Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 9 FRÉTTIR Steingrímur Hermannsson afhenti forsætisráðherra áskorun vegna Fljótsdalsvirkjunar Meiri deilur fyrirsj áanlegar fari ekki fram umhverfismat Morgunblaðið/Þorkell STEINGRIMUR Hermannsson, formaður Umhverfisverndarsamtaka Islands, afhenti Davíð Oddssyni forsætisráðherra áskorunina að við- stöddum Hilmari Malmquist, stjórnarmanni í Náttúruverndarsamtök- um Islands, Kára Kristjánssyni, fulltrúa Félags um verndun hálendis Austurlands, og Gunnari H. Hjálmarssyni, formanni Samtaka úti- vistarfélaga. STEINGRÍMUR Hermannsson, formaður Umhverfisverndarsam- taka Islands, sagði, um leið og hann afhenti Davíð Oddssyni forsætisráð- heiTa áskorun um að ríkisstjórnin léti meta umhverfisáhrif fyrirhug- aðra framkvæmda við Fljótsdals- virkjun, að fulltrúar þeirra 32 um- hverfis-, útivistar- og hagsmunasam- taka og ferðaþjónustufyrh’tækja sem að áskoruninni standa óttist að ef Eyjabakkar verði virkjaðir án þess að fram fari lögformlegt umhverfis- mat þá verði um það meiri deilur en áður hafa verið um slíkar fram- kvæmdir hér á landi. Fulltrúar þriggja annarra samtaka voru við- staddir afhendinguna. I yfirlýsingunni eru Eyjabakkar sérstaklega nefndir og segir að þeir séu „dýrmætt gróðurlendi og ein- stakt griðland fugla. Það yrði óbæt- anlegt tjón fyrir komandi kynslóðir ef þeim yrði sökkt, auk þeirrar nei- kvæðu ímyndar, sem það myndi skapa íslandi á alþjóðavettvangi. Slík gjörð væri í andstöðu við sam- þykktir Ríóráðstefnunnar og sátt- málann um verndun votlendis (Ramsar), sem Island er aðili að.“ Mál ríkisstjórnarinnar allrar Davíð Oddsson sagðist myndu kynna áskorunina á næsta ríkis- stjórnarfundi. Hann sagði jafnframt að þó að málið heyrði að mestu undir tvö eða þrjú fagráðuneyti þá væri það af þeirri stærðargráðu að það snerti ríkisstjórnina alla. Steingrímur Hermannsson sagði að fulltrúar samtakanna teldu afar mikilvægt að lögformlegt umhverfis- mat fari fram. Ennfremur sagðist hann vilja leggja á það ríka áherslu að á þeim fundum sem samtökin hafa haldið um málið hafi komið fram mikill stuðningur við það að eitthvað sé gert á Austfjörðum og að samtökin leggist síður en svo gegn því. Ennfremur sagði hann að full- trúar þeirra óttist að ef Eyjabakkar verði virkjaðir án þess að fram fari lögformlegt umhverfismat þá verði um það meiri deilur en áður hafa verið um slíkar framkvæmdir hér á landi. Steingrímur sagðist vona að ríkis- stjórnin skoðaði málið nánar og að sérstaklega yrði athugað til hvers það muni leiða ef ekki fer fram lög- formlegt umhverfismat. Hann sagð- ist ekki í minnsta vafa um að ef ekki yrði af mati þá muni íslensk stjórn- völd fá miklar ádeilur frá erlendum aðilum. Hann vildi taka það skýrt fram að þessi áskorun væri alls ekki lögð fram gegn atvinnumálum á Austfjörðum né gegn ríkisstjórninni. Hann sagðist jafnframt vonast til að Landsvirkjun kannaði aðra kosti og benti á orkulindir í formi jarðhita. Kári Kristjánsson, fulltrúi Félags um verndun hálendis Austurlands, benti á að lítill tími væri til stefnu. Hann sagði ennfremur að félagið myndi verja Eyjabakka „frá þuml- ungi til þumlungs“. Hann sagði að félagið myndi fylgja áskoruninni fast eftir og í bígerð væru fleiri aðgerðir ef þessi skilaði ekki tilætluðum ár- angri. Hilmar Malmquist, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum íslands, sagði að talsmenn Norsk Hydro hefðu sagt að þeir tækju ekki lokaá- kvörðun um álver í