Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 55 MINNINGAR Þegar mamma hringdi til Ar- gentínu og sagði mér frá þessu hörmulega slysi ætlaði ég ekki að trúa því sem ég heyrði. Kiddi æskuvinur dáinn. Hvernig gat þetta gerst? Það er á svona stundu sem margar spurningar koma upp í huga manns en fátt er um svör. Eg man eftir öllum útileikjunum í Jörundarholtinu heima hjá Stebba J., skólaferðalögunum og partíunum sem við fórum í og við krakkarnir sem héldum alltaf hóp- inn í Grundaskóla. Þú varst alltaf svo hress og gott að vera nálægt þér. Eg gleymi aldrei lokaferðalaginu í Þórsmörk. Allir skemmtu sér svo vel. Sá hópur verður aldrei samur án þín, en við vitum að andi þinn veður ávallt á meðal okkar. I huga mínum mun ég geyma minningu um góðan og traustan vin að eilífu. Ég veit að þú ert á góðum stað og líður vel. Blessuð sé minning þín, elsku vinur. Elsku Siggi, Gígja, Garðar, Inga Dís og Guðjón Ingi, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Þín vinkona Berta Ellertsdóttir. Kæri vinur. Hér er örstutt kveðja til þín. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum. Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein fiá kvaldri sál er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefúr. Þá flýg ég yfir ^júpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur. Þú gafst mér alla gleði, sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tek- ur. Svo kveð ég þig og þakka liðna daga. (D.Stef.) Hvíl í friði, kæri vinur. Þínir vinir Leó, Hafsteinn (Haddi), Davíð og Vilhjálmur (Villi). Elsku Kiddi minn, ég átti alls ekki von á því að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Ég bjóst við því að þú myndir hjálpa mér að skipu- leggja árgangspartýið okkar eftir þrjú ár eins og við töluðum um í frönskutímanum. í síðasta skiptið sem ég sá þig, þá varst þú uppi í íþróttahúsi að lyfta. Þú beygðir þig yfir handriðið til þess að spjalla við mig og við ræddum um einkunnirnar okkar sem við sóttum deginum áður. Þegar við vorum í Grundaskóla varst þú alltaf íþróttakappinn, bestur í fótbolta og ábyggilega sá eini sem flaug aldrei á hausinn þegar við fórum á skíði með ár- gangnum. Ég man eftir því í einu af skólaferðalögunum okkar að þið vinirnir fóruð út í skóg í göngutúr og þegar þið komuð til baka var einn ykkar með gat á hausnum. Þið sögðuð að hann hefði hoppað upp í trén en í raun þá lamdir þú hann óvart með spýtu í hausinn og varst svo hræddur um að verða skammaður að þið komuð með þessa fáránlegu sögu. Þú varst alltaf í góðu skapi og kunnir að skemmta þér og okkur hinum, eins og á skólaballinu þegar þú stökkst upp á svið og tókst lagið með hljómsveitinni. Ég á eftir að sakna þess að sjá þig ekki í hvítu fötunum, afa-inni- skónum, brúnan í framan með hvítu Nike-derhúfuna og stríðnis- svipinn. Ég þakka fyrir frábær kynni og votta aðstandendum þínum samúð mína. Vertu sæll. Þín vinkona, Hrönn. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Elsku Kiddi. Þegar við fengum þær fréttir að þú værir dáinn fannst okkur eins og fótunum hefði verið kippt undan okkur. Það fyrsta sem kom upp í hug- ann var að við myndum aldrei sjá þig aftur, né njóta gleðinnar sem ávallt ríkti í kringum þig. Við get- um þó huggað okkur við það að nú ert þú á betri stað og tekur á móti okkur þegar okkar tími kemur. Það var alltaf líf og fjör í kringum þig og ef einhver gat verið hann sjálfur þá varst það þú. Við minnumst allra góðu stundanna sem við átt- um með þér og þá sérstaklega skólaferðalaganna. Við munum aldrei gleyma því hvað þér þótti gaman að syngja í rútunni með okkur stelpunum þegar við vorum yngri. Svo þegar við urðum eldri og gelgjan var komin upp í okkur stelpurnar stóðst þú alltaf upp og söngst: „Ég vil líkjast Daníel," og alltaf hlógum við jafn mikið að þér. En á endanum tókum við undir: „Ég vil líkjast Rut.