Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Ungdómsskólar/Þegar í ljós kom fyrir nokkrum árum að þrjátíu þúsund dönsk ungmenni á framhaldsskóla- aldri voru ekki í námi varð mönnum mikilvægi þess ljóst að fínna nýjar námsleiðir. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við J0rgen Sams námsráðgjafa um nýstárlegar námsleiðir, sem gefíð hafa góða raun, og ungmennamenntun. Menntun vinnur á atvinnuleysi • Danir gripu til þriggja námsleiða til að bregðast við atvinnuleysi ungmenna • Námsleiðir framtíðarinnar verða sniðnar að þörfum hvers og eins ATVINNULEYSI ungs fólks er eitthvert mesta böl sem Vesturlöndin búa við. Það hefur sýnt sig að mikilvægt er að halda krökkum í skóla og fá þá til að læra eitthvað því það verður æ minni þörf fyrir þá sem ekkert kunna. Danir hafa haft augun á þessum vanda eins og fleiri og dottið niður á leiðir sem virðast gefa góða raun. Ungdómsskólar eru tengiliður grunnskólastigs og framhalds- skólastigs og eiga sér fyrirmynd í dönsku lýðháskólunum og hug- myndum danska prestsins Grund- tvigs, sem á síðustu öld hélt á lofti gildi alþýðufræðslu. Þangað eru teknir krakkar, sem ekki hafa grunnskólapróf, reynt að sjá til að þeir nái því og komist síðan á skrið með annað. „Den frie ungdomsuddannelse“, FUU, frjálsa ungmennamenntunin, er önnur leið. Takmarkið er að gefa þeim krökkum tækifæri, sem af ein- hverjum ástæðum vilja ekki eða geta ekki tekið stúdentspróf eða sambærileg próf er byggjast á fóstu skipulagi í nokkur ár. Námsleiðin er meðal annars vinsæl hjá krökkum sem hyggja á listnám þar sem þeir geta með henni kynnst þeirri grein sem þeir hafa huga á. Jorgen Sams vinnur í ungdóms- skóla í stórri múrsteinsskólabygg- ingu frá fyrri hluta aldarinnar úti á ytri Austurbrú. Hann er menntaður framhaldsskólakennari en hefur valið að sinna þeim sem einmitt ekki geta eða vilja farið þá leið. Hann starfar í starfshóp á vegum kennslumálaráðuneytisins danska sem vinnur að því að fá yfirlit yfir hvað í boði er fyrir nemendur sem vegnar illa í skóla og hvað sé til ráða á því sviði auk þess að vera ráðgef- andi um FUU. Krökkunutn fylgt eftir Ungdómsskólar eru í boði fyrir krakka á aldrinum 13-18 ára, en til- boð eru ólík fyrir mismunandi ald- urshópa. í Kaupmannahöfn starfa nokkrir slíkir skólar og er misjafnt á hvað er lögð áhersla á hverjum stað svo ekki er um að ræða sam- ræmdan skóla á við grunnskóla eða menntaskóla. Tilgangurinn er að styrkja möguleika krakka sem eru utanveltu í skólakerfinu og vekja áhuga á frekara námi. „I ungdómsskólunum tökum við á hlutunum á annan hátt en í hefð- bundum skólum, tökum mið af þörf- um hvers og eins nemanda," segir Jprgen Sams. „Krakkar, sem ekki geta klárað grunnskólann eru oft illa á sig komnir af einhverjum ástæðum, koma kannski frá erfið- leikaheimilum og við þurfum oft einfaldlega að kenna þeim að ganga í skóla og hegða sér innan um aðra. Við reynum að koma einhverju já- kvæðu til leiðar í þroska krakkanna og vama því að þeir lendi í vit- leysu.“ Mikilvægt hlutverk ungdóms- Ungmenni oft svikin af þeim fullorðnu Ohefðbundnar leiðir í danska skólakerfínu Þegar í ljós kom fyrir nokkrum árum að þrjátíu þúsund dönsk ungmenni á framhaldsskólaaldri voru ekki í námi var ákveðið að huga betur að þessum hópi. Upp úr því var gripið til þriggja leiða. 