Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 48
'*t8 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞORGERÐUR ^BERGMUNDSDÓTTIR Þorgerður Bergmundsdótt- ir fæddist í Aðalvík 5. september 1934. Hún lést á heimili sínu 23. júlí síðast- liðinn eftir nokkra sjúkralegu. For- eldrar hennar voru hjónin Bergmundur Sigurðsson oddviti og Ágústa Stefáns- dóttir húsfreyja. Þau fluttust síðar til Reykjavíkur og lauk Þorgerður þar námi frá Mennta- skólanum í Reykjavík og síðar Kennaraskóla íslands. Einnig nam hún bókasafnsfræði við Háskóla íslands. Það var haustið 1951. Nærri stórt hundrað nýnema var mætt til að setjast í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Við komum úr öllum átt- um enda var skólinn eini mennta- skóli borgarinnar. Ein í þessum hóp var Þorgerður. Hún kom úr „Gaggó Vest“. Togga var hún kölluð og ^Jþiafnið átti vel við hana, snögga í svörum, hugmyndaríka og með gamansemina glitrandi í augunum. Hún var komin af „galdrafólki" í Látrum í Aðalvík og það hlaut að fylgja henni seiðmagn. Eins og svo margir aðrir á þessum árum bjó fjölskyldan þröngt, það var í dimmu húsnæði á Ránargötu. Húsnæði sem hæfði þessu greinda gestrisna fólki engan veginn. Við áttum við sambærileg kjör að búa og báðar áttum við nánustu ættir að rekja í „^yeit, en það var ólíkt meiri ævin- týrahljómi yfir því að vera frá Homströndum en Húnavatnssýslu. Við Togga bundumst vináttu- Hún starfaði mest við kennslu og var lengst við Voga- skóla í Reykjavík en einnig á Laugalandi í Holtum og á Pat- reksfirði. Á sumr- um var hún leið- sögumaður og fór þá víða um land með erlenda ferða- menn. Árið 1960 eignaðist hún son- inn Einar Berg- mund Arnbjörnsson sem nú starfar sem ráðgjafi í upplýs- ingatækni í Danmörku. Utför Þorgerðar fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. böndum, sem ekki brustu í 48 ár þó að okkur bæri sitt í hvora átt. Hún var líka ári eldri og mér fannst hún vera fremri mér í flestu, lífsreynslu, þekkingu og fæmi. Hún var góður námsmaður og fékk góðar einkunn- ir þrátt fyrir það að gáfur hennar væra fyrst og fremst skapandi gáf- ur sem mælast ekki vel á þeim mælistikum sem skólakerfi hafa yfir að ráða. Hún var afar vel ritfær og ég bjóst við því að hún yrði rithöf- undur eins og hún átt kyn til en svo fór ekki. Á hinn bóginn valdi hún sér störf þar sem frásögnin og frá- segjandinn eru lykilþættir, bama- kennari og leiðsögumaður ferða- manna. Hvort tveggja list staðar og stundar, en byggist á staðgóðri þekkingu. Nátengt þessu var svo þriðja starfið sem hún lagði fyrir sig, skólasafnakennsla. Það gefur augaleið að kona þeim- ar gerðar, sem Þorgerður var, eign- aðist fjölda vina í störfum sínum + 'j» Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR, dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 7. ágúst kl. 14.00 Ingibjörg Matthíasdóttir, Matthías B. Sveinsson, Einar Matthíasson, Halldóra Svanbjörnsdóttir, Kolbrún Matthíasdóttir, Björn Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín, BJÖRG ANDREA MAGNÚSDÓTTIR, áður til heimilis á Gerði, Fáskrúðsfirði, verður jarðsungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 7. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Róbert Dan Jensson. + Frændi okkar og vinur, RAGNAR SIGURÐSSON, elliheimilinu Grund, áður Arnargötu 10, Reykjavík, andaðist á elliheimilinu Grund föstudaginn 30. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 6. ágúst kl. 15.00. Gunnar Reynir Antonsson, Steinunn Gunnarsdóttir, Sigrún S. Waage, Hróðmar Gissurarson, Ellen Guðmundsdóttir og fjölskyldur. innan lands og utan sem hún lagði rækt við. En Togga var engin já- manneskja eða geðlurða. Oft gat hvesst á milli hennar og vinanna en það lygndi ætíð aftur. Eftir stúdentspróf hélt Togga til Þýskalands og nam þýsku um hríð, kom síðan heim og fór í stúdenta- deild Kennaraskólans. Þá bjó hún í sambýli við undirritaða og fleiri bekkjarsystur og félaga í eins konar „kommúnu", það var áður en þær komust í tízku og við þekktum ekki einu sinni orðið. En það var glatt á hjalla og okkur fannst flestir vegir færir. Á vetram kenndi Togga úti á landi, á Isafirði, Homafirði og víðar. Hún var gædd flökkueðli og föra- konublóð rann henni í æðum. Þvi fór hún víða í kennslu innan lands en flökkueðlið rak hana einnig til að heimsækja mörg lönd þannig að hún hafði „fjöld of farit“ eins og segir í fræðum þeim sem við num- um í MR. Síðar lagði hún stund á bókasafnsfræði við Háskóla Islands og síðstu skólastörf hennar vora skólasafnakennsla á Patreksfirði og síðast í Smáraskóla í Kópavogi. Snemma tókst Toggu að eignast þak yfir höfuðið, þótt kennaralaunin væra lág. Hún festi kaup á íbúð í Ljósheimum og fjármagnaði af- borganir með því að leigja íbúðina út meðan hún sjálf kenndi úti á landi og fékk húsnæði þar fyrir lítið, svo var kennaraeklunni fyrir að þakka. Síðar fékk hún stærri íbúð í Álfheimum 25, enda þurfti hún og einkasonurinn Einar Bergmundur stærra rými þegar hann óx úr grasi. Utsýni er mikið og vítt í háhýsinu og veit ég að hún kunni því vel. Hún var kona sem vildi sjá vítt of veröld alla og jafnvel út fyrir þau mörk sem venjulega skyggn augu sjá. í þessari íbúð var hún er hún lést 23. júlí sl. og fyllti þar með sívax- andi hóp skólasystkina okkar úr MR sem hafa fallið í val fyrir þess- um vágesti. Síðastar á undan henni voru Dröfn Hannesdóttir og Guð- rún Katrín Þorbergsdóttir, báðar úr A-bekknum. Togga var hún kölluð en Þorgerð- ur hét hún og síðustu mánuði æv- innar sýndi hún að hún bar nafn sitt með réttu. Að hún ætti bæði þor og æðraleysi til að heyja baráttuna án þess að grípa til undanbragða og framlenginga í vonlausri stöðu. En hún háði þessa baráttu ekki ein. Hún var studd af fjölskyldu og vin- um. Einkum vora þær systurdætur hennar Ágústa og Ester henni til mikillar hjálpar. Sonur hennar Ein- ar sem býr í Danmörku kom heim frá störfum til að vera hjá henni og styðja hana og annast síðustu vik- umar. Einari og öðru fjölskyldufólki Þorgerðar sendi ég samúðarkveðj- ur. Henni sjálfri þakka ég nær hálfrar aldar vináttu. Dúna. Fundum okkar bar fyrst saman í þriðja bekk í Menntaskólanum í Reykjavík við upphaf skólaárs haustið 1951. Nokkrum árum áður hafði Þorgerður flust til Reykjavík- ur ásamt fjölskyldu sinni norðan af Homströndum þegar byggð lagðist af á þeim slóðum. Það vora mikil viðbrigði og minntist hún þess stundum hversu erfið þessi um- skipti vora. Það fór ekki mikið fyrir þessari fölu grönnu stúlku til að byrja með en ekki leið á löngu uns öll skólasystkinin vissu hver hún var. Það var hún sem gerði bestu og skemmtilegustu ritgerðimar sem gjaman vora lesnar upp fyrir bekk- inn og það var hún sem skrifaði í Skólablaðið. Svo orti hún hnyttnar vísur sem var laumað á milli borða í stelpubekknum og oft var mikið hlegið. Á þessum áram tókst með okkur vinátta sem entist ævina út. Vegna batnandi efnahags þjóðar- innar á þessum áram var mennta- skólanám ekki lengur munaður fyr- ir fáa útvalda. Stúdentaárgangurinn frá MR 1955 var á margan hátt merkilegur. Þar voru margir af nú- verandi máttarstólpum þjóðarinnar en það sem einkenndi árganginn öðra fremur var hversu margar af stelpunum hafa