Morgunblaðið - 16.06.1999, Page 58

Morgunblaðið - 16.06.1999, Page 58
✓ 58 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sírai 569 1100 • Símbréf 569 1329 Svar til Þórðar Jónssonar Frá Jóni Steinarí Gunnlaugssyni: ÞÓRÐUR Jónsson birti hér í dálk- inum sl. laugardag kvörtun yfir því, að honum hefði ekki verið gert kleift að kjósa við alþingiskosning- arnar 8. maí sl. Þórður er fatlaður og bundinn við hjólastól. Er svo að skilja af bréfi Þórðar, að ég hafi í starfi mínu sem oddviti yfirkjör- stjómar í Reykjavík átt sök á því að hann fékk ekki notið atkvæðis- réttar síns. Þetta verður að leið- rétta. I samtölum mínum (tveimur) við Þórð á kjördag greindi ég honum frá því að ekkert væri því til íyrir- stöðu, að hann kysi á Kjarvalsstöð- um eða í Laugardalshöll, þó að hann væri á kjörskrá í Breiðagerð- isskóla. Til þess þyrfti hann aðeins að ganga frá afsali kosningaréttar síns í þeirri kjördeild þar sem hann væri á kjörskrá, áður en hann kysi. Þetta gat hann gert á þeim kjör- stað sem hann væri staddur á og væri hverfiskjörstjórnin þar með sérstök eyðublöð fyrir þetta afsal. Skilaboðin yrðu símsend á milli, allt eftir þeim reglum sem um þetta gilda. Þegar Þórður hringdi í mig var hann búinn að ganga í gegnum einhverja erfiðleika við kjörstaðina sem hann var ósáttur við. Óskaði hann eftir því við mig að fá að kjósa í bifreið fyrir utan kjörstaðinn (ég man ekki betur en það hafi verið við Laugardalshöll). Eftir að hafa gert hlé á samtali okkar til að kanna hvort nokkur kostur gæti verið á undanþágu í þessa veru skýrði ég honum frá því að fyrir þessu væri ekki heimild í kosningalögunum. Engin vand- kvæði væru hins vegar á því að að- stoða hann inn á kjörstaðinn í Laugardalshöll svo hann gæti kos- ið þar með þeirri aðferð sem að framan er lýst. Þetta vildi hann ekki þiggja og heyrði ég á honum í símtalinu, að hann væri mjög ósátt- ur við mig. Virtist hann telja mig hafa vald til að ákveða, að hann mætti kjósa fyrir utan kjörstaðinn og væri einungis fantaskap mínum um að kenna að hann fengi þetta ekki. Dugði ekki fyrir mig að reyna að útskýra fyrir honum, að kosn- ingar verður að framkvæma eftir settum reglum. Mér þykir leitt, að Þórður Jóns- son skyldi ekki treysta sér til að neyta atkvæðisréttar síns á kjör- dag. Þess átti hann kost eftir þeim reglum sem um þetta gilda. JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON, hæstaréttarlögmaður. 50 THE TEACHER 5AIP5HE COOLP ALUJAY5 TELL WHEN YOD WERE S0E55IN6 ATTHEAN5WER5.. YOU TOLP HER 1 6UE55 AT THEAN5UIE R5?! rc SVRE,MMC\B..l HAP TO PROTECT MY5ELF.. YOU MAPE MY ANSWERS LOOKSTUPIP. YOU UNPER5TANP, PON'T YOU? YOU E0R6NE ME, PON'T YOU ? Svo að kennarinn sagði að hún gæti alltaf séð það þegar þú giskaðir á svörin.. Sagðir þú henni Vissulega, Magga-.ég varð Þú skilur það, er það að ég giskaði að vemda sjálfa mig.. ekki? Þú fyrirgefur á svörin?! þú lést svörin mín iíta mér, er það ekki? heimskulega út.. Eg býst við því.. Opið bréf til dóms- og kirkjumálaráðherra Frá Björgvini Brynjólfssyni: SÆL vertu, Sólveig, og velkomin í ráðherrastól. Verkefnin verða mörg og mikil- væg í þínum ráðuneytum við upp- haf nýrrar aldar. I viðtali DV við þig hinn 7. júní sl. segir þú meðal annars aðspurð um aðskilnað ríkis og kirkju: ,Hingað til hafa skoðana- kannanir leitt það í ljós að það er ekki almennur vilji fyrir slíku.“ Þessi fullyrðing þín er mér óskilj- anleg. Ég hélt að þeir sem fylgdust með almennum fréttum vissu að skoðanakannanir um þetta mál hafa allar verið á einn veg; að að- skilnaður ríkis og kirkju hafi notið meirihlutafylgis undanfarin ár. Því til sönnunar tek ég saman yfirlit um kannanir Gallups á vilja fólks til aðskilnaðar ríkis og kirkju: Sjá töflu. Niðurstaðan er ótvíræð. A und- anförnum árum hafa ávallt verið mun fleiri Islendingar fylgjandi að- skilnaði ríkis og kirkju en andvígir honum. Að meðaltali munar ríflega 22 prósentustigum á þessum hóp- um! Stuðningur þjóðarinnar við að- skilnað ríkis og kirkju er því ívið meiri en stuðningur við ríkisstjóm- arflokkana í síðustu alþingiskosn- ingum. Er nokkur spuming um vilja þjóðarinnar með meirihluta á Alþingi? Að lokum þetta: Samtök um að- skilnað ríkis og kirkju em komin til að vera í forsvari fyrir jafnræði trúar og siða þar til því markmiði er náð. Augljós stuðningur þjóðar- innar er okkur mikil hvatning. Jafnræði er gmnnur mannrétt- inda. A því sviði em mörg verkefni óleyst sem bíða nýrrar aldar. Með vinsemd og virðingu, BJÖRGVIN BRYNJÓLFSSON, oddviti Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju. Fylgjandi og andvígir aðskilnaði árin 1993-1998. Könnunar- Könnunar- Fylgjandi Andvígir ár mánuður aðskilnaði aðskilnaði 1993 maí 55,5% 44,5% 1994 ágúst 61,9% 38,1% 1996 febrúar 63,3% 36,7% 1996 júlí 58,1% 41,9% 1997 september 66,0% 34,0% 1998 september 62,9% 37,1% Meðaltal 61,3% 38,7% Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.