Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Leikjanámskeið fyrir börn nýbúa Gleði og skemmt- un í fyrirrúmi ÞÁTTTAKENDUR í sérstöku leikjanámskeiði sem haldið var fyrir nýbúa, fjórtán ára og yngri, hittust, ásamt leiðbeinendum sín- um, í síðasta skiptið á þessu sumri í Austurbæjarskólanum í gær, að loknu fjögurra vikna starfí. Leikjanámskeiðið var haldið eftir hádegi en fyrir hádegi voru krakkarnir í íslenskukennslu. Að sögn Rannveigar Þorkels- dóttur, umsjónarmanns sumar- starfs, sóttu um 50 börn, á aldrin- um 6 til 13 ára, leikjanámskeiðið að þessu sinni. „Þetta var dágóð- ur hópur og mikið fjör. Og það voru töluð ein tíu tungumál. Fæst börnin tala íslensku en nokkur þeirra eru búin að vera hérna í skóla í einn eða tvo vetur og geta bjargað sér á íslensku en hafa takmarkaðan skilning." Flest börnin á námskeiðinu voru tiltölulega nýlega komin til landsins. „Það er regla, eða skylda, í Sumarskólanum að þátt- takendur séu á leið í íslenskan skóla, þannig að þau hafi gagn af starfinu. Þarna voru krakkar sem komu til landsins í september síð- astliðið haust, til dæmis frá Kosovo. I hópnum voru líka krakkar frá Taílandi, Víetnam, Filippseyjum og stúlka frá Ghana og börn úr rússneska sendiráð- inu.“ Krökkunum var skipt eftir aldri, í yngri hóp (6-9) og eldri (10-13) og höfðu krakkamir ým- islegt fyrir stafni, að sögn Rann- veigar. „Við fómm í sund einu sinni í viku og það var mjög vin- sælt. Eldri hópurinn fór einn dag á Landsmót skáta. Ejölskyldu- garðurinn var heimsóttur og það var grillað. Þá var farið í skoðun- arferðir vítt og breitt um Reykja- vík. Hallgrímskirkja var til dæmis heimsótt. Sumir heimsóttu bara kirkjuturninn en ekki kirkjuna sjálfa þar sem þeir em múslímar. Það vom farnar fjöruferðir, leik- inn fótbolti, og mikið sungið og dansað. Hjá okkur voru tveir menntaðir tónlistarkennarar sem sá um síðastnefnda þáttinn.“ Tilgangur leikjanámskeiðsins var sumpart að kynna krökkun- um og fræða þau um íslenska menningu en áhersla var Iögð á leik og gleði. Þrátt fyrir tungumálaörðug- leika segir Rannveig það hafa komið sér á óvart hvað börnunum gekk vel að eignast vini. „Þama var til dæmis 12 ára stúlka frá Ungveijalandi og hún varð strax vinkona stúlku á svipuðum aldri frá Kosovo. Þær skildu ekkert í móðurmáli hvor annarrar en gekk samt ágætlega að tjá sig og ná saman.“ FRÉTTIR .. BHM m * - Morgunblaðið/Jim Smart FRÍÐUR hópur þátttakenda og leiðbeinenda við lok leikjanámskeiðs fyrir nýbúa sem miðstöð nýbúa, innan Í.T.R., stóð fyrir í júlímánuði. Umsjónarmaður sumarstarfs, Rannveig Þorkelsdóttir, stendur í efstu tröppu lengst til vinstri en fyrir miðju er skólastjóri Námsflokkanna, Guðrún Halldórsdóttir. Reyndi að smygla kókaíni Efnið sást á röntgenmynd MAÐUR á fertugsaldri er í vörslu lögreglunnar eftir að hafa reynt að smygla 28 grömmum af kókaíni til landsins á mánudagskvöld. Maðurinn, sem var að koma frá Kaupmannahöfn, var stöðvaður af tollgæslu í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, vegna gruns um að hann hefði fíkniefni í fórum sínum. Ekk- ert fannst við hefðbundna leit, en eftir röntgenmyndatöku hjá lög- reglu sást aðskotahlutur í enda- þarmi mannsins. Lögreglu þótti því ástæða að halda manninum og sjá hvað kæmi innan úr honum. Það kom svo í ljós í gærkvöld að aðskotahluturinn innihélt 28 grömm af kókaíni. Málið er nú í höndum fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðar um ráðningu sveitarstjóra í Y-Eyjafjallahreppi Brotið gegn ákvæð- um jafnréttislaga KÆRUNEFND jafnréttismála tel- ur að hreppsnefnd Vestur-Eyja- fjallahrepps hafi brotið gegn ákvæð- um jafnréttislaga við ráðningu í sveitarstjóra sl. vor. Umsækjendur um starfið voru þrír, tveir karlar og kona. Ekkert þeirra var boðað í viðtal heldur var gengið til atkvæða um umsækjendur og hlaut einn karlinn fjögur atkvæði en konan eitt. Karlinn