10. bekkur: brú úr grunnskóla yfir í annað Danska grunnskólanum lýkur með 9. bekk, sem er sambæri- legur íslenskum 10. bekk. Ofan á grunnskólann var bætt við einum bekk, 10. bekk, sem hægt er að velja eftir grunnskóla- próf. 10. bekk er ætlað að vera nokkurs konar brú yfír í annað nám, hvort sem er menntaskóli eða annað, fyrir þá sem vita ekki hvað þeir vilja eftir grunn- skóla. Skólarnir geta boðið upp á ólíka möguleika. Hluti af náminu er stutt námskeið, til dæmis í verslunar- eða tækni- skóla, til að athuga hvort það veki áhuga. Iðngrunnnám Iðngrunnnám er tveggja ára nám eftir grunnskóla, þar sem 2/3 hlutar námsins er verklegir og 1/3 bóklegur. Eftir þetta nám geta krakkar unnið sem aðstoð- armenn hjá iðnaðarmönnum, til dæmis á bifvélaverkstæði, við hliðstæð störf eða haldið áfram í iðnnám. FUU Þriðja leiðin er „Den frie ungdomsuddannelse" sem tíu þúsund krakkar hafa valið siðan hún bauðst fyrst í janúar 1995. í heildina er þetta þó aðeins 1,5 prósent af hveijum árgangi en 35 prósent fara í menntaskóla. Um tíu þúsund hafa gert námsáætlun og 900 hafa þegar lokið námi. FUU getur staðið í 2-3 ár. Skil- yrði eru um að námið skuli telj- ast fullur skólatúni, það getur bæði verið bóklegt og verklegt og ferlið er skipulagt í samvinnu námsráðgjafa og nemanda. „Að þora er að missa fótanna eitt andartak, en að þora ekki er að missa sjálfan sig,“ er tilvitnun í danska heimspekinginn Soren Kir- kegaard sem Sams grípur gjama til þegar hina frjálsu ungdómsmennt- un, FUU, ger á góma. FUU er ný námsbraut sem hefur vakið athygli heima og heiman. „FUU er ekki fyrir alla, heldur fyr- ir þá sem vilja eitthvað sérstakt," undirstrikar Sams. „Tilboðið er bæði til þeirra, sem standa illa bók- lega, eða vilja fara eigin leiðir, til dæmis í skapandi nám og nota þá tímann til að undirbúa sig, fremur en að fara í menntaskóla. Sumir geta einfaldlega ekki látið vera að fara eigin leiðir. En krakkamir verða að hafa fmmkvæði og þeir sem eiga erfitt með að mæta í skól- ann eiga lítið erindi í FUU.“ Krakkar sem velja FUU verða að byrja á því að finna námsráðgjafa sem tekur að sér FUU-ráðgjöf og þá er að finna í viðurkenndum FUU-skólum. Það geta verið ein- hvers konar tækni- eða verslunar- skólar, málaskólar eða aðrir skólar í fjölbreyttri skólaflóru Dana. Nemandinn kemur venjulega með einhverja hugmynd um hvað hann vilji gera og ráðgjafinn hjálpar honum að setja sér markmið sem hann ætli sér að uppfylla. Ef við- komandi hefur áhuga á að verða leikari gengur menntunin út á að auka þekkingu og menntun á því sviði og það sama gildir um annað. I sameiningu leita nemandinn og ráð- gjafinn að hvað í boði sé og gera FUU er ekki nám í sama skiln- | ingi og menntaskólanám sem lýkur með prófi er veitir réttindi til há- p skólanáms eða sambærilegs náms. FUU lýkur ekki með prófi, heldur fá krakkamir möppu sem þeir safna í vitnisburði um það nám eða þau störf sem þeir hafa stundað á náms- leiðinni. Möppuna geta þeir notað þegar þeir sækja um nám, til dæmis í listaskólum, þar sem ákveðið próf er ekki skilyrði. FUU hefur verið umdeilt í Dan- jj mörku og fjölmiðlar gjarnan sagt frá krökkum, sem hafa lært dans á 9 Bali með FUU-peninga en hægt er að sækja um tæpar