látið að sér kveða á ýmsum sviðum og óvenjumargar þeirra héldu áfram námi. Þorgerður fór í Kennaraskólann að stúdents- prófi loknu. Hún stundaði kennslu- störf víða um land, en lengst af í Vogaskóla. Hún var samviskusamur kennari og vel látin af nemendum, bráðgreind og margfróð og talaði kjarngott og fallegt mál. Þorgerður vildi vera frjáls eins og fuglinn og var óhrædd við að fram- kvæma það sem henni datt í hug. Hún ferðaðist víða og meðal annars dvaldi hún um tíma í Þýskalandi og á Spáni og hún var komin hátt á fimmtugsaldur þegar henni datt í hug að ráða sig á samyrkjubú í Isr- ael þar sem hún lenti í ýmsum ævin- týram sem hún lýsti í þráðskemmti- legum sendibréfum. Hún var vinsæl sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn á íslandi í mörg ár enda mjög fróð um landið og hafði sér- stakan áhuga á þjóðlegum fróðleik sem hún miðlaði eins og henni einni var lagið. Hún var svo rammíslensk. Það var gaman að rekast á hana á ferðamannastöðum með hópana sína og það fór ekki á milli mála að „Frau Gerda" eins og þýsku túrist- arnir köOuðu hana var í miklum metum hjá þeim. Mörgum farþega sinna frá ýmsum löndum bast hún vináttuböndum og þáði heimboð þeirra víða um Evrópu og var hvar- vetna aufúsugestur. Togga eins og við kölluðum hana var hreinskOin og lá ekki á skoðun- um sínum um menn og málefni. Sumum gat fundist það óþægOegt en hún var alltaf sjálfri sér sam- kvæm. Við fengum stundum að heyra það að við værum orðnar full- miklir smáborgarar, en það varð svo sannarlega ekki sagt um hana. Hún var svo innUega laus við alla tUgerð og smáborgarahátt. Hún var viðræðugóð, skUningsrík og ráðholl og gott var að leita tU hennar ef manni lá eitthvað á hjarta. Hún var mikUl vinur vina sinna og einstak- lega barngóð. Togga hafði mikinn áhuga á and- legum málum og kynnti sér ýmsar heimspekikenningar og trúarbrögð og það var gaman að hlusta á hana þegar hún fór á flug. Hún var um- burðarlynd gagnvart skoðunum annarra og reyndi aldrei að troða skoðunum sínum upp á lítiltrúaða en var alltaf reiðubúm að ræða mál- in. Hún var trúuð á sinn hátt og var viss um líf að loknu þessu. Togga var stór. Hún var stórbrotin, stór- lynd og hafði stórt hjarta. Kannske var hún stærst eftir að hún fékk skapadóminn fyrir rúmu ári. Einar, sonur hennar, fékk leyfi frá störfum sínum erlendis tU að koma heim og annast móður sína síðustu mánuð- ina. Það var þeim báðum dýrmætt. Og nú er hún horfin og við sökn- um hennar mikið. Togga gleymist ekki þeim sem hana þekktu. Við munum geyma minninguna um sér- stæða og skemmtilega skólasystur og góða og trygga vinkonu. Veri hún kært kvödd. Halla og Sigrún Valdimarsdætur. Þorgerði Bergmundsdóttur kynntist ég fyrir tilstUli þeirrar ágætu konu, Sigríðar Jóhannsdótt- ur, er um langt skeið vann mikið og gott starf í Langholtskirkju. Dag nokkurn fyrir mörgum áram kom hún með Þorgerði tU mín og kynnti okkur. Upp frá því kom hún ævin- lega tU mín þá daga sem hún var í æfingum og sundi hér niðri í sjúkra- þjálfun í Sjálfsbjargarhúsinu. Tókst þá með okkur góður kunningsskap- ur er síðar varð mjög góð vinátta er varði allt tU hennar hinstu stundar. Gerði hún mér þá miklu ánægju að lesa fyrir mig úr blöðum og bókum þar sem ég gat ekki lengur haldið á bókum eða notað lesgrind. Naut ég þá bæði návista hennar og lestrar- ins í ríkum mæli. Einkum naut ég þess að hlusta á hana lesa Ijóð, því það gerði hún afburða vel. Þorgerð- ur var gáfuð og mjög vel menntuð kona, hún var kennari, bókasafns- fræðingur og leiðsögumaður er- lendra gesta um sumur. Allt þetta fórst henni mjög vel úr