Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 4^" BENEDIKT G. RAGNARSSON + Benedikt Grétar Ragnarsson fæddist í Vest- mannaeyjum 22. júlí 1942. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 20. júní síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Landakirkju 26. júní. Þegar mér barst fréttin um andlát góðs vinar og félaga, leitaði hugurinn til þeiiTa mörgu ánægjustunda er við áttum saman í leik og starfi. Hinn 18. febrúar 1975 hóf ég störf hjá Sparisjóði Vestmannaeyja sem gjaldkeri og síðar skrifstofu- stjóri. Benedikt G. Ragnarsson hafði tekið við starfi sparisjóðs- stjóra ári fyrr. Samstarf okkar var mjög gott frá fyrsta degi og bar aldrei skugga á. Það var gott fyrir 19 ára peyja sem var að byrja á vmnumarkaði að hafa Benedikt sem yfirmann og njóta trausts hans. Hann hafði sjálfur byrjað ungur í Sparisjóðnum og gat sett sig í mín spor, leiðbeint mér og hvatt mig til dáða, enda þróaðist samstarfið upp í mikla og góða vin- áttu. Hann var góður yfirmaður, sam- viskusamur, hreinskiptinn, við- ræðugóður og skemmtilegur félagi og var ávallt gott að leita til hans. Hann hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum og tjáði þær ætíð umyrðalaust, því það var ekki hans stíll að fara í kringum hlutina. Það var yfirleitt mikið að gera í Sparisjóðnum og því mikilvægt að þar ynni gott fólk og starfsandi væri góður. Þrátt fyrir annríki kom það ósjaldan fyrir að við gáfum okk- ur tíma til þess að slá á létta strengi, því það var stutt í prakkar- ann hjá Benedikt. Hann hafði þá oft frumkvæði eða var tilbúinn að taka þátt í ýmsum uppátækjum sem framkvæmd voru enda voru þau alltaf innan þeirra mai-ka að ekki yrðu neinir eftirmál. Þegar ég hætti störfum í Spari- sjóðnum sumarið 1990 til þess að taka við nýju starfi, var það ekki síst Benedikt sem hvatti mig til þess og var samband okkar jafngott á eftir enda þótt samverustundum hafi fækkað. Benedikt var mikill félagsmála- maður og lágu leiðir okkar oft sam- an á þeim vettvangi. Við vorum saman í félaginu Akóges, Bridgefé- laginu og nú í vor vorum við farnir að spila golf saman tvisvar til þrisvar í viku. Alls staðar sem Benedikt kom að félagsmálum var hann einn af þess- um traustu félögum, sem hægt var að reiða sig á, tilbúinn að taka að sér hver þau verk sem hann var beðinn um og skilaði því öllu frá sér eins og til var ætlast. Ekki væri nema hálf sagan sögð ef ekki væri getið eftirlifandi eigin- konu Benedikts, Sigrúnar Þorláks- dóttur. Það fór ekki fram hjá nein- um sem til þekkti hversu mikill hlý- hugur og gagnkvæm virðing ríkti á milli þeirra hjóna og er missir henn- ar og bamanna mikill. Kæra Sigrún og fjölskylda. Við Rósa biðjum þess að algóður Guð megi styrkja ykkur á þessari sorg- arstund. Endurminningin um góðan dreng er besti minnisvarðinn hans. Guðjón HJörleifsson. Benedikt Ragnarsson er fallinn frá. Við Benni vorum æskuvinir, ekki vorum við aldir upp á sama hlaðinu, en mikill vinskapur var milli for- eldra okkar og því lágu leiðir okkar snemma saman. Meðal elstu minn- inga sem ég á frá þeim árum, eru minningar frá afmælisdeginum mín- um, þegar ég varð fimm eða sex ára. Þennan dag máttum við fara út í góða veðrið og gæða okkur á appelsíni og rjómakökum, en Ola