Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur Kvæði Jóns Helgasonar • ÚR landsuðri og fleiri kvæði er eftir Jón Helgason. Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn, var eitthvert dáðasta skáld tuttugustu aldar á Is- landi. Þegar bók hans, Úr landsuðri, kom fyrst úr árið 1939 varð hún í skjótri svip- an ein vin- sælasta kvæðabók sem út hefur komið hérlendis og margir eru þeir sem skipa kvæðaflokki hans, Aföng- um, á bekk með því sem best hef- ur verið ort á íslenska tungu. Jón var fæddur árið 1899 og í tiiefni þess að hundrað ár eru liðin frá fæðingu hans birtast fyrri baekur í bókinni í einu safni: Úr landsuðri, Tuttugu kvæði og einu betur og Kver með útlendum kvæðum. Auk þess eru í bókinni prentuð önnur kvæði Jóns af ýmsum skeiðum ævi hans, bæði gamankveðskap- ur og frá stúdentsárunum og al- varlegri kvæði undir ævilok. Sum þeirra hafa aldrei birst fyrr á prenti. Kristján Arnason, skáld og bókmenntafræðingur, ritar eftir- mála að bókinni þar sem hann fjallar um frumsamin verk Jóns ogjjýðingar. I tengslum við bókina er gef- inn út hljómdiskur, Afangar og fleiri kvæði, þar sem Jón Helga- son les mörg af þekktustu kvæð- um sínum. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 167 bls., unnin íPrent- smiðjunni Odda hf. Skrípó og Hið opinbera sáu um útlit bókar- innar og gerðu kápuna. Bókin er bók mánaðarins íjúlí og kostar þá 2.780 kr. en hækkar upp í 2.980 kr. 1. ágúst. Smásagnasam- keppni Listahá- tíðar í Reykjavík LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík efnir til smásagnasamkeppni á Listahá- tíð árið 2000 í tilefni 30 ára afmæl- is hátíðarinnar. Smásagnasam- keppnin er samstarfsverkefni Rík- isútvarpsins, Vöku-Helgafells og Listahátíðar. Verðlaun verða veitt fyrir bestu smásögurnar og mun Ríkisút- varpið í tilefni af 70 ára afmæli sínu greiða verðlaunahöfum kr. 200.000 í 1. verðlaun, 100.000 í 2. verðlaun og kr. 50.000 í 3. verð- laun. Bókaforlagið Vaka-Helgafell mun síðar gefa verðlaunasögurn- ar út á bók ásamt sjö sögum úr keppninni til viðbótar og annast greiðslur höfundarlauna, skv. taxta Rithöfundasambands ís- lands. Jafnframt verða smásög- urnar 10, sem bestar þykja, lesn- ar í útvarpi. Dómnefnd velur smásögurnar og þar af þrjár til verðlauna. I dómnefnd sitja Þorsteinn Þor- steinsson íyrir hönd Rithöfunda- sambandsins, Bergljót Kristjáns- dóttir fyrir hönd Bókmenntafræði- stofnunar Háskóla Islands og Sveinn Einarsson fyrir hönd Listahátíðar í Reykjavík. Skilafrestur til að senda inn smásögur er 15. október 1999. Listahátíð í Reykjavík efndi síð- ast til smásagnasamkeppni árið 1986 og bárust 370 sö'gur í keppn- ina þá. Efnt var til ljóðasamkeppni árið 1996 og gefín út ljóðabók með völdum ljóðum. A Island með annarra augum MYNPLIST Anddyri Norræna hússins L.KÍSM VMMi: 7 SÆNSKIR I.KÍSM VMmSAIt Tii 11. júlí. Opið mánudaga til iaugardaga frá kl. 9-18, og sunnudaga frá ki. 12-18. ANDDYRI Norræna hússins hýsir nú ljósmyndasýningu sjö ungra Svía frá Norræna ljós- myndaskólanum á Biskops Ainö, en eins og kunnugt er Arnarey biskupsins lítill og undurfagur hólmi í Málaren, um sextíu og fímm kílómetra vestur af Stokk- hólmi. I tengslum við lokaverkefni sín við skólann bauðst fjórtán nem- endum skólans að hverfa til mun stærri eyjar í miðju Norður-Atl- anshafi og