Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 38
>38 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ i N otkun á fólki „Komdu aldrei fram við neina manneskju, hvorki sjálfa þig né aðra, með þeim hætti að þú sért einungis að nota hana í einhverju skyni. “ Immanuel Kant Það er misskilningur að ef frægt fólk notar sér fjölmiðla í ágóða- skyni þá megi fjöl- miðlar nota sér frægt fólk í ágóðaskyni. Það er í lagi að nota fjölmiðla, en það er rangt að nota fólk. Misskilning- urinn er því sá, að leggja að jöfnu fólk og fjölmiðla. Neyðaróp sænsku söngkon- unnar Evu Dahlgren fyrir skömmu dró athyglina að þessu. Dahlgrein skrifaði grein í Dag- ens Nyheter þar sem hún bað fólk að kaupa ekki æsifréttablöð sem birtu myndir af henni topp- lausri, teknar í leyfisleysi, og tnMUMne svokallaðar VIÐHORF fréttirum einkalíf henn- ar, en þó án nokkurs Eftir Kristján G. Arngrímsson sannleikskoms. Dahlgren sagði að sér fyndist eins og sér hefði verið nauðgað, og að það hefði verið aðalrit- stjóri Se och Hör, Tua Lund- ström, sem hefði gert það með því að birta myndir „af hálfnökt- um líkama mínum“, sem teknar voru í laumi. Blaðamaðurinn Jan Söderqvist gagnrýndi Dahlgren í Svenska Dagbladet, og sagði meðal annars að hún hefði iðu- lega viðrað einkalíf sitt í fjöl- miðlum til að vekja athygíi á tónlist sinni og fá fólk til að kaupa plötur sínar. Þannig noti hún fjölmiðla til að hagnast sjálf. Þess vegna sakar Söderqvist söngkonuna um óheilindi. Þá vaknar spurningin, hvort fjölmiðlar megi ekki nota fræga fólkið (og brjóstin á því) til að laða að áhorfendur eða lesend- ur. Kaup kaups. En svarið við spumingunni er einfaldlega nei, því að þarna er óhugsandi að hafa kaup kaups. Astæðan er sáraeinföld: Ef það er eitthvað sem er algerlega bannað og siðferðilega óverj- andi, þá er það það að nota ann- að fólk eingöngu í hagnaðar- skyni. Þetta er kannski eitt af því örfáa sem segja má algilt í sið- ferðisefnum, og er inntak einnar frægustu siðfræðikenningar sem til er, kenningar þýska heimspekingsins Immanuels Kants. Ein útlegging þess sem hann nefndi skilyrðislausa skylduboð- ið er svona: „Komdu aldrei fram við neina manneskju, hvorki sjálfa þig né aðra, með þeim hætti að þú sért einungis að nota hana í einhverju skyni, heldur ber þér að virða það sjálfstæða takmark sem sérhver manneskja hefur með lífi sínu.“ Þarna kemur í ljós munurinn sem er á fólki og fjölmiðlum. Fjölmiðlar eru hlutir og hluti er hægt að meta samkvæmt verð- gildi og/eða notagildi eingöngu, og þótt fólk geti haft notagildi (til dæmis er starfsmaður fyrir- tækis á vissan hátt notaður) þá er óhugsandi að það sé eina gildið, eða veigamesta gildið sem manneskja getur haft. Það sem meira er, að því leyti sem maður getur notað annað fólk - til dæmis starfsfólk - þá er slíkt ævinlega með samþykki og frjálsum vilja þess sem er notaður. Markmið siðferðikenningar Kants er friðhelgi sjálfræðis hverrar einustu manneskju. Þegar maður í leyfisleysi tekur myndir af berbrjósta konu bein- linis í því skyni að selja afrit af myndinni með hagnaði þá er maður að nota konuna einungis í hagnaðarskyni. Og slíkt er sið- leysi. Ef maður reynir að bera því við að konan hagnist í rauninni á þessu sjálf - til dæmis á þann hátt að meira seljist af tónlist- inni hennar - þá er maður bara að bæta gráu ofan á svart. Því að þá er maður að ráðskast með konuna og ráðstafa henni sam- kvæmt því sem maður sjálfur telur vera henni fyrir bestu. En ef kona býður fjölmiðli myndir úr einkalífí sínu til birt- ingar, og gerir það í því skyni að auka sölu á tónlist sinni og þar með í hagnaðarskyni, þá