Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 19 FRETTIR Akureyri Faldi fíkni- efni á gáma- svæði ÚA TVEIR menn voru handteknir við gámasvæði ÚA á Akureyri í fyrra- kvöld þar sem þeir voru að ná í fíkni- efni, sem annar þeirra átti, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Annar mannanna kvaðst eiga fíkniefnin og viðurkenndi að hafa falið þau á hafnarsvæðinu. Hinn sagðist hafa keyrt félaga sinn á svæðið án þess að hafa nokkra hug- mynd um að hann væri að sækja fíkniefni sem hann hefði falið. Áð sögn lögreglunnar var um að'ræða 40 g af hassi og 10 g af amfetamíni. Við yfírheyrslur kom síðan í ljós að maðurinn, sem hafíð falið efnin, hafði komið með sama magn, þ.e. 40 g af hassi og 10 g af amfetamíni til bæj- arins fyrir helgina, sem hann sagðist hafa neytt sjálfur og selt. Maðurinn hefur þvi alls haft 80 g af hassi og 20 g af amfetamíni í fórum sínum. Telst málið fullrannsakað og að loknum yfirheyrslum var mönnunum leyft að fara. Dómur kveðinn upp í máli ÞÞÞ Eiginkona Þórð- ar greiði 10 milljdnir í bætur ÞROTABÚ Bifreiðastöðvar ÞÞÞ, Þórðar Þ. Þórðarsonar á Akranesi, hefur unnið dómsmál gegn Ester Teitsdóttur, eiginkonu Þórðar, en í dómnum, sem kveðinn var upp í Hér- aðsdómi Vesturlands 27. júlí sl., er gjafgemingi Þórðar og Esterar rift. Samkvæmt dómnum er Ester gert að greiða þrotabúinu 10 milljónir í bætur að viðbættum dráttarvöxtum frá 18. október árið 1998. Þá er henni gert að greiða 300 þúsund krónur í málskostnað. I niðurstöðum dómsins kemur fram að eigi síðar en 3. mars árið 1995 hafi Þórður gefið Ester helming- inn í fyrirtækinu. Þar kemur einnig fram að rannsókn skattrannsókna- stjóra á bókhaldi, tekjuskráningu og skattskilum Þórðar, hafi hafist 4. nóv- ember 1994 og lokið 2. mars 1995. I niðurstöðum dómsins segir: „Stefnda (Ester Teitsdóttir) hlaut þannig að vita eða mátti vita um ógjaldfærni eiginmanns síns og að við þær aðstæður væri gjöf hans til hennar á helmingi fyrirtækisins ótil- hlýðileg og mundi leiða til þess að eignir þrotamanns yrðu ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum." Dómurinn var kveðinn upp af Finni T. Hjörleifssyni, Guðmundi R. Óskarssyni og Stefáni Svavarssyni. -------♦-♦-♦----- E-töflumálið Briggs vill 27 milljónir í skaðabætur BRETINN Kio Alexander Briggs hefur krafið íslenska ríkið um 27 milljónir í skaðabætur vegna 10 mánaða gæsluvarðhalds og farbanns sem hann sætti hér á landi áður en hann var sýknaður í Hæstarétti. Að sögn Helga Jóhannessonar, lög- manns Briggs, var skaðabótakrafan send dómsmálaráðuneytinu fyrr í vikunni. Briggs kom til landsins 1. septem- ber á síðasta ári og við leit fannst 2.031 e-tafla í farangri hans. Briggs var kærður og hlaut 7 ára fangelsis- dóm við fyrstu meðferð málsins fyrr í vor, en hann neitaði ávallt sakar- giftum og sagðist ekki hafa vitað af fíkniefnunum. Hæstiréttur ómerkti hins vegar dóminn og sendi hann aft- ur í hérað til nýrrar málsmeðferðar, þar sem Briggs var sýknaður. Hæstiréttur staðfesti síðan sýknu- dóminn hinn 16. júlí sl. HOTPONT ÞVOTTAVÉL, 900/1000 SN„ WM52PE. •Sjálfvirk vatnsskömmtun ‘Stiglaus hitarofi •Forþvottakerfi • Skynjar þvottamaqn ‘Sparar orku •Ofnæmisvörn •Ullarkerfi •Hraoþvottakerfi •Sparnaðarkerfi »Tekur 5,0 kg. VERÐ ÁÐUR kr. 59.900 BOMPANI ELDAVÉL, BO650KD. •Litur hvítur •Keramik helluborð •7 kerfi. FRIGOR FRYSTIKISTUR, C200. ‘Frystir 182L VERÐ ÁÐUR kr. 39.900 C300. *Frystir 272L VERÐ ÁÐUR kr. 45.900 C400. ‘Frystir 381L VERÐ ÁÐUR kr. 49.900 HOTPONT ÞURRKARI, TL51PE. HOTPONT UPPÞVOTTAVÉL, DF23PE. •5kghleðsla »2 hitastillingar »Veltir *12manna »5 þvottakerfi »2hitastig i báðar áttir •Krumpuvörn VERÐ ÁÐUR kr. 65.900 VERÐ ÁÐUR kr. 29.900 BOMPANI ELDAVÉL, BO550DA. •Litur hvítur «H:88cm, B:50cm, D:50cm •4 hellur VERÐ ÁÐUR kr. 35.900 BOMPANI ELDAVÉL, BO650FD. •Litur hvítur «4 hellur (2 hrað- suðuhellur) VERÐ ÁÐUR kr. 59.900 HOTPOINT KÆLISKÁPUR, RL61PE. •160L •H:85cm, B:55cm, D:60cm. VERÐ ÁÐUR kr. 34.900 HOTPOINT ÍSSKÁPUR, RS63PE. •106L •H:85cm, B:55cm, D:60cm. VERÐ ÁÐUR kr. 37.500 HOTPOINT FRYSTISKÁPUR, RZ60PE. • 100L «H:85cm, B:55cm, D:60cm. VERÐ ÁÐUR kr. 43.900 HOTPOINT ÍSSKÁPUR, RF53PE. • 272L ‘Frystir að ofan •H:159cm, B:55cm, D:60cm. VERÐ ÁÐUR kr. 59.900 HOTPOINT ÍSSKÁPUR, FF82PE. • 312L ‘Frystir að neðan •H:180cm, B:60cm, D:60cm. VERÐ ÁÐUR kr. 85.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.