Morgunblaðið - 03.06.1999, Page 34

Morgunblaðið - 03.06.1999, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 M0RGUN6LAÐIÐ LISTIR ÓLAVUR Hátún tónlistarfrömuður, Helga Hjörvar, framkvæmdastjóri Norðurlandahússins, og Garðar Cortes, hljómsveitarsljóri. Morgunblaðið/Anna María Bogadóttir FÆREYINGAR Qölmenntu á þessa fyrstu óperusýningu í landinu. Þarna urðum við eitt Frábærar móttökur, virðing og velvilji ------------------7-------------- mættu hvarvetna hópi Islensku óperunnar í Færeyjum sem lagði leið sína þangað með Leðurblökuna í byrjun vikunnar. Anna María Bogadóttir, kynningarfulltrúi —7------------------------------- Islensku óperunnar, var í hópi 84 utanfara sem komið höfðu að uppsetningu á Leður- -------------------7------------- blöku Jóhanns Strauss í Islensku óperunni. EYJARNAR voru baðaðar sólskini þegar hópurinn lenti á flugvellinum í Vág- um á sunnudagsmorgni og við komuna til Þórshafnar mátti greina í lofti eftirvæntingu vegna fyrirhugaðrar sýningar á Leður- blökunni í Norðurlandahúsinu. Færeyingar, sem venjulega kaupa sér miða á hvers kyns atburði við innganginn, höfðu í þetta sinn tryggt sér miða með fyrirvara og var nú þegar uppselt á hina „Ný- mótans Flogmús“, eins og upp- færslan hafði verið kynnt í forsíðu- frétt Dirnmalættings. Eftir sex tíma ferðalag frá Reykjavík til Þórshafnar hófst æf- ing í Norðurlandahúsinu og voru þá rúmir fimm tímar í sýningu. ,A.ð fljúga, sigla, keyra, æfa og sýna, allt á einum degi, þetta er draumastaða spennufíklanna," sagði leikkonan Edda Björgvinsdóttir um ferðalag- ið. Hún var ein margra í hópnum sem voru að koma í fyrsta sinn til Færeyja og var eins og aðrir í skýj- unum yfir hlýlegum móttökum Færeyinga. Líkt og einsöngvarar sýningarinnar tileinkaði Edda sér grunnorðaforða og framburð í fær- eysku og textaæfing sem hófst um borð í Temunni, sem flutti hópinn frá Vágum til Straumeyjar, hélt áfram við komuna til Þórshafnar. Þetta var grunnurinn að því að sögusvið Leðurblökunnar, sem í uppfærslu Islensku óperunnar er flutt til Reykjavíkur árið 1999, fékk á sig færeyskt yfirbragð í Norður- landahúsinu. A sýningunni fékk eitt og eitt færeyskt orð að fljóta með og flytjendur brúuðu einnig bilið milli íslensku og færeysku með því að tala hægar en venjulega. Áhorf- endur lögðu sig einnig greinilega fram við að skilja textann. Þeir tóku vel undir og voru á heimavelli þegar Þorgeir J. Andrésson í hlutverki Al- freds tók að syngja Ólafur reið með björgum fram. Allt ætlaði síðan um koll að keyra þegar gamall Færey- ingur gaus upp í Frosch fangaverði leiknum af Eddu Björgvinsdóttur. Frosch var nú skyndilega orðinn náskyldur Högna Höydal og las upp úr dagblaðinu Dimmalættingi. „Það má kannski segja að frú Turilla Jo- hannsson, karakter sem ég varð landsfræg fyrir í þáttunum Úllen dúllen doff í útvarpinu árin 1978-1980 og er orðin antik í dag, hafi skyndilega verið endurvakin við þetta afar sérstaka tilefni og í raun endurholdgast í bróður sín- um,“ sagði Edda. Aðstæður til óperuuppsetningar reyndust vera mjög góðar í Norður- landahúsinu og lýstu tæknimenn undantekningarlaust yfir ánægju