Morgunblaðið - 22.07.1999, Side 10

Morgunblaðið - 22.07.1999, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Margvíslegir viðburðir eru framundan á kristnihátíðum prófastsdæmanna Ný leikrit, tónlist, messur og sýn- ingar Fjölmargar hátíðar- guðsþjónustur, sam- komur, sýningar, tón- leikar og aðrir við- burðir eru nú í undir- búningi víða um land vegna kristnihátíðar. Næstu vikur og mán- uði verður sitthvað um að vera í mörgum prófastsdæmum. Á SUNNUDAGINN kemur, sunnudaginn 25. júlí, verður íjöl- skylduháti'ð kirkjunnar í Kjarna- skógi við Akureyri í umsjón Eyjaíjarðarprófastsdæmis. Dag- skrá hefst klukkan 10 með stuttri athöfn þar sem vígt verður bæn- arjóður, en kl. 12.45 verður gengið inn á svæðið í skrúð- göngu. Fjölmargt er síðan á dag- skrá fram eftir degi og kl. 15 verður frumsýnt nýtt Ieikrit eftir Böðvar Guðmundsson, Nýir tím- ar. Sýningin verður endurtekin kl. 20. Flytjendur eru áhugaleik- hópurinn Sýnir og eru leikarar þess af öllu landinu. Leiksljóri er Hörður Sigurðsson. Af öðrum at- riðum má nefna ratleik, tónlist- arflutning, brúðuleikhús og fleira. Hólahátíð og Hallgrímsdagskrá í Skagafjarðarprófastsdæmi ber helst að nefna að Hólahátið verður sunnudaginn 15. ágúst og er þar að vanda bæði guðsþjón- usta og hátíðarsamkoma. Guðs- þjónustan verður kl. 14 og þar mun doktor Sigurbjörn Einars- son biskup predika. Klukkan 16 verður samkoma í kirkjunni og er aðalræðumaður Davíð Odds- son forsætisráðherra. Þar koma einnig fram norskir tónlistar- menn. Séra Bolli Þ. Gústavsson vígslubiskup segir að fjölmenni sé jafnan á Hólahátíð enda hafi oftast viðrað vel þann dag. Þá HÁPUNKTUR kristnihátíðarinnar verður hátiðin mikla á Þingvöllum sumarið 2000. stendur yfír að Hólum sýningin Heyr himna smiður og lýkur henni á Hólahátíð. Er þar að fínna ýmsa kirkjumuni úr Skaga- firði sem Þjóðminjasafnið hefur varðveitt. Af öðrum viðburðum í Skaga- fjarðarprófastsdæmi má nefna að föstudaginn 23. júlí kl. 21 verður flutt dagskrá í tali og tónum um séra Hallgrím Pétursson, sálma- skáld, á Hofsstöðum og hún end- urtekin í Glaumbæ kl. 21 á sunnudagskvöld. Séra Ólafur Þ. Hallgrfmsson flytur erindi um Hallgrím og séra Dalla Þórðar- dóttir prófastur kynnir nokkra sálma hans sem sungnir verða. Fram kemur svonefndur Hall- grímshópur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar. Hátíð verður í Siglufjarðarkirkju 29. ágúst þegar minnst verður þess að 100 ár eru frá útkomu hátíð- artóns séra Bjarna Þorsteinsson- ar. Flutt verður leikrit um Bjarna sem Jón Ormar Ormsson hefur samið. Þá er verið að skipuleggja kirkjuviku í Skaga- fjarðarprófastsdæmi í október- nóvember með ýmsu helgihaldi og listviðburðum. I Rangárvallaprófastsdæmi verður háti'ðardagskrá 31. októ- ber. Hún hefst með guðsþjón- ustu í Þykkvabæjarkirkju kl. 13 en si'ðan flytja gestir sig um set og hlýða á framhald dagskrár- innar að Laugalandi. Þar flytja þeir sr. Sigurður Árni Þórðar- son og dr. Gunnlaugur A. Jóns- son fyrirlestra um safnaðarlíf og safnaðarstarf. Séra Halldóra J. Þorvarðardóttir prófastur segir að menn hafí viljað fjalla um það sem 21. öldin hefði í för með sér í málum kirkjunnar og því hafí þessi umræðuefni verið valin. Minnismerki um Síðu-Hall við Þvottá Á Austurlandi sameinast pró- fastsdæmin þrjú, þ.e. Múla-, Austfjarða- og Skaftafellspró- fastsdæmi, um hátíð 29. ágúst á Djúpavogi. Við Þvottá verður af- hjúpað minnismerki um Síðu- Hall sem séra Davíð Baldursson, prófastur Austfjarðaprófasts- dæmis, segir að hafí talið Þor- geir Ljósvetningagoða á að íhuga kristnina eftir að Þangbrandur hafði skírt hann og hús hans. Megi því telja grundvöll kristn- innar lagðan á Austurlandi. Hér- aðsfundir prófastsdæmanna þriggja verða haldnir Iaugardag- inn 28. ágúst og á sunnudeginum verður hátíðarguðsþjónusta Djúpavogskirkju. f prófastsdæmi Snæfellinga og Dalamanna verða hátíðir 31. október og 7. nóvember; sú fyrri í Stykkishólmskirkju kl. 14 hinn 31. október og þar flytur forseti íslands, Ólafur Ragnar Grúnsson, hátíðarræðu. Séra Ingiberg J. Hannesson prófastur segir kóra af Snæfellsnesi sameina kraftana og flytja lög og ljóð eftir heima- menn sem samin eru í tilefni kristnihátíðarinnar. Einnig munu barnakórar koma fram. Svipuð hátíð verður viku síðar í félags- heimilinu Dalabúð og þar munu á sama hátt kirkjukórar í Dalasýslu sameinast í söng. Aðalræðu þar flytur séra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup. Þriðji atburðurinn sem tengja má kristnihátíð sér- staklega er 100 ára afmælishátíð Staðarhólskirkju í Saurbæ hinn 21. nóvember en þar mun