Morgunblaðið - 22.07.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 22.07.1999, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Manchester. Reuters, AP. DÓMARI í Manehester í Bretlandi hefur dæmt 28 ára gamlan mann í eins árs fangelsi fyrir að ógna ör- yggi farþegaflugvélar í millilanda- flugi með því að neita að slökkva á farsímanum sínum. Var Neil Whitehouse fundinn sekur um að hafa með „glannaskap og gáleysi" stefnt flugvél British Airways, með 91 farþega innanborðs, í voða. Vélin var á leið frá Madríd til Manchester í september sl. þegar Whitehouse virti að vettugi ítrekað- ar beiðnir um að slökkva á farsím- anum. Þegar flugfreyja sagði hon- um að síminn gæti truflað siglinga- tæki vélarinnar svaraði Whitehou- se: „Er það? Heldurðu að við vill- umst?“ Dómarinn, Anthony Ensor, sagði „þvermóðsku og heimsku" Whitehouse sýna að honum hefði staðið á sama um þann ótta sem I fangelsi fyrir farsímanotkun hann hefði vakið hjá öðrum farþegum. Ensor sagði þetta vera í fyrsta sinn sem einhver væri lögsóttur í Bretlandi fyrir að nota farsíma um borð í farþegaflugvél og því hefði hann ekki haft nein fordæmi tO að styðjast við er hann kvað upp úrskurð- inn. Dómurinn, sem felldur var á grundvelli laga frá 1995, er kveða á um að það teljist glæpsamlegt að haga sér þannig að Whitehouse það stefni öryggi flugvélar í voða, ætti að verða öðrum farsímanotendum víti til vamaðar. Bæði British Airways og breska loft- ferðaeftirlitið fögnuðu dómi Ensors og sögðu hann skref í rétta átt. Talsmaður flug- félagsins sagði ánægjulegt að dómstólar hefðu sýnt skOning á því hversu mikil hætta stafaði af notkun far- síma um borð í flugvélum. Whitehouse hringdi ekki úr far- símanum þegar hann var um borð í Boeing 737 þotu British Airways en sérfræðingar, er báru vitni við rétt- arhöldin í máli hans, sögðu að út- varpsbylgjur frá símanum hefðu getað valdið sprengingu eða haft áhrif á siglingatæki flugvélarinnar, sem var í 31 þúsund feta hæð. „Það voru vísindalegar vísbendingar um mögulega hættu,“ sagði dómarinn. Whitehouse kvaðst einungis hafa verið að undirbúa skrifleg skOaboð sem hann hefði ætlað að senda við komuna tO Manchester. Þrátt fyrir aðvaranir frá flugmanni vélarinnar og flugfreyjum hafði hann kveikt á símanum. Lögfræðingur hans hélt því fram að hættan á hugsanlegum truflunum á tækjum vélarinnar hefði einungis varað í nokkrar sek- úndur og hefðu þær verið leiðrétt- anlegar. Whitehouse viðurkenndi að hegðun sín hefði verið óviðeigandi. CHAR BROIL 500 L__ samsett Ef þú kaupir CHAR BROIL , 5000 grill færðu í kauphæti: ^ • Óðals ung- nauta steik > Steff Houlberg ostapyisur • Grillábreiðu • Grillbursta og frí heim- sending Grilltilboðið á aðeins við um heimsend grill. HAGKAUP Meira úrval - betri kaup Nota- drjúgur farsími AYAKO Fujisawa sýnir nýja gerð farsíma, sem japanska fyrirtækið NTT Docomo markaðssetur, og var kynnt í aðalstöðvum fyrirtækisins í Tókýó í gær. Hægt er að nota símann tO að versla á fjármála- mörkuðum, kaupa flugmiða og fleira. Mörg japönsk fyrirtæki eru rétt að byrja að hasla sér vöO í netheimum og rafræn viðskipti eru enn lítO í Japan. Þótt tahð sé að þau muni að mestu verða gerð að vestrænni fyrirmynd sjást einnig merki um að þau séu að þróast í aðra átt en gengur og gerist í Bandaríkjunum. Ný gerð farsíma. Scharping neitar enn RUDOLF Scharping, vamar- málaráðherra Þýskalands, vís- aði í gær til föðurhúsanna nýj- um vangaveltum um að hann kynni að fallast á að taka við af Javier Solana sem fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, NATO. „Ég endurtek það sem ég sagði í gær og fyrradag og í júní og í maí,“ sagði hann við frétta- menn. „Ég get ekki haldið áfram að endurtaka afstöðu mína eins og tíbeska bæn- aruOu.“ Metfjöldi sjálfsvíga ÞRENGINGAR í efnahagslíf- inu hafa leitt tO þess að sjálfs- víg í Japan voru 35% fleiri á síðasta ári en árinu á undan. í fyrra sviptu 32.863 Japanir sig lífí og er þetta mesti fjöldi sjálfsvíga á ári frá því farið var að halda tölu á þeim 1947. Ein- ungis í Finnlandi eru sjálfsvíg tíðari miðað við höfðatölu. Menn á fímmtugs- og sextugs- aldri eru líklegastir tO að svipta sig lífi og þeir eru sá hópur sem hefur orðið mest fyrir barðinu á samdrætti hjá fyrirtækjum sem bregðast við honum með því að segja miOi- stjómendum upp störfum. Hawking enn sannfærður BRESKI eðlisfræðingurinn Stephen Hawking er enn sann- færður um að eðlisfræðingum muni takast að sanna svokaO- aða „allsherjarkenningu" eða strengjafræði, sem útskýri al- heiminn. í gær viðurkenndi hann þó að það kynni að taka lengri tíma en hann hefði vænst. Á níunda áratugnum sagðist hann telja helmingslík- ur á að allsherjarkenningin yrði sönnuð á næstu tuttugu áram en á ráðstefnu um strengja- fræði í Potsdam í Þýskalandi sagði hann að þótt mikOl árang- ur hefði náðst í fræðunum und- anfama tvo áratugi virtust eðl- isfræðingar ekki hafa færst miklu nær markmiðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.