hafði verið talið á kökudiskinn, svo að ein rjómakaka gekk af. Um köku þessa varð mikill ágreiningur, mér sem afmælisbami fannst ég eiga að fá hana, en Benna þótti ég sem gestgjafi ekki standa mig í stykkinu, enda hafði honum verið boðið til veislunnar. Ekki minnist ég þess að upp hafi komið á milli okkar ósætti síðar, á okkar uppvaxtarárum. Snemma kom í ljós að Benni naut trúnaðar manna og trausts. Þegar við vorum ellefu eða tólf ára og við félagarnir unnum í saltfiski í Hrað- frystistöðinni, þá var Benni settur yfir lifrakassann. Það var trúnaðar- starf að sjá um færibandið og passa upp á að kassinn yfírfylltist ekki. I Gagnfræðaskólanum voru hon- um aftur fengin trúnaðarstörf, að vera valinn umsjónarmaður bekkjar var ekki tilviljunarkennt val, sá heiður féll aðeins þeim í skaut, sem hafði áður sýnt að hann var trausts- ins verður. Margt var brallað á þessum árum og meðal annars fór- um við félagamir, Benni, Kiddi og ég, norður til Akureyrar og Mý- vatns strax eftir ferminguna. Þetta var ævintýraferð, skemmtileg og lærdómsrík, en hræddur er ég um að sumum fyrir norðan hafi þótt við fullstórir upp á okkur, þegar við þurftum sífellt að bera saman það sem við þekktum úr Eyjum og þennan norðlenska útnára sem okk- ur þótti aldrei standast samjöfnuð. Það mun hafa verið í fyrsta bekk í Gagnfræðaskóla, sem séra Jóhann Hlíðar fékk okkur Benna til að ganga í hús, til að safna fé fyrir veika konu sem komast þurfti heim til Eyja. Við gengum í hvert einasta hús í Eyjum, þar með talið austur á bæi og upp fyrir hraun. Söfnun þessi tók mörg kvöld og ekki varð það síst fyrir elju og samviskusemi Benna að svo ákveðið var gengið til verka. Sautján ára vorum við ráðnir tO að beita, hvor við sinn bátinn, en þar sem við vorum báðir viðvaning- ar þurftum við að byrja snemma, til að geta lokið beitningunni á sama tíma og aðrir. Leið Benna lá fram- hjá húsinu heima hjá mér, svo að oft hittumst við seinni hluta nætur og bárum saman bækur okkar, enda nú orðnir menn með mönnum. Eitt sinn spurði ég Benna, eftir að hann fór að vinna í Sparisjóðn- um, hvort gamli skólastjórinn okk- ar, Þorsteinn Víglundsson, væri jafn kröfuharður með skriftina og hann hefði verið þegar við vorum í skólanum. Þá hló Benni og sagði að sem yfirmaður í Sparisjóðnum hefði hann töluvert aðrar áherslur. En ég veit að þar stóð Benni undir þeim kröfum sem til hans voru gerðar, eins og hann gerði ávallt í lífinu. Við gosið 1973 dreifðist fólk, við hjónin ásamt börnunum okkai- vorum með- al þeirra sem ekki sneru til baka, sem varð til þess að samskipti okk- ar urðu lítil á síðari árum. Ykkur Valla og Maríu og fjöl- skyldum ykkar vottum við hjónin okkar dýpstu samúð. Kæra Sigrún, okkar leiðir hafa ekki oft legið saman, þó komum við hjón á ykkar fallega heimili og átt- um þar notalega stund. Við biðjum góðan Guð að styðja þig, börnin ykkar og alla fjölskylduna. Minn- ingin lifir um góðan dreng. Halldór Svavarsson. Það vai' að morgni mánudagsins 21. þessa mánaðar að þær sorgar- fréttir bárust um bæjarfélagið að Benedikt Ragnarsson sparisjóðs- stjóri hefði látist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Við Vestmannaeying- ar þekktum hann betur sem Benna í Sparisjóðnum. Bæjarbúa setti hljóða, enda