er ekk- ert við það að athuga. Jafnvel þótt konan sé berbrjósta á myndunum. Konan er að nota fjölmiðilinn sjálfri sér til framdráttar. En fjölmiðill er ekki sjálfráða ein- staklingur, og þess vegna gildir ofangreind siðaregla ekki í þessu tilviki. Frægt fólk er fólk. Frægð þess er ekki frá því sjálfu kom- in, heldur frá þeim sem dást að því og hafa áhuga á því. Eins og fegurð kemur alltaf innanfrá kemur frægð alltaf utanfrá, og þess vegna breytir hún því ekki, að frægt fólk er fólk. Og það má ekki nota fólk. Fyrsti viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar kveður á um prentfrelsi. Til er í Banda- ríkjunum réttarvenja, byggð á túlkun hæstaréttar á þessum viðauka, um að það sem nefnt er „public figure“ geti ekki vænst sömu verndar á einkalífi sínu og „venjulegt" fólk getur vænst gagnvart ágangi fjöl- miðla. Ef nánar er að gáð verður sú spurning áleitin, hvort það sé nokkurt vit í þessu. Maður þarf ekki annað en að velta orðunum fyrir sér. Hvað er „public figure“? Á íslensku gæti þetta kannski útlagst sem „opinber mann- vera“, og þá virðist koma í ljós að þetta sé í rauninni þversögn. Mannvera getur ekki verið opin- ber, frekar en piparsveinn getur verið giftur. (En kannski er þetta eitt af þessum „hvergi nema í Bandaríkjunum“-fyrir- bærum.) Það er ekki frægðarinnar vegna sem frægt fólk á rétt á því að fjölmiðlar láti það í friði og virði einkalíf þess. Það er ekki af sérstakri umhyggju fyrir glamorgenginu að maður atyrð- ir gráðuga fjölmiðla. Manni kann jafnvel að vera svolítið í nöp við þotuliðið, en ekki er þar með sagt að manni megi finnast réttlátt að gefið sé út veiðileyfi á einkalíf þess. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ALLT var lagt í sölurnar í siðustu skeiðsprettum úrtökunnar en allt kom fyrir ekki, fjórgangshestur var kominn inn sem samanlagður. Sigurbjörn Bárðarson á Byl og Sigurður V. Matthíasson á Demanti i siðasta sprettinum. ÞÓTT úrtakan sé nú afstaðin er öðru nær að öll spennan sé úti vegna vals á liðinu. Sigurður Sæ- mundsson landsliðseinvaldur á eftir að velja tvo liðsmenn og jafn- vel þann þriðja þannig að þeir sem ekki náðu inn um helgina eiga sumir hverjir enn góða von. Ef litið er á Iiðið sem valdist með lyklinum þarf ekki glöggan mann til að sjá að liðið er sterkt í íjórgangi og skeiði, töltið er spurning en fimmgangurinn veik- ur. Sigur í gæðingaskeiði virðist ekki í sjónmáli þessa stundina og sömuleiðis vantar inn sterkan hest í slaktaumatölt en þess ber þó að geta að Auðunn Kristjáns- son og Baldur frá Bakka eru sagðir góðir í greininni en voru dæmdir úr leik í úrtökunni svo ekki fékkst samanburður þar. Að- eins einn fimmgangshestur er kominn inn og því má ætla að Sig- urður leiti á næstu vikum logandi yósi að góðum fimmgangshesti. Einnig verður vafalitið gengið í að fá Vigni Siggeirsson til að mæta með Þyril frá Vatnsleysu, en þeir eiga rétt á þátttöku í tölti. Þá þykir mjög líklegt Sigurður ve|ji í liðið Rúnu Einarsdóttur með Snerpu frá Dalsmynni og ætti því töltkeppnin að vera orðin vel dekkuð. Annar leikur í stöðunni er að fá Loga Laxdal til að skilja Freymóð frá Efstadal eftir heima en mæta þess í stað með Sprengi-Hvell frá Efstadal, en við það opnast mögu- leiki á að taka inn fimmgangshest í staðinn. Þá kæmi sterkt út ef Sigurbjörn Bárðarson mætti með Gordon frá Stóru-Ásgeirsá með gæðingaskeiðið efst í huga og sömuleiðis gæti hann orðið kandídat í samanlagðan sigur- vegara og varið báða titlana sem hann vann á siðasta móti. Þá stæði eftir fyrir Sigurð að velja sterkan hest í slaktaumatöltið sem einnig gæti verið sterkur í samanlögðu. Þar