Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Rannsókn á atburðum „blóðuga sunnudags“ á N-frlandi Hermenn fara fram á að njóta nafnleyndar London. The Daily Telegraph. FYRRVERANDI liðsmenn bresku herdeildarinnar, sem skutu til bana þrettán manns á „blóðuga sunnu- degi“ í Derry á Norður-Irlandi 31. janúar 1972, unnu nýlega áfangasig- ur í tilraunum sínum til að fá hnekkt úrskurði þar sem hermönnunum er neitað um nafnleynd er þeir bera vitni íyrir rannsóknamefnd sem sett hefur verið á fót til að ákvarða hvem- ig dauða fólksins bar að. Verður mál- ið tekið fyrir að nýju og tekin afstaða til ótta hermannanna um að lífi þeirra og ættmenna sé stefnt í voða verði þeim ekki tryggð nafnleynd. Breska dagblaðið The Daily Tel- egraph hafði greint frá því að sumir hermannanna hefðu staðhæft að þeir myndu ekki bera vitni fyrir nefndinni nema hægt væri að tryggja algera nafnleynd því ella væri hætta á að þeir yrðu auðveld skotmörk þeirra sem hefna vilja dauða kaþólikkanna þrettán. Fórnarlömbin óbreyttir borgarar A sínum tíma úrskurðaði nefnd breskra stjórnvalda að hermennim- ir hefðu einungis hafið skothríð á kaþólska íbúa Derry, sem efnt höfðu til kröfugöngu þennan örlagaríka dag, eftir að þeim hafði verið ógnað. Vitni á staðnum hafa hins vegar alla tíð þrætt fyrir þetta og benda á að flestir, ef ekki allir, sem létust vom óbreyttir borgarar og ekki í neinum tengslum við Irska lýðveldisherinn (IRA). Var jafnframt fullyrt að her- mennirnir hefðu hafið skothríð á fólkið gjörsamlega að tilefnislausu. Bresk yfirvöld daufheyrðust um árabil við kröfum um nýja og hlut- lausa rannsóknarnefnd á atburðum „blóðuga sunnudags" allt þar til á síðasta ári er Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, tilkynnti að efnt yrði til nýrrar rannsóknar. Discovery á loft Kosningarnar í Suður-Afriku Ekki talin hætta á blóðbaði Jóhannesarborg. Reuters. MORÐ á Zulu-höfðingja, sem styður einn af helstu keppinaut- um Afríska þjóðarráðsins (ANC), hefur varpað skugga á undirbún- ing kosninganna í Suður-Afríku sem fram fara á miðvikudaginn kemur. Sérfræðingar í suður-afrískum stjómmálum sögðu þó ekkert benda til þess að ofbeldið væri að magnast og að mannskæð átök myndu blossa upp fyrir kosning- amar. Samkvæmt nýrri skoðanakönn- un, sem birt var í gær, er Afríska þjóðarráðið með 59% fylgi, en and- stæðingar stjórnarflokksins óttast að hann fái tvo þriðju huta þing- sætanna, sem gæti gert honum kleift að breyta stjómarskránni án stuðnings annarra flokka. Nýi þjóðarflokkurinn og Lýð- ræðisflokkurinn era með 7% fylgi hvor, ef marka má könnunina. 6% aðspurðra sögðust ætla að kjósa helsta keppinaut ANC um fylgi blökkumanna, Inkatha-frelsis- flokkinn. Lögreglan skýrði frá því í gær að Zulu-höfðinginn Elliot Shangese, einn af forystumönnum Inkatha-frelsisflokksins, hefði ver- ið myrtur í bænum Thafmasi í KwaZulu-Natal í fyrrakvöld. Hús eins af forystumönnum ANC, Mfanatfuthi Zulu, prins Zulu- manna, hefði einnig skemmst í bensínsprengjuárás um helgina. BANDARÍSKU geimferjunni Discovery var skotið á loft frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni á Canaveralhöfða á Flórída skömmu eftir sólarupprás í gær. Er þetta í fyrsta skipti í sex mánuði sem geimfeiju er skotið á loft og hefur ekki verið jafnlangt hlé á milli ferða frá því að geimfeijan Challenger fórst. För feijunnar er heitið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, sem Rússar og Bandaríkjamenn eru að setja upp í sameiningu, með birgðir og tækjabúnað. Fyrsti títlenzki bæjar- stjórinn á Englandi London. Morgunblaðið. ÞOTT eitthvað vefjist það fyrir Indverjum að fá manneskju fædda utan Indlands á forsætis- ráðherrastól og Bandaríkjamenn meini þeim forsetaembættið, sem fæddir era utan Bandaríkjanna, vafðist það ekkert fyrir íbúum hafnarbæjarins Harwich í Essex að velja sænska konu sem bæjar- stjóra. Ann Evander fæddist í Svíþjóð og er ennþá sænsk, með sænskt vegabréf, en hefur búið í Englandi í 44 ár. Faðir hennar stundaði nám í Englandi og varð síðar prestur við sænsku kirkjuna í London. Ann Evander flutti til Harwich, þar sem hún tók virkan þátt í bæjarmálum á vegum Verkamannaflokksins og hefur nú tekið við starfi bæjarstjórans. Þetta er að sögn brezkra blaða í fyrsta skipti, sem „útlendingur" er valinn til forystu í ensku bæj- arfélagi og þá horfa menn auðvit- að fram hjá innrásum víkinga á fyrri tíð. Þetta getur Ann Evand- er í skjóli laga Evrópusambands- ins, sem mæla fyrir um, að þegn hvaða Evrópusambandslands sem er sé kjörgengur til hvaða sveitarstjórnarembættis sem er í öðram aðildarlöndum Evrópu- sambandsins. Fæddist miðaldra VÍSINDAMENNIRNIR sem ein- ræktuðu ærina Dolii greindu frá því í gær að Dollí hefði fæðst miðaldra en að hún hefði engu að síður fæðst fulikomiega heil- brigð. Doilí var á sínum tíma ein- ræktuð úr frumum úr sex ára gamalli á og frekari rannsóknir visindamanna við Rosiin-stofnun- ina í Edinborg þykja hafa leitt í Ijós að sjálf hafi Dollí einnig fæðst sex ára gömul, og að hún sé nú níu ára þótt einungis þrjú ár séu liðin frá fæðingu hennar. Vísindamennirnir sögðu ekki ljóst hver áhrif þessi uppgötvun hefði, hvort lífsklukka Dollíar Reuters myndi miðast við þijú eða níu ár og hversu langt hún ætti þ.a.l. eftir ólifað. Þeir sem eiga erfitt með að gera upp við sig hvort útlitið, rýmið, aksturseiginleikarnir, þægindin, öryggið eða stærðin eigi að ráða þegar þeir velja sér nýjan bíl ættu að velja ford focus - og fá þetta allt. hugsaðulengra... Sími Brimborg • Bíldshöfða 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.