Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jón Svavarsson SCHOLA cantorum mun f'rumflytja Hafís op. 63 ásamt Sinfóníuhljómsveitinni á tónleikunum í kvöld. Annar frá hægri er sfjórnandi kórsins, Hörður Áskelsson. Með náttúruna að vopni Hátíðahöldum í tilefni af hundrað ára fæð- ingarafmæli Jóns Leifs verður fram haldið í Hallgrímskirkju í kvöld, þar sem Sinfón- -------------7---------------------------- íuhljómsveit Islands, einsöngvarar og kór, flytja efnisskrá með verkum tónskáldsins. Orri Páll Ormarsson kom að máli við Anne Manson frá Bandaríkjunum sem stjórna mun flutningnum en hún meðtók tónlist Jóns fyrst með sérstæðum hætti. ANNE Manson í sveiflu í Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Golli LOFTUR Erlingsson og Gunnar Guðbjörnsson munu syngja með hljómsveitinni í Guðrúnarkviðu, ásamt Ingveldi Ýr Jónsdóttur. ANDSPÆNIS íslenskri náttúru má maðurinn sín lítils. Sama má segja um tónverk Jóns Leifs. Raunar er með góðri samvisku hægt að halda því fram að þetta tvennt sé samofið - í landinu end- urspeglast verk Jóns Leifs, í verk- um Jóns Leifs endurspeglast land- ið - og miðin, öflin sem þessi þjóð hefur tekist á við í gegnum aldim- ar og náð, þrátt fyrir fómir og skakkaföll, að virkja í sína þágu. „Eg geng ekki svo langt að full- yrða að fólk verði að vera kunnugt íslenskri náttúm og veðráttu til að njóta verka Jóns Leifs - en það spillir svo sannarlega ekki fyrir,“ segir bandaríski hljómsveitarstjór- inn Anne Manson sem hingað er komin til að stjóma Sinfóníuhljóm- sveit Islands á tónleikunum í Hall- grímskirkju í kvöld. „Sjálf kynntist ég tónlist hans fyrst fyrir nokkram áram þegar Sinfóníuhljómsveitin bað mig að koma hingað norður eftir til að stjóma flutningi á verki hans, Geysi, á Myrkum músíkdög- um. Ef ég á að segja alveg eins og er botnaði ég hvorki upp né niður í verkinu. Það var ekki fyrr en ég kom til Islands og farið vai’ með mig í „vettvangsleiðangur" út í náttúrana að rann upp fyrir mér ljós. Þetta var um hávetur, fyrri- partinn í febrúar, og skyndilega opnuðust augu mín: Það er þetta sem maðurinn er að fjaila um - ís- lenskt landslag. Allt í einu smail tónlistin í samhengi. Eg gleymi þessu aldrei!“ Manson hefur ekki stjómað flutningi á verkum Jóns Leifs aftur fyrr en nú en kveðst hafa kynnt sér mörg þeirra. „Þá hitti ég Robert von Bahr hjá BlS-útgáfunni í Stokkhólmi ekki alls fyrir löngu og hann leyfði mér að hlýða á upptök- ur af verkum tónskáldsins með Sinfóníuhljómsveit íslands en BIS hyggst gefa öll verk þess út á geislaplötu." Upptökur í næstu viku Sá fundur var raunar engin til- viljun því í næstu viku mun Man- son stjórna hljómsveitinni í upp- tökum fyrir BIS í Hallgrímskirkju. Þegar era þijár geislaplötur með verkum Jóns komnar út á vegum BIS. Sú síðasta, Dettifoss, kom á markað um síðustu helgi, í tilefni af fæðingarafmælinu. Og því fer fjarri að Manson ætli að láta staðar numið. „Vonandi á ég eftir að koma aftur til Islands að flytja verk Jóns. Þá gæti ég vel hugsað mér að flytja þau með hljómsveitinni í Kansas City í Bandaríkjunum en ég tók við starfi aðalhljómsveitarstjóra þar fyrir skemmstu. Jón Leifs á svo sannarlega erindi við fleiri en ís- lendinga.“ „Einstakur í sinni röð,“ era orðin sem Manson velur þegar hún er beðin að lýsa tónskáldinu Jóni Leifs. „Stíll hans er í hróplegu ósamræmi við það sem var að ger- ast í vestrænni tónsköpun um hans daga. Kyrrðin og hreyfingarleysið í verkum hans er engu líkt, ekki heldur framkrafturinn, hann er svo sannarlega ósvikinn. Framleikinn var hans fag.