Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 51 $ MINNINGAR ilvægum kafla í lífí okkar lokið sem við munum ávallt minnast með virð- ingu, þakklæti og söknuði. Guðfínna og Hallveig Thordarson. Fríða föðursystir mín kvaddi þennan heim síðust fjögurra föður- systra, sem áttu ríkan þátt í uppeldi mínu. Hinar voru Jóhanna, Ingi- björg og Guðrún. Pær áttu heimili saman frá því að þær komu tO Reykjavíkur úr ýmsum áttum, um og eftir 1930, frá Vopnafirði, Winnipeg og Staðarfelli í Dölum. Heimiiið var einnig þeirra vinnu- staður, saumastofan, sem Jóhanna, Ingibjörg og Fríða unnu við í nær fjörutíu ár. Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggum við hjá þeim á Óðinsgötu 4. Við höfðum komið heim með Esj- unni 1940 frá Petsamó, og í hús- næðiseklu þeirra tíma höfðum við húsaskjól hjá þeim í nokkur ár. Og þar sem þær áttu ekki böm varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að verða tilraunadýr þeirra í uppeldismálum, seinna tóku svo systkini mín við af mér. Þær höfðu hver sína skoðun hvað uppeldi varðaði. Jóhanna og Ingi- björg trúðu á uppeldi með góðu for- dæmi og góðri leiðsögn, Guðrún taldi að börn ættu að fá að ráða bæði sér og öðrum svo að þau lærðu að stjóma. Fríða var hins vegar sú þeirra sem hirti um agann. Hún taldi að böm ættu að hlýða, og hún skildi alls ekki eftirlátssemi systra sinna, hvorki við mig né aðra. Enda hafði hún strokið úr vist strax átta ára gömul því að hún taldi það ekki eiga að vera hlutskipti sitt að gæta óþekkra krakka sem engu hlýddu. Þessi sérstæða blanda uppeldisað- ferða var ómetanleg og kom sér oft vel. Fríða fluttist tii Kanada árið 1927, en þangað höfðu allir móður- bræður hennar flust skömmu áður en hún fæddist. Þeim vegnaði þar vel og öllum bömum Albínu systur sinnar, buðu þeir að koma til sin, þeim sem það vildu. Þrjú þeirra vora farin til Vesturheims þegar hún fór vestur, í fylgd móðurbróður síns, Helga, árið 1927. Þetta ferða- lag hafði ég alltaf séð fyrir mér svipað og sjóferðimar í sænsku sjónvarpsþáttunum um Vesturfar- ana. Það er ekki langt síðan að Fríða var að lýsa kjólunum sem hún saumaði sér fyrir hvert kvöld sjó- ferðarinnar, að það rann upp fyrir mér að frá Englandi hafði þetta ver- ið sigling á fyrsta farrými á stóru lúxus-farþegaskipi. Og lúxus kunni hún alla tíð vel að meta. Drauminn um sveitasæluna átti hún hins vegar ekki til og það hvarflaði aldrei að henni að fara aftur heim í sveitina sína, þangað fannst henni hún ekki eiga erindi. Lýsingar hennar á sveitalífinu vora á þann veg að ung- viðið í fjölskyldunni hélt lengi vel að hún hefði alist upp á tímum móðu- harðindanna á átjándu öld. Berklaveiki varð til þess að Fríða snéri heim aftur árið 1931. Hún lá milli heims og heiju og kom heim eftir ársdvöl á góðu berklahæli á vegum móðurbróður síns. En eftir heimkomuna sá hún Winnipeg og Kanada alltaf i hillingum. Þar hefði hún viljað vera um kyrrt. Fríða var mikil hannyrðakona, þrátt fyrir kreppta fíngur frá ung- lingsaldri. Vestanhafs hafði hún unnið á fínum saumastofum, þar sem í hennar hlut kom fínvinnan, svo sem útsaumur, vólantar og ýms- ar skreytingar bæði á brúðarkjólum og samkvæmiskjólum. Þegar