spreyta sig á ýmsu myndefni tengdu heimildargerð. Því verða sýningar Svíanna tvær talsins og hefst sýning síðari sjömenninganna 12. júlí; daginn eftir að fyrri sýningunni lýkur. Það er ekki á hverjum degi að íslendingar fá tækifæri til að sjá landið sitt, íbúa þess og umhverfi með augum gestsins. Slíkt er þó af- ar hollt því með þeim hætti fá menn ferska sýn á ýmislegt sem ef til vill lá ekki í augum uppi þótt það væri beint fyrir framan nefið á þeim. Til dæmis eru ljósmyndir Henry Lundholm af íslensku mót- orhjólagengi og svarthvítar tökur Önnu Ericsson af gestum Grand Rock frábært innlegg í félagslega listsköpun, en skrásetning af slík- um toga er sjaldgæf hér, ef til vill vegna nálægðar okkar við íslenskt samfélag. Það er mun auðveldara fyrir utanaðkomandi fólk að gera sér mat úr félagslegum sérkennum sem mæta því á framandi slóðum en hinum sem lifa og hrærast í námunda við þau. Talað er um að glöggt sé gests auga. Sundlaugamyndir Paul Marshall eru náskyldar áðumefndum flokk- um. Munurinn er eingöngu sá að sundlaugar og heitir pottar eru við- urkenndur þáttur í íslenskri menn- ingu; eins konar jákvæð ímynd EIN af ljósmyndunum á sýningunni „Isiand" í anddyri Norræna hússins. Dýrin elska og drepa andspænis fremur neikvæðri ásýnd rokkara og mótorhjólatöffara. Bal- lettdansarar og leikarar í ljós- myndum Lindu Jakobsson og myndir úr kaþólska skólanum eftir Piu Molin gefa ákveðna hugmynd um þann margbreytileik sem smám saman er að taka við af ein- hæfu þjóðlífi fyrri tíðar, og bland- aðar myndir Irene Jakobsson og merkilegar nomarmyndir Önnu Ivarsson eru verðugar tilraunir til að skyggnast undir yfirborð hins augljósa. Dóttir mánans, eins og óvenju- leg myndröð Ivarsson nefnist - byggð á býsna mögnuðu, sam- nefndu nornakvæði - varpar fram enn einum ónumdum möguleika ljósmyndalistarinnar, þeim sem lýtur að frásögninni. Ölíkt hefð- bundnari miðlum, sem sitja svo fastir í hinu formræna farvatni, gefur ljósmyndatæknin mönnum tækifæri til að segja frá án þess að sú frásögn geti með nokkm móti talist bókmenntaleg. Vonandi verður þessi látlausa en athyglis- verða sýning sjömenninganna sænsku, frá Norræna ljósmynda- skólanum á Biskops Arnö, til að stappa stálinu í unga íslenska ljós- myndara. Halldór Björn Runólfsson KVIKMYJYPIR Háskólabfó PERDITA DURANGO ★★ Leikstjóri: Álex de la Iglesia. Hand- rit: Barry Gifford og Jorge Gu- erricaechevarría. Aðalhlutverk: Rosie Perez, Javier Bardem, Harley Cross, Aimee Graham og James Gandolfini. Sogepaq 1997. SPÁNVERJINN vill gera kvik- mynd fyrir stærri markað en heimalandið, og hvað er þá betur til fundið en að gera mynd á landa- mæmm Mexíkó og Bandaríkjanna á spænskuskotinni ensku? Álex de la Iglesia fær tvær ansi skærar spænskumælandi kvik- myndastjömur til að mynda parið með dýrseðlið; Perditu og Romeó, sem telja það best í lífinu að ríða og drepa. Hinn dagfarsprúði spánski leikari Javier Bardem er gjörsam- lega óþekkjanlegur í hlutverki Ró- meós. Og helvíti magnaður líka. Hin skemmtilega vúlgar Rosie Perez er fullkomin í hlutverki Perditu. Aimee Graham og Harley Cross em líka sannfærandi í hlutverki hins unga bandaríska smáborgarapars sem dýrin tvö ræna og hrella á margan misógeðslegan hátt. Löggan sem vill svo hafa uppi á öllu saman er leikin af honum stórgóða, alveg þmsugóða