var Benni hvers manns hugljúfi og einlægur vinur vina sinna. Kynni mín af Benna voru þó ekki náin að öðru leyti en því að saman störfuðum við að undirbún- ingi þjóðhátíðar en hann og vinur hans Valur í Dal voru oft í smíða- gengi. Síðan fól hann mér að smíða merkingar þær sem prýða hús Sparisjóðsins og jólaskreytingar sem byrjað var á o.fl. Þannig jókst kunningsskapur okkar í gegnum ár- in og ekki minni eftir að ég varð ör- yrki og gat ekkert unnið. Þá reynd- ist hann mér vinur í raun, sem því miður er kannski of seint að þakka. Þó er mér skylt að færa fram þakk- ir mínar og um leið færa starfsfólki Sparisjóðsins mínar innilegustu samúðarkveðjur, þótt sorgin sé mest hjá frú Sigrúnu og bömunum. Þar er þungt högg fallið. Við þau vil ég aðeins segja: „Guð gerir ekkert óhugsað,“ og huggun hans er óskeikul þótt sorg svíði. Vertu sæll, vinur. Magnús Magnússon. Kær vinur og samstarfsfélagi, Benedikt Ragnarsson, er látinn, langt um aldur fram. Nú er það svo, að á lífsleiðinni mótast og þroskast einstaklingurinn af samferðafólki sínu, svo sem foreldrum, mökum og ekki síður af samstarfsfólki. Sam- starf okkar Benedikts hófst fyrir nær 15 árum og hef ég oft hugsað gegnum árin hve mikil forréttindi og hve lærdómsríkt það hefur verið fyrir mig að fá að starfa við hlið hans. Þá er ég ekki eingöngu að tala um hin almennu bankastörf heldur er ég að tala um hinn mann- lega þátt. Að fá slíkan yfirmann sem Benedikt var er sjaldgæft í jafn erilsömu og ábyrgðarmiklu starfi sem hann gegndi. Hann tók á hinum ýmsum málum af réttsýni og raunsæi og fyrir stofnun sem Sparisjóð Vestmannaeyja verður hans skarð vandfyllt, jafn trúr sem hann var í sínu starfi. Eftir því sem dagarnir líða frá andláti Benedikts því erfiðara er að trúa því að ég eigi ekki eftir að byrja vinnudaginn með því að setjast niður hjá honum á skrifstofunni og tala um daginn og veginn, sjá spaugilegu hliðamar á tilverunni sem honum var svo lagið að koma auga á. Síðasta samtal okkar lýsir honum vel, hann hafði miklar áhyggjur af því að veikindi hans myndu riðla sumarfrísáætlun minni, hagur hans skipti minna máli. Elsku Sigrún, Iða Brá, Ragnar, Bjamey, Óskar og fjölskyldur. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Minn- ingin um góðan mann mun ylja okk- ur öllum. Ólöf Jóna Þórarinsdóttir. Sú sorgarfregn barst mér hinn 21. júní sl. að Benedikt Grétar Ragnarsson hefði látist á Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Segja má að þessi tíðindi hafi verið mér harmafregn því nú var skarð fyrir skildi þar sem góður vinur og félagi var fallinn frá. Kynni okkar hófust fyrir alvöru þegar við Benni í Sparisjóðnum, eins og hann var ávallt kallaður, hófum að spila saman við bridge- borðið 1987 hjá Bridgefélagi Vest- mannaeyja sem par og höfum spilað sem slíkir síðan þá. Við mótuðum okkar eigið kerfi sem reyndist öðr- um spilurum torsldlið. Þegar við voram inntir eftir því hvaða kerfi við spiluðum var svar mitt jafnan það að við spiluðum Sparisjóðskerf- ið, reyndar við litla hrifningu Benna. Margt skemmtilegt gerðist oft við spilaborðið, t.d. átti ég það til að fara út fyrir kerfið enda oft nokkuð villtur í sögnum, þá vissi Benni ekk- ert hvað ég var að fara, horfði hann þá yfir til mín með undrun, yppti öxlum og sagði: „Jæja, nú veit ég ekkert hvað þú ert að fara, makker minn.