Morgunblaðið - 02.10.1999, Síða 15

Morgunblaðið - 02.10.1999, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 15 ___________FRÉTTIR_________ Þrír bæir eiga jafn- an hlut í Háfsfj öru HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Yfír 100 íbúar mótmæla by gg- ingaráformum við Skógarhlíð Hlíðar HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt að Háfsfjara í Rangárvallasýslu, þar sem flutningskipið Víkartindur strandaði í mars 1997, tilheyrir jörðunum Háfi, Hala og Háfshóli að jöfnu. Eigendur Háfs höfðuðu málið til að fá viðurkenndan rétt sinn yfir öllu svæðinu. I málinu var deilt um tæplega 1.100 hektara strandlengju, sem fram yfir miðbik aldarinnar var að mestu leyti nær ógróinn sandur. Til margra ára var landsvæðið undirorpið vatnavöxtum Þjórsár og Markarfljóts og á veturna var landið alísa og skóf þá sandinn yfir ísinn, inn á graslendi. Með land- græðslustörfum allt frá 1928 tókst að hefta sandfokið. í mars 1997 var svo komið að svæðið hafði tekið stakkaskiptum og víða samfelldur gróður þar sem raki var til staðar, en annars þakti melgresi landið að mestu. Tilheyrði landnámsjörð Gróðurinn varð fyrir verulegum skemmdum vegna aðgerða á strandstað Víkartinds, að mati eig- enda jarðarinnar Háfs, án þess að þeir gætu aðhafst nokkuð, þar sem eignatilkall þeirra hafði hvorki ver- ið viðurkennt af yfirvöldum né eig- endum jarðarinnar Hala og Háfs- hóls. Eigendur Háfs byggðu kröfu FIMM af öflugustu fyrirtækjum landsins hafa sameinast um að styðja þau áform Háskóla íslands að tengja nýjar diplóma-námsleiðir við viðskipta- og hagfræðideild, ís- lensku atvinnulífi. Fyrirtækin eru Islandsbankasveitin, Landssíminn hf., Marel hf., Sölusamband ís- lenskra fískframleiðenda hf. og VÍS, Vátryggingafélag íslands. Forsaga málsins er sú að í haust býður Háskóli Islands í íyrsta skipti nýjar eins- og hálfsárs náms- leiðir í nokkrum deildum skólans. Hér er verið að koma til móts við æ stærri og fjölbreyttari hóp þeirra sem stunda vilja háskólanám. Níu nýjar námsleiðir hófust haustið 1999, en haustið 2000 bætast fleiri við. Fimm þessara námsleiða eru innan viðskipta- og hagfræðideild- ar: Tölvunotkun í rekstri fyrir- tækja; Rekstrarstjórnun; Við- skiptatungumál; Markaðs- og út- flutningsfræði; Hagfræði. í haust innrituðu sig um eitthundrað og tuttugu nemendur í námsleiðirnar. Var sú aðsókn meiri en reiknað var með og virðist ekki koma niður á innritun í hefðbundið nám deildar- innar. Ætlun Háskóla Islands er að tengja þessar nýju námsleiðir ís- lensku athafnalífi eins og kostur er og fara þar nýjar og mismunandi leiðir. Við námsleiðir viðskipta- og hagfræðideildar hefur verið stofn- að styrktarráð með þátttöku for- svarsmanna áðurnefndra fyrir- tækja. Þeir eru Axel Gíslason for- stjóri VÍS, f.h. Vátryggingafélags íslands, Geir A. Gunnlaugsson for- stjóri, f.h. Marel hf., Gunnar Örn Kristjánsson forstjóri og Friðrik Pálsson stjórnarformaður, f.h. Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda hf., Sigurður B. Stefáns- son, forstöðumaður Verðbréfa- sína á því, að allt frá landnámi hefði þetta umdeilda landsvæði til- heyrt landnámsjörðinni Háfi og aldrei verið frá henni skilið. Þeir hefðu eignast jörðina með gögnum og gæðum samkvæmt fullgildum eignaafsölum og teldu því til beins eignaiTéttar yfir landsvæðinu. Máli sínu til stuðnings vísuðu eig- endur jarðarinnar Háfs meðal ann- ars til lögfestu frá 1874, landa- merkjaskrár frá 1885, Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1708 og vísitasíugjörð- ar frá 1885. Þá vísuðu Háfseigend- ur til þess, að jarðirnar Hali og Háfshóll hefðu verið hjáleigur, engin gögn hefðu fundist þar sem tekið væri fram að þær væru það ekki lengur og hjáleigubændur gætu ekki með nokkru móti talist eiga land utan landamerkja sinna. Hjáleigur í orði, ekki borði Ekki var ágreiningur í málinu um að reki á ströndinni hefði verið nýttur af öllum íbúum Háfshverfis- ins, en menn greindi á um hver önnur not hefðu verið af svæðinu. Eigendur Háfs sögðu að þótt reka hefði verið skipt í ákveðnum hlut- föllum gæti það engan veginn talist grundvöllur þess að hinar jarðimar ættu fjömna, enda hlunnindi ekki bundin beinum eignarrétti. markaðs íslandsbanka hf., f.h. ís- landsbankasveitarinnar og Þórar- inn V. Þórarinsson forstjóri, f.h. Landssímans hf. Með þeim munu starfa þeir Gylfi Magnússon dós- ent, umsjónarmaður námsleiðanna, Ingjaldur Hannibalsson prófessor og Margrét S. Björnsdóttir fram- kvæmdastjóri. Styrktaráðið mun skipuleggja í samstarfi við kennara deildarinnar málstofur fyrir nemendur á náms- leiðunum, þar sem kynntar verða og ræddar áhugaverðar aðferðir í rekstri og stjórnun fyrirtækjanna. Eigendur Hala og Háfshóls sögðu fjöruna í óskiptri sameign Háfshverfisjarðanna, þannig að hver um sig ætti þriðjung, enda landi Háfshverfisjarða lýst sameig- inlega í öllum skjallegum heimild- um. Þá fullyrtu þeir, að við sölu Hala og Háfshóls á sínum tíma, fyi-ir 1802, hefðu jarðimar orðið sjálfstæðar og fullgildar jarðir með sömu réttarstöðu og Háfur. Þótt jarðirnar hefðu verið nefndar hjá- leigur í jarðabókinni frá 1861 breytti það því ekki að hvergi í síð- ari tíma gögnum, hvorki í afsölum jarðanna né fasteignmatsbókum, væri þess getið að jarðirnar væru hjáleigur og eigendur og ábúendur annarra jarða i Háfshverfinu hefðu aldrei innt af hendi afgjald til eig- enda Háfs. Hæstiréttur var sammála þeirri niðurstöðu Héraðsdóms Suður- lands á sínum tíma að eigendum Hala og Háfshóls hefði tekist að sanna að Háfsfjara hefði verið í óskiptri sameign jarðanna í Háfs- hverfinu. Vísaði Hæstiréttur m.a. til skipta haustið 1938 á svokölluð- um Fiskivatnseyrum, svipuðu land- svæði og Háfsfjöru, en því svæði var skipt milli jarðanna í þrjá jafna hluta, sem Hæstiréttur segir benda til samkomulags um að svæðið væri í óskiptri sameign í þeim hlutföllum. Jafnframt verða fyrirtækin stutt- lega kynnt á málstofunum. Einnig verða tekin fyrir önnur viðfangs- efni eftir því sem tilefni gefast. St- arfsmenn fyrirtækjanna fimm munu einnig geta sótt málstofurn- ar. Ráðið mun ennfremur eiga frumkvæði að því að bjóða til landsins þekktum fyrirlesurum, sem nýst geta bæði nemendum námsleiðanna og starfsmönnum fyrirtækjanna. Loks mun styrktar- ráðið aðstoða Háskóla Islands við að afla fjár til námsleiðanna. YFIR 100 manns, flestir íbúar við Eskihlíð, hafa mótmælt áformum um að reisa 5-6 hæða skrifstofuhús á byggingarlóð við Skógarhlíð 12. Rífa á gamalt, niðurnítt