“ Annars er Manson þess sinnis að tónleikar af þessu tagi, þar sem engir aðrir höfundar era á efnis- skrá, séu ekki nægilega vel til þess fallnir að undirstrika sérstöðu Jóns Leifs í tónlistarheiminum. „Best er að flytja verk hans í bland við ann- að efni, gildir þá einu hvaða efni, því það verða alltaf andstæður. Jón á enga sína líka. Þess ber þó að geta að efnisskrá kvöldsins er mjög fjölbreytt, sýnir hinar ýmsu hliðar á tónskáldinu." Að mati Manson er hraðinn, tempóið, helsti vandinn þegar verk Jóns era annars vegar. „Ég er búin að brjóta heilann um hraðann, hann liggur ekki í augum uppi. Jafnvægið er vandíúndið. Þá er margt af því sem Jón skrifaði afar erfitt í flutningi. Hann hefur vafa- laust verið algjör „púristi" að þessu leyti, vitað upp á hár hvað hann vildi. Hljómurinn hefur verið skýr í kollinum á honum og hann orðið að ná honum fram, hvað sem það kostaði, jafnvel að virða lögmál hins praktíska að vettugi." I grein í efnisskrá tónleikanna segir Arni Heimir Ingólfsson, doktorsnemi í tónvísindum, að skipta megi starfsævi Jóns Leifs í þrjú tímabil. Hið fyrsta er þá talið hefjast með verkum sem Jón samdi á námsáram sínum í Leipzig, 1916-21, og lýkur á áranum upp úr 1930, þegar hann hafði fundið sinn eigin stíl og samið fyrstu fullþrosk- uðu verk sín. Annað tímabilið, sem hefst með smíði Eddu I, 1931-39, nær yfir öll stríðsárin og lýkur í kringum 1950. Til þessa tímabils teljast því mörg af stærstu verkum Jóns. Má þar nefna Sögusinfóníuna og Baldr, auk fyrstu Eddu-óratóríunnar. Síðustu átján árin, þegar Jón samdi meðal annars tóndrápurnar Heklu og Geysi, er svo hægt að kalla þriðja tímabilið á tónsmíða- ferli hans. A tónleikunum í kvöld, segir Arni Heimir, gefst hlustendum ágætt tækifæri að sannreyna kenn- inguna um tímabilaskiptingu í tón- list Jóns Leifs, því verkin á efnis- skránni spanna nærri því alla starfsævi tónskáldsins, elsta verkið samdi Jón þegar hann stóð á þrí- tugu en það yngsta 36 áram síðar, þegar hann átti þrjú ár ólifuð. Fimm verk flutt Tónleikarnir hefjast á forleikn- um Geysi, sem fyrr er nefndur, en hann samdi Jón árið 1961. Að sögn Arna Heimis nær Jón fram ákveð- inni spennu í þessu verki með því að nota sífellt hraðari nótnagildi og breyta oftar um hljóma „og eftir glæsilegan hápunktinn fellur allt smám saman aftur í dúnalogn". Næst verða fluttir Tveir söngvai’ op. 14a fyrir mezzósópran og hljómsveit. Vora þeir samdir við Ijóð Jóhanns Jónssonar á áranum 1929-30 og era meðal þekktustu tónsmíða Jóns. Söngvarnir era annars vegar Vögguvísa, sem Jón samdi sem vöggugjöf til dóttur sinnar, Lífar, og hins vegar Mán- inn líður. Söngvana syngur Ing- veldur Yr Jónsdóttir. Hljómsveitarverkið Fine I er fyrsta verk eftir hlé. Er það samið árið 1963 og kallaði Jón það, ásamt Fine II, „kveðjur til jarðlífsins". Ami Heimir segir verkið einkenn- ast af löngum tónum sem smám saman vaxa í styrkleika og enda með ofsafengnum áherslum, líkt og Jón sé að steyta hnefann gegn ör- lögum sínum. Ekki er vitað til að þessi útsetning Jóns á lögunum hafi verið flutt áður. Þá kemur Guðrúnarkviða, frá 1940, fyrir hljómsveit, mezzósópr- an, tenór og baríton. í formála sín- um að verkinu segir tónskáldið, sem fylgdist óttaslegið með fram- gangi nasismans á Norðurlöndum, meðal annars: „I tvo áratugi hafði eg gengið með þann ásetning í huganum að semja tónsmíð við Guðrúnarkviðu, en sú áætlun fékk ekki útrás fyrr en sá atburður gerðist, sem hlaut að verða oss ís- lendingum þungbær og má segja að tónsmíðin hafí verið rituð eins og til að hylla hinn fallna ókunna norska hermann.“ Með í verkinu syngja Gunnar Guðbjörnsson, Loftur Erlingsson og Ingveldur Ýr. Lokaverkið á tónleikunum er Hafís fyrir kór og hljómsveit. Það samdi Jón árið 1965 við samnefnt ljóð eftir Einar Benediktsson. „Eins og önnur verk Jóns sem lýsa náttúrufyrirbrigðum í tónum, hefst Hafís á hægum og ofurveikum inn- gangi,“ segir Árni Heimir. „Smám saman bætast fleiri hljóðfæri við og snöggar áherslur brjótast gegn- um tónvefinn. Eftir innkomu kórs- ins vex styrkleikinn stig af stigi þar til verkið nær hápunkti sínum í þriðja erindi Ijóðsins... Ofsinn stendur þó ekki lengi, og að lokum fjarar tónlistin smám saman út þar til aðeins er eftir lágróma pákunið- ur.“ Verkið er framflutt á tónleik- unum í kvöld af SI og Schola cantoram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.