heilsuleysið ágerðist seinna á æv- inni og hún var löngum á Vífilsstöð- um, drýgði hún tekjur sínar vera- lega með framleiðslu handa sinna, hekluðum sjölum, barnafötum og gimbuðum dúkum. Hún var alla tíð mjög sjálfstæð og það mátti lengi vel hvorki hjálpa henni við útréttingar né akstur. Hún fór það sem hún ætlaði sér, hennar farartæki vora leigubílar auk Strætisvagna Reykjavíkur. Það var ekki fyrr en á allra seinustu ár- um, þegar sjónin var næstum horf- in, að hún fékkst til að þiggja hjá okkur akstur og útréttingar. Hún hélt sér vel, klæddi sig með reisn og hafði á ýmsan hátt amer- ískt yfirbragð, djörf í litum og vQ- aði ekki fyrir sér skreytingar, hvort sem var á fatnaði eða hús- búnaði. Hér áður fyrr þótti mér stundum nóg um, en seinna meir kunni ég betur að meta það. Frá henni kom yfirleitt enginn hlutur óskreyttur. Eins og svo margir, sem fengu berkla á þessum áram, lagði hún alltaf áherslu á hollt mataræði, heil- brigt lífemi og nægan svefn, auk þess sem hún dýrkaði sólina og taldi hana allra meina bót. Henni tókst því þrátt fyrir berkla og allt sem þeim fylgdi, og þrátt fyrir nokkrar krabbameinsaðgerðir, að ná ótrú- lega háum aldri. Hún hafði óbUandi trú á lækningamætti náttúrunnar og trú á því að líf og heilsa væra undir manni sjálfum komin. Lífsvið- horf Fríðu föðursystur minnar var að enginn hugsaði um þann, sem ekki hugsaði vel um sig sjálfur. Albína Thordarson. Ástkær móðir okkar, INGIBJÖRG HALLDÓRSDÓTTiR, áðurtil heimilis að Strandgötu 17, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 3. ágúst. Guðrún, Halifríður, Áslaug og Bjarni. i + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURLÍNA ERLA KRISTINSDÓTTIR, Vallarbraut 13, Akranesi, lést af slysförum þriðjudaginn 3. ágúst. Sigurbjörg Kristín Jónsdóttir, Daníel Friðrik Haraldsson, Lovísa Vihelmína Jónsdóttir, Sigurður Halldórsson, Jón Bjarni Jónsson, Eyrún Signý Gunnarsdóttir, Erlingur Jónsson, Hrafnhildur Erlingsdóttir og barnabörn. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minmngargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er tfl að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. FÉLAGSSTARF Fulltrúaval Heimallar f.u.s. Helgina 20.—22. ágústferfram þing Sambands ungra sjálfstæðism- anna. Þeir félagar I Heimdalli, sem áhuga hafa á að vera fulltrúar félagsins á þinginu, geta sótt um með því að senda tölvupóst á net- fangið frelsi@frelsi.is eða með því að hringja í síma 878 2799 (gefa verður upp fullt nafn, kennitölu og heimilisfang). Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 11. ágúst kl. 18.00. Stjórn Heimdallar. FERÐIR / FERÐALÖG Stóri-Stígur Ný gönguleið Allsnægtaklúbburinn og Velferðir ehf. bjóða upp á 4ra daga leiðangur um Laufaleitir að fjallabaki dagana 9.—12. ágúst nk. Gengið er frá Rauðfossi að Stokkalæk, um Reykjadali, með Markarfljóti, undir Tindfjalla- jökli og fram til byggða hjá Keldum. Gist er í skálum. Allur matur er innifalinn, þ.e. morgunverður, dagsnesti og kvöldverður. Allur farangur er trússaður á milli staða. Nánari upplýsingar veitir leiðangursstjóri ferðar- innar, Gústav Þór Stolzenwald á Stokkalæk, sími 487 8636, 854 5841. Netfang: velferdir@vel.is HÚSNÆÐI ÓSKAST Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins Húsnæði óskast fyrir erlenda stúdenta Húsnæði fyrir erlenda stúdenta, sem munu stunda nám sem skiptistúdentar við Háskóla (slands næsta vetur, óskast til leigu, helst í nágrenni Háskóla íslands. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, Neshaga 16, í síma 525 4311 eða 525 4469 frá kl. 10.00—16.00 alla virka daga. HEIMDALLUR F U S HÚSISIÆOI í BOÐI Veitingarekstur til sölu Rekstur Grillbæjar á Blönduósi er til sölu á kr. 5.000.000. Grillbær er staðsettur í söluskála Olís við Norð- urlandsveg. Innifalinn í kaupverði er lager upp á 1,5 milljón króna og ofn á hálfa milljón. Áætluð ársvelta er um 30 milljónir. Nánari upplýsingar fást á Lögmannsstofu Stefáns Olafssonar á Húnabraut 19, Blönduósi, eða í síma 452 4030. TILKYNNINGAR Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja Bæjarstjórn Vestmannaeyja auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vest- mannaeyja 1988—2008 samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997. Breytingin felst í breyttri landnotkun svæðis í kringum Brekkuhús. Breytingartillagan verðurtil sýnis á bæjarskrif- stofunum í Ráðhúsinu og á skrifstofu skipu- lags- og byggingafulltrúa að Tangagötu 1, frá og með föstudeginum 6. ágúst nk. til og með föstudeginum 27. ágúst 1999. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillög- una, eigi síðar en 27. ágúst 1999. Skila skal athugasemdum á skrifstofu skipulags- og byggingafulltrúa að Tangagötu 1. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF S5/ f^mhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Fjölbreyttur söngur. Samhjálpar- kórinn tekur lagið. Samhjálpar- vinir vitna. Ræðumaður: Brynj- ólfur Ólason. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Hjálpræðis- herinn Kírkjustrætí 2 Kl. 20.30 Samkoma í umsjón Brigaderanna Ingibjargar og Óskars. Allir hjartanlega velkomnir. Hallvcigarstig 1 • simi 5fi1 4330 FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Fjölskylduhelgi í Þórsmörk 6. -8. ágúst. Pantið tímanlega. Gist í Langadal, léttar göngur og Fimmvörðuháls. Tilboðsverð. 7. ágúst: Kaldidalur o.fl. Verð 3.000,- 8. ágúst: kl. 8.00 Þórsmörk, verð 3.000,-, kl. 10.30 Kaldi- dalur o.fl., verð 1.700,-, kl. 13.00 Hengilssvæðið 1.400,-. Sjá textavarp bls. 619 og vefsíðu: www.fi.is Dagsferð sunnudaginn 18. júni Frá BSl kl. 10.30. Gönguferð helguð konungskomunni 1907. Gengið frá Áshildarmýri með Hvítá að Selfossi. Næstu helgarferðir 6. -8. ágúst. Fjölskylduferð i Bása. Skemmtileg dagskrá fyrir börn og fullorðna. 7. -8. ágúst. Fimmvörduháls. Dagsganga yfir Fimmvörðuháls. Gist í Básum. Lengri ferðir. 12, —15. ágúst. Sveinstindur — Skælingar — Eldgjá, trúss- forð. Gengið frá Langasjó á Skælinga um Eldgjá í Hólaskjól. 13. —19. ágúst. Snæfell — Lónsöræfi. Gönguferð um stór- brotna náttúru. Gist i skálum. Heimasíða: www.utivist.is augl@mbl.is Sparaðu þér umstang og tíma með því að senda atvinnu- og raðauglýsingar til birtingar í Morgunblaðinu með tölvupósti. Notfærðu þér tæknina næst. JHtrgtmMitfrUt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.