“ Einnig mun Þórsmerkurferðin í 10. bekk seint gleymast. Við munum líka þegar þú varst kominn með hár niður á axlir og við vorum að reyna að fá þig til að klippa þig. En nei, þú varst ekki á því að fara strax, þú ætlaðir sko að fá sem mest fyrir peninginn. Ailtaf gastu forðast öll rifrildi og leiðindi og gert gott úr öllu með einu léttu „five“. Elsku Kiddi, við viljum þakka þér fyrir allar þær stundir sem við höf- um fengið að eiga með þér og fyrir allar góðu minningarnar sem eiga sér stað í hjörtum okkar alla ævi. Nú er okkur ljóst að þeir deyja ung- ir sem guðimir elska og þér hefur verið ætlað stærra hlutverk annars staðar. Elsku Siggi, Gígja, Garðar, Inga Dís, Gaui, Amór og Hilmar. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja ykk- ur í þessari miklu sorg. Við elskum þig allar, elsku Kiddi okkar, sjáumst. _ Una, Heiðrún, Eyrún, Elisabet Ösp, Jófríður, Katrín og Hrefna. Okkur er þungt fyrir hjarta. Hann Kiddi er dáinn. Énn eitt um- ferðarslysið sem tekur svo stóran toll. Af hverju? En þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör. Minningarnar hrannast upp í koll- inn á okkur og við brosum gegnum tárin. Þær minningar munum við varðveita. Það var oft glatt á hjalla bæði í skólanum og þá ekki síst í boltanum. Þegar við krúnurökuð- um á okkur hausinn átta ára gamlir foreldrum okkur flestum til mikill- ar skelfingar. Ekki var það nú slakt þegar við fórum til Manchest- er í fótboltaskóla fjórtán ára, ný- fermdir og flottir. Allir ætluðu að verða miklar fótboltahetjur. Einnig er ofarlega í hugum okkar „mynd- bandaævintýrið" mikla í 10. bekk, en þá tókum við okkur til og gerð- um kvikmynd sem varð aldrei til. Við fengum lánaða flotbúninga og stukkum í sjóinn niðri á bryggju. Fyrst var stokkið af flotbryggj- unni, síðan af bryggjunni og að lok- um stukkum við af bátunum í höfn- ina. En við hetjurnar vorum svo hugrakkar að við fengum Kidda alltaf til að byrja. Einhverjir bæj- arbúar fóru að velta þessum köpp- um á bryggjunni fyrir sér og einn kom og tætti síðan í burt af bryggj- unni. Kidda varð svo mikið um að hann spólaði yfir einn á leiðinni upp úr sjónum. Allt var nú fest á fiimu en ákveðið að fresta sýningu. Oft var svo glatt á hjalla á Greni- grundinni heima hjá Kidda. Setið og horft á myndbönd fram á rauð- an morgun og alltaf var það jafn sjálfsagt af hálfu Sigga og Gígju. En of langt mál væri að setja allar minningar á blað. Við eigum eftir að sakna hans mjög mikið. En sárastur er þó söknuður og sorg foreldra, systkina, lítilla systur- sona og annarra aðstandenda. Elsku Siggi, Gígja, Garðar, Inga, Guðjón, Hilmar og Arnór, hugur okkar er hjá ykkur og við biðjum algóðan Guð að blessa ykkur og styrkja. En minningin um ljúfan dreng og góðan vin mun lifa. Þínir vinir Bjarni, Maron og Stefán Orri. Sarajevo 1999 16.-28. maí Nr. Nafn Stiq 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vinn. Röð 1 Peter Leko 2694Í 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1 1/2 1/2 0 4,5 6. 