Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 31 ERLENT Ólíklegt talið að Kasmír- deilan valdi allsherjarstríði Reuters INDVERSKIR hermenn hlaða stórskotabyssu við mörk yfirráðasvæða Indveija og Pakistana í Kasmír. Ólíklegt þykir að loft- árásir Indverja á skæruliða í Kasmír leiði til allsherjarstríðs milli Indverja og Pakistana en átökin torvelda mjög sáttaum- leitanir kjarnorkuveld- anna tveggja, sem hafa tvisvar sinnum háð stríð vegna deilunnar um Kasmír. SÉRFRÆÐINGAR í málefn- um Indlands og Pakistans segja að ríkin hafi tekið hættuleg ski-ef í átt að nýju stríði eftir að Indverjar hófu loft- árásir á íslamska skæruliða á yfir- ráðasvæði sínu í Kasmír í fyrradag til að flæma þá burt. Spennan magn- aðist enn í gær þegar Pakistanar skutu niður tvær indverskar herþot- ur, sem þeh’ sögðu að hefðu rofið lofthelgi Pakistans. Indverjar og Pakistanar hafa gert skórskotaliðsárásir með reglulegu millibili síðustu árin yfir linuna sem afmarkar yfirráðasvæði ríkjanna í Kasmír, en hún var mörkuð þegar fyrra stríð þeirra um Kasmír lauk fyrir um 50 árum. Þetta er hins veg- ar í fyrsta sinn sem Indverjar beita lofthernaði frá þriðja stríði ríkjanna árið 1971. Árás skæruliðanna lýst sem skipulagðri innrás „Ég tel ekki horfur á að þetta verði meira en skærur,“ sagði Vijai Nair, framkvæmdastjóri rannsókna- stofnunar í öryggismálum í Nýju Delhí. „En línan sem afmarkar yfir- ráðasvæðin er ekki lengur til og fræðilega má halda því fram að nú geisi stríð.“ Embættismaður í bandaríska sendiráðinu í Nýju Delhí sagði að indverska stjómin vildi einskorða árásirnar við takmörkuð svæði til að flæma skæruliðana burt. Talið er að skæruliðarnir hafi farið inn á yfir- ráðasvæði Indverja með aðstoð pakistanskra stórskotaliðssveita í því skyni að ná á sitt vald mikilvægum vegi sem liggur þvert yfir hrjóstrugt landsvæði frá borginni Srinagar að fjallahéraðinu Ladakh. B.G. Verghese, annar öryggis- málasérfræðingur í Nýju Delhí, lýsti árás skæruliðanna sem skipulagðri innrás sem gerð hefði verið með stuðningi pakistanska hersins. Ind- verskir fréttaskýrendur töldu hugs- anlegt að her Pakistans hefði van- metið bráðabirgðastjómina á Ind- landi og talið að hún hefði ekki styrk til að svara árásinni með því að beita hervaldi. Hernaður í pólitiskum tilgangi? Skæruliðunum hefur tekist að beina athygli heimsins að deilunni um Kasmír eftir að sáttaumleitanir, sem hófust eftir kjarnorkutilraunir Indverja og Pakistana fyrir ári, virt- ust vera farnar að bera árangur. Atal Behari Vajpayee, forsætisráð- herra Indlands, fór í tímamótaheim- sókn til pakistönsku borgarinnar La- hore í febrúai’ og undirritaði þar samning við Pakistana um aðgerðir til að byggja upp traust milli þjóð- anna. Michael Leifer, prófessor í al- þjóðatengslum við London School of Economics, sagði að hugsanlegt væri að flokkur Vajpayees, Bharatiya Janata, sem nýtur stuðnings þjóð- ernissinnaðra hindúa, hefði fyrir- skipað loftárásirnar til að styrkja stöðu sína í kosningunum í septem- ber sem boðað var til eftir að stjórn hans var felld á þinginu. „Þetta end- urspeglar bæði pólitíska óstöðugleik- ann á Indlandi og traust Indveija á hernum. Þetta sýnir að þótt Indland sé kjamorkuveldi þá hindrar það ekki að landið beiti takmörkuðum og hefðbundnum hernaði í pólitískum tilgangi," sagði hann. Fréttaskýrendur sögðu að stjórn- málaumrótið í löndunum tveimur að undanfómu gæti orðið til þess að átökin í Kasmír mögnuðust. „Með veikri bráðabirgðastjórn á Indlandi og veikri stjóm í Pakistan skapast hættuástand. Pólitískt forystuleysi eykur hættuna á því að átökin magn- ist,“ sagði Gerald Segal, sérfræðing- ur í öryggismálum við Alþjóðlegu herfræðistofnunina (IISS) í London. 