Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 25 • • Ogurstund runnin upp á N-Irlandi SAMBANDSSINNINN Ian Paisley efndi til mótmæla fyrir framan Stormont-kastala í gær en Paisley sakar bresk stjórnvöld um að svíkja loforð sem þau gáfu íbúum Norður-írlands. Ögurstund er runnin upp í viðræðum um lausn deilna um afvopn- un IRA og myndun heimastjórnar á N-Ir- landi, segir Davíð Logi Sigurðsson. I gær mjakaðist í samkomu- lagsátt en óvíst er hvort samkomulag næst fyrir lok tíma- marka sem deilendum hafa verið sett. ÞAÐ yrði meiriháttar áfall fyrir frið- arumleitanir á Norður-írlandi ef þeim Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahem, forsæt- isráðherra írlands, mistækist að fá leiðtoga stríðandi fylkinga á N-ír- landi til að semja um hvernig staðið verður að myndun heimastjórnar og afvopnun öfgahópa áður en frestur sem bresk stjómvöld gáfu rennur út á miðnætti í kvöld. Friðarsamkomu- iagið sem samþykkt var í fyrra, og talið var gefa raunhæfa möguleika á friði á N-Irlandi, væri þar með rann- ið út í sandinn og eins og það sé ekki nógu slæmt þá liggur fyrir að framundan er róstursamasta helgi ársins, a.m.k. ef marka má reynslu þriggja síðustu ára. Viðræður í Belfast vora að vísu sagðar ganga vel í gær, svo vel að Kanadamaðurinn John de Chastelain hershöfðingi var beðinn um að fresta birtingu skýrslu, sem hann hefur undirbúið, þar sem lagt er mat á hvort írski lýðveldisherinn (IRA) og aðrir öfgahópar hyggi í raun og vera afvopnast fyrir maílok áiið 2000 eins og skilmálar friðarsamkomulagsins kveða á um. Var talið að skýrslan gæti sett viðræðumar úr skorðum, auk þess sem hugsanleg yfirlýsing fulltrúa Sinn Féin á síðustu stundu um að IRA myndi afvopnast, eða að stríði IRA væri lokið, myndi hvort eð er mjög breyta innihaldi skýrslunnar. Ennfremur munu fréttir um að lík- amsleifar tveggja fórnarlamba IRA hefðu fundist við uppgröft í Monagh- an-sýslu, hafa komið á besta tíma og bætt mjög andrúmsloft og trúnaðar- traust manna í millum í stjómar- byggingunum við Stormont-kastala þar sem viðræðurnar fara fram. IRA lét í té upplýsingar í síðasta mánuði um hvar líkamsleifar nokk- urra „týndra" fórnarlamba hersins frá því á áttunda áratugnum væri að finna en þegar ekkert fannst við uppgröft fóra margir að halda að markmið hersins hefði einungis verið að valda aðstandendum hinna látnu sársauka. Með fundi líkamsleifanna í gær fæst hins vegar staðfest að upp- lýsingar IRA vora veittar í góðri trú. Sæti í heimastjórn gegn loforði um afvopnun Fréttaskýrendur sögðu að í við- ræðunum í gær hefðu þeir Blair og Ahern mjög lagt að Gerry Adams, leiðtoga Sinn Féin, og Martin McGu- inness, aðalsamningamanni flokksins, að hætta öllum undanslætti og gang- ast við því að Sinn Féin talaði fyrir hönd IRA þegar leiðtogar flokksins segðu að þeir myndu halda í heiðri öll ákvæði friðarsamkomulagsins; líka það sem kveður á um algera afvopn- un öfgahópa fyrir maílok 2000. Tækist þeim að fá Adams og McGuinness til að lýsa slíku yfir - en þeir félagar hafa ávallt sagt að þeir geti ekki skipað IRA fyrir verkum - myndu líkurnar aukast á því að hægt yrði að fá David Trimble, leiðtoga stærsta flokks sambandssinna (UUP), til að samþykkja að setja heimastjórnina á laggirnar án þess að IRA hefði í raun byrjað afvopnun. Trimble myndi þó gera kröfu um að fyrir lægi nákvæm tímaáætlun um hvenær og hvemig IRA hagaði af- vopnun sinni og er ljóst að