Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 41 Réttindi skipulags- fræðinga - réttindi almennings FYRIR nokkru skrifuðu tveir lögmenn sem vinna hjá um- hverfisráðuneytinu grein í Mbl. sem bar yfirskriftina „Réttindi skipulagsfræðinga samkvæmt lögum og reglugerð“. Tilefnið voru nokkur orð sem ég hafði ritað um nauð- synlega þekkingu og starfsreynslu þeirra sem vinna og árita skipulagsuppdrætti og bera á þeim faglega ábyrgð, - þegar ég tók upp hanskann íyrir Hafstein Númason, fyrrum íbúa á Súðavík. Nú er það svo að allir þeir sem hafa heimild til að nota hið lög- Skipulagsmál Það er nauðsynlegt að líta heildrænt á þessi mál, segír Gestur Ólafsson, ef við eigum að geta búist við varan- legum árangri. verndaða starfsheiti „skipulags- fræðingur" hér á landi hafa há- skólapróf í skipulagslögum þar sem þeir lærðu. Einnig má ganga út frá því að þeir þekki vel íslensk skipu- lagslög og reglugerð og þau rétt- indi og skyldur sem þar eru skil- greind. Það mál sem hér er til um- ræðu snýst annars ekki mikið um réttindi skipulagsfræðinga. Kjarni þess er hin sjálfsagða krafa allra Islendinga að þeir sem fá heimild til að skipuleggja og móta byggð á íslandi og taka faglega ábyrgð á þeirri vinnu hafi hlotið þá lág- marksmenntun í skipulagsfræðum og nauðsynlega starfsreynslu sem Evrópusamband skipulagsfræðinga hefur skilgreint. Þetta er ekki að ástæðulausu. Flest skipulag hefur mikil og oft afgerandi áhrif á líf okkar og heilsu, verðmæti fast- eigna, rekstur fyrirtækja, sam- skipti, samgöngur og möguleika á að vernda og varðveita umhvei-fið. Skipulagsfræðingafélag Islands tel- ur ekki neinar forsendur fyrir því að íslenskur löggjafi geri hér minni kröfur. Samt veita íslensk skipu- lagslög og reglugerð íslenskum al- menningi ekki ennþá þessa sjálf- sögðu vernd. Aldrei skal ég segja neitt ljótt um íslenskt brjóstvit. Að mörgu leyti hefur það dugað okkur vel og aldrei megum við gleyma því þótt við öflum okkur þekkingar á ólíkum sviðum. Skipulag og stjórnun nú- tíma samfélags er samt orðin það flókin, ef vel á að vera, að einstakar sérfræðigi'einar hafa ekki getað ráðið fram úr mörgum aðsteðjandi viðfangsefnum svo vel sé. Þess vegna urðu skipulagsvísindi til í upphafi þessarar aldar - sem fjöl- fræðigrein. Þegar við stöndum frammi fyrir öflum eða viðfangsefnum sem við virðumst ekki hafa al- mennilegt tak á - hvað er þá til ráða? Þegar við finnum fyrir vaxt- arverkjum byggðar á höfuðborgarsvæðinu, þégar „byggðastefnan“ skilar litlum árangri þrátt fyi-ir mikil fjárút- lát, þegar fólk fiykkist á suðvesturhornið svo þúsundum skiptir á hverju ári, þegar botn- inn dettur úr rótgrón- um verslunarhverfum eins og við Eddufell í Reykjavík og þegar við getum ekki einu sinni sldpulagt þjóðhátíð skammlaust á Þingvöllum - viljum við þá nýta tiltæka þekkingu eða viljum við bjargast áfram á brjóst- vitinu eða einni og einni sérfræði- grein? Hvað segjum við aðstand- endum þeirra sem týna lífinu á illa skipulögðu og hættulegu sam- gönguneti eða í byggð sem hefur verið valinn staður á hættusvæð- um? Hvað segjum við fólki sem nú situr uppi með verðlausar eða verð- litlar eignir um allt land? Getur verið að skipulagsfræðingar kunni hér einhver ráð sem duga? Auðvitað sjá menn líka, án þess að vera langskólagengnir, að það er nauðsynlegt að líta heildrænt á þessi mál ef við eigum að geta búist við varanlegum árangri. Skipulag snýst ekki bara um að búa til lóð og skilmála fyrir eitt og eitt hús. Glöggir stjórnmálamenn eru m.a.s. farnir að sjá að kvótamálið snýst ekki bara um kvóta, heldur er þetta miklu flóknara mál sem teygir anga sína inn á mörg önnur svið. Þetta er einmitt það sem skipulagsfræðing- ar hafa verið að segja um áratuga skeið og um þetta snýst m.a. þeirra sérgrein. Að mínu mati þurfa íslenskir skipulagsfræðingar annars ekki að hafa miklar áhyggjur af sinni eigin framtíð. Aðrar þjóðir hafa fyrir löngu viðurkennt þeirra þekkingar- svið og mikilvægi þess fyrir allan almenning. An efa munu þeim líka áfram bjóðast góð störf í þessum löndum á meðan íslenskir alþingis- menn og þeir sem „sinna skipulagi“ hér á landi telja að hag íslendinga sé best borgið með því að láta brjóstvitið ráða. Islenskur almenn- ingur ætti hins vegar að hafa af því vaxandi