Morgunblaðið - 02.10.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 02.10.1999, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Vegg- gígjur á Karólínu SÝNING á Vegggígjum eftii- Kristján Pétur Sigurðsson verður opnuð í dag, laugar- daginn 2. október, á Kaffi Karólínu. Þetta er í annað sinn sem Rristján sýnir á „Línunni“, en í haust eru fjög- ur ár frá því hann sýndi þar. Vegggígjumar sem Krist- ján Pétur sýnir í þetta sinn eru allar splunkunýjar og unn- ar með tiltölulega blandaðri tækni í tré, ljósmyndir, málma og gler. Sýningin er opin á af- greiðslutíma Kaffi Karólínu, en kl. 16 á morgun verður smá húllumhæ með ljóðalestri, hljóðfæraslætti og söng í til- efni af opnuninni. Sigurveig í Samlag'inu KYNNING á verkum Sigur- veigar Sigurðardóttur, Veigu, hefst í Samlaginu í Grófargili á laugardag, 2. október, og stend- ur hún til 23. október næstkom- andi. Sigurveig útskrifaðist úr mál- unardeild Myndlistarskólans á Akureyri vorið 1998. Verkin á kynningunni eru olíumálverk, máluð á árunum 1996 til 1999. Sigurveig er starfandi læknarit- ari og hefur myndlistina sem krydd í tilveruna. Samlagið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18. Ráðsfundur 1. ráðs ITC á Islandi RÁÐSFUNDUR 1. ráðs ