Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sigur rógberanna LEIKLIST þjððleiklitisið á Smfðaverkstæðinu FEDRA Höfundur: Jean Racine. Þýðandi: Helgi Hálfdanarson. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Leikinyndar- og búningahönnuður: Elín Edda Árna- dóttir. Ljósahönnuður: Ásmundur Karlsson. Hljóðvinnsla: Sigurður Bjóla. Leikarar: Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Arnar Jónsson, Gunnar Eyjólfsson, Halldóra Björnsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Tinna Gunnlaugs- dóttir. Föstudagur 1. október. FRANSKA leikskáldið Racine átti það sammerkt með landa sínum og keppinaut, Pierre Corneille, að velja viðfangsefni sitt gjarnan úr grískum og rómverskum sögnum, enda var sú menntun er þeir hlutu gegnsýrð klassískum anda. Samtíð- armaður þeirra, La Bruyére, sagði muninn á verkum þeirra vera þann að Comeille lýsti persónunum eins og þær ættu að vera en Racine eins og þær væru. Er Racine skrifaði Fedru (Phédre) sótti hann efniviðinn í leik- ritið Hippolýtos eftir forn-gríska leikskáldið Evripídes (sem var leik- lesið í Borgarleikhúsinu snemma á þessu ári), ákveðin atriði í leikrit rómverska skáldsins Seneku um Fedru (Phaedra) og sagnir um Aris- íu eftir Virgil. Úr þessu spann hann þráð og skrifaði leikrit sem er í eðli sínu mun dramatískara en fyrri gerðir og höfðar þ.a.l. betur tii nú- tímaáhorfenda. I verkinu er gerður sá munur á aðli og þýjum að hinir konungbornu bera í brjósti göfugar tilfinningar en þýborin fóstra Fedru leggur til vélráðin. Þetta féll betur að aldar- anda ríkisstjómarára sólkonungs- ins, Loðvíks XIV, þar sem aðallinn var álitinn hafinn yfir lægri hvatir. Þó að Racine hafi fært leikinn nær hugarheimi okkar sem nú lifum með því að ljá persónunum mann- legri drætti þá fer ekki á milli mála að hér er á ferðinni klassík - sígilt verk sem í efnisatriðum og máli er víðsfjarri nútímaraunsæi. Þýðing Helga Hálfdanarsonar er þjál og leikandi og hann hefur fullkomið vald á frjálslegu ljóðforminu. Hann notar töluvert stuðlasetningu án þess að láta þröngar skilgreiningar hefta sig. Málsniðið er bóklegt eins og formið krefst en á sama tíma frá- leitt eins upphafið og á Shakespe- are-þýðingum hans. Valinn hópur leikara ljáir safarík- um og ljóðrænum textanum líf. Það er unun að heyra þá hvem af öðmm kljást við orðkynngi þýðandans, sigla upp í vindinn þegar setning- arnar ganga yfir mörk línanna en finna alltaf hrynjandi ljóðsins eins og háttbundnar öldur á byrðingn- um. Sviðsmyndin er skínandi haf- djúpsblá og leiktjöldin að baki í fjölda mattra tóna af gráu og bláu. Ljósin leika við þennan gmnn og kalla fram ferskan litblæ við hvert atriði og hverja nýja tilfinningu sem túlkuð er á sviðinu. Búningamir eru tilbrigði við hefðbundinn forn-grísk- an fatnað en hönnuðurinn fær útrás í fjölda smáatriða og umfram allt í litavali. Klæðnaður hverrar persónu einkennist af ráðandi lit: Fedra er kopar, Þeseifur siifur og Hippólítos gull, Arisía ber hvítan lit sakleysis- ins og þernumar em klæddar grænu og rauðu. Litirnir em djúpir Nýir starfs- menn Sjálf- stæðis- flokksins HANNA Bima Kristjánsdóttir stjómmálafræð- ingur hefur verið ráðin aðstoðar- framkvæmda- stjóri Sjálfstæð- isflokksins. Hún gengdi áður starfi fram- kvæmdastjóra þingflokks Sjálf- stæðisflokksins og hefur Gréta Ingþórsdóttir verið ráðin fram- kvæmdastjóri þingflokksins í stað hennar. Starf aðstoð- arframkvæmda- stjóra er nýtt starf hjá flokkn- um. Aðstoðar- framkvæmdastjóri mun meðal ann- ars vinna að þeim breytingum sem fyrirhugaðar em á starfsemi og skipulagi Sjálfstæðisflokksins á næstu ámm, ekki síst í ljósi nýrrar kjördæmaskipunar. Hanna Bima Kristjánsdóttir lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Há- skóla Islands árið 1991 og masters- prófi í alþjóðlegum og evrópskum stjómmálum frá Edinborgarhá- skóla árið 1993. Hún hefur undan- farin fjögur ár gegnt starfi fram- kvæmdastjóra þingflokksins. Hanna Bima er 32 ára, gift Vil- hjálmi Jens Amasyni heimspekingi og eiga þau eina dóttur. Gréta Ingþórsdóttir er 33 ára gömul og hefur starfað sem blaða- maður á Morgunblaðinu og útgáfu- stjóri aðalnámskráa í menntamála- ráðuneytinu. Eiginmaður hennar er Gísli Hjartarson, verktaki. Þau eiga tvö böm. Hanna Birna Kristjánsdóttir Gréta Ingþórsdóttir Morgunblaoið/Jón ISvavarsson Fedra þiggur ráð hjá Önónu, fóstru sinni, með hroöalegum afieiðingum: Anna Kristín Arngrímsdóttir og Tinna Gunnlaugsdóttir í hlutverkum sinum. og sterkir sem endurspeglar túrkís- litt svið og súlur og eiga stóran hlut í að gera sýninguna að því augna- yndi sem hún er. Fábrotin hljóð- myndin, allt að því spartönsk, jók áhrif orða og umhverfis í hápunkt- um leiksins. Leikurinn er af hæsta gæða- flokki. Tinna Gunnlaugsdóttir hefur áður sýnt hverju hún fær áorkað í klassískum harmleik og hér er eng- inn svikinn. Hún er þroskuð Fedra sem gerir sér fullkomlega grein fyr- ir hvert stefnir en fær ekki umflúið örlög sín er hún veikgeðja Jjáir máls á að rógbera stjúpson sinn. Hilmir Snær Guðnason ljáir hinum göfuga Hippólítosi stolt jafnt sem ungæðis- lega feimni. Samleikur hans og Halldóru Björnsdóttur var sérstak- lega góður og hún náði vel að túlka hreinar tilfinningar hinnar föngnu meyjar. Arnar Jónsson er mikii- fenglegur sem Þeseifur og fer óvið- jafnanlega vel með textann. Anna Kristín Arngrímsdóttir leikur skír- um dráttum örlagavaldinn í verkinu - Önónu, fóstru Fedru, sem vill henni allt hið besta en steypir þeim báðum í glötun. Raddbeiting hennar og svipbrigði túlkuðu geðshræringu hennar mjög eftirminnilega. Gunn- ar Eyjólfsson var Þeramenes, kenn- ari Hippólítosar, og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir vai' þernan Panópa. Þau bái*u ótta í brjósti við örlög herra sinna og þungbúin váleg tíð- indi er syrti í álinn. Raddir þeiiTa hæfðu vel efniviðnum dimmar og holar og nístu inn í bein. Sveinn Einarsson hefur unnið stórvirki með hjálp valins hóps leik- ara og listrænna hönnuða. 111 örlög verða ekki umflúin en fyrst róg- tungumar báru dyggðina ofurliði er ekki annað en að sætta sig við orð- inn hlut og njóta þess að sjá persón- urnar sprikla í neti því sem breysk- leiki þeirra hefur spunnið þeim. Sveinn Haraldsson Nýstárleg kynning á vetrardagskrá Islenska dansfiokksins Dansað innan um málverk ISLENSKI dansfiokkurinn kynnti vetrar- dagskrá sína með nokkuð nýslárlegum hætti í gær. Dansarar fiokksins sýndu úr verkum komandi haustsýningar í Galleríi Sævars Karls að viðstöddum fjölda gesta. Fyrsta sýning vetrarins verður frum- sýnd 14. október í Borgarleikhúsinu og em ungir íslenskir danshöfundar þar í forgrunni. Þar verða sýnd þrjú verk, NPK eftir Katrínu Hall listdansstjóra flokksins, Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ing- ólfsdóttur og Æsa eftir Lám Stefánsdótt- ur danshöfund, Guðna Franzson tónskáld og Þór Tulinius leikstjóra. Það var kátt yfir dönsumm flokksins í gær, þar sem þeir dönsuðu innan um lista- verk Magnúsar Kjartanssonar myndlistar- manns, og var þeim feykilega vel tekið af áhorfendum, sem vom á öllum aldri. Morgunbiaðia/Jón Svavarsson Golfstraumurinn breytir um stefnu í Norður-Atlantshafí Engin merki þess að ný ísöld sé í uppsiglingu GOLFSTRAUMURINN hefur breytt um stefnu í Norður-Atlantshafi en stefnubreytingin þarf þó ekki að tákna að ný ísöld sé í aðsigi. Kemur þetta fram í frétt Reuters-fréttastofunnar sem vitnar í frásögn danska verkfræðiritsins Ingenwren af niðurstöðum rannsókna sem danski haffræðing- urinn Erik Buch hjá dönsku veðurfarsstofnun- inni hefur tekið þátt í. Rekja má stefnubreytingu Golfstraumsins til austurs til stífari vestlægra vinda yfír Norður- Atlantshafi á undanfömum árum, að því er Buch segir í Ingenioren. Stefnubreytingin hefur ekki dregið úr heit- sjávarmagninu sem berst með Golfstraumnum til norðurhafa. Straumurinn liggur nú nær Noregi en áður var, að sögn Buchs. Hann segir engin merki sjást er bent geti til þess að kólnun loft- hjúpsins og þar með ný ísöld sé yfirvofandi. Vestlægir vindar hafa sótt í sig veðrið á Norð- ur-Atlatnshafi, að sögn Buchs, vegna aukins þrýstingsmunar milli lægðaskila umhverfis ís- land og háþrýstisvæða við Azoreyjar. Hann sagði að enn hefði ekki tekist að skýra þann breytta þrýstingsmun. „Kalda hjartað“ hvarf í Grænlandshafi Fyrirbæri sem vísindamenn nefna „kalt hjarta heimshafanna“ og lýsa sem risastórri pumpu er viðhaldið hefur Golfstraumnum með því að draga árlega 30.000 rúmkílómetra af köldu vatni niður á botn Grænlandshafs hvarf snemma á þessum áratug. Ýmsir vísindamenn óttuðust að hvarf hjartans myndi draga máttinn úr Golfstraumnum og leiða til nýrrar ísaldar í Evrópu er drægi úr heita- vatnsflæði til Norður-Atlantshafs. Nýjar rannsóknir sýna hins vegar að eftir hvarf kalda hjartans í Grænlandshafi hafi fyiir- bæri af sama tagi orðið til, annars vegar í Norð- ur-íshafi og hins vegar í Labradorhafi. Drægju þessi nýju köldu hjörtu jafnmikinn kaldsjó niður að hafsbotni og Grænlandshjartað áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.