Morgunblaðið - 14.07.1999, Side 56

Morgunblaðið - 14.07.1999, Side 56
Heimavörn Sími: 580 7000 pN>r0imM$tMi Drögum næst 27. iútí HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA fSLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Þorp risið við Úlf- ljótsvatn LANDSMÓT skáta var sett á tílfljótsvatni í gærkvöldi. Er gert ráð fyrir að hátt í 5.000 manns taki þátt i mótinu og má segja að þarna hafi risið hið myndarleg- asta þorp. Undirbúningur fyrir mótið hefur staðið yfir í tvö ár til að tryggja mótsgestum sem best- ar aðstæður og sem Qölbreyttasta dagskrá. Meðal þess sem boðið verður upp á er klifur og sig, auk göngu- ferða og vatnasafarís. Ætti því að vera nóg við að vera fyrir þátttak- endur, en þar sem skipulagðri ^ dagskrá lýkur má segja að al- menn samfélagsþjónusta taki við, því að sögn Helga Grímssonar, fræðslustjóra Bandalags íslenskra skáta, mun heilt bæjarfélag rísa á tílfljótsvatni þar sem hægt verður að komast í verslun og banka og fylgjast með fréttum af mótinu með því að hlusta á útvarpsstöð mótsins eða lesa dagblað þess. Gert er ráð fyrir að um 1.000 erlendir skátar frá 22 Iöndum sæki mótið og eru 120 þeirra starfsmenn þess. xrm------------------------- ■ Skátamót/6 Morgunblaðið/Jim Smart ÞESSIR ungn skátar voru glaðir þegar þeir biðu eftir að mótið hæfist. Samanburður milli þjóða á þeim verðmætum sem ein vinnustund skapar Island er í 18. sæti ríkja sem eiga aðild að OECD Jf'RUMKVÖÐLAR á íslandi búa við ófullnægjandi starfsumhverfi og er það að miklu leyti skýring þess að hver vinnustund hér á landi gefur minna af sér en í flestum þróuðum ríkjum. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu um starfsskilyrði frumkvöðla á íslandi sem gefin er út á vegum Samtaka iðnaðarins og Iðn- og atvinnurekendasamtaka Evrópu (UNICE). í skýrslunni kemur fram að sé miðað við þau verðmæti sem ein vinnustund skapar hafnar ísland í „Mikil karfa- sala til Þýskalands SALA á fiskmarkaðinum í Bremer- haven í Þýskalandi var tvöfalt meiri í júní en á sama tíma í fýrra og er gert ráð íyrir að salan í júlí verði einnig meiri en í sama mánuði í fyrra. Um 70 til 80% fisks, sem seldur er, er frá íslandi. Aukninguna má meðal annars ijfcekja til aukins framboðs á út- ' nafskarfa og veiða skipa Evrópu- sambandsins úr karfakvóta þess við strendur Islands. Þá eru þýskir fisk- verkendur farnir að kaupa ferskan karfa til flökunar í auknum mæii. Samtals voru 1.560 tonn af fiski seld á markaðinum en 790 tonn í sama mánuði í fyrra. 18. sæti af 29 meðal ríkja OECD. Ein vinnustund hér á landi gefur að meðaltali af sér aðeins 64% þess sem hver vinnustund gefur af sér í Lúxemborg og 75% af því sem hún gefur í Frakklandi, svo dæmi séu tekin. „Munurinn merkir að við höfum lægri heildartekjur, minni frítíma eða hvort tveggja en þær þjóðir sem við viljum helst bera okkur saman við,“ segir í skýrsl- unni og er ein meginástæðan sögð vera sú að frumkvöðlum hafa ekki verið búin viðunandi starfsskilyrði hér á landi. Lýst er áhyggjum af því að verð- bólga hefur aukist hér að undan- förnu og mun, samkvæmt spám OECD og fleiri aðila, aukast á næstunni. Verðhækkanir opinberr- ar þjónustu á síðustu misserum eru nefndar sem ein meginorsök þessa og bent á að á milli áranna 1997 og 1998 hafi