52 ára gömul deila Indverjar og Pakistanar hafa deilt um yfirráðin yfir Kasmír frá því löndin fengu sjálfstæði fyrir 52 áram og deilan olli tveimur af þremur stríðum þjóðanna. Tveir þriðju hlut- ar Kasmír lúta yfirráðum Indverja og íslamskir aðskilnaðarsinnar hófu þar uppreisn árið 1990 sem hefur kostað um 25.000 manns lífið. Ind- verjar hafa sakað Pakistana um að hafa aðstoðað uppreisnarmennina og kynt undir ólgunni í Kasmír. Herir landanna hafa haldið uppi nær stöðugum stórskotaliðsárásum yfir línuna sem skiptir Kasmír, en reynt að halda átökunum innan skynsamlegra marka. Yfirmenn herjanna hafa yfirleitt ræðst við í síma nokkrum sinnum á viku. Þeir töluðu síðast saman á þriðjudag, en Pakistanar segja að yfirmaður ind- verska hersins hafi ekki varað við loftárásunum. Hætta á kjarnorkustríði? Deilan tók á sig nýja mynd eftir að ríkin sprengdu nokkrar kjarnorku- sprengjur í tilraunaskyni fyrir ári. Pakistanar hafa neitað að samþykkja tilboð Indverja um að þeir skuld- bindi sig til að gera ekki kjarnorku- árás að fyrra bragði fyrr en deilan um Kasmír verði útkijáð. Pakistanai’ lýstu því yfir í fyrra að þeir myndu ekki undirrita samninginn um bann við kjarnorkutilraunum nema deilan verði leyst með „viðeigandi" hætti. Gohar Ayub Khan, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Pakistans, hefur sagt að deilan um Kasmír geti leitt til kjarnorkustríðs „hvenær sem er“. íslamskir flokkar í sókn í Pakistan Deilan um Kasmír hefur haft for- gang í utanríkisstefnu Pakistans frá þvi landið fékk sjálfstæði og er mikið hitamál í Punjab-héraði við landa- mærin að Indlandi, en nokkrar millj- ónir Kasmírbúa hafa sest að í hérað- inu. Indverjar hertóku stór svæði í Punjab í stríðunum þremur og íbúar þorpa við mörk héraðsins og Kasmír flúðu þaðan með eigur sínar um leið og loftárásir Indverja hófust. Enginn pakistanskur stjórnmála- leiðtogi getur leyft sér að taka sveigjanlega afstöðu til deilunnar um Kasmír vegna nokkurra áhrifamik- illa afla. Mikilvægast þeirra er her- inn, sem getur réttlætt það að 40% af útgjöldum ríkisins séu notuð til að halda hálfri milljón manna undir vopnum með því að skírskota til hættunnar á stríði við Indverja. Flokkar heittrúaðra múslima hafa einnig sótt í sig veðrið í Pakistan. Aðeins em þrír mánuðir síðan þeir reyndu að steypta stjóm Nawaz Sharifs forsætisráðherra og koma á íslamskri byltingu í landinu. Sharif hefur reynt að sefa þá með loforðum um að setja íslömsk lög og einnig leyft þeim að styðja íslömsku upp- reisnarmennina í Kasmír og Tale- bana í Afganistan að vild. Margir íbúar indverska hluta Ka- smírs hafa áhyggjur af því að sjálf- stæðisbarátta þeiiTa sé að breytast í „heilagt stríð“ með aðild múslima frá öðram löndum, svo sem Pakistan og Afganistan. Deilt um þjóðaratkvæði Indverjar segja að ekki komi til greina að semja um breytingar