Morgunblaðið - 14.07.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.07.1999, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Peninga- þvætti um- fangsmikið I Noregi NEÐANJARÐARHAGKERFIÐ í Noregi veltir um 217 milljörðum norskra króna árlega, samkvæmt út- reikningum Nordisk Posttidskrift, sem jafngildir um 2040 milljörðum íslenskra króna. Upphæðin samsvar- ar fímmtungi af þjóðarframleiðslu Norðmanna en fram kemur að féð sé í flestum tilfellum hvítþvegið af lög- legum fjármálafyrirtækjum, svo sem bönkum. Rannsókn á vegum Jo- hannes Keppler-háskólans í Austur- ríki hefur leitt í ljós að Noregur er eitt þeirra Evrópulanda þar sem um- fang svartamarkaðsstarfsemi er hvað mest, ásamt löndum eins og Ítalíu, Belgíu og Svíþjóð. Arnfinn Skjervold, sérfræðingur hjá Postbanken í Noregi, segir að um 75% af peningaþvætti í Noregi fari fí-am í löglega reknum fjármálastofn- unum og sé síðan fjárfest í löglegum atvinnurekstri. Að sögn hans til- kynna afgreiðslustaðir Postbanken í Noregi um mörg tilvik á hverju ári til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar, 0KOKRIM, þar sem vafi leikur á uppruna fjármuna sem bankinn hef- ur í umferð. Mörg þeirra tilvika sem tilkynnt hafa verið eru enn órannsök- uð en nú hefur 0KOKRIM fengið aukið afl til að fást við peningaþvætti og væntir Skjervold þess að meiri ár- angur muni nást í kjölfarið, að því er fram kemur í Nordisk Posttidskrift. ---------------- Níu netfyrir- tæki mynda bandalag Washington. Reuters. NIU netfyrirtæki í forystuhópi net> fyrirtækja á heimsvísu hafa nú mynd- að bandalag um að móta framtíðar- stefnu veraldarvefjarins. NetCoa- Iition.com mun gæta hagsmuna net- fyrirtækja í opinberri stefnumótun. Fyrirtækin sem um ræðir eru America Online, Yahoo!, Amazon.com, DoubleClick, eBay, Excite+Home, Inktomi, Lycos og theglobe.com. í tilkynningu frá sam- tökunum segir að 90% af netnotend- um heimsins heimsæki síður ein- hverra af fyrirtækjunum níu í hverj- um mánuði. VIÐSKIPTI Formlega gengið frá sameiningu tveggja sjóða Sparisjóðir Strandamanna og Arneshrepps sameinaðir Starfsmenn Sparisjóðs Strandamanna: Helga Sigurðardóttir, Jóm'na Pálsdóttir og Benedikt Grímsson sparisjóðsstjóri. Á AÐALFUNDUM Sparisjóðs Strandamanna á Hólmavík og Sparisjóðs Árneshrepps í Norður- firði var samþykkt að sameina sjóðina miðað við stöðu þeirra um síðustu áramót. Á sameiginlegum framhaldsað- alfundi hjá sjóðunum, sem haldinn var nýverið, var formlega gengið frá sameiningunni og nýjum sam- þykktum fyrir sjóðinn, lagður fram stofnefnahagsreikningur og kosin ný stjórn. Með samruna sjóðanna er að því stefnt að til verði fjárhagslega sterkari spari- sjóður sem þjóni einstaklingum og lögaðilum. Nafn hins sameinaða sjóðs er Sparisjóður Strandamanna. Af- greiðslustaðir sjóðsins verða áfram þeir sömu, þ. e. í Norður- firði og á Hólmavík, afgreiðslutími og bankanúmer verða óbreytt fyrst um sinn. Hátt eiginfjárhlutfall Á árinu 1998 var hagnaður Sparisjóðs Strandamanna 9,3 millj. en lítilsháttar tap varð hjá Sparisjóði Árneshrepps. Sam- kvæmt stofnefnahagsreikningi eru heildareignir sparisjóðsins 327,2 millj. kr. í ársbyrjun 1999. Stofnfé sjóðsins er 1,2 millj. kr. en samtals nemur eigið fé hans 108,8 millj. kr. Eiginfjárhlutfall sjóðsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um viðskiptabanka og sparisjóði, er 39,5% og er