milljörðum á sama tíma árið 1999, að því er fram kemur í Hagtölum mánaðarins. Alls hafa útlán innlánsstofnana aukist verulega ef miðað er við tímabilið frá lokum mars á síðasta ári til loka mars á þessu ári en út- lán og markaðsverðbréf innláns- stofnana á þessu tímabili jukust um rúmlega 104 milljarða, saman- borið við rúmlega 42 milljarða aukningu sama tímabil 1997 til 1998. Munar þar mestu um tæp- lega 39 milljarða aukningu Lands- bankans, samkvæmt tölum birtum í Hagtölum mánaðarins. Útlán og markaðs- verðbréf Islandsbanka jukust um rúma 27 milljarða, Búnaðar- banka um ríílega 15 milljarða og sparisjóð- anna um rúma 23 millj- arða á tímabihnu 1.4. 1998 til 31.3. 1999. Minni hagnaður af reglulegri starfsemi í Hagtölum mánaðar- ins kemur fram að þrátt fyrir að bæði framlegð og rekstrarhagnaður fyrirtækja á íslenskum hlutabréfamarkaði hafi aukist verulega í fyrra, hafi hagn- aður af reglulegri starfsemi dregist saman um 20% og lækkað sem hlutfall af veltu úr 1,8% árið 1997 í 1,3 á síðasta ári. Skýringar á þess- ari lækkun er, samkvæmt útreikn- ingum Seðlabankans, einkum að leita í gríðariegu rekstrartapi tveggja stórra fyrirtækja en fram kemur að í heild hafi verið mikill munur á afkomu fyrirtækja á markaðinum. Þannig var rekstrar- halli nokkurra fyrirtækja á VÞÍ á bilinu 8-10%, meðan hagnaður annarra fyrirtækja nam um og yfir 15% af veltu. Intel og ADM einir eftir New York. Reuters. AÐEINS tveir keppinautar eru raun- verulega eftir á markaði fyrir gjörva í einmenningstölvur: Intel, sem hefur forystuna á þessum markaði, og AMD (Advanced Micro Devices). Þriðji öflugasti framleiðandinn, NSC (Natioal Semiconductor Cor- poration), sem er frægur fyrir Cyrix gjörva sína, hefur dregið sig I hlé og tilkynnt að hann muni loka þeiiri deiid sinni sem framleiðir kubba í einmenningstölvui'. „Við erum hættir að þrauka á þess- um markaði, sem heíhr spillt fjár- hagsafkomu okkar í nokkur misseri," sagði Brian Halla, forstjóri NSC. Sérfræðingur Needham & Co. sagði: „Niðurstaðan er sú að keppi- nautamir eru tveir - Intel og AMD.“ Leiðrétt í FRÉTT er birtist í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær um afkomu Opinna kerfa samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi kom fram að hagnaður samstæðunnar nam 66,6 miHjónum króna samanborið við 60,1 milljón á sama tímabili í fyrra. I fréttina vantar að um hagnað fyrir skatta er að ræða. Eins kom fram í fréttinni að hagn- aður Opinna kerfa allt árið í fyrra hafi numið 89,3 milljónum króna en 60,1 milljón króna fyrstu þrjá mán- uði ársins 1998. Ekki er um sam- bærilegar tölur að ræða þar sem um hagnað eftir skatta er að ræða í fyrra tilvikinu en fyrir skatta í síðara tilvikinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Þaðer bannað að tippa á kosningamar Tippaðu á boltann! -lofer engu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.