Morgunblaðið - 07.05.1999, Side 66

Morgunblaðið - 07.05.1999, Side 66
> 66 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN > > Skylduliðið FYRIR tæpu ári barst mér ágæt sænsk bók í hendur: „Den osynliga familjen", Fjölskyldan ósýnilega eftir Karl Gustaf Piltz og Kristínu Gústavs- dóttur: Útgefandi er: Ask och Embla. Ég las bókina þegar, þótti í henni margt merkilegt að finna. Velti ég fyrir mér hvort ég ætti ekki að vekja at- hygli á ritinu þannig að fleiri fengju af því pata. Þar sem ég er lítt fróð- ur um félagsvísindi þótti mér öðrum standa það nær. Síðan hefur margt borið á góma í opinberri félagsmála- umræðu, bamavemd, öldmnarmál- um og fræðslumálum sem höfundar varpa ljósi á. Því sest ég nú niður og hvet menn til að kynna sér ritið. Höf- undamir em margreyndir kennarar og leiðbeinendur í félagsvísindum. Kristín er félagsráðgjafi og Karl Gustaf er lögfræðingur og sálfræð- ingur. Hafa þau hjón í 27 ár rekið fyrirtæki í Gautaborg (Institutet fór familjeterapi) sem annast námskeið og kennslu í fjölskyldumeðferð. Em þau víðkunn fyrir það í Svíþjóð. Einnig hafa þau annast margvísleg verkefni hér á landi, í Noregi og Dan- mörku, einkum með því að halda námskeið fyrir félagsmálafólk. Þessi bók er einmitt notuð við kennsluna. Kristín er Reykvíkingur af Sumar- liðabæjar og Högnaættum. Bókin ber með sér hve nátengdir höfundamir em íslandi þar sem fjöl- margt í máli þeirra og rökstuðningi er héðan komið. Bókin er um þjóðfé- lagslegt efni sem gjama er sett fram í fjölmiðlum á næsta torskilinn hátt, eins og sérfræðingar væm að ræða við starfsbræður eða fjárveitingavaldið, fi-emur en við almenn- ing. Þótt ég geti reynt að loka augunum fyrir opinberri umfjöllum um slík mál, kemst ég ekki hjá því, frekar en aðrir, að láta vandamál til mín taka er þau kveðja dyra. Markmið höfund- anna er einkum að brýna gildi fjölskyld- unnar fyrir öllum er annast velferðarmál og mikilvægi þess að hún sé þátttakandi í úrræð- um því mál hennar verði hvorki bætt né leyst án þátttöku hennar. Þá varð mér einnig ljóst að þátttaka þeirra sem stjórnvaldsaðgerðir taka til er oft ónóg, ekki aðeins í félags- málum, einnig við úrlausn afbrota-, jafnréttis-, skipulags-, umhverfis- og hollustumála. Ef við hugsum okkur samheitið skyldulið, segir það nútímamönnum eiginlega meira en orðið fjölskylda. Þótt ekki sé það til- gangur bókarinnar að kenna al- menningi félagsvísindi, er hún eigi að síður gagnleg fyrir leikmenn (mig) er vilja skilja samfélagsmál og stjómkerfið óáþreifanlega. Höfuð- kostur bókarinnar er hve vel og skemmtilega hún er skrifuð, að hún opnar augun fyrir kærleiksskyldum okkar sem einstaklinga og hópa og hlutverki okkar í velferlismálum. Ósýnileg vandamál? Við eigum það flest sammerkt að telja samfélagsleg vandamál okkur óviðkomandi - að óreyndu. Ósköp Eggert Asgeirsson KARL Gustaf Piltz og Kristín Gústavsdóttir. er það líka eðlilegt að við reynum að sleppa sem lengst. Somerset Maug- ham sagði: Dauðinn er drepleiðin- Bókmenntir Bókin er þörf öllum sem hafa áhrif á félags- og heilbrigðismál eða starfa að þeim málum, ---------------,-------- segir Eggert Asgeirs- son, t.d. við velferlis- samtök, sveitarstjórn- ir og fjölmiðla, starfs- mannastjórn og stéttarfélög. legur - því vil ég ekki eiga saman við hann að sælda! Sama geta þeir sagt sem fjalla um félagsleg vanda- mál annarra: Þetta líður hjá - ef ekkert er gert í málinu. Sem einstaklingar getum