Morgunblaðið - 20.05.1999, Side 33

Morgunblaðið - 20.05.1999, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 33 Yfírlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar opnuð í dag Morgunblaðið/Ásdís GAGNGERAR lagfæringar á garðinum umhverfis Ásmundarsafn og höggmyndunum f honum hafa staðið yfir að undanförnu og sér nú brátt fyrir endann á þeim. Garðurinn verður vfgður í dag, samtímis því sem opnuð verður yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Höggmyndagarð- urinn endurbættur og aðgengilegri ÁSMUNDUR fær sér í nefið. Morgunblaðið/Ól.K.M. Morgunblaðið/Ól.K.M. LISTAMAÐURINN að störfum í höggmyndagarðinum seint á sjötta áratugnum. Ein fjölmargra ljösmynda Ólafs K. Magnússonar, sem birtar eru í nýrri útgáfu Bókarinnar um Ásmund. Endurnýjaður högg- myndagarður Asmund- arsafns við Sigtún verður vígður í dag, á fæðingardegi mynd- s höggvarans Asmundar Sveinssonar. Þá verð- ur jafnframt opnuð yfirlitssýning á verk- um listamannsins og endurútgefín Bókin um Ásmund eftir Matthías Johannessen. Margrét Sveinbjörns- dóttir skoðaði gamlar myndir og grennslað- ist fyrir um sýninguna og framkvæmdirnar í garðinum. Á SÝNINGUNNI, sem verður opnuð í dag kl. 17 og mun standa fram til vorsins 2000, eru um fimm- tíu verk sem spanna allan feril listamannsins og sýna þróun listar hans. Par á meðal eru nokkrar af- straktteikningar sem hvergi hafa verið sýndar áður. Listamaðurinn hannaði og byggði að mestu sjálfur húsið sem nú er Ásmundarsafn, á lóð sem hann fékk úthlutað við Þvottalaugaveg árið 1942. Húsið setti strax sterkan svip á umhverfi sitt og sífellt fjölgaði verkunum í garðinum umhverfis, sem varð brátt að heilum högg- myndaskógi. Að undanförnu hafa staðið yfir gagngerar lagfæringar á garðinum og verkunum í honum og sér nú brátt fyrir endann á þeim. Hátt og þétt limgerði hefur verið fjarlægt, bekkir settir í garðinn og hann gerður aðgengilegri. Þá stendur til að lýsa upp verkin í garðinum svo þau verði einnig vel sýnileg þegar rökkva tekur á kvöld- in og á vetrum. „Þetta er allt orðið opnara og nú sést húsið líka miklu betur frá göt- unni. Þetta er svo fallegt hús að það er gaman að það sé svolítið áber- andi,“ segir Olöf K. Sigurðardóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Lista- safns Reykjavíkur, sem hefur um- sjón með sýningunni, og bætir við að framkvæmdirnar hafi verið löngu tímabærar. Garðinn prýða 27 af verkum Ásmundar og hafa stein- steypuverkin sem þar voru fyrir verið löguð auk þess sem bætt hef- ur verið við bronsverkum. I and- dyri safnsins hefur verið sett upp lítil sýning um húsið og tilurð þess. ,Á- yfírlitssýningunni eru verk sem spanna feril Asmundar frá því hann stundaði nám við Listaháskól- ann í Stokkhólmi og fram undir lok starfsævinnar. Nokkur verkanna eru unnin á Parísarárunum, þar sem listamaðurinn leitar og aflar sér þekkingar og gerir tilraunir, m.a'. með kúbíska formskrift. Hluti sýningarinnar er helgaður þeim verkum Ásmundar sem lofa ís- lenska alþýðu og náttúru og eru e.t.v. á meðal þekktari verka lista- mannsins. I verkum sem Ásmund- ur vinnur þegar kemur fram á fimmta áratuginn sækir hann myndefni iðulega til bókmennta og er sá hluti sýningarinnar nokkuð veigamikill. Síðasti hluti sýningar- innar er svo aftur helgaður af- straktverkum listamannsins sem hann vann á árunum eftir 1955 og kemur það mörgum á óvart hve stóran hluta starfsævi sinnar Ás- mundur vann þannig. Afstraktlist hans er sérstæð fyrir margra hluta sakir og þá sérstaklega vegna þess að þar sækir hann oft ekki síður myndefni í sögur, bókmenntirnar eða náttúruna," segir Olöf. Endurútgefín bók um listamanninn Samtalsbókin Bókin um Ásmund eftir Matthías Johannessen kemur út í dag, endurútgefin af Ásmund- arsafni. Hún kom fyrst út árið 1971 en hefur um langt skeið verið ófá- anleg. Hina nýju útgáfu prýðir fjöldi ljósmynda úr safni Olafs K. Magnússonar, Ijósmyndara Morg- unblaðsins, sem fæstar hafa birst opinberlega áður. Starfsemi Ásmundarsafns hefur vaxið jafnt og þétt á undanfórnum árum og að sögn Ólafar hefur að- sóknin aukist að sama skapi. Á síð- ustu árum hefur heimsóknum skólanema t.d. fjölgað til muna. „Ásmundarsafn er n\jög aðgengi- legt og gott safn fyrir börn til að eiga sína fyrstu reynslu af safni og því höfum við tekið á móti fjölda skólanemenda, aðallega úr 2.-4. bekk grunnskólans. Þá er það orð- inn fastur liður hjá Vinnuskóla Reykjavíkur að hingað komi allur yngsti árgangur skólans í heim- sókn, sem eru um þúsund krakkar yfír sumarið. Ekki má heldur gleyma að safnið er mjög mikið sótt af eriendum ferðamönnum," heldur Ólöf áfram. Eins og áður sagði verður sýn- ingin opnuð og höggmyndagarður- inn vígður kl. 17 í dag. Ásmundar- safn er opið alla daga kl. 10-16.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.