níu þúsund ís- lenskar krónur á viku til að greiða fyrir að vera í læri. „Það er dæmi um þekkingarskort að benda á FUU sem leið til að skemmta sér,“ segir Sams. „Margir halda að allir geti farið hefðbundnar menntunarleiðir en | það er fjarri lagi. Það verða alltaf ! einhverjir sem geta það ekki eða vilja velja sjálfir. FUU er fyrir þá. ? Hið gleðilega er að margir krakkar ná því takmarki sem þeir setja sér í upphafi með FUU og geta notað möppuna sína til að halda áfram í námi eða fengið vinnu." Sá möguleiki sem FUU veitir til að finna hvað hentar hverjum og einum og sem leiðir til einhvers er í huga Jorgen Sams þungamiðjan í | FUU. „Ég er ekki í vafa um að j kjarninn í menntun framtíðarinnar j er að finna leiðir sem eru sniðnar : að þörfum og óskum hvers og eins.“ skóla er að fylgja krökkunum eftir næstu tvö árin eftir að þeir ljúka grunnskólaprófi. „Ef þau byrja til dæmis í einhverju námi og gefast upp eða hætta fær ungdómsskól- inn sem þau voru í að vita það. Krakkar sem hafa verið hér koma til mín og við reynum þá í samein- ingu að finna nýja leið,“ segir Jprgen Sams og á honum má skilja að það gildir að halda fast í krakk- ana. „Ungdómsskólinn er gott verkfæri til að koma af stað þeim sem standa illa.“ Félagsmálastofnanir eru fastur samvinnuaðili Sams og annarra danskra námsráðgjafa. Margir krakkanna, sem hann er í sambandi við, eru skjólstæðingar félagsmála- stofnunar af ýmsum ástæðum. „Hingað koma krakkar sem koma frá dapurlega slæmum heimilum," segir Sams. „Margt ungt fólk er hreinlega svikið af þeim eldri sem ekki láta krakkana vita hvað má og hvað ekki.“ Samstarfið við þessa krakka beinist oft að því að kenna þeim ein- földustu atriði í mannlegum sam- skiptum. „Krakkamir búa oft við að enginn setur þeim nein mörk svo Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir MARGIR halda að allir geti farið hefðbundnar menntunarleiðir en það er fjarri lagi,“ segir Jörgen Sams, „það verða alltaf einhverjir sem geta það ekki eða vilja velja sjáifir." námsráðgjafamir lenda oft í að það er ekki aðeins ráð um nám sem krakkamir em að leita eftir heldur ráð um einföldustu hluti úr daglega lífinu.“ Oftast eru þetta krakkar sem koma frá félagslega illa stæðum foreldrum er eiga erfitt með að hugsa um sjálfa sig hvað þá krakka. „Það er eins og foreldrana skorti áhuga á krökkunum sem fá þá ekki þá athygli og uppörvun sem öll börn þurfa á að halda. Þessir krakkar hafa ekki fengið að vita að þeir stæðu sig, að foreldr- arnir mætu þá,“ segir Jorgen Sams. „Það er nánast að foreldr- arnir vísi bara á félagsmálastofnun, því þar geti krakkarnir fengið pen- inga til framfærslu. Ég ætla ekki að mála skrattann á vegginn en því miður búa margir krakkar við dap- urlegar aðstæður sem bitna þá á náminu og uppörvun til að standa sig þar.“ FUU ekki fyrir alla námsætlun sem uppfyllir tilskildar kröfur. „Það kemur svo í hlut krakkanna að heimsækja þá skóla sem til greina koma eða vinnustaði sem geta tekið á móti þeim,“ segir Sams. „Þau verða því að hafa í sér drift til þess. Áætluninni má síðan breyta í samvinnu við námsráð- gjafann meðan á námsferlinu stendur svo þetta er mjög sveigj- anlegt." Ekki próf heldur reynsla «—i..........._ ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.