Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 LÁRUS THORBERG HALLDÓRSSON + Lárus Thorberg' Halldórsson fæddist á Skörðu- gili í Skagafirði 15. mars 1919. Hann lést á heimili sínu 24. júní sfðastliðinn. Lárus ólst upp á Syðstu-Fossum í Borgarfirði. Hann fluttist til Reykja- víkur 1943 og bjó þar til ársins 1988 þegar hann fluttist í Sunnuhlíð 1A í Kópavogi. Foreldr- ar Lárusar voru Halldór Jónsson bóndi, f. 12. nóvember 1878, d. 25. desem- ber 1969, og Sigríður Sigurðar- dóttir, f. 9. september 1893, d. 20. mars 1924. Fósturmóðir Lárusar var Ástríður Gísladótt- ir, f. 30. maí 1880, d. 10. mars 1972. Bróðir Lárusar er Sig- urður, f. 26. júní 1917, sem er nú hættur störfum sem kaup- Faðir minn, ég þakka þér það, að þjást með mér í anda. Eg bænir bið og bað. Er þig bar til ókunnra stranda. Á meðan ég móður minni ann o_g minningarbrotin tifa. Eg veit engan sannari og betri mann af öllum, sem eftir lifa. Sæmundur Guðni Lárusson. Elsku afi, mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Það er erfitt að hugsa til þess að fá ekki að sjá þig aftur en ég veit að þú ert á góð- um stað þar sem þér líður vel. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann núna og þá sér- staklega hvað það var alltaf gott að koma heim til ykkar ömmu. Sam- ræður um heimsmálin og ýmis mál- efni við eldhúsborðið voru ómissandi þáttur. Þú hafðir alltaf ákveðnar skoðanir á málefnum líð- andi stundar. í gegnum tíðina hafið þið amma alltaf verið mér við hlið hvort sem er til að samgleðjast eða hugga og fyrir það vil ég þakka. Þegar Tinna Dís fæddist var gaman að fylgjast með hversu kært var með ykkur. Er litla konan komin? var kveðjan sem við fengu er við komum tO langafa og langömmu en við að heyra rödd langafa ljómaði litla andlitið. Þið rúlluðuð saman bolta eða hún sýndi þér bangsana sína og andlitin lýstu af kærleik. Af einstakri hugprýði tókst þú svo á við erfiðan sjúkdóm og mættir ör- lögunum með staðfastri trú á að hlutir hefðu sinn ákveðna gang í veröld okkar mannanna. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri sorgartárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt, Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíl í friði, afi minn. Elsku amma, megi Guð styrkja þig í sorg þinni. Svana. Nú er Lárus Th. Halldórsson, ástkær afi minn, félagi og besti vin- ur, lagður af stað í hina löngu ferð. Og verður hans sárt saknað. Þegar ég hugsa nú til baka er margt sem kemur upp í hugann og veit ég varla hvar á að byrja eða hvað á að segja. Afi var afskaplega óeigingjarn maður, húmoristi mikill og hreinn og klár galdramaður í höndunum. Eg man alltaf þegar ég vai’ pjakkur í pössun eða heimsókn hjá afa og ömmu þegar þau bjuggu í Garða- maður. Eftirlifandi eiginkona Lárusar er Ingibjörg Lovísa Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 24. nóvember 1923. Synir Lárusar eru: 1) Halldór Thor- berg framkvæmda- stjóri, f. 31. ágúst 1946, eiginkona hans er Kristjana Jónsdóttir skrif- stofumaður, f. 14. október 1947. 2) Sæmundur Guðni lögreglumaður, f. 27. september 1949. Lárus var mikill hagleiksmað- ur sem vann ýmis störf en lengstum sem símaverksljóri og við eigin framleiðslu á ýmsum vörum fyrir veiði- og hesta- menn. títför Lárusar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. strætinu hvað ég hafði yndi af því að vera hjá afa í kjallaranum þegar hann var að smíða í „bekknum". Hann leyfði mér að dunda í dótinu í geymslunni og sagði mér sögur af hlutunum þar. Núna þegar ég sit hér og skrifa þetta er minningin svo ljóslifandi, ég spyr ömmu hvort ég megi ekki fara niður í kjallara og