áhyggjur að byggð og land- notkun hér á landi sé ekki skipu- lögð af fólki með lágmarks þekk- ingu og reynslu á skipulagsmálum, sem vill og getur axlað faglega ábyrgð á sínum verkum. Höfundur er formaður Skipulags- fræðingafélags ísiands. http://www.rit.cc enskar þýðingar og textagerð VEIAH Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Vefsíða: www.oba.is Gestur Olafsson Gaddavírsvæddar einstefnuleiðir í BÆNDABLAÐINU 30. mars er grein eftir Sigvalda Asgeirsson undir nafninu „Lausaganga eða varsla". Greinin er mjög tímabær því hún er skrifuð í tilefni af frétt- um af niðurstöðu einnar nefndar landbúnaðarráðuneytisins sem fjallaði um lausagöngu búfjár. Ég ætla mér að vitna aðeins í hana, því ég var hjartanlega sammála að á þessu vandræða miðaldafyrirkomu- lagi lausagöngu búfjár verði að taka. Nefndarmenn komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri tíma- bært að setja þá almennu reglu að lausaganga búfjár yrði bönnuð. Greinarhöfundi finnst það skelfileg niðurstaða og finnst víst fleirum eftir öll þau slys sem orðið hafa af völdum búfjár á vegum, bæði lands- mönnum og ferðamönnum, eins og dæmin sýna. Ekki eykur það hagsæld í ferða- menningu okkar að fólk skuli farast í bflslysum vegna þess að sauðfé valsar um landið að vild. Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að nánst engu sé hægt að breyta hvað varðar búféð, en þess í stað leggur hún til að vega- gerðin verði skylduð til að girða meðfram þjóðvegum og kostnaður- inn yrði reiknaður inn á vegfram- kvæmdir, sem sé; á kostnað skatt- borgarans. Hvað skyldi vegagerðin vera búin að greiða margar milljón- ir kflómetra í gegnum árin á okkar kostnað? Samt er alltaf slangur af fé fyrir utan þessar dýru girðingar, því þeim er oft beitt á nýgróður á vegköntum. EF tjón eða slys hlýst af verður sá sem fyrir slysinu verð- ur að borga allan kostnað af farar- tækinu og e.t.v. sjúkra- húslegu, þrátt fyrir að girðingar séu beggja vegna vegar. En bónd- inn fær borgað fyrir dýrið. Eru þetta mann- sæmandi lög í dag? ÞEir sem eru að reyna að rækta bletti á þessu berangurslega landi þurfa að víggirða á eigin kostnað, en hann er oft meiri en það sem lagt er í gróð- urinn. Oft kemst samt sauðfé inn fyrir og veldur tjóni (jafnvel hleypt inn af fjáreig- endum, - því miður eru mörg dæmi um slíkt, samanber gróðurreit skátanna á Reykjanes- inu, svo dæmi sé tekið). Það er nán- Lausaganga Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu, segir Herdfs Þorvalds- dóttir, að nánast engu sé hægt að breyta hvað varðar búféð. ast ógerningur fyrir tjónþola að ná rétti sínum því fjáreigandi ber enga ábyrgð á fé sínu. Hverjir eru það svo sem verja þetta miðaldafyrirkomulag í bú- skap í dag? Það er miklu fremur landbúnaðarmafían, hópar kerfis- karla sem óttast um embætti sín ef hróflað er við reglum. Bændur eru yfirleitt orðnir þreyttir á að vera álitnir landníðingar og trassar af öðrum landsmönnum og vildu gjarnan geta búið ræktunarbúskap og með ábyrgð á sínu bú-" fé. Það sýnir m.a. að þó nokkrir bændur hringdu í Sigvalda, höfund greinarinnar, til þess að láta hann vita að þeir væru sam- mála flestu í hans rök- semdarfærslu, - en enginn hringdi til að mótmæla. Aðalrökin gegn því að girða af búfé í beitarhögum og girða heima- jarðir eni þau, að það sé svo kostn- aðarsamt. Auðvitað kostar það ótaldar milljónir og ríkið þyrfti að styrkja þær framkvæmdir í byrjun. En þegar til lengdar lætur yrði það margfalt ódýrara en að halda áfram að girða meðfram vegum, ásamt endalausu viðhaldi á gömlum girð- ingum, sem gerir landið að gadda- vírsvæddum einstefnuleiðum. Hvort skyldi vera hagkvæmara fyr- ir bændur og þjóðarbúið; - að girða af búpeninginn, - eða girða af allt annað, svo sem landgræðslusvæði, skógræktarsvæði, sumarbústaðar- lönd, bæjarlönd og hvern einasta reit sem menn vilja rækta? Hvað haldið þið, góðir lands- menn? Höfundur er leikari. Herdís Þorvaldsdóttir Á ferð um Vestfirði og Vesturland y i IJJH L) JJEiJiLJUJJ2J iSnil'úisf jjbt-ijálilr m Katrín Rós, í heimabæ sínum, Akranesi Kiitittir eioinitiyfnat ftaiitia bílstiéruiti í háðealmi yjsiÉMwá - jjiiijjíiD-j/iiiJJiJ/ íjjj ÍJBJJJJJJJ'-Iö J lífsreynslusaga: Besta helgi ævirtnar rmjji
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.