hækkanirnar numið tæp- lega 11%. Hærri vextir hérlendis Eitt af því sem frumkvöðlar þurfa á að halda er stöðugleiki í verðlags-, gengis- og vaxtamálum. A þessum áratug hefur íslenskt efnahagslíf notið meiri stöðugleika í verðlagsmálum en um margra áratuga skeið en þó er á það bent í skýrslunni að vextir hér á landi eru mun hærri en í helstu viðskipta- löndunum. Einnig er lýst áhyggjum af því að verðbólga hefur aukist hér að undanförnu og mun, samkvæmt spám OECD og fleiri aðila, aukast á næstunni. ■ Starfsumhverfi/28 Eimskip íhugar farþega- siglingar FORRÁÐAMENN Eimskips íhuga að hefja áætlunarferðir með far- þega- og bílferju milli íslands, Færeyja, Danmerkur og Aberdeen í Skotlandi næsta sumar, í sam- keppni við færeyska fyrirtækið Smyril Line. Frá þessu segir í færeyska dag- blaðinu Sosialurin. Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri utan- landssviðs Eimskips, staðfestir að hugmyndir af þessu tagi hafi verið skoðaðar, en að engar ákvarðanir hafi enn verið teknar. I samvinnu við DFDS í Sosialurin segir að Eimskip og danska flutningafyrirtækið DFDS séu í sameiningu að athuga mögu- leika á farþegasiglingum milli Færeyja og Danmerkur. DFDS er eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Danmörku og hefur umboð fyrir Eimskip þai- í landi. Það hafði lengi með höndum áætlunarsiglingar milli Danmerkur, Færeyja og Islands. Erlendur segir að hugmyndir um farþegasiglingar til Islands tengist áætlunum um tengingu milli Bretlands og Færeyja. „Aber- deen er áhugaverð höfn í þessu sambandi vegna þess að hún er norðarlega, þannig að siglingatím- inn er stuttur. Að auki má nefna að ef olíuvinnsla hefst í Færeyjum verður tenging við Aberdeen mjög mikilvæg." I frétt Sosialurin segir að fleiri fyrirtæki tengist áætlunum Eim- skips og DSDF. Erlendur vildi þó ekki tjá sig um þau mál í samtali við Morgunblaðið gær. Fjöldi fæðinga í sumar í meðallagi SUMARIÐ hefur verið sá tími ársins þegar flest börn fæðast og þetta árið er engin undantekn- ing. Þó eru engir afgerandi topp- ar eða lægðir í þeim efnum sam- kvæmt upplýsingum frá fæðing- ardeildum Landspítalans og Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Fyrstu sex mánuði ársins var fjöldi faaðinga hefðbundinn á landinu. Á Landspítalanum voru 1.365 fæðingar til 1. júlí en á sama tímbili í fyrra voru þær 1.395. í júnímánuði voru þar 243 fæðingar en í fyrra 255 talsins. Samkvæmt upplýsingum Guð- rúnar Eggertsdóttur yfirljós- móður gengur lífið sinn vana- gang á fæðingardeild Landspít- alans, en minna verður um fæð- ingar þar í júlí en í fyrra. Ástæð- an er að fæðingardeild sjúkra- hússins í Keflavík mun ekki verða lokuð í júlí á þessu ári líkt og reyndin var á síðasta ári. Á fæðingardeild FSA er fjöldi fæðinga 189 fyrstu sex mánuði ársins. Á sama tímabili í fyrra voru þær 219 en Ingibjörg Jóns- dóttir yfirljósmóðir á fæðingar- deild FSA telur árið verða í með- allagi. Þrjátíu fæðingar voru í júní sem er frekar lítið miðað við sumarmánuð. í sama mánuði í fyrra ólu alls 49 konur börn en Ingibjörg bendir á að þá hafi ver- ið sérstaklega annasamt á fæð- ingardeildinni. Einnig segir hún að von sé á mörgum fæðingum í júlí og ágúst á fæðingardeild FSA. ■ Karfasala/Cl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.