biskup íslands, Karl Sigurbjörnsson, predika. Gengið milli kirkna í Reykjavík hefst kristnihátíð formlega 15. ágúst með útiguðs- þjónustu á Laugardalsvelli, eins og þegar hefur komið fram. Þann dag verða einnig tónleikar í Laugardalshöll, æskulýðssam- koma í Skautahöllinni og Mótettukór Hallgrímskirkju flyt- ur H-moll messu Bachs í Hall- grímskirkju um kvöldið. f sept- ember skipuleggja Ferðafélag Is- lands og Utivist kirkjugöngur í samvinnu við prófastsdæmin. Hugmyndin er að ganga frá einni kirkju til annarrar nokkrar helg- ar í röð og geta göngumenn þá kynnst sögu kirkjunnar og kirkjumuna, hlýtt messu eða fengið fararblessun og verða kirkjur annarra trúfélaga einnig heimsóttar. Hinn 19. september verða vígð ný orgel í Neskirkju og Langholtskirkju. Þá er ráð- gert að opna Dómkirkjuna að nýju, eftir viðamiklar endurbæt- ur, í október um það leyti sem Alþingi verður sett. Undir lok október er í undirbúningi ráð- stefna um boðun kristinnar trúar í íslensku samfélagi. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér upp vefsíðum Fundargerðir nefnda og ráða komnar á Netið ÖLL sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu hafa komið sér upp vefsíð- um, þar sem veittar eru upplýsingar um stofnanir þeirra og þar er jafn- framt hægt að nálgast fundargerðir nefnda og ráða. Ekkert þeirra hefur enn tengt skjalasafnið við Netið líkt og bæjaryfirvöld á Höfn í Homa- firði, þar sem bréf og erindi sem hljóta afgreiðslu em birt en Hall- dóra Gunnarsdóttir verkefnisstjóri upplýsingamála hjá Reykjavíkur- borg og Sigurgeir Sigurðsson bæj- arstjóri á Seltjamarnesi, segja að þar sé stefnan að koma upp slíku kerfi í framtíðinni. Að sögn Halldóru era stofnanir borgarinnar með sínar eigin vefsíð- ur, sem þær bera ábyrgð á. Á þeim em upplýsingar um viðkomandi stofnun, starfsfólk og verksvið þeirra auk fundargerða, sem settar em inn fljótlega eftir hvern fund. Skjalasafn borgarinnar hefur enn ekki verið tengt Netinu en skrifstof- ur Ráðhússins em með skjalavist- unarkerfi í tölvutæku formi, sem skannar inn og skráir öll skjöl sem þangað berast og öll skjöl sem þar verða til. „Hins vegar era margar aðrar borgarstofnanir ekki með þetta kerfi þannig að í bili er ein- göngu spumingin um Ráðhúsið og því viljum við bíða aðeins með þetta,“ sagði Halldóra. I Kópavogi eiga allar fundargerð- ir nefnda að vera komnar inn á Net- ið í lok vikunnar að sögn Sigurðar Geirdal bæjarstjóra. Sagði hann að ekki stæði til að setja skjöl sem bæmst bæjarstofnunum inn á netið, því slík væri enn of kostnaðarsamt. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri Seltjarnamess, sagði að flestar fundargerðir nefnda og ráða væra komnar inn á vefsíur og að stefnt væri að því að önnur gögn færu sömu leiðis þar inn. „Við höfum ver- ið að skoða það sem sett hefur verið upp á Höfn í Hornafírði og ég reikna með að okkar kerfi verði svipað," sagði hann. Meta hvert tilvik Ingimundur Sigurpálsson bæjar- stjóri Garðabæjar segir að unnið hafi verið að uppsetningu á vefsíð- um fyrir stofnanir bæjarins frá því í vor og að fundargerðir hafi verið settar inn fyrir um mánuði síðan. „Við höfum ekki hugleitt það,“ sagði hann þegar hann var spurður um hvort erindi sem bærust bænum yrðu sett inn á vefinn. „Það þarf að meta það í hverju tilviki hvað hægt er að birta því upplýsingalögin eru ansi ströng á því,“ sagði hann. „Það er nú svo fátítt að menn biðji um að fá að ganga í gögn að það er við- burður. Það væri líka gríðarleg vinna sem þyrfti að fara fram við að fara í gegn um öll gögn og meta áð- ur en þeim yrði hleypt inn á netið. Sá kostnaður á móti ávinningi fyrir almenning er í mínum huga allt of mikill. Það er ekki fyrr en fólk fer að verða kröfuharðara um slík gögn að ég tel þann kostnað réttlætan- legan.“ Gunnar Valur Gíslason sveitar- stjóri Bessastaðahrepps, segir að allar fundargerðir sveitarstjórnar séu settar inn á vefsíður nánast um leið en að ekki hafi verið hugað að birtingu skjala af skjalasafninu. Jó- hann Sigurjónsson bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir að búið sé að koma upp vefsíðum en að fundar- gerðir hafi ekki verið settar inn markvisst. „Við höfum verið að hrista upp í því að fundargerðir verði settar inn reglulega og von- andi rætist úr með haustinu,“ sagði hann. „Ég geri ekki ráð fyrir að skjalasafn bæjarins verði sett inn á vefinn. Þetta era oft trúnaðarmál en ef menn óska upplýsinga vegna ein- hverra mála þá geta menn fengið þær þegar búið er að kanna hvers eðlis beiðnin er.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.