á stöðu Kasmír. Þeir halda því fram að Pakistanar hafi aldrei fyrirgefið Ind- verjum stuðninginn við aðskilnaðar- sinna í Austur-Pakistan þegar þeir stofnuðu sjálfstætt ríki, Bangladesh, árið 1971. Þeir hafi því notað tæki- færið til að hefna sín með því að sjá skæraliðum í Kasmír fyrir vopnum og þjálfa þá. Þeir saka einnig leyni- þjónustu Pakistans um að hafa sent múslimska skæraliða inn á ind- verska yfirráðasvæðið. Pakistanar og íslömsku skæralið- ai’nir vilja að Indverjar virði sjálfsá- kvörðunarrétt íbúanna með því að heimila þjóðaratkvæði um framtíð Kasmíi- undh’ eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Indverjai’ lofuðu þjóðarat- kvæðagreiðslu fyrir 50 áram en hafa aldrei efnt það og segja að loforðið gildi ekki lengur vegna samninga sem gerðir voru síðar um stöðu Ka- smír. Fregnir um mikið mannfall GREINT var frá því í Erítreu í gær að hersveitir landsins hefðu fellt 785 eþíópíska her- menn í bardögum undanfarna fimm daga. Landamæradeila ríkjanna braust út á ný í síð- ustu viku eftir að hafa legið niðri í um tvo mánuði. Eþíópíu- menn bára fregnir Erítrea til baka, og kváðust sjálfir hafa fellt rúmlega 400 erítreíska hermenn. Fullyrðingar deilu- aðila hafa ekki fengist staðfest- ar af óháðum fulltrúum. Lágkúran aldrei meiri BANDARÍSKI öldungadeildar- þingmaðurinn Joseph Lieberm- an telur að ef bandarískar sjón- varpsstöðvar draga ekki úr kynferðislegri og ofbeldisfullri dagskrárgerð beri eftirlits- stofnunum að líta til siðferðis- boðskapar sjónvarpsstöðvanna þegar leyfí til útsendinga eru endurnýjuð. Kom þetta fram í máli Liebermans þegar kynntar vora niðurstöður rannsókna er benda til þess, að þrátt fyrir, eða beinínis vegna nýrra reglna um innihald sjónvarpsþátta hafi lágkúra og ofbeldi í sjónvarpi aukist, og hafi aldrei verið meiri. Rannsóknin var unnin á vegum Foreldrasjónvarpsráðs- ins, sem er íhaldssamur fjöl- miðlarannsóknarhópur. Israelar gera árás ÍSRAELSKAR herþotur réð- ust í gær á meintar bækistöðv- ar Hizbollah-skæraliða norður af hernumdu svæðum Israela í Suður-Líbanon, að því er ísra- elski herinn greindi frá. Ekki bárast fregnir af mannfalli í árásinni, sem er sú 60. sem ísraelar hafa gert á þessu svæði síðan í janúar. Filippseyskar konur seldar FILIPPSEYSKAR konur eru seldar í hjónaband eða vændi fyrir þrjú til fimm þúsund bandaríkjadollara hver, eða sem svarar 200 til 350 þúsund íslenskum krónum. Kom þetta fram í máli fulltrúa kvenrétt- indahópa er bára vitni fyrir fil- ippseyskri þingnefnd í Manila í gær. Ekki kom fram hversu margar filippseyskar konur hafa verið seldar með þessum hætti, en ársvelta í þessum við- skiptum nemur um 17 milljörð- um dollara. Fómarlömbin era seld til vændishúsa í Suður-As- íu og Austur- og Mið-Evrópu og í hjónabönd í arabaríkjum, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Amnesty skorar á Kína AMNESTY International mannréttindasamtökin hafa skorað á kinversk stjómvöld að láta lausa fanga sem hnepptir vora í varðhald fyrir þátttöku í mótmælum lýðræðissinna á Torgi hins himneska friðai- 1989. Segja samtökin um 200 manns enn í varðhaldi vegna mótmælanna, er urðu fyrir tíu áram, og munu margir hafa sætt „mjög ósanngjörnum“ rétt- arhöldum, að sögn Amnesty.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.