“ Margt fyrnist ekki af þeim minn- ingum sem áfram lifa í huga mínum og annarra í Bridgefélagi Vest- mannaeyja. Ég á eftir að minnast þín jafnan þegar spilum verður lyft. Um leið og ég þakka vináttu í ár- anna rás sendi ég Sigrúnu og böm- unum mínar einlægustu samúðar- kveðjur og óskir um að Guð styrki ykkur í miklum söknuði ykkar. Far þú í friði, makker og kær vin- ur. Sævar Guðjónsson og fjölskylda. Vinur minn er látinn. Skyndilega tæmist hugurinn og engin orð fá lýst þeim tilfinningum sem inni fyr- ir búa. Við Benni vorum vinir alla tíð, ég man ekki lengur hvemig eða hvenær við kynntumst en þau kynni urðu að vináttu sem aldrei bar skugga á. Þær vora margar ánægjustundimar sem við áttum saman tveir og síðar meir með fjöl- skyldum okkar. Góðar stundir á trillunni, í Suðurey, í siglingum með Gullfossi og síðustu árin á golfvell- inum. Vinátta Benna og Sigrúnar náði til allrar fjölskyldunnar, þau tóku ávallt einstaklega hlýlega á móti mér og mínu fólki og sýndu foreldr- um mínum mikla ræktarsemi. Við vinimir töluðum saman, þögðum saman og hlógum saman og það var einmitt það sem við gerðum að kvöldi 20. júní þegar við áttum okk- ar síðasta samtal. Margt bar á góma, meðal annars það sem okkur var ofarlega í huga, Suðurey og fjöl- skyldurnar okkar. Benni var orðinn spenntur að bíða eftir barninu hennar Iðu Brár og ég mjög upp- tekinn af mínu afahlutverki. Við kvöddumst með handabandi og brosi á vör og örfáum mínútum síð- ar var vinur minn allur. Mínar inni- legustu samúðarkveðjur til Sigrún- ar og bamanna, þau hafa í einni svipan misst eiginmann, föður og afa. Framundan blasir við langur vetur, ég bið þann, sem sólina skap- aði, að sá vetur verði þeim bjartur og mildur. Valur Oddsson. Það er sérstæð tilfinning sem grípur um sig í litlu og nánu samfé- lagi þegar skyndilegt andlát ber að. Ekki hvað síst þegar um er að ræða einstakling á besta aldri, sem sjald- an hefur orðið misdægurt. Vestmannaeyinga setti hljóða er sú harmafregn barst um bæinn að morgni mánudags 21. júní s.l. að Benedikt Grétar Ragnarsson, spari- sjóðsstjóri, hefði látist kvöldið áður á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, þar sem hann var í rannsókn. Benedikt var Eyjamaður í orðs- ins fyllstu merkingu og vann nær allan starfsaldur sinn í Eyjum og lengstum við sömu stofnun, þ.e. Sparisjóð Vestmannaeyja, þar sem hann var búinn að vera sparisjóðs- stjóri í aldarfjórðung. Hann útskrif- aðist frá Gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja 1959 en þar var þá skólastjóri Þorsteinn Þ. Víglunds- son, sem jafnframt gegndi stöðu sparisjóðsstjóra. Þorsteinn hefur greinilega séð hvem mann Bene- dikt hafði að geyma því árið 1962 var hann ráðinn til sjóðsins og tók við af Þorsteini er hann lét af störf- um 1974. Margur hefur sagt að þar hafi fjórðungi brugðið til fósturs og er ekki leiðum að líkjast. Samhliða farsælu starfi átti Benedikt sæti í stjórnum á vegum Sambands ís- lenskra sparisjóða. Það var því engin furða að þessi ungi og mannvænlegi maður gengi til starfs í félaginu AKÓGES, því aðeins 22 ára var hann orðinn félagi þar og þótti ráðagóður og ljúfur fé- lagi, sem