Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Finnur Pétursson FRÁ sýningunni í Gallerí Dynj- andi á Bíldudal. Myndlistar- sýning á Bfldudal Tálknaíirði. Morgunblaðið. LISTMUNASÝNING var opnuð í Gallerí Dynjandi á Bíldudal á dög- unum að viðstöddum fjölmörgum gestum, m.a. frá vinabæjum Vest- urbyggðar frá Norðurlöndunum. Það eru tíu einstaklingar af sunn- anverðum Vestfjörðum, sem sýna verk sín. Sýningin er blönduð sýn- ing af málverkum og handverki. út- skornir munir úr tré, myndir mál- aðar á silki, vatnslita- og olíumál- verk, glerlistmunir, roðskinnsskór og munir unnir úr fjörugrjóti og öðrum náttúrulegum efnum eru meðal þess, sem sýnt er. Það voru eigendur sýningarsalarins, hjónin Ásdís Guðjónsdóttir og Jón Þórð- arson, sem áttu frumkvæðið að þessari sýningu. Þetta er sölusýn- ing en sum verkanna eru þó í einkaeigu. Sýningin verður opin í sumar. Gallerí Dynjandi var opnað í mars 1998 með sýningu á verkum Steingríms St. Th. Sigurðssonar. I mars á þessu ári var haldin sam- sýning sjö myndlistarmanna úr Vesturbyggð. A þeirri sýningu var einnig hljómplötu- og tónlistarsafn Jóns Kr. Ólafssonar á Bfldudal. Að sögn Jóns Þórðarsonar, hefur að- sókn að sýningum verið góð og góður rómur gerður að aðstöðunni, sem er tfl húsa að Dalbraut 1, á Bfldudal. Kammerkórinn í Fredriksborg í N orræna húsinu KAMMERKÓRINN í Fredriks- borg á Norður-Sjálandi heldur tónleika í fundarsal Norræna hússins miðvikudaginn 30. júní kl. 20.30. Á söngskránni eru verk frá ýmsum tímum, og má nefna tónskáld eins og A. Bruckner, Mendelssohn-Bartholdy og Edv. Grieg, en einnig eru með ver- aldlegir, danskir söngvar, m.a. eftir C.E.F. Weyse, P. Lange- Miiller, Per Norgárd og Bjorn Hjelmborg. Þrjátíu manns eru í kórnum í þessari ferð. Kórinn var stofnaður árið 1963 í tengslum við Fredriks- borgarkirkju og félagar hans koma víða af Sjálandi og frá Kaupmannahöfn. Kórinn hefur sungið víðs vegar um Evrópu. Kórsljóri er planóleikarinn Lars Ridder og hefur hann stjórnað kórnum frá árinu 1996. Hann lauk námi í pianóleik 1994 frá Konunglega danska tónlistarhá- skólanum. Hann hefur auk þess lært kórstjórn hjá prófessor Dan Oluf Steenlund. Kammerkórinn í Frederiks- borg kemur til íslands frá Grænlandi þar sem hann tók meðal annars þátt í árlegri menningarhátíð í Qaqortoq. Margir danskir sjóðir styrkja för kórsins. KAMMERKÓRINN í Fredriksborg KAMMERKÓRINN Cantemus heldur þrenna tónleika hérlendis á næstunni. Kammerkórinn Cantemus í tón- leikaferð til Islands CANTEMUS-kammerkórinn frá Hróarskeldu í Danmörku, undir stjórn Bjarne Strands, kemur í tónleikaferð til íslands og held- ur þrenna kirkjutónleika. Hinir fyrstu verða í Skálholtskirkju fimmtudagskvöld kl. 21, í Reyk- holtskirkju föstudagskvöldið 1. júlf kl. 21 og loks í Grensás- kirkju sunnudaginn 3. júli kl. 17. Kórinn mun einnig syngja við guðsþjónustu í Grensáskirkju kl. 11. Auk þessara tónleika kom kórinn fram á Hrafnistu í Reykjavík á þriðjudagskvöld með dagskrá í samvinnu við Fleming Ricck, forstöðumann fornminjadeildar danska þjóð- minjasafnsins um sjávarhætti. Kórinn var stofnaður árið 1982. Kórfélagar eru rúmlega tíu og eru hafa allir mikla reynslu í kórsöng. Stjórnandinn lauk kirkjutónlistar- og kenn- araprófi frá Konunglega tónlist- arháskólanum í Kaupmannahöfn og stundaði framhaldsnám m.a. hjá Anton HeiIIer og Hans Fagi- us. Hann er organisti við Sct. Jörgensberg kirkjuna í Hró- arskeldu sem er næstelsta kirkja Danmerkur. Gylfi Ægisson sýnir á Húsavík GYLFI Ægisson opnar mál- verkasýningu í Safnahúsinu á Húsavík á fostudaginn. Sýn- ingin verður opin þann dag til kl. 21. Laugardag og sunnu- dag verður opið báða dagana frá kl. 10-22, en þá lýkur sýn- ingunni. BÆKDR Afmælisrit í TÍMA OG ÓTÍMA Ræður og ritgerðir ásamt ritaskrá 1944-1998 eftir Sigurð A. Magnús- son. Afmælisrit útgefíð í tilefni af 70 ára afmæli hans. Háskólaútgáfan 1998. 