var síðan ráð- inn sveitarstjóri og sinnir jafnframt kennslu við grunnskóla sveitaiinnar. Konan kærði ráðninguna og taldi jafnréttislög brotin á sér. Hún hefur lokið verslunarprófi frá Verslunar- skóla Islands og sótt ýmis námskeið, einkum tölvunámskeið, unnið við af- greiðslu-, gjaldkera- og bókarastörf og hefur reynslu af verslunarrekstri og störfum í ferðaþjónustu en er nú bóndi. Hún var fulltrúi í hrepps- nefnd Vestur-Eyjafjallahrepps frá 1994-1998 en er nú varamaður í hreppsnefndinni. Karlinn, sem ráðinn var, lauk prófi frá Kennaraskóla íslands, hef- ur stundað háskólanám í íslensku, hefur kennt við grunnskóla og verið skólastjóri í 17 ár, auk fjölbreyttra annarra starfa, m.a. við ferðaþjón- ustu og löggæslu. Lögmaður konunnar taldi hana jafnhæfa eða hæfari til að taka að sér starfið enda sé menntun hennar fjölbreyttari og þekking og reynsla hennar víðtækari en hans og hafi hún m.a. þekkingu og reynslu af sveitarstjórnarmálum. Hafnað við hreppsnefndar- kosningar Hreppurinn taldi hins vegar karl- inn sem ráðinn var hæfastan um- sækjenda vegna góðrar almennrar menntunar og fjölþættrar starfs- reynslu, sem væri langt umfram reynslu konunnar. Því var alfarið mótmælt af hálfu hreppsins að kyn- ferði hafi nokkru ráðið um val á um- sækjendum. Þá hafi konunni verið hafnað við óhlutbundnar kosningar til hrepps- nefndar en það sé nánast einsdæmi að hreppsnefndarmaðtn- nái ekki kjöri að nýju þar sem óhlutbundnar kosningar fara fram. í því hafi hlotið að felast dómur kjósenda, sem hreppsnefnd hafi borið að taka mið af. Þá hafi hreppsnefndin hafi þekkt kæranda af eigin reynslu og ekki talið reynsluna af starfi hennar bera vott um góða stjórnunarhæfi- leika, m.a. vegna þátttöku hennar í deilum um málefni grunnskóla sveitarinnar. I niðurstöðu kærunefndar jafn- réttismála segir að ein af meginfor- sendum þess að jafnrétti náist með kynjunum á vinnumarkaði sé að ákvarðanir um ráðningar, stöðu- breytingar og stöðuhækkanir séu teknar á grundvelli hlutlægs og sanngjarns mats á hæfni umsækj- enda eða starfsmanna. Séu umsækj- endur af báðum kynjum taldir jafn hæfir beri að ráða einstakling af því kyni sem er í minnihluta í viðkom- andi starfsgrein. „Þessi forgangs- regla er grundvallarskilyrði þess að þeim tilgangi laganna að jafna stöðu karla og kvenna verði náð,“ segir í álitinu. Hallar á konur Þá segir að í sveitarfélaginu halli á konur varðandi skiptingu áhrifa- staða en einungis karlar eru í hreppsnefnd og karl gegnir skóla- stjórastarfinu, sem er eina stjórnun- arstaðan hjá sveitarfélaginu. Þá telur nefndin að þegar mið er tekið af menntun, starfsferli og stjórnunarreynslu kæranda og þess sem ráðinn var og þetta borið sam- an, verði að telja að menntun og starfsreynsla hennar sé bæði mun víðtækari og falli almennt betur að starfi sveitarstjóra. Þrátt fyrir að skólamál séu umfangsmikil í rekstri sveitarfélagsins verði menntun og reynsla karlsins á því sviði ekki talin næg ástæða til að ganga fram hjá konunni. Þá hafnar nefndin því að kosningaúrslit í sveitarstjórnar- kosningunum sem fyrr var lýst feli í sér almennt vantraust íbúa sveitar- félagsins á störfum hennar eins og haldið er fram af hálfu hreppsins enda hafi hún hlotið litlu færri at- kvæði en í kosningunum þar á und- an og sé fyrsti varamaður í nefnd- inni. Það er því álit nefndarinnar að hreppsnefnd Vestur-Eyjafjalla- hrepps hafi brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga við ráðningu í starf sveitarstjóra og beinir nefndin þeim tilmælum til hreppsnefndar Vestur- Eyjafjallahrepps að fundin verði viðunandi lausn á málinu. Útsalan í fullum gangi Nýjar vörur daglega oppskórinn Mikið úrval í kvenstærðum 36 og 41 og herrastærðum 40 og 41 veitusundi við ingóitstorg - sími 5521212 Ath. vörur frá Steinari Waage skóverslun i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.