með því hæsta sem þekkist hjá lánastofnunum en samkvæmt lögunum má hlutfallið ekki vera lægra en 8%. í stjóm sparisjóðsins voru kosn- ir af stofnfjáraðilum: Jón G. Jóns- son, Hrólfur Guðjónsson og Sig- urður Jónsson. Sveitarstjórnir Ár- neshrepps, Broddaneshrepps og Kirkjubólshrepps eiga eftir að kjósa tvo menn í stjóm. Spari- sjóðsstjóri er Benedikt G. Gríms- son en aðrir starfsmenn sjóðsins em Jónína Pálsdóttir, Helga Sig- urðardóttir, Þórólfur Guðfinnsson og Ágústa Sveinbjömsdóttir. Sparisjóður Árneshrepps var stofnaður 1932 af bændum þar í hreppi. Sparisjóðurinn hefur verið sl. 18 ár til húsa í Norðurfirði. Sparisjóðsstjóri síðustu átján árin hefur verið Þórólfur Guðfinnsson. Sparisjóður Kirkjubóls- og Fellshreppa var stofnaður 1891 af bændum í samnefndum hreppum og hét því nafni þar til 1995 er Fellshreppur sameinaðist öðru sveitarfélagi. Þá var nafni sjóðsins breytt í Sparisjóð Strandamanna. Síðastliðin 52 ár hefur heimili sparisjóðsins verið að Kirkjubóli í Kirkjubólshreppi, á heimili tveggja fyrrverandi sparisjóðs- stjóra. Verulegar breytingar hafa verið í rekstri Sparisjóðs Strandamanna síðastliðið ár. I fyrrasumar keypti sparisjóðurinn helming húsnæðis íslandspósts á Hólmavík og eftir breytingar flutti sparisjóðurinn aðsetur sitt þangað í lok nóvem- ber síðastliðins. Hlutabréf í GM ná sér á strik VERÐ hlutabréfa í General Motors bílaframleiðandanum (GM) í Bandaríkjunum virðist ekki hafa tekið mikla dýfu í kjölfar úrskurð- ar kviðdóms í Los Angeles á síðast- liðnum föstudegi. Úrskurðurinn kvað á um að fyrirtækið skyldi greiða sex þolendum bílslyss árið 1993 bætur upp á 4,9 milljarða dollara. Úrskurður kviðdómsins kom í þann mund er Kauphöllinni í New York var lokað á föstudeginum, en lokaverð hlutabréfa í GM var þá 68,375 dollarar hver hlutur. Á mánudaginn lækkaði verðið og fór lægst í 66,125 dollara hver hlutur, en um miðjan dag í gær, þriðjudag, hafði verð bréfanna stigið í 67,438 dollara. Verð hlutabréfa í General Motors hefur farið jafnt og þétt hækkandi seinustu þrjú árin, en árið 1994 fór það nálægt 30,30 doll- urum hvert bréf. Úrskurður kviðdómsins um 4,9 milljarða dollara bætur til sex ein- staklinga eru þær langhæstu sem kviðdómur hefur dæmt fyrirtæki til að greiða vegna meints galla í bílum. Upphæðin er um tveimur þriðju hlutum hærri en hagnaður General Motors-fyrirtækisins var í fyrra, en hann nam um 3 milljörð- um dollara. Kviðdómurinn byggði úrskurð sinn um að General Motors hefði vitað af því að eldur gæti kviknað í bensíntanki Chevrolet Malibu-bif- reiða við harða aftanákeyrslu á skýrslu sem verkfræðingur hjá GM, Edward C. Iwey, hafði gert árið 1973. í skýrslunni var komist að þeirri niðurstöðu að bætur vegna dauða í bruna myndu lík- lega kosta GM fyrirtækið 2,40 dollara á hvern bíl framleiddan af GM, en að einföld viðgerð á bens- íntanki bílanna kostaði 4 til 12 dollara. „Þó er í raun ekki hægt að leggja fjárhagslegt mat á manns- líf,“ segir með varnaðartón í skýrslunni. Hinar háu bætur kunna að leiða til þess að fleiri sem lent hafa í Tveir ákærenda í Malibu-málinu bílslysum sem e.t.v. má rekja til galla í bifreiðinni muni kæra General Motors og krefjast bóta. Forráðamenn General Motors eru vissir um að upphæðin muni fást lækkuð við áfrýjun málsins og vísa til reynslunnar í svipuðum málum. BusinessWeek's Global 1000 listi yfír verðmætustu