Morgunblaðið - 22.07.1999, Page 14

Morgunblaðið - 22.07.1999, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUDBORGARSVÆÐID blíðu Morgunblaðið/Árni Sæberg Nauthólsvík KRAKKAR á námskeiðum siglingaklúbbsins í Siglu- nesi brugðu á leik í blíð- viðrinu sem gladdi íbúa höfuðborgarsvæðisins í gær. Börnin nýttu blíðuna til að róa kajökum, kanó- um og árabátum. Boðið er upp á heils- dagsnámskeið fyrir börn á aldrinum átta til tólf ára í Siglunesi. Fyrir há- degi er lögð áhersla á leiki, útivist og stuttar ferðir innan borgarinnar, en eftir hádegi eru sigl- ingar aðalviðfangsefni krakkanna. Að sögn Benedikts Inga Tómassonar, leiðbeinanda á námskeiðunum, er mikil áhersla lögð á að dagskrá þeirra sé fjölbreytt og skemmtileg og öllum líði vel. Hann segir námskeið- in hafa notið mikilla vin- sælda í sumar og færri komist að en vilji. í Siglunesi eru einnig haldin framhaldsnámskeið fyrir tólf til fimmtán ára unglinga. Þar er meginá- herslan lögð á siglingar á seglbátum. Benedikt bendir á að á fimmtudögum frá klukk- an fimm til tíu að kvöldi sé hægt að leigja báta í Siglunesi. „Þetta er tilval- in leið fyrir alla íjölskyld- una til að eiga ánægjulega samverustund við sjávar- siðuna í sumarfríinu," sagði hann. Foldasafn, útibil Borgarbókasafnsins í Grafarvogi, býður upp á fjölbreytta þjónustu og er opið í allt sumar !] FJÖLMÖRG blöð og tímarit liggja frammi á setustofu bókasafnsins. Vel búið bókasafn Grafarvogur ÞÓTT Grafarvogskirkja sé enn hálfköruð er bókasafnið í kirkjunni fullbúið. Folda- safn var opnað í desember 1996. Það er á tveimur hæð- um, bjart og rúmgott. Fólk á öllum aldri, leikskólaböm jafnt sem ellilífeyrisþegar, sækir safnið. Margir koma oft, tylla sér niður í setu- stofu safnsins og lesa tíma- rit og blöð. Aðsóknin mætti þó vera meiri, að sögn Unu Svane, sem stýrir Folda- safni. Útibú Borgarbókasafns- ins sérhæfa sig á mismun- andi sviðum, safnið í Gerðu- bergi er til að mynda tónlist- arsafn. Foldasafn hefur lagt sig eftir að eiga gott safn rita um ættfræði og marg- víslega handavinnu. Að auki er reynt að fylgjast vel með útgáfu nýrra tölvubóka. „Við leggjum talsverða áherslu á að ná í ættfræðirit fyrir grúskara," sagði Una. Hún segir marga sýna rit- unum áhuga, til dæmis sé al- gengt að grunnskólabörn spyrji um ættfræðibækur sér til gamans og fróðleiks. Una segir handavinnu- bækurnar líka njóta mikilla vinsælda. Safnið á fjölda bóka um ýmsar tegundir handavinnu, s.s. bútasaum og útskurð í tré. Þess eru dæmi að fólk komi um lang- an veg til að fá þær bækur lánaðar. Góð aðstaða A neðri hæð bókasafnsins er notaleg setustofa. Þar býðst fólki kaffisopi og gott næði til lesturs. Foldasafn býr yfir fjölbreyttu úivali ís- Morgunblaðið/Árni Sæberg UNA Svane, deildarstjóri hjá Borgarbókasafninu, í húsakynnum Foldasafns. . ///. lenskra og erlendra tímarita sem njóta mikilla vinsælda meðal gesta safnsins. Sérútbúin lesaðstaða er á Foldasafni og gestir safns- ins geta unnið við tölvur í sérstöku tölvuveri. „Aðstað- an er hugsuð fyrir fólk frá framhaldsskólaaldri og eldra. Fólk þarf að vera sjálfbjarga í tölvuverinu, það er þar á eigin vegum,“ sagði Una. Hún kvað miklar kröfur gerðar til góðrar um- gengni á staðnum. Margt sem kemur á óvart Auk bóka og tímarita er gott úrval hljóðbóka og myndbanda á Foldasafni. Hægt er að fá skáldsögur, ævisögur og sagnfræðirit á snældu, svo fátt eitt sé nefnt. Einnig má fá hljóð- bækur á erlendum tungu- málum á safninu. „Þær eru mjög vinsælar fyrii- sam- ræmdu prófin," sagði Una. Stai’fsmenn Foldasafns hafa í hyggju að kynna börnum í Grafarvogi safnið á kerfisbundinn hátt. I vor sóttu leikskólaböm safnið heim. „Það er gaman að sjá að þau draga foreldra sína með sér á safnið," sagði Una. Hún segir líka algengt að foreldrar komi og biðji um bækur sem þeir lásu í uppvextinum handa börnum sínum. Una hvetur Grafarvogs- búa til að kynna sér það sem safnið hefur upp á að bjóða. „Það mun örugglega margt koma þeim á óvart,“ sagði hún að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.