sinni með húsið, en þetta var í fyrsta sinn í 16 ára sögu þess að sambærileg sýning var þar á fjölun- um. „Húsið er bæði frábært og skemmtilegt, fyrir utan hvað það er fallegt," sagði Jóhann Pálmason ljósameistari, sem var í hópi tækni- manna sem fóru utan fjórum dögum fyrir sýningu til að að lýsa sýning- una og setja upp svið og leiktjöld sem send höfð verið sjóleiðis frá Is- landi. Búninga- og leikaðstaða var einnig sett upp í húsinu í tengslum við sýninguna. Jóhann benti á að öll hús hefðu sína galla og að vegna sætaskipunar í Norðurlandahúsinu væri ekki víst að allir gestimir 500 hefðu séð nægilega vel. Öll tækni- vinna gekk engu að síður sam- kvæmt áætlun, enda frábærir starfsmenn Norðurlandahússins til aðstoðar. Listamennirnir voru ekki síður ánægðir með aðstæður í Norðurlandahúsinu: „Húsið er með góðan hljómburð og hentar upp- færslum eins og Leðurblökunni, sem er tiltölulega einföld sýning, mjög vel. Það var frábært að syngja þama og maður upplifði þetta eins og að vera í alvöru ópemhúsi. Þetta var í raun í fyrsta sinn að mér fannst form sýningarinnar verða heildrænt, að hljómsveit, söngur og leikhús væru sameinuð. Það var þarna sem við urðum eitt og íslend- ingar mættu skammast sín fyrir að eiga ekki sambærilegt hús fyrir óp- emflutning," sagði Sigrún Hjálm- týsdóttir, sem áhorfendur klöppuðu lof í lófa í lok sýningar. Það að hljómsveit íslensku óper- unnar skyldi vera með í för gerði ferðina einstaka því þannig varð fyrsta heimsókn ópemhúss með sýningu beint af fjölunum að vem- leika í Færeyjum. Ólíkt niðurgraf- inni hljómsveitargryfju íslensku óp- emnnar vom hljómsveitarmeðlimir nú í opnu rými og sáu þar með sýn- inguna í fyrsta skipti, sem þeir vora að vonum ánægðir með. „Við blás- aramir sjáum aldrei upp á svið og því var gaman að vera svona inni í sýningunni," sagði Þorkell Jóelsson homleikari, og bætti því við að mjög gott hefði verið að spila í húsinu. Sviðslistamennimir vom að sama skapi ánægðir með sjónræna teng- ingu við tónlistarmennina. „Það var styrkur í því að sjá framan í hljóm- sveitina og maður færðist allur í aukana," sagði Þorgeir J. Andrés- son, sem fannst aðstæðan í Norður- landahúsinu á margan hátt betri og rýmri en í íslensku ópemnni og þótti sýningin á allan hátt heppnast vel. „Þetta er ein eftirminnilegasta Borðdukar til Uppsetningabuðin Hvcrfisgötu 74, sími 552 5270. lame® f Negro Skólavörðustíg 21 o, 101 Reykjovík. Simi/fox 552 1220 Netfang: blanto@itn.is Veffang: www.blanto.ehf.is Þórshöfn. Morgunblaðið NORRÆNA húsið ÍÞórshöfn í Færeyjum var þéttsetið í rúma þrjá klukkutíma þegar Islenska óperan flutti óperettuna Leður- blökuna eftir Jóhann Strauss á sunnudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem Færeyingum gefst kostur á að sjá óperettu í fullri lengd heima fyrir, og voru rúmlega 500 mið- ar seldir daginn eftir að það var gjört kunnugt, að Islenska óper- an kæmi til Færeyja. Þetta kost- aði að margir sem höfðu hugsað sér að njóta óperunnar fengu ekki miða. Að flytja alla uppsetningu Is- lensku óperunnar á Leðurblök- unni til Færeyja, allt tónlistar- fólkið og söngvarana, fyrir eina