og yfir- gefið hús, Hjarðarholt, sem stendur á lóðinni, en hún er í eigu Isarns hf. Upphaflega samþykktu borgaryfir- völd byggingu á lóðinni 1994 en þá var ekki ráðist í framkvæmdh’. Aform fóra að nýju í gang á þessu ári og þegar deiliskipulagstillaga sem byggist á notkun lóðarinnar samkvæmt aðalskipulagi var lögð fram og auglýst bárast 29 athuga- semdabréf frá yfir 100 einstakling- um, sem flestir era búsettir í Eski- hlíð. Mótmæli íbúarina eiga það sam- merkt að annars vegar er kvartað undan því að húsið, sem er hærra en önnur hús sem standa neðar í brekkunni við Skógarhlíð, muni spilla útsýni úr blokkunum við Eskihlíð og einnig hafa íbúarnir áhyggjur af umferð sem fylgja muni starfseminni, en við húsið er gert ráð fyrir 163 bílastæðum. Dregur úr birtu og gildi eigna „Þetta mun valda okkur íbúun- um miklu umferðarónæði og Ioft- mengun, auk þess sem byggingin mun rísa beint fyrir framan stofu- gluggana okkar og draga úr birtu íbúðanna og spilla fyrir útsýni. Við teljum að þetta muni draga stór- lega úr gildi eigna okkar,“ segir í undirskriftarlista íbúa í fjölbýlis- húsinu Eskihlíð 14 og 14a. „Fjöl- býlishús okkar stendur við Eski- hlíð en það liggur ljóst fyrir að hús- ið stendur einnig við Skógarhlíð. Umrætt athafnasvæði með öllu sem því tilheyrir er einfaldlega alltof nálægt húsinu okkar,“ segir ennfremur. Einnig hafa borist mótmæli frá íþróttafélaginu Val. Þar segir að fyrirhuguð bygging sé á svæði sem fjölmargir gangandi vegfarendm’, börn sem fullorðnir, fara um í hverri viku á leið á íþróttasvæði Vals og í útivistarsvæðin í Öskju- hlíð og Nauthólsvík. Öryggi þess- ara vegfarenda sé að áliti Vals ekki tryggt nægjanlega eins og aðstæð- um er háttað í dag. „Ný stórbygg- ing á þessu svæði sem væntanlega hefur í för með sér mikla umferð ökutækja af ýmsum stærðum og gerðum kemur til með að draga enn úr öryggi gangandi vegfarenda á svæðinu. Það er forráðamönnum Vals mikið áhyggjuefni og einnig fjölmörgum foreldram barna í hverfinu sem haft hafa samband við okkur og lýst áhyggjum sínum vegna málsins,“ segir í bréfi Vals, þar sem hvatt er til að hugað verði að bættum hag gangandi vegfar- enda með undirgöngum og eða gangbrautum og gangbrautarljós- um. Slökkvilið Reykjavíkur hefur einnig sent inn andmæli vegna áhrifa byggingarinnar á aðkomu og akstursleiðir frá slökkvistöðinni. „Gatnamót Flugvallarvegar og Bú- staðavegar era þegar orðin erfið fyrir akstur með forgangi vegna mikillar umferðar. Með tilkomu svo stórs húss á lóðinni númer 12 við Skógarhlíð eins og kynnt er verður að gera ráð fyrir verulegri aukn- ingu umferðar um Flugvallarveg. Það getur valdið veralegum töfum, en einnig aukinni hættu vegna neyðaraksturs Slökkviliðs Reykja- víkur,“ segir í bréfi Hrólfs Jónsson- ar slökkviliðsstjóra sem óskar eftir að viðunandi lausn fáist áður en húsið rís. í sama streng er tekið í athuga- semdum frá læknum neyðarbflsins þar sem lýst er áhyggjum af áhrif- um byggingarinnar á umferð um akstursleiðir frá slökkvistöðinni. Fundur með íbúum Margrét Þormar hjá borgar- skipulagi Reykjavíkur sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þessi nýt- ing lóðarinnar væri í samræmi við aðalskipulag þar sem gert væri ráð fyrir lóðinni sem