við lítið gert hjálparlaust þegar vandinn bukkar okk- ar hús. Enda snýr bókin sér fyrst og fremst til þeirra sem bera ábyrgð á velferlis- málum og segir enn: Þið leysið engin mál án þátttöku nákom- inna. Fjölskyldan er ekki vandamál. Vandamálið er að skilja fjölskylduna ekki. Henni verður ekki komið á rétta braut nema með þátttöku. Hún getur ekki sagt: Málið verður tekið fyrir á fundi í næstu viku! Hverjum þjónar bókin? Bókin er sérstaklega gerð til fræðslu fyrir félagsmálafólk. En hún er svo lipurlega rituð að hún er al- deilis ágæt fyrir leikmenn. Hún er þörf öllum sem hafa áhrif á félags- og heilbrigðismál eða starfa að þeim málum, t.d. við velferlissamtök, sveitarstjómir og fjölmiðla, starfs- mannastjóm og stéttarfélög. Enginn hefur vald á vandamálum einn og sér. Bókin er líldeg til að gera menn íramfarasinnaða, hvetja til dáða. Vald - ávinningur Fjallað er um beitingu valds - sem getur verið - er kannski alltaf - á annarra kostnað. Ef því er skyn- samlega og mildilega beitt njóta báðir þess, fjölskyldan og stofnunin, líklegri en ella til að ráða bót á vanda sínum. Niðurstaða rökræð- unnar er að stofnunin hafi mikið vald (og ábyrgð) - í stuttan tíma. Fjölskyldan varanleg. Báðir þurfa þekkingu og skilning til að ná tök- um á málinu. Stofnunin - skynsemi - hagkvæmni Á fróðlegan hátt er fjallað um hlífðarhugmyndir stofnana sem leitt geta til ofvemdar. Hugmyndir um hagkvæmni geta gert lítið úr samúð og umhyggju; leitt til þess að áhersla sé lögð á mælanlegan árang- ur, td. árangur lyfjagjafar sem er mælanlegri en hjartahlýja og virð- ing. Smám saman getur stofnun tek- ið að þjóna ráðamönnum öllu fremur en skjólstæðingum. Hér hefur verið drepið á fá atriði í góðri bók. Gott er að höfundar eru lausir við uppgjöf eða ásökunartón. Þeir átelja ekki sögulegar staðreyndir. Þeir draga fram nýja möguleika og kosti þróun- ar sem algengt er að ragast sé í. Al- gengt er að menn vilji snúa þróun- inni við sem, eins og flestir ættu að vita, er gjörsamlega ómöguiegt, þótt reynt sé. Nefnd em dæmi um þróun sifja, hjúskapar, sambýlis- og skiln- aðarmála. Við segjum gjarna að þessi þróun sé ískyggileg og spyrj- um: Hvar er kirkjan og lögin? Höf- undar ræða um að ástand fjölskyld- unnar hafi hreint ekki alltaf verið gott með foreldra, tvo afa og tvær ömmur. Nú fjölgi í foreldrahópnum og börnin eignast fleiri ömmur og afa! Líkumar á að þau finni ein- hverja sem reynist þeim vel hafi ekki skilyrðislaust óvænkast. Meg- inályktun höfunda er sú að starfs- menn og stofnanir sem fjalla um fé- lagsmál þurfi að vera stefnubundin í fjölskyldumálum. Hér hef ég drepið lauslega á örfá atriði úr góðri bók. Kannski hef ég ekki skilið alla hluti rétt. Lesandi opnar hverja bók á eigin forsendum reynslu, áhuga og fordóma. Samkvæmt því les hann og skilur. Ég hef hér sagt frá gagn- legri, fræðandi, skemmtilegri og auðskilinni bók sem ég tel brýnt að þýða og gefa út á íslensku svo að fleiri fái sömu ánægju notið og ég. Höfundur er verkefnastjóri. élagar og stuðningsmenn! Jestu þakkir fyrir ómetanlega vinnu í þágu hreyfingarinnar allt frá því undirbúningsstarfið hófst síðastliðið haust og til dagsins í dag. Á þeim mánuðum hafa ótat vinnufúsar hendur byggt upp nýjan málsvara umhverfisverndar jafnréttis og vinstristefnu. Leggjumst öll á eitt til að tryggja afrakstur erfiðisins á morgun. VINSTRIHREYFINGIN grænt framboð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.