461 bls. AFMÆLISRIT Sigurðar A. Magnússonar, I tíma og ótíma, hef- ur eflaust meira bókmennta- og heimildagildi en mörg slík rit. Rit- nefnd hefur nefnilega brugðið á það ráð að láta afmælisbarnið velja greinar eftir sjálft sig í stað þess að safna saman ósamstæðum ritgerð- um, sinni úr hverri áttinni eins og oft er. Segja má að bókin sé þriðja greinasafn Sigurðar, auk úrvals leikdóma (I sviðsljósinu (1982)), en áður hafa komið út Nýju fötin keis- arans (1951) og Sáð í vindinn (1968). Flestar greinanna, 51 að tölu, eru frá líðandi áratug og er sú yngsta skrifuð 1996. Eldri greinar eru þó nokkrar og er sú elsta skrif- uð 1961. Greinarnar bera vitni fjöl- breyttum áhugasviðum höfundar og yfirgripsmikilli þekkingu á menningarmálum. Þeim er skipað í fjóra meginkafla: í fyrsta og veiga- mesta kaflanum er fjallað um bók- menntir; í öðrum er tekið á samfé- lagsmálum; sá þriðji er um kristi- leg málefni; í þeim fjórða eru nokkrar greinar á ensku, eins kon- ar kynning á íslenskum bókmennt- um og bókmenntaarfí. Aftast er svo ritaskrá sem nær yfir fímm tugi ára; lengd og umfang skrár- innar segir sína sögu um framlag Sigurðar tfl íslenskra menningar- mála. Greinamar í fyrsta hluta eru flestar eins konar kynning á er- lendum höfundum, enda fáir jafn vel til þess fallnir og höfundur að Eldur, öfgar og trú- arleg tilvistarspeki fræða um heimsbók- menntir, en undirliggj- andi eru heimspekilég- ar og bókmenntafræði- legar spurningar. Þannig fær harmleik- urinn (og hið tragíska) sérstaka umfjöllun í tveimur greinum; „Um rætur harmleiksins" og „Um fomgríska harm- leiki“. Greinina „Jobs- bók og Prómeþeifur“ og jafnvel fleiri mætti setja undir sama hatt. Kannski fjalla allar greinamar með einum Sigurður A. eða öðram hætti um Magnússon skáldskapinn: Skáld- skapinn og lífið. Eða „samspuna lífs og listar" eins og Sigurður kall- ar veigamikla grein um James Joyce. Listin er, segir Sigurður, „tvímælalaust máttugasta tæki mannsins til að skýra og dýpka til- finningareynslu sína“. „Tragísk reynsla eða lífssýn“ er sjaldan langt undan í skrifum Sig- urðar - Maðurinn frammi fyrir hinstu rökum heimsins og leit hans, vonlaus en nauðsynleg, að Sannleikanum (þó ekki nema sann- leika). Og listin er „tæki mannsins til að nálgast innstu rök lífsins og tjá þrá sína eftir samrana við guð- dóminn" (353 ). Lífsviðhorfin sem birtast í greinunum era þannig hvort tveggja af tilvistar(speki)leg- um og trúarlegum toga. Annar hluti bókarinnar, með greinum um samfélagsmál, hefst á fjóram ,,‘68-ádrepum“, sem birtust á árunum 1967 til 1974, en við lestur þeirra rifjast upp andblær kalda- stríðsára og átök hægri- og vinstri- manna þegar þau voru enn og hétu. Grein- amar era hvatning til ungs fólks en bein- skeytt gagnrýni á öld- ungasamfélag „ís- lensks afturhalds". Ein þessara greina endar á tilvitnun í William Fulbright: „Að gagnrýna þjóð sína er að gera henni greiða og slá henni gullhamra". Með því sé gagnrýnandinn að hvetja hana til að gera betur og trúi því jafnframt að þjóðin geti það. Þessi afstaða er svo sem aug- ljós í ádeilum Sigurðar, hversu hvassyrtar sem þær kunna að virð- ast á stundum. Þótt sumar greinanna séu nú einkum áhugaverðar sem heimildir