James Gandolfini, sem er alltaf pott- þéttur í þeim smá- og millistóru hlutverkum sem hann fær. Annars byggir myndin aðallega á kaldhæðnum harðhausahúmor; galdrar, ríðingar, byssukúlur, brjóst og blóð. Er enginn búinn að fá leiða á þessu? Galdramir og svarta hliðin á Mexíkó er reyndar ný hlið á mál- inu, en þá hefði mátt líka gera eitt- hvað sannfærandi og frumlegt úr því, en það heppnast ekki. Hvemig á svo sem Spánverji að kunna skil á þessari menningu þótt hann tali sama tungumál? Söguþráðurinn er nánast enginn; hálfgerður fyrirslátt- ur fyrir persónumar til að vera til. Þær em skemmtilegar en endur- taka sig fullmikið og ekkert gerist hjá þeim fyrr en í blálokin og því er myndin fulllangdregin. Enn ein myndin í bíó sem segir manni ekkert, en sem má hafa sæmilega gaman af. Hildur Loftsdóttir Álitleg handrit en engin verðlaun BÓKMENNTAVERÐLAUN Halldórs Laxness, sem Vaka- Helgafell stofnaði til í samráði við fjölskyldu skáldsins, verða ekki veitt í ár. Dómnefnd hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert þeirra handrita er send vom til keppni verð- skuldaði að hljóta verðlaunin. Efnt var til samkeppni um besta handritið að skáldsögu eða safni smásagna og var skilafrestur til 1. maí 1999. Alls bámst um tveir tugir handrita í keppnina. Þau vom merkt dulnefni en rétt nafn höfundar látið fylgja með í lokuðu umslagi. Formaður dómnefndar var Pétur Már Ólafsson bókmenntafræðing- ur og útgáfustjóri Vöku- Helgafells, en með honum í nefndinni vora Guðrún Nor- dal bókmenntafræðingur og Þorleifur Hauksson íslensku- fræðingur. Samkvæmt upplýsingum frá dómnefnd vom nokkur handritanna mjög álitleg en herslumuninn vantaði til að þau gætu hlotið verðlaunin. Frestur til að skila inn hand- ritum næsta árs er til 1. maí árið 2000. Sex í sveit á Suður- og Austurlandi GAMANLEIKURINN Sex í sveit verður sýndur í Þing- borg í Ölfusi í kvöld, miðviku- dag, í Sindrabæ á Höfn á fimmtudag og í Egilsbúð, Neskaupsstað, föstudaginn 2. júlí. Með þessum sýningum er leikferðinni með um landið lokið. Leikendur em Bjöm Ingi Hilmarsson, Edda Björgvins- dóttir, Ellert A. Ingimundar- son, Gísli Rúnar Jónsson, Rósa Guðný Þórsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Tímarit • ICELAND Revicw, annað tölublað 1999, er komið út. Þetta blað markar ákveðin tímamót í sögu útgáfunnar því aldrei hefur stærra tölu- blað litið dagsins ljós frá því Iceland Review hóf göngu sína fyrir 37 ámm. Meðal greina í blaðinu má nefna grein Jóns Baldvins Hannibalssonar, sendiherra Islands í Bandaríkjunum, The „Raison d’ ~ etre“ of Iceland- ers - The First 1.000 Years (bls. 28), þar sem hann rekur á sinn hátt sögu þjóðarinnar frá landnámi til okkar daga. Einnig er vert að benda á innlegg Páls Stefánssonar, ljósmyndara Iceland Review, í umræðuna um nýtingu há- lendisins. En í grein sinni „The River Runs Free“ (bls. 16), fjallar hann í máli og myndum um Jökulsá á Brú og nágrenni. Að lokum má nefna vegleg- an blaðauka um Reykjavík og stofnanir borgarinnar (bls. 87), þar sem sérstök áhersla er lögð á hvað liggur að baki því að höfuðborgin er ein af níu menningarborgum Evr- ópu árið 2000. Iceland Review kemur út fjórum sinnum á ári og hefur áskrifendur í yfir 100 lönd- um. Ritstjóri er Jón Kaldal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.