fyrirtæki heims á hlutabréfamarkaði Risunum Microsoft og GM gert mishátt undir höfði MICROSOFT-hugbúnaðarrisinn er verðmætasta fyrirtæki heims og er metið á 30.672 milljarða ís- lenskra króna á hlutabréfamörkuð- um, samkvæmt nýútkomnum lista tímaritsins BusinessWeek yfir 1.000 verðmestu fyrirtæki heims, BusinessWeek’s Global 1000. Fyr- irtækið var í 2. sæti í fyrra og færir sig því upp í toppsætið í ár. Árið 1997 var Microsoft í fimmta sæti yfir verðmætustu fyrirtæki heims, en árið 1996 komst það ekki inn á topp tíu listann. Til samanburðar var Microsoft í 284. sæti á Global 500 lista tíma- ritsins Fortune yfir stærstu fyrir- tæki heims en röðun á þann lista er byggð á ársveltu fyrirtækja. List- inn var birtur á heimasíðu Fortu- ne, www.fortune.com, á mánudag- inn var en hann er væntanlegur í ágústhefti Fortune. Ársvelta Microsoft í fyrra nam um 1.076 milljörðum króna. Það er því ljóst að Bill Gates og félagar eru í miklum metum á hlutabréfamarkaði hvað sem líður raunum í réttarsal þar sem banda- ríska dómsmálaráðuneytið sækir Microsoft til saka fyrir einokunar- tilburði. Annað verðmætasta fyrirtæki heims er General Electric, metið á 25.751 milljarða króna, en það fyr- irtæki var verðmesta fyrirtæki heimsins samkvæmt samantekt BusinessWeek árin 1996, 1997 og 1998. Röð annarra fyrirtækja á listan- um er þannig að IBM er í þriðja sæti, Exxon í fjórða sæti, Royal Dutch/Shell í því fimmta en þar á eftir koma Wal-Mart, AT&T, Intel, Cisco og BP Amoco. Meðal tíu verðmætustu fyrirtækja heims eru því fjögur í starfsemi sem tengjast tölvum og hugbúnaði, þrjú olíufyr- irtæki, eitt fyrirtæki í blandaðri starfsemi með áherslu á rafeinda- búnað og raftæki, eitt verslunarfyr- irtæki og eitt fjarskiptafyrirtæki. Öfugt gengi stærsta bílaframleiðandans General Motors bílaframleiðand- inn í Bandaríkjunum (GM) lendir í 93. sæti á Global 1000 lista BusinessWeek yfir verðmætustu fyrirtækin, og fellur úr 69. sæti frá árinu á undan. Er markaðsvirði fyrirtækisins metið á 3.421 milljarð íslenskra króna. General Motors er hins vegar stærsta fyrirtæki heims sé miðað við veltu og er því í fyrsta sæti á Global 500 lista Fortune, en velta fyrirtækisins var 11.989 milljarður króna árið 1998. Verðmat fyrirtækja byggist á væntingum um hagnað sem fjár- festar telja að fyrirtækin muni skila í framtíðinni, og er ljóst að mikil velta er ekki nægileg til að fyrirtæki sé talið mikils virði. Hin ólíka staða Microsoft og GM endurspeglar þá miklu trú sem fjárfestar hafa á fyrirtækjum eins og Microsoft, sem hafa sterka stöðu í upplýsingatækni og á Netinu. Fjárfestar hafa hins vegar síður trú á risavöxnum framleiðslufyrirtækj- um eins og General Motors, en bíla- iðnaðurinn stendur nú frammi fyrir mikilli umfram framleiðslugetu. Þess má geta að Microsoft hefur V/H hlutfall 58 og General Motors V/H hlutfallið 15, en V/H hlutfallið stendur fyrir verð á móti hagnaði. Samkvæmt því myndi sá sem fjár- festir í hlutabréfum í General Motors fá fjárfestingu sína til baka á 15 árum að óbreyttum hagnaði, en óbreyttur hagnaður Microsoft myndi greiða upp fjárfestinguna á 58 árum. Þessi munur endurspegl- ar að fjárfestar búast við að hagn- aður Microsoft eigi enn eftir að aukast í framtíðinni, en síður hjá hinu þunglamalega framleiðslufyr- irtæki General Motors.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.