athafnasvæði. Þá væri nýtingarhlutfall lóðarinnar, 0,75, við lægri mörk nýtingar á at- hafnasvæði miðsvæðis í borginni samkvæmt aðalskipulagi. Margrét sagði að nokkurs misskilnings hefði gætt um það að umrætt hús yrði verslunarhús en svo væri ekki held- ur yrðu þar skrifstofur og þjón- ustufyrirtæki. Hún sagði að upp- haflega hefði byggingin verið sam- þykkt 1994 og þessi nýting sem nú stæði fyrir dyrum væri svipuð þeh-ri sem þá var afgreidd. Þá sagði hún að þegar hefði verið ákveðið að ráðast í úrbætur á stýringu um- ferðarljósa á gatnamótum Flugvall- arvegar og Bústaðarvegar með hagsmuni slökkviliðsins og annarr- ar umferðar í huga. Borgarskipulagið hélt fund á fimmtudag méð íbúum, sem sendu inn mótmælabréf og mættu um 20 manns til fundarins. Margrét Þormar sagði að ekki hefði orðið sérstök niðurstaða af fundinum en þar hefðu íbúum verið kynntar ákveðnar úrbætur á húsinu. Hún sagði að fólkinu hefði ekki fundist nóg að gert og þeir væru ekki sáttir við húsið þótt tillögurnar væra til úrbóta en þær felast m.a. í því að hluti hússins verði lækkaður. Vandræðagangur Gylfi Guðjónsson, arkitekt húss- ins, sagði í samtali við Morgunblað- ið að lóðin á Skógarhlíð 12 væri byggingarlóð samkvæmt aðalskipu- lagi. Borgin hefði ítrekað þrýst á lóðarhafa að hefjast handa um framkvæmdir frá því bygging var upphaflega samþykkt á lóðinni 1994. Á þeim tíma hefðu menn sæst á ákveðið byggingarmagn og húsa- hæðir en nú væri rætt um ívið minna byggingarmagn en þá. Allt málið væri í samræmi við gildandi aðalskipulag og innan marka þeirra samþykkta sem gerðar voru 1994. „Við fóram að stað með undirbún- ingsvinnu í góðri trú og þetta virk- ar á mig eins og hálfgerður vand- ræðagangur," sagði hann. Gylfi sagði að hönnun hússins væri á frumstigi en reynt hefði ver- ið að koma til móts við mótmæli íbúa við Eskihlíð með því að lækka húsið um eina hæð næst Eskihlíð- inni. Um bflastæðamál hússins sagði hann að ákvörðun um 163 bílastæði væri til komin vegna þess að skipulagslög hefðu hert á kröf- um um bflastæði við nýbyggingar; nú þurfi 1 stæði að vera fyrir hverja 35 fermetra í byggingunni. Hann sagði að samkvæmt umsögn umferðardeildar borgarverkfræð- ings væri lítið gert úr áhrifum hússins á umferð á svæðinu en fyrir sé talsverð umferð til sýslumanns og Krabbameinsfélagsins, neðar við Skógarhlíð. „En ég hef fulla samúð með fólkinu í blokkunum næst hús- inu því þetta verður breyting á að- stæðum þess. En þá hefði það þurft að mótmæla aðalskipulaginu. Þarna er verið að byggja á grandvelli gfld- andi aðalskipulags," sagði Gylfi. Fyrirtæki styðja nám við Háskóla Islands Vilja efla viðskipta- og hagfræðideild Á myndinni eru eftirtaldir: Axel Gíslason, forstjóri VÍS, Geir A. Gunn- laugsson, forstjóri Marel hf., Sigurður B. Stcfánsson, forstöðumaður Verðbréfamarkaðs Islandsbanka hf., Þórarinn V. Þórarinsson, for- stjóri Landssfmans hf., Páll Skúlason rektor, Gylfi Magnússon dósent og Ingjaldur Hannibalsson prófessor. Á myndina vantar þá Gunnar Örn Kristjánsson forstjóra og Friðrik Pálsson, stjórnarformann Sölu- sambands íslenskra fiskframleiðenda hf., en daginn sem myndin var tekin átti sér stað sameining SÍF og ÍS.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.