fljótlega var kosinn til trúnaðarstarfa, og vann félagi sínu af heilindum og fórnfýsi. Alls saP'' hann fjóram sinnum í stjórn félags- ins og þar af einu sinni sem formað- ur. Benedikt sóttist ekki eftir veg- tyllum utan Eyja íyrir utan það að ná í sína eftirlifandi eiginkonu til Reylqavíkur í útlegðinni 1973. Éyjar áttu hug hans óskiptan og í starfi sínu hjá sparisjóðnum naut hann sín í uppbyggingunni eftir náttúruhamfarimar 1973. Eyjamar hafa misst einn af sín- um vænstu sonum langt um aldur fram og Akógesfélagar sakna vinai: í stað, en sem fyrr er það ástrík eig- inkona, mannvænleg böm, ættingj: ar og vinir sem sárast sakna. I djúpri sorg er það huggun að geta minnst góðs manns, föður og félaga, er helgaði líf sitt samfélaginu og umfram allt fjölskyldu sinni. Slíkra manna er ljúft að minnast. Akógesfélagar, Vestmannaeyjum. Benedikt Grétar Ragnarsson, sparisjóðsstjóri í Vestmannaeyjum, er dáinn. Við andlát hans langar okkur að minnast hans fáeinum orð- um. Kynni okkar hófust 1974 þegar Benedikt var nýlega orðinn spari**» sjóðsstjóri. Við sáum fljótt að þar fór vandaður maður og góður drengur. Hann var samviskusamur stjómandi sparisjóðsins, alvarlegur þegar það átti við en léttur og skemmtilegur þess á milli. Hann hafði sérstaklega sterkar taugar til Sparisjóðsins og gerði allt til þess að efla hann og styrkja. Þannig hafa mál og þróast því undir öraggri stjóm hans hefur Sparisjóðurinn stækkað og eflst með hverju árinu. Kynni okkar við Benedikt og eigin- konu hans, Sigrúnu Þorláksdóttur,"'** áttu síðan eftir að haldast og aukast. Þau hjónin vora ákaflega samrýnd þannig að eftir vai’ tekið. Fjölskyldan átti sterka stoð í þeim hjónum og börn og bamaböm voru þeim miklir gleðigjafar. Við aukin kynni komu ýmsir kost- ir Benedikts betur og betur í Ijós. Hann var ákaflega samviskusamur við allt er snerti dagleg störf Spari- sjóðsins og þá miklu ábyrgð er því fylgdi. Hann vildi hafa allt á hreinu, vera sanngjam og heiðarlegur gagnvart viðskiptavinunum og það tókst honum. Fyrir það var hann virtur og ég býst við að flestir hafi litið á Benedikt sem traustvekjandi og samviskusaman spai’isj óðsstj óra^ Við áttum margar ánægjulegar stundir með Benedikt og Sigrúnu, bæði hér heima í Eyjum í tengslum við Sparisjóð Vestmannaeyja en einnig annars staðar á sameiginleg- um vettvangi sparísjóðanna. A þeim stundum var Benedikt jafnan hrók- ur alls fagnaðar, skemmtilegur og glaður. Þá gaf hann gjaman mikið af sjálfum sér en það gera ekki aðr- ir en þeir sem mikið hafa til branns að bera. Hann hafði gaman af skemmtilegum sögum sem hann var óspar á að segja þegar svo bar und- ir og gerði samverastundimar ógleymanlegar. Nú er Benedikt dáinn. Hans er saknað og sorgin er mikil. Við votf^* um Sigrúnu og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúð. Minningin um góðan dreng lifir. Jóhanna og Ragnar Óskarsson. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HJÖRDÍS KAREN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Borg, Áslandi 4A, Mosfellsbæ, iést á Landspítalanum þriðjudaginn 29. júní Matthildur Ásta Hauksdóttir, Ingólfur Jóhannsson, Gunnar Örn Hauksson, Lilja Dóra Harðardóttir, Ægir Valur Hauksson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.