2 Alexander Morozevic 2723 1/2 1/2 1/2 0 0 1 1 1 1 5,5 4. 3 Jan H. Timmán 2670 1/2 1/2 0 0 0 1/2 0 0 0 1,5 10. 4 Michael Adams 2716 1/2 1/2 1 1/2 0 1 0 1 1/2 5 5. 5 Evgeny Bareev 2679 1/2 1 1 1/2 1/2 1/2 1 1/2 1/2 6 2.-3. 6 Gary Kasparov 2812 1/2 1 1 1 1/2 1 1/2 1 1/2 7 1. 7 Nigel D. Short 2697 0 0 1/2 0 1/2 0 1/2 1 1/2 3 8. 8 Veselin Topalov 2700 1/2 0 1 1 0 1/2 1/2 1/2 0 4 7. 9 Ivan Sokolov 2624 1/2 0 1 0 1/2 0 0 1/2 0 2,5 9. 10 Alexei Shirov 2726 1 0 1 1/2 1/2 1/2 1/2 1 1 6 2.-3. Kasparov sigrar á enn einu skákmótinu SKAK Saraj evo BOSNÍA 99 16.-26. maí 1999 STÓRMEISTARAMÓTINU í Sarajevo er nú lokið. Kasparov tryggði sér sigurinn með því að leggja enska stórmeistarann Michael Adams í aðeins 31 leik í lokaumferðinni. Hann fór ósigrað- ur í gegnum mótið og náði sjö vinningum af níu mögulegum. Var hann því heilum vinningi á undan þeim Evgeny Bareev og Alexei Shirov sem deildu 2.-3. sæti með sex vinninga hvor. Þetta er mjög glæsilegur árangur hjá Kasparov, sérstaklega þegar haft er í huga að hann byrjaði rólega á mótinu og gerði jafntefli í tveimur íyrstu umferðunum. Eftir þennan sigur velkist varla nokkur maður í vafa um að Kasparov er sterkasti skákmaður heims um þessar mundir. Hann hefur nú tekið þátt í þrem gríðarlega sterkum skák- mótum á þessu ári og sigrað á þeim öllum. Fyrst sigraði hann í Wijk aan Zee í janúar og síðan vann hann stórsigur í Linares í febrúar. Urslit í lokaumferðinni í Sara- jevo urðu þessi: Gary Kasparov - Michael Adams 1-0 Evgeny Bareev - Alexei Shirov Vz- Vz Veselin Topalov - Alexander Morozevich 0-1 Nigel D. Short - Jan H. Timman V2-V2 Ivan Sokolov - Peter Leko V2-V2 Mótið einkenndist af miklum baráttuvilja keppenda. Fáum skákum lauk með jafntefli og margar skemmtilegar skákir litu dagsins ljós. Greinilegt var að margir skákmenn fylgdust spenntir með árangri Morozevich, enda skaust hann upp á stjörnu- himininn með ógnarhraða og hafði ekki áður tekið þátt í svo sterku móti. Arangur hans í Sarajevo staðfestir að hann á vel heima í hópi sterkustu skákmanna heims, en hann hlaut 5'Æ vinning og lenti í 4. sæti. Gaman verður að fylgjast með þessum skemmtilega skák- manni í framtíðinni. Alexei Shirov er ekki síður skemmtilegur skákmaður en Morozevich og það var afar mikil- vægt fyrir hann að ná einu af efstu sætunum á mótinu. Shirov hefur frá því á síðasta ári barist fyrir því að fá að tefla um heims- meistaratitilinn við Kasparov. Samtök Kasparovs (WCC) höfðu ákveðið að sigurvegarinn í Lin- ares 1998 ætti að keppa við Kramnik um réttinn til að skora á Kasparov. Þar sem Anand, sem sigraði í Linares, vildi ekki taka þátt í keppni WCC kom það í hlut Shirovs, sem lenti í öðru sæti, að keppa við Kramnik. Öllum að óvörum sigraði Shirov í einvíginu og átti samkvæmt því að fá að skora á Kasparov. Af því einvígi heíúr þó ekki enn orð- ið. Þykir Shirov það heldur súrt í brotið, ekki síst þar sem hann fékk engin verð- laun fyrir að sigra Kramnik, en til stóð að bæta honum það upp í einvíginu við Kasparov. Með frammistöðunni í Sarajevo getur Shirov fært ákveðin rök fyrir því að hann sé ekki síður verðugur keppi- nautur Kasparovs en aðrir skákmenn. Fyrir utan árangur Morozevich vekur góð staða Evgeny Bareev Hann hefur ekki tekið þátt í stór- mótunum að undanfórnu. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem hann teflir í Sarajevo og í fyrra náði hann þriðja sæti á mótinu. Jan Timman missti greinilega móðinn eftir slakt gengi í byrjun mótsins og endaði í neðsta sæti. Ivan Sokolov getur heldur ekki verið ánægður með árangur sinn á mótinu. I fyrra lenti hann í öðru sæti á þessu sterka móti. I ár var hann hins vegar langt frá sínu besta og hafnaði í næstneðsta sæti með 2Vá vinning af níu. I skák Kasparovs og Adams í lokaumferðinni kom upp skoski leikurinn og eftir nýjung heims- meistarans var ljóst að Englend- ingurinn var í miklum vandræð- um. Fóru svo leikar þannig að hann varð að leggja niður vopnin eftir aðeins 31 leik. Hvítt: Gary Kasparov (2.812) Svart: Michael Adams (2.716) Skoski leikurinn [C45] I. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7. De2 Rd5 8. c4 Rb6 9. Rc3 í skák Timmans og Adams í 6. um- ferð varð framhaldið 9. Rd2 De6 10. De4 Bb4 11. Be2? (betra var II. a3 ) 11. ... Ba6 og eftir 12. b3 Bc3 vann Adams peð, sem hann nýtti sér til sigurs í 41. leik. 9. ... De6 10. De4 Bb4 11. Bd2 Ba6 12. b3 Bxc3 13. Bxc3 d5 14. Dh4! Nýr leikur í stöðunni. Aður hefur verið leikið 14. Df3. 14. ... dxc4 15. Be2 Rd5 16. Bd4 c5 Það er mjög skilj- anlegt að Adams vilji losa sig við þrípeðið. 17. Bxc5 Rc3 18. Bxc4 Dxe5+ 19. Be3 Re4 20. 0-0 Bxc4 21. bxc4 0-0 22. Hfel Gary Kasparov frammi- athygli. Taflið hefur einfaldast og við fyrstu sýn áleit ég að svartur ætti góða möguleika á jafntefli. Við nán- ari athugun hef ég þó sannfærst um að svo sé ekki. Reyndar kæmi mér ekkert á óvart þótt Gary hafi einhvern tíma haft þessa stöðu á eld- húsborðinu! 22. ... Hfe8 23. f3 Rd6?! Eftir 23.... Rc3 kem- ur 24. Df2 og ef nú 24. ... a6 þá kæmi 25. Dc2! og á riddarinn þá enga undankomu- leið. Best virðist 23. ... Rc5 24. Bd4 þó hvítur standi eitthvað betur eftir 24. ... Dd6 25. Dg4. 24. Bf2 Df5? Eftir þennan leik verður taflinu ekki bjargað. Ef 24. ... Dc3 er 25. c5 mjög óþægilegt fyrir svartan. Betra er 24.... Df6 þó hvítur hafi góða vinningsmöguleika eftir 25. Dxf6 gxf6 26. Hxe8+. 25. c5 Rb5 26. Db4 Dd3 Eftir 26.... c6 27. a4 Rc7 28. Db7 vinnur hvítur peð. 27. Hedl a5 28. Da4 De2 29. Hel Dd3 Tapar strax, en eftir 29. ... Rc3 30. Dc6 Db5 31. Dxc7 Hxel+ 32. Hxel Rxa2 33. Bd4 ætti hvítur að vinna. 30. Hxe8+ Hxe8 31. Hdl 1-0 Kvennaskákmót á sunnudag Nú á vormisseri hefur Taflfé- lagið Hellir gengist fyrir nokkrum skákmótum sem ein- göngu eru fyrir konur. Félagið hefur þegar haldið fjögur kvennaskákmót frá áramótum og hefur þessu framtaki verið vel tekið af skákkonum, bæði þeim sem eru virkastar svo og þeim sem ekki höfðu tekið þátt í skák- mótum í nokkurn tíma. Næsta kvennaskákmót verður haldið á sunnudaginn, 30. mai, og hefst klukkan 13. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad kerfi með 10 mínútna umhugsunartíma. Ekkert aldurstakmark er á þess- um skákmótum. Þátttaka er ókeypis. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin á mótinu. Mótið er haldið í fé- lagsheimili Taflfélagsins Hellis, Þönglabakka 1 í Mjódd. A síðasta kvennaskákmóti Hellis, sem haldið var í apríl, sigruðu þær Aldís Rún Lárus- dóttir og Þorbjörg Lilja Þórs- dóttir. Skákmót á næstunni Tilkynningar um skákmót og aðra viðburði sendist til umsjón- armanna skákþáttar Morgun- blaðsins. Tölvupóstfangið er dadi@vks.is. Einnig má senda annað efni og athugasemdir við skákþættina á sama póstfang. 29.5. SÍ. Aðalfundur 30.5. Hellir. Kvennamót 4.6. Skákþing Hafnarfjarðar 7.6. Hellir. Atkvöld 9.6. Boðsmót TR. Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.