hann myndi ekki sætta sig við neitt hálfkák í þeim efnum, enda leggur Trimble höfuð sitt að veði samþykki hann að haga málum með þessum hætti. Bæði era margir innan UUP sem alls ekki vilja samþykkja myndun heimastjórnarinnar nema IRA byrji afvopnun fyrst - og þessir menn eru reiðubúnir að velta Trimble úr sessi gangi leiðtoginn of langt - og síðan minntu öfgahópar sambandssinna óþyrmilega á sig í gær þegar „Verj- Með blaðinu á sunnudaginn 52 síðna ferðahandbók, Sumarferðir ‘99, fylgir Morgunblaðinu sunnudaginn 4. júlí. endur rauðu handarinnar“ (Red Hand Defenders) og „Sjálfboðaliðar Óran- íu“ (Orange Volunteers) lýstu því yfir að þeir yrðu í viðbragðsstöðu frá og með miðnætti í kvöld til að koma í veg fyrir að stjómmálamenn „seldu fóst- urjörð sína í hendur andstæðingnum". Taldi ófært að láta áfram reka á reiðanum Mai’gir hafa gagnrýnt þá ákvörðun Blairs að setja 30. júní sem „endan- legan“ frest til að leysa deilur um af- vopnun og myndun heimastjórnar. Hafa menn í því sambandi bent á að þótt vissulega valdi tímafrestur því að menn starfa markvissar að lausn vandamálsins er jafnframt hætta á að deilendur grafi sig einfaldlega of- an í skotgrafir sínar þegar slík tíma- mörk nálgist, og neiti að láta þoka sér í málamiðlunarátt. Blair varð hins vegar að hafa í huga að 1. júlí munu bresk stjómvöld framselja hluta valda sinna í Wales og Skotlandi í hendur heimastjórnar- þingum þar, sem kosið var til í maí, og eðlilegt var að breski forsætisráð- herrann vildi að N-írland fylgdi þar einnig með. Þar fyrir utan taldi Blair ófært að láta áfram reka á reiðanum, það var einfaldlega kominn tími til að leiðtogar stjórnmálaaflanna gerðu upp við sig hvort þeir hygðust leysa deilumál sín og koma á heimastjórn á N-írlandi, eins og ákvæði friðarsam- komulagsins kveða á um, eða hvort áfram yrði flotið að feigðarósi. Ögnrstund runnin upp Náist árangur í viðræðunum í dag eða í kvöld mun það sennilega ekki vekja eins mikla athygli og þegar skrifað var undir friðarsamkomulag í fyrra en enginn vafi leikur þó á að samkomulag um afvopnun IRA og myndun heimastjórnar á N-írlandi markar umtalsverð tíðindi. Jafn- framt standa vonir til að samkomu- lag nú myndi draga úr líkum á að til átaka komi við Dramcree um helgina og í Belfast um aðra helgi, þegar göngutíð Óraníumanna nær árlegu hámarki sínu. Leikur varla nokkur vafi á að Tony Blair rataðist satt orð á munn í gær þegar hann mætti til viðræðn- anna í Belfast, en hann sagði þá að ögurstund væri runnin upp á N-Ir- landi. Kvaðst Blair telja að fólk myndi ekki geta skilið eða fyrirgefið það ef deilendur létu þetta tækifæri fram hjá sér fara til áð binda endi á vargöldina í héraðinu. „Við skulum vona að okkur beri gæfa til að feta stíginn til framtíðar en ekki þann sem liggur aftur til fortíðar," sagði Blair í gær. KRISTALL ■sýfilhqt árval buidkauptyjafn Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir 60 ára frábær reynsla. Einar Farestveit&Cohf Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 Þú bara rennir skálmunum af og á allt eftir þörfum. 100% bómull, léttar og þægilegar. Kr. 5.990.- ►Columbia SportwcarCompany, ÍE lT l ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL ------- Skeifunni 19-S. 5681717 - Þú þarft ekki einu sinni skæri til að stytta þær Convertible buxur Opið mánud.- föstud. kl. 10 - 18, laugard. kl. 10 - 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.