uppfærslu, hefðu menn ekki lát- ið hvarfla að sér í Færeyjum en þökk sé m.a. fjárhagslegum stuðningi fslensku ríkisstjórnar- innar að Færeyingum var boðið upp á þennan sjaldgæfa atburð. Það er fyrst og fremst stjóm- andi Óperunnar, Garðar Cortes, sem á heiðurinn af þessum stóra atburði. „Upphaflega var það hug- myndin að aðeins söngv'ararnir og eitt píanó færu til Færeyja, annars yrði kostnaður of mikill. En ég sneri mér til Davíðs Odds- sonar og hann sagði strax að hann vildi beita sér fyrir að sú Færeyingar flykkj ast á Leðurblökuna upphæð sem á vantaði fengist og Óperan í heild gæti því farið til Færeyja. Með öllu hefur ís- lenska ríkisstjórnin lagt fram rúmlega milljón íslenskra króna til þess að unnt væri að flytja Leðurblökuna í Færeyjum, og það held ég að megi þakka góð- um viðbrögðum Davíðs Odds- sonar,“ segir Garðar Cortes í hléi við uppsetningu óperettunn- ar í Norræna húsinu. Garðar Cortes hættir nú sem stjórnandi Islensku ópemnnar og það átti sinn þátt í að hann kom því til leiðar að fá Óperuna til Færeyjaferðar. „Ég hef verið í Færeyjum áð- ur, fyrir tveimur árum, þar sem ég stjórnaði árlegu kóramóti, sem þá var í Suðurey. Ég taldi að uppsetning Leðurblökunnar í Færeyjum gæti verið tilvalinn endir fyrir mig hjá íslensku óp- emnni," segir Garðar Cortes ennfremur. Það hefur reynt á margt við þessar stórkostlegu fram- kvæmdir í Færeyjum, m.a. þurft að keppa við timann til þess að hafa allt tilbúið á áætluðum tíma. Til Færeyja komu liðs- menn Óperunnar með færeyska flugfélaginu Atlantic Airways með sérstöku leiguflugi á sunnu- dagsmorgun og voru í Þórshöfn nokkrum tímum seinna. Það sem eftir var dagsins var unnið að þvi að koma öllu i kring og Iftið næði gafst til hvíldar. Hvað varðar sviðsetninguna bendir Garðar Cortes á að þrír leik- myndahönnuðir hafí farið til Færeyja á undan hópnum. Upp- setning Leðurblökunnar í Færeyjum hafði það í för með sér að tónlistarmennirnir, en flestir þeirra em úr Sinfóníu- hljómsveitinni, urðu að fresta gerð plötu fyrir Naxos-tónlistar- forlagið svo þeir gætu farið til Færeyja. Meðal áheyrenda í Norræna húsinu var m.a. Signar á Brúnni, landstjórnarmaður mennta og menningar. Hann sagði eftir sýninguna að hún væri einstæð. „Hún var einstæð og það má ótrúlegt heita að Island, svo fá- menn þjóð, skuli eiga svo marga góða og dugmikla söngvara. Ég vil taka fram að það er heiður fyrir Færeyjar að íslenski for- sætisráðherrann, Davíð Odds- son, vill leggja fram fé til þess að við Færeyingar getum notið flutningsins. Færeyingar munu ekki gleyma því,“ segir Signar á Brúnni. Uppsetning Leðurblökunnar er jafnframt góð byijun fyrir Helgu Hjörvar, nýjan fram- kvæmdastjóra Norræna hússins í Færeyjum. Hún kom til Færeyja fyrir nokkmm mánuð- um til að kynna sér það starf sem bíður hennar. Næstu fjögur ár mun Helga Hjörvar stjórna menningarstarfí í húsinu. Á þriðjudaginn bauð hún til mót- töku í Norræna húsinu. íslenska óperan sneri heim á mánudag eftir að hafa komist í kynni við færeyska veðráttu, sem breytti nokkuð fyrirhuguð- um kynnisferðum um eyjarnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.