kíkja á afa. Ég labba niður brakandi tréstigann og við endann á gangin- um stendur afi í kompunni við „bekkinn" innan um öll verkfærin og dótið. Þegar maður er lítill og forvitinn er hægt að skoða og spyrja endalaust um allt dótið og afi var alltaf tilbúinn að segja manni frá og spjalla. Afi hafði alla ævi yndi af veiðum og þá sérstaklega stangaveiði og var í mínum huga einn af þeim betri á því sviði. Hann hafði byrjað á þeim á æskustöðvum sínum að Syðstu-Fossum í Borgarfirði og stundaði þær má segja alveg undir hið síðasta. Á sumrin voru það vötn og ár en þegar vetur konungur gekk í garð var dorgað í gegnum ís. Sem betur fer smitaðist ég af þess- ari yndislegu iðju og síðari ár fór- um við afi og Eríkur frændi oft upp á „Vatn“ að dorga. Það má með sanni segja að veiðigyðjan hafi fylgt honum afa. Oft þegar ég og vinir mínir vorum að fá nart og nart höfðu afi og Eríkur vart við að draga. Óhætt er að segja að dellan hafi haft tök á afa. Oft ef stór veið- túr var fyrirhugaður svaf afi varla dúr nóttina fyrir túrinn. Ég viður- kenni að í seinni tíð er þetta nú að koma oftar og oftar fyrii’ mig líka, morgunsvæfuna sjálfa. Þær voru ófáar stundirnar sem við gátum rætt um veiðiskap. Þegar ég fór í veiði og afi fór ekki með kom það oft fyrir að ég var vart kominn inn úr dyrunum að síminn hringdi. Það var þá afi að fá sögu og tölur dags- ins. Það var svona hálfgerð regla hjá okkur að ef annar fór í veiði þurfti að skrifta fyrir hinum þegar til baka kæmi með sögu og tölum. Ég man hvað við gátum malað um veiði, fjölskylduna, lífið og allt milli himins og jarðar tímunum saman. En nú er þessi tími liðinn og ekki kemur til baka. Ég kveð þig nú, afi minn, með djúpum og sárum söknuði og bið góðan Guð að veita ömmu og fjöl- skyldunni styrk í sorginni. Minning- arnar lifa. Far þú í Guðs friði. Kveðja, Brynjar Jóhann Ilalldórsson. Ég vil með örfáum orðum kveðja mikinn öðlingsmann, Lái’us Thor- berg Halldórsson. Mér veittist sú ánægja að kynnast honum og konu hans, Ingibjörgu, er ég tók saman við Brynjar, sonarson þeirra, fyrir sex árum. Kynni mín af Lárusi voru ekki löng en þó nóg til þess að ég veit að þar var á ferð einstakur maður, þróttmikill og lífsglaður, sem hugs- aði vel um sína. Ég get seint fullþakkað þann hlý- hug sem Lárus og Ingibjörg hafa sýnt mér og Brynjari en vil með þessum línum kveðja góðan mann. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú raeð Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kristjana Friðbjörnsdóttir. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þessi orð vilja oft gleymast í hinu daglega amstri. Nú þegar nafni minn og félagi hefur kvatt okkur í bili vaknar maður til hugsunar um það sem maður hef- ur. Hverjum manni er hollt að vita að ekkert er öruggt og ekki skal taka ástvini og félaga sem sjálf- gefna. En það er sárt og söknuður- inn er mikill þegar sannleiksstund- in er runnin upp. Það er svo margt sem átti að gera en oft hefur rækt- un sambands við ástvini og félaga vikið fyrir lífsgæðakapphlaupinu. Eftir að afi er farinn sér maður hversu stórt skarð er hoggið í þann hóp sem skiptir mig máli. Nú veit ég fyrir víst, þrátt fyrir að hafa verið minntur á það áður, að nýta þarf hverja stund og hvert augna- blik til fullnustu því lífið er ótrú- lega stutt ferð. Það er svo ein- kennilegt að það er ekki fyrr en eftir að svo góður félagi er farinn, að það rennur upp fyrir manni hversu mikils virði það er að eiga góða að. Allt frá því að ég man eftir mér hafa afi og amma stutt við bakið á sínum nánustu með miklum styrk. Fómfýsin fyrir fjölskyldu sína og forgangsröðun þeirra