um tíðaranda eiga aðrar enn full- gilt erindi. Þannig ætti greinin „ís- land við aldahvörf1, sem birtist 1991, að vera til í sérprenti á hverju íslensku heimili. Þau álita- mál sem velt er upp í þessari „þjóð- arádrepu aldarinnar", ef svo mætti að orði komast, í sambandi við ís- land og Evrópusamfélagið, komumst við ekki hjá að athuga og það af fullri alvöra áður en langt um líður. Sigurður gagnrýnir m.a. nauðhyggju í sambandi við inn- göngu í EB og bendir á að þjóðern- isvitund og alþjóðahyggja feli ekki í sér neinar andstæður: „Það á að leyfa þúsund blómum að vaxa og dafna jafnt í hinu alþjóðlega sem hinu þjóðlega samfélagi" (288). í þriðja hluta afmælisritsins era fimm greinar sem snerta trúmál á einn eða annan veg. Fyrsta grein- in, frá 1968, er hrífandi hugleiðing um séra Friðrik Friðriksson sem Sigurður segir hafa verið „frábært skáld í lífí sínu“ og hugsanlega „í takt við innstu rök tilverunnar" (351). Síðasta greinin í þessum hluta er skelegg predikun, „Um boðun Maríu“, sem Sigurður hélt í Dómkirkjunni 1994. „Kirkjuræknin" hindrar trú- manninn Sigurð ekki í því, í grein- inni „Hvað virðist yður um Krist?“, að gagnrýna hina opinbera kirkju harðlega, m.a. fyrir að „verðleggja náðarmeðul Krists“. Sigurði er auk- inheldur „til efs að prelátar og pótin- tátar þessa heimsbákns [kristinnar kirkju] mundu kannast við Krist, hvaðþá veita honum viðtöku, ef hann öllum að óvöram birtist meðal okkar einhvem þessara tvísýnu daga yfir- standandi skálmaldar" (359). Trúarlegi þátturinn í skrifum Sigurðar kann í fyrstu að virðast í mótsögn við hárbeitta samfélags- rýni og tilvistarspekilega afstöðu, a.m.k. til bókmennta og lista, en er e.t.v. í „samræmi" þegar betur er að gáð. I umfjöllun Sigurðar er augljóst að trúin og listin eru ná- skyld fyrirbæri og þar með eru „mótsagnir" í persónuleika hvers og eins órjúfanlegur þáttur mann- legs hlutskiptis. Hugsanlega hefur Sigurði lánast, eins og hann ætlar séra Friðriki, að fella sínar innri andstæður „í ljúfa löð, þannig að hinir suridurleitu þættir mynda samræmda heild“ (348). Bókin er, í stuttu máli, fróðleg og skemmtilegt lesefni. Ekki sakar hvað hún er vel úr garði gerð. Á kápu eru ljósmyndir eftir Vigfús Birgisson sem gefa tilhlýðilegt yf- irbragð, virðulegt og þrungið í senn: Yfirborðið (forsíðan) fallega gárað (eld)vatn við sólsetur en undir (á baksíðu) ólgandi ský á himni - allt eins von á óveðri og uppstyttu. Þá setur fróðlegur inn- gangur Ástráðs Eysteinssonar rit- höfundarferil Sigurðar í samhengi. Sigurður er einn fárra rithöf- unda sem (enn) láta sig hafa það að stinga niður penna um dægurmál og það gerir hann af ákveðni. Hann ræður yfir einstökum stfl og þótt maður sé honum ekki alltaf sam- mála og stundum á öndverðum meiði eru greinamar aldrei leiðin- legar. Engin hálfvelgja þar. Stundum bregður manni að vísu hversu hátt hann reiðir beitt stfl- vopnið til höggs, miðað við tilefni: Engu er líkara en frægur eldmóð- ur mannsins taki völdin á stundum. En kannski er von að manni bregði á tímum póstmódernískrar deyðar þegar lifandi gagnrýni, umræður og deilur, aðal lýðræðis, era á hverfanda hveli en skoðana-, sinnu- og afskiptaleysi nærri allsráðandi. Um Sigurð Á. Magnússon mætti kannski viðhafa sömu orð og hann um Halldór Kiljan Laxness í grein vegna sjötugsafmælis HKL: „Hann hefur þrásinnis sannað að hann á enn talsvert af sínum gamla eldi, ofstopa og öfgum, sem svo óþyrmilega velgja samferðamönn- unum undir uggum“ (42). Geir Svansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.