Reyðarfirði fyrr en í fyrsta lagi eftir ár. Ennfremur sagði hann að lögformlegt mat á um- hverfisáhrifum tæki að minnsta kosti 7-8 mánuði og því væri enn tími til að láta málið fara hina lögformlegu leið. Skoðunarferð um stjórnarráðið Afhendingin fór fram í stjórnar- ráðshúsinu og að henni lokinni bauð forsætisráðherra Steingrími Her- mannssyni í skoðunarferð um húsið. Aðspurður sagði Davíð að hann teldi ekkert hafa orðið eftir af eigum for- vera síns í húsinu nema þá helst mottan sem hann stæði á og spurði svo á móti hvort það hefði ekki verið faðir Steingríms sem hefði fundið upp máltækið „haltu þig á mott- unni“. Eftir skoðunarferðina sagði Steingrímur að hann hefði ekki kom- ið í stjórnarráðshúsið eftir að endur- bætur voru gerðar á því. Hann taldi umbætur í öryggismálum hússins hafa verið sérstaklega þarfar því að í forsætisráðherratíð sinni hefði hver sem er getað gengið inn af götunni og inn á skrifstofu til sín. Borgarráð Hróker- ingar hjá Reykjavík- urlista VEGNA tímabundins brottflutn- ings hefur Guðrún Agústsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, óskað eftii- að víkja úr borgarstjórn frá og með 1. ágúst nk. Að sögn Gunnars Eydal, skrifstofustjóra borgarstjómar, er ekki ljóst hver tekur sæti Guðrúnar í borgar- stjóm. Þá hefur borgarráð sam- þykkt að Helgi Hjörvar taki við formennsku í stjómkerfisnefnd af borgarstjóra. I samþykkt borgarráðs er gert ráð fyrir að Árni Þór Sigurðsson taki við formennsku af Guðrúnu í skipulags- og umferðamefnd, hverfisnefnd Grafarvogs og fram- kvæmdanefnd um reynslusveitarfé- lög. Sigrún Elsa Smáradóttir tekur við í samstarfsráði Kjalarness, Örn- ólfur Thorsson í menningarmála- nefnd og Helgi Hjörvar verður varamaður í stjóm Hásselby. Varamaður taki sæti Tekið er fram að varamaður muni taka sæti Guðrúnar í borgar- stjóm samkvæmt ákvæðum 24. gr. sveitarstjórnarlaga eða næsti mað- ur á lista. Að sögn Gunnars Eydal er ekki ljóst hver tekur sæti Guð- rúnar í borgarstjórn en fyrsti vara- maður var Anna Geirsdóttir sem tók við af Pétri Jónssyni, annar varamaður er Arni Þór, þriðji vara- maður er Kristín Blöndal sem tók tímabundið sæti Steinunnar V. Óskarsdóttur' eftir að Árni Þór hafði beðist undan að taka það sæti og fjórði varamaður er Guðrún Jónsdóttir. Islensk uppgötvun í alþjóðlegu timariti um kynsjúkdóma Ný aðferð drepur ky nsj úkdómavalda Harður árekstur á Höfn VÍSINDAMENN við Líffræðistofn- un og Lyfjafræði lyfsala við Háskóla íslands hafa fundið aðferð til að drepa vfrusa og bakteríur sem valda kynsjúkdómum, til dæmis alnæmi, herpes og klamidíu, með hjálp fitu- efnis sem sett er í sérstakt hlaup. Fituefnið og hlaupið er einkum hægt að nota til að koma í veg fyrir sýk- ingu, en einnig er líklega hægt að nota það til að vinna á húð- og slím- himnusýkingum. Vísindamennirnir eru í viðræðum við íslenskt fyrirtæki um áframhaldandi þróun lyfsins, og stefnt er að því að reyna að ná sam- starfi við stór erlend lyfjafyrirtæki. Sagt er frá uppgötvun íslensku vísindamannanna í alþjóðlegu tíma- riti um kynsjúkdóma og í frétta- skeyti Reuters-fréttastofunnar. Þeir sem unnið hafa að þróun hlaupsins og fituefnisins eru dr. Halldór Þorm- ar og Guðmundur Bergsson við Líf- fræðistofnun Háskólans og dr. Þór- dís Kristmundsdóttir, prófessor í Lyfjafræði lyfsala við Háskólann. Þróun lyfjahlaups hafln í byijun þessa áratugar Halldór segir að veiru- og bakter- íudrepandi áhrif fituefnanna hafi uppgötvast þegar hann var við