Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 19 VIÐSKIPTI Kaupþing hf. um viðskipti með hlutabréf í PeCode, móðurfyrirtæki ÍE Skortur á upplýsing- um er áhyggiuefni I MORGUNPUNKTUM Kaup- þings hf. í gær er fjallað um gengi hlutabréfa í fyrirtækinu^ DeCode, sem er móðurfyrirtæki íslenskrar erfðagreiningar, og nýleg kaup Landsbankans, Búnaðarbankans og FBA á 17% hlut í félaginu. Fram kemur að upplýsingar í tengslum við þessi viðskipti hafi verið mjög af skomum skammti og að það sé um- hugsunarefni að þrír af stærstu að- ilum á innlendum verðbréfamarkaði skuli með svo afgerandi hætti stuðla að lakari upplýsingagjöf á innlend- um hlutabréfamarkaði. Einnig kemur fram að hlutafé í félaginu hafí verið aukið nokkuð á síðustu mánuðum og séu hlutir nú 29,5 milljónir í stað 22 milljóna í ársbyrjun 1998, þegar hlutabréf í DeCode voru fyrst boðin innlend- um fjárfestum. „Við það tækifæri var gefin út útboðslýsing þar sem því var lýst yfír að ekki væri fyrir- hugað að auka hlutafé félagsins frekar fyrr en að skráningu á er- lendum hlutabréfamarkaði kæmi. Því kemur það nokkuð á óvart að forráðamenn félagsins hafi í það minnsta ekki tilkynnt um þessa aukningu áður en til hennar kom,“ Lestir Bransons skila hagnaði HAGNAÐUR Virgin Trains, lestarþjónustu breska auðkýf- ingsins Richarda Bransons, tvöfaldaðist frá síðasta fjár- hagsári. Hagnaður fyrir skatta nam 28 milljónum punda og kemur það mörgum á óvart, en lestar- þjónusta Bransons hefur verið talin slök hvað varðar áreiðan- leika og stundvísi. Stjóm Virgin hefur fundið sig knúna að verja hagnaðinn og segir hann engin stórtíðindi, sé miðað við 500 milljóna punda veltu fyiirtækisins. Talsmenn Virgin segja neyt- endur geta treyst því að vænt- anlegar fjárfestingar félagsins skili sér í betri þjónustu. Stærsta líftækni- fyrirtæki í Evrópu FYRIRTÆKIN Celltech og Chiroscience, sem starfa á lyfja- og líftæknimarkaði, hafa tilkynnt um 1,1 milljarðs doll- ara samruna, að því er segir á fréttavef BBC. Með samningnum verður til stærsta líftæknifyrirtæki í Evrópu með 400 starfsmenn sem vinna m.a. á sviði rann- sókna á astma, krabbameini og gigt. Nýja fyrirtækið verður kallað Celltech Chiroscience. Búist er við að samruninn hafí í för með sér frekari sam- þjöppun eignarhalds í líftækni- iðnaði. Tap varð á báðum fyrirtækj- unum á síðasta ári en forsvars- menn fyrirtækjanna segja sam- runann styi-kja starfsemi þeirra og í raun nauðsynlegan til að auka líkur á hagnaði. segir í Morgunpunktum Kaup- þings. Ennfremur segir í Morgunpunkt- um: „íslensk erfðagreining og móð- urfyrirtæki þess, DeCode, hafa litl- ar sem engar upplýsingar gefið um rekstur sinn frá því hlutabréf í DeCode voru íyrst boðin innlendum fjárfestum til kaups. Þá hefur félag- ið heldur ekki gefið neinar upplýs- ingar um útgefið hlutafé og þrátt fyrir að segja megi að slíkar upplýs- ingar séu nauðsynlegar forsendur við fjárfestingarákvörðun." Bent er á að þessi upplýsinga- skortur hafí hingað til lítil áhrif haft á kaupáhuga fjárfesta en að ljóst sé að fæstir fagfjárfestar