virðist Sigurður V. Matthíasson á Demanti frá Bólstað líklegur en einnig kæmi til greina Páll Bragi Hólmarsson og Isak frá Eyjólfsstöðum. Sveinn Ragnarsson með Reyk frá Hof- túni ætti einnig að vera inni í Landslið í burðar- liðnum myndinni og svo Islandsmeistar- inn í fimmgangi, Sigurður Sig- urðarson, með Prins frá Hörgs- hóli. f þessum getgátum hér eru að vísu margar spurningar sem væntanlega skýrast á næstu vik- um. í fyrsta lagi getur það orkað tvúnælis að skilja jafn fijótan og öruggan hest eftir heima eins og Freymóð og taka Sprengi-Hvell inn þar sem ekki er vitað hvernig hann og Logi ná saman eftir tve&gía ara aðskilnað. Á ýmsu hefur gengið með Sprengi-Hvell ytra, hann verið erfiður í rásbás- unum og ekki skilað tíma undir 23 sekúndum. Þyrfti Logi að fara utan og reyna hestinn á kappreið- um ef fara á þessa leið. Það sama gildir reyndar um alla heims- meistarana og hestana, þeir eru sterkir á pappírunum en hið sanna kemur að sjálfsögðu ekki í Ijós fyrr en þeir hafa prófað hest- ana og helst tekið þátt í móti. Hvað Sigurbjöm og Gordon varð- ar virðist freistandi að fá þá til leiks ef mögulegt er frekar en að velja hann með Byl hinn unga í liðið. Styrmir Árnason er sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum kominn með Boða frá Gerðum í þjálfun og mun fijótlega taka ákvörðun um hvort hann nýtir rétt sinn til að mæta á mótið til að verja fjórgangstitiiinn. Ef Logi skiptir um hest og allir hinir fslensku heimsmeistararnir mæta til leiks myndu ellefu ís- lendingar skipa liðið og gæti það orðið nokkuð sterkt lið, f það minnsta á pappírunum. Aðaland- stæðingar Islendinga, Þjóðverj- ar, eru langt komnir með sínar úrtökur. Sú síðasta verður haldin eftir tæpar tvær vikur í Saarvell- ingen. Liðssljóri þeirra, Marlise Grimm, mun velja einn hest en hinir vinna sér rétt í gegnum úr- tökuna. Svo virðist sem ekki verði mikil breyting á þýska lið- inu frá síðasta móti eins og stað- an er nú. í fimmgangi er efstur á blaði Karly Zingsheim með Fána frá Hafsteinsstöðum en hann á einnig rétt á að mæta með Feyki frá Rinkscheid, sem íslendingar óttast mjög. Tanja Gundlach er mjög heit með Geysi frá Hvols- velli og Ule Reber er ekki langt undan með Pistil frá Búlandi. í töltinu eru íjórir sterklega inni í myndinni og aðrir ekki taldir eiga möguleika. Það eru Jolly Schrenk á Ófeigi, sem eru skelfi- leg viðureignar á góðum degi eins og Sigurður einvaldur orð- aði það í samtali við blaðamann fyrir skömmu. Hin eru Irene Reber með Kappa frá Álftagerði og Walter Feldmann jr. með Bjarka frá Aldenghoor en þessir keppendur eru einnig með besta stöðu í fjórgangi. í slaktauma- tölti er Silke Feuchthofen á Nör frá Aegidienberg talin nokkuð örugg í liðið og sama má segja um Lothar Schenzel á Gammi frá Krithóli í 250 metra skeiði. En þeir fóru nýlega á 22 sléttum á móti í Þýskalandi. Þá náði Höskuldur Aðalsteinsson, sem mun væntanlega keppa fyrir Austurríki á HM, sama tíma á Brýni frá Kvíabekk. Það er því ljóst að keppnin i skeiðinu gæti orðið hörð. En aftur að vali íslenska liðs- ins, þar sem ýmsir möguleikar virðast opnir. Mikið atriði fyrir þá kandidata sem enn standa fyr- ir utan Iiðið er að ná sem bestum árangri á mótum á næstu vikum. Rúna mætir væntanlega á þýska meistaramótið og hér heima beinast augu manna að Silki- prentsmótinu, sem lialdið verður á Varmárbökkum í Mosfellsbæ, og svo er íslandsmótið um miðj- an júlí. Strax að því loknu mun Sigurður tilkynna val sitt í þau tvö sæti eða jafnvel þijú sem óskipað verður í. Spennan er í al- gleymingi. Valdimar Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.