hendi og stundaði hún þessi störf svo lengi sem heilsa hennar leyfði. Með Þorgerði Bergmundsdóttur er gengin merk og mæt mannkosta- kona og sakna ég þar tryggs og góðs vinar í stað, sem ég á mikið að þakka. Syni hennar og einkabarni, Einari Bergmundi, votta ég innilega samúð mína, svo og nánum ættingj- um og vinum, en við skulum öll minnast þess sem segir í sálminum fagra: Vort líf sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir, og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Maria Skagan. í dag kveðjum við kæra vinkonu okkar, Þorgerði Bergmundsdóttur. Þorgerður var stór hluti af lífi okk- ar systkinanna alla tíð. Hún var vin- kona móður okkar og þau Einar voru nágrannar okkar svo sam- gangur var töluverður milli heimil- anna. Hún var fastagestur á bemskuheimili okkar, fylgdist síðan með okkur þegar við sjálf stofnuð- um heimili og fjölskyldur. Það ríkti alltaf sérstök stemmning þegar Þorgerður kom í heimsókn. Oftar en ekki spunnust líflegar umræður, ýmist um það sem efst var á baugi eða eilífðarmálin. í slíkum umræð- um nutu eiginleikar hennar sín vel, en hún var glöggskyggn, fróð, skarpgreind og skemmtileg. Það var aldrei lognmolla í kringum Þor- gerði, hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lá sjaldnast á þeim. í umræðum þótti sjálfsagt að við bömin tækjum full- an þátt og hafði Þorgerður oftar en ekki frumkvæði að því að upplýsa okkur um gang mála. Eitt af sterk- ustu einkennum hennar var það að hún umgekkst alla á jafnréttis- grandvelli, ekki síst böm og ung- linga sem hún kom fram við af virð- ingu. Henni var einkar lagið að upp- fræða og umgangast ungviðið, enda átti hún að baki farsælan feril sem kennari og naut þess að miðla af þekkingu sinni. Það var sama hvar borið var niður, í stjómmálum, þjóðlegum fróðleik, landsmálum, sögu, listum og menningu, aldrei var komið að tómum kofanum hjá henni. Þekkingarleit Þorgerðar voru lítil takmörk sett. Líf hennar var að mörgu leyti í föstum skorðum en hún var órög við að breyta til og lét ekki viðjar vanans njörva sig niður. Til dæmis tók hún sér leyfi frá kennarastarfinu og fór til Israel þar sem hún var við störf á viðsjárverð- um tímum. Hún hafði yndi af ferða- lögum innanlands sem utan og kynnti sér menningu annarra þjóða. Hún var einnig mjög félagslynd. Sem leiðsögumaður erlendra ferða- manna um ísland kynntist hún fjölda fólks víðs vegar að og styrkti hún þau bönd meðal annars með heimsóknum. Þorgerður var víðsýn og leitandi og átti sér ríkt andlegt líf sem hún ræktaði af alúð. Þessi iðkun og leit bar hana víða, bæði í veraldlegum og andlegum skilningi, t.d. sótti hún ýmis námskeið bæði hér heima og erlendis. Hún var heil og gefandi á þessu sviði sem öðram og nutum við góðs af því. Alla tíð sýndi hún okkur og fjöl- skyldum okkar ræktarsemi og var hún sjálfsagður gestur í afmælum, fermingum, við áramót og á öðrum tímamótum. Hún var mjög barngóð og börnin okkar hændust að henni. Þau nutu góðs af tengslum við hana og sum nutu þeirra forréttinda að vera boðin í menningarreisur með henni. Var þá farið á söfn, t.d. Þjóð- minjasafnið og Náttúragripasafnið og á kaffihús á eftir. Þetta eru eftir- minnilegar ferðir sem viðkomandi búa að. Nú á kveðjustund minnumst við Þorgerðar með virðingu sem litríks persónuleika sem okkur þótti vænt um og teljum okkur hafa lært margt af. Við vottum Einari, sem sýndi aðdáunarverðan styrk í um- önnun móður sinnar, okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Þorgerðar. Ragnheiður, Snorri og Halla Sigrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.