er okkur öllum til eftirbreytni. Ég get aldrei þakkað þann öfluga stuðning sem ég fékk hjá afa og ömmu við íþróttaiðkun og enda- lausa fómfýsi og þolinmæði afa við að miðla mér af reynslu sinni. Eitt af því skemmtilegasta sem ég gerði var að fara til afa í vinnuna og fylgj- ast með honum vinna, sköpunargáf- an og verklagið var þannig að ég væri fyllilega sáttur ef ég hefði bara fengið brot af því í vöggugjöf frá syni hans sem erfði það að fullu. Þær em ómetanlegar stundimar sem ég átti með feðgunum þegar þeir tóku óþroskaðan ungling með sér í veiði þar sem léttleikinn og al- vara lífsins var í góðri blöndu við veiðiskap. Þeir em ekki fáir gull- molarnir sem ég fékk 1 ferðum sem þessum og hafa reynst mér vel í gegnum lífið. Allt fram á síðustu viku var afi að miðla reynslu sinni og hvetja mann til dáða. Stefna fólks í lífinu er ekki alltaf skýr og ferðin þess vegna ómarkviss. Ferð- in mín hefur gengið vel hingað til vegna þess hversu góða ég hef átt að en þau orð og sú lífssýn sem afi hafði og urðu manni ekki fyllilega Ijós fyrr en þessi mikli missir var orðinn að vemleika, það og hvatn- ingin sem afi veitti mér fram á síð- ustu stundu valda því að restin af leiðinni verður skemmtilegri og full- nýtt. Guð varðveiti þig um alla eilífð. Láms Gisli Ilalldórsson. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvai’ og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. + Kaera systir okkar og mágkona, EMELÍA MARGRÉT GUÐLAUGSDÓTTIR frá Þverá, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. ágúst kl. 10.30. Jarðsett verður í Höskuldsstaðakirkjugarði Austur-Húnavatnssýslu. Þorlákur Húnfjörð Guðlaugsson, Vésteinn Bessi H. Guðlaugsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Einar Þorgeir H. Guðlaugsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Bergþóra Heiðrún Guðlaugsdóttir, Ketill Jónsson. + Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÓLAFUR BJÖRGVIN ÓLAFSSON prentari, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 6. ágúst kl. 10.30. Þóra Erla Ólafsdóttir Ólafur Emil Ólafsson, Elsa Kent, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Bróðir okkar, ALBERT FERDINAND ÓLAFSSON, Leiðarhöfn, Vopnafirði, sem lést að morgni sunnudagsins 1. ágúst, verður jarðsunginn laugardaginn 7. ágúst kl. 14.00 frá Vopnafjarðarkirkju. Ingibjörg Ólafsdóttir, Steindór Ólafsson. ------------------------------- Ar + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, HARALDUR FREYR ÞORVALDSSON, Víðimel 63, lést á heimili sínu sunnudaginn 1. ágúst. Stefanía Baldursdóttir, Baldur Úlfar Haraldsson, Þorvaldur Haraldsson. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERNA GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Ránargötu 28, sem lést á Landspítalanum fimmtudaginn 29. júlí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun föstudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á krabbameinsdeild Landspítalans, 11E, eða Heimahlynningu Krabbameinsfélags íslands. Sigurður Kristjánsson, Halldóra Emilsdóttir, Theodóra Emilsdóttir, Guðríður Arna Sigurðardóttir, tengdasynir og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGIBJARNASON, Ásgarðsvegi 15, Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju föstu- daginn 6. ágúst kl. 14.00. Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Helgason, Ágústa Þorsteinsdóttir, Kristjana Helgadóttir, Arnar Björnsson, Bjarni Hafþór Helgason, Laufey Sigurðardóttir, Helgi Helgason, Anna Guðrún Garðarsdóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Halldór Benediktsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.