rann- sóknir í Bandaríkjunum upp úr 1980 á veirudrepandi áhrifum móður- mjólkur. I byrjun þessa áratugar, eftir að hann var kominn heim, tók hann upp samstarf við Þórdísi um að þróa lyfjahlaup til að nota með slík- um fituefnum. Halldór og Guðmund- ur leituðu að besta fituefninu til að nota í þessu sambandi og komust að þeirri niðurstöðu að monocaprín, sem einkum er unnið úr kókoshnetu- mjólk, væri hraðvirkast og dræpi hvað mest af bakteríum og veirum. Halldór var um skeið við rannsóknir í Belgíu á áhrifum efnisins á HIV- veirur, en aðstaða til slíkra rann- sókna er ekki til hér á landi. Halldór segir að til þess að hægt verði að halda rannsóknum áfram og nýta uppgötvunina þurfi að ná sam- bandi við eitthvert stórt erlent fyrir- tæki. „Frekari prófanir kosta mikið fé. Það sem við þyrftum að gera í framhaldinu er að athuga virknina á dýralíkönum, fram að þessu hafa prófanirnar að mestu leyti farið fram í tilraunaglösum. Við höfum sérstak- lega áhuga á að athuga hvort hægt sé að hindra klamidíusmit í dýrum.“ Eiturvirkni athuguð í leggöngum kanína Halldór segir að þegar sé búið að athuga eiturvirkni efnisins í slím- himnum í leggöngum kanína. „Eftir nokkuð langa meðferð var engin merkjanleg eiturvirkni. Það bendir til þess að það sé öruggt að prófa þetta í takmörkuðum fjölda sjálf- boðaliða í stuttan tíma, til að kanna eiturvirkni." „Þessi hlaup eru fyrst og fremst hugsuð í fyrirbyggjandi skyni, en það er ekkert sem útilokar að það geti ekki líka verið notað til meðferð- ar. Augljóslega ekki gegn HIV, en til dæmis gegn húð- og slímhimnusýk- ingum, bæði af völdum veira eins og herpes, og líka baktería. Bakteríulyf- in og herpeslyfin valda því miður oft myndun ónæmra stofna sem ekki svara lyfjunum, og þá væri gott að hafa eitthvað annað sem hjálpar til.“ Halldór segir hægt að nota hlaupið í fyrfrbyggjandi skyni fyrir samfarir. „Það eru reyndar til slík hlaup á markaðinum, en þau hafa reynst vera eitruð við langvarandi notkun, og því er alltaf verið að reyna að finna ein- hver efni sem eru minna eitruð, eða ekki eitruð. Við byggjum á því að þetta er náttúrlegt efni; þó að það sé ekki beint til staðar í mjólk, þá er þetta efni sem finnst í líkamanum við niðurbrot á fítuefnum.“ HARÐUR árekstur varð á Höfn í Homafirði í gærmorgun er fólksbíll og jeppi skullu saman við gatnamót Víkurbrautar og Kirkjubrautar. Að sögn lögreglu urðu engin veruleg meiðsl á fólki, en ökumaður fólksbif- reiðarinnar rifbeinsbrotnaði, en fékk að fara heim eftir frekari rannsókn. Áreksturinn vildi þannig til að ökumaður fólksbifreiðarinnar, sem er Mitsubishi Space Wagon, sinnti ekki stöðvunarskyldu heldur ók yfir gatnamótin og á jeppann, Mitsubis- hi Pajero. Jeppinn endaði úti í garði við ná- lægt hús, en talið er að bremsur bflsins hafi gefið sig við árekstur- inn. Fólksbfllinn er ónýtur, en jepp- inn er töluvert skemmdur, þó ekki ónýtur, að sögn lögreglu. jgíB Gleraugnaverslanir piiy SJÓNARHÓLS “ HafnarQörður S. 565-5970 Glæsibær S. 588-5970 Líklega hlýlegustu og ódýrustu gleraugnaverslanir norðan Alpaijalla SJÓNARHÓLL er frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á íslandi Ss Spurðu um tilboðin Tölvur og tækni á Netinu ^mbl.is Víðtækar rannsóknir hafa sýnt fram á mjög áhugaverðar niðurstöður fyrir notendur hins einstaka fæðubótarefnis PROLOGIC mm i ^VQD vi LÍKT fæst í flestum apótekum og lyfjaverslunum um land allt. F S O R K U
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.