sætti sig við svo lítið upplýsingastreymi og muni því væntanlega halda að sér hönd- um. Lækkandi gengi bréfa í Morgunblaðinu á sunnudag voru auglýstir til sölu 1.000 hlutir í DeCode á 1.861.500 krónur að lág- marki, sem samsvarar því að gengið sé 1861,5 króna á hlut eða rúmir 25 dollarar. Að sögn kunnugra hefur gengið á „gráa markaðnum“ verið í kringum 20 dollarar á hlut að und- deCode: Þróun gengis des. ’98 til júní ’99 30 Heimild: Kaupþing hf. 0—t- -H------1------+- H---h H----I--h H-------1- 7.12. 21.12. 4.1. 18.1. 1.2. 15.2. 1.3. 15.3. 29.3. 12.4. 26.4. 10.5. 24.5. 7.6. 1998 1998 1999 1999 1999 1999 1999 1999 1999 1999 1999 1999 1999 1999 anfórnu en virðist fara eitthvað lækkandi um þessar mundir. Hugs- anlegt er talið að kaupin á 17% hlutafjár í fyrirtækinu í síðustu viku hafi hér áhrif en samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins var gengið í þeim viðskiptum 17,25 dollarar á hlut. Talsmenn Búnaðarbankans, Landsbankans og FBA vildu að- spurðir ekki tjá sig um kaupgengi bréfanna þar sem um trúnaðarmál væri að ræða. I máli þeirra kom fram að viðskiptin hefðu byggst á greinargóðum upplýsingum um rekstur og stöðu fyrirtækisins og að sama ætti við um sölu bréfanna til fjárfesta. Landsbanki íslands Fram- kvæmda- stjóri rekstrar- sviðs ÞOR Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsbanka ís- lands. Þór útskrifaðist frá við- skipta- og hagfræði- deild Há- skóla ís- lands árið 1982 af fyr- irtækja- kjarna, reiknings- halds- og fjármálasviði. Hann stundaði framhaldsnám í hag- fræði við háskólann í Freiburg í Þýskalandi árin 1982-1984. Þór réðst til starfa í Landsbanka íslands í janúar 1985 og starf- aði fyrstu árin í hagdeild. Hann var ráðinn forstöðumaður út- lánastýringar í ársbyrjun 1991 og hefur gegnt því starfi síðan, nú síðast sem forstöðumaður útlánaeftirlits á rekstrarsviði. Þór fæddist hinn 17. september 1958. Hann er kvæntur Ás- laugu Gunnarsdóttur píanó- kennara og eiga þau fjögur börn. Þór Þorláksson Sir Martin Laing um möguleika á viðskiptum á milli íslands og Bretlands Rúm fyrir frekari samvinnu SIR MARTIN Laing formaður stjórnar viðskiptaskrifstofu breska iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, segist sjá mikla möguleika á frekari samvinnu íslenskra og breskra fyr- irtækja, en hann er staddur hér á landi á vegum viðskiptaskrifstof- unnar. „Möguleikarnir eru á öllum svið- um. Við erum að vinna að útflutn- ingsverkefni með tíu breskum fyrir- tækjum, sem fæst hafa flutt út áður. Okkur þykir ísland kjörið land til að byrja að fíkra sig áfram í útflutn- ingi. íslendingar tala góða ensku og standa yfirleitt í skilum. Landið er ekki of fjarri Bretlandi og íslensk framleiðsla er aðallega í sjávarút- vegi. Möguleikamir á útflutningi til Islands eru miklir,“ segir hann. „Ég hef haft augun hjá mér og komið auga á gríðarlega möguleika hér. Eini hugsanlegi ókosturinn er hátt gengi sterlingspundsins, en það gæti komið breskum fyrirtækj- um illa,“ segir Sir Martin. Bretar gætu leiðbeint Islending- um við einkavæðingu Að sögn sir Martins er vöru- skiptajöfnuður landanna íslandi í hag. „Þið seljið okkur vörur fyrir 264 milljónir punda [rúmlega 31 milljarð króna] en Bretar selja vör- ur til Islands íyrir 164 milljónir punda [tæplega tuttugu milljarða Morgunblaðið/Jim Smart Sir Martin Laing, ráðherra og formaður stjórnar viðskiptaskrifstofu breska viðskiptaráðuneytisins. króna]. Okkur líkar fiskurinn ykkar vel.“ Sir Martin segist ekki geta bent á eitt svið umfram önnur, þar sem bresk fyrirtæki gætu sótt í sig veðrið hér á landi. „Þó má minnast á að við Bretar gætum hæglega miðlað íslendingum reynslu okkar af einkavæðingu, enda höfum við hana næga. Að mínu mati er einka- væðing óhjákvæmileg til lengri tíma litið,“ segir hann. Hann segist einnig hafa hrifist af íslenskum hugbúnaðariðnaði. „Þar hljóta að vera mýmörg tækifæri til sam- starfs, enda er lítið um samstarf breskra og íslenskra hugbúnaðar- fyrirtækja eins og er.“ Yfírtaka Norsk Hydro á Saga Petroleum í Noregi reynist kostnaðarsöm LÆKKANDI gengi hlutabréfa í Norsk Hydro veldur því að kostn- aður íyrirtækisins vegna yfirtöku þess á Saga Petroleum verður langtum meiri en áætlað var, að því er fram kemur í norska blaðinu Dagens Næringsliv. I tilboði Norsk Hydro og Statoil til eigenda Saga er gert ráð fyrir að þeir fái einn hlut í Hydro fyrir hverja þrjá hluti í Saga og þar að auki greiðslu í peningum. Upphæð greiðslunnar á að ráðast af gengi hlutabréfa í Hydro en það hefur fallið um 20 norskar krónur á hvern hlut á þeim tveimur vikum sem liðnar eru síðan tilboðið var lagt fram. Samkvæmt útreikningum blaðsins hefur lækkun gengis hlutabréfanna þau áhrif að Hydro verður að greiða um 3,33 milljarða norskra króna til eigenda Saga. Hefur tapað 11,4 milljörð- um króna í samkomulagi sem Hydro og Stat- oil gerðu sín á milli vegna yfirtökunn- ar er gert ráð fyrir að Statoil, sem átt hefur um 20% hlut í Saga Petroleum, muni hækka hlut sinn í 25% með kaupum bréfa af Hydro. Með lækk- andi gengi bréfa í Hydro hefur sú upphæð sem Statoil mun greiða fyrir- tækinu lækkað um nær helming. Hafnar endurgreiðslukröfu í heild hefur Hydro tapað rúm- lega 1,2 milljörðum norskra króna sem jafngilda 11,4 milljörðum íslenskra króna síðan gengið tók að falla, eða 63 milljónum norskra ki-óna fyrir hverja krónu sem verð hlutabréfa hefur lækkað um, sam- kvæmt útreikningum Dagens Nær- ingsliv. Fyrir skömmu kröfðu Saga Petroleum og þrjú önnur olíufyrir- tæki í Noregi Statoil um háar fjár- hæðir vegna fjármálaóreiðu í sam- bandi við Kársto gasvinnslustöðina. Fyrirtækin fjögur hafa krafist þess að fá endurgreidda 1,7 milljarða norskra króna sem þau hafa lagt til framkvæmdanna. Statoil hefur nú svarað kröfu fyr- irtækjanna á þá leið að ekki séu fyrir hendi nægar sannanir til að styðja ásakanir þeirra og því muni Statoil ekki greiða þeim til baka féð. Farið hefur verið fram á meiri upplýsingar af hendi fyrirtækjanna fjögurra en ekki er enn vitað hvaða áhrif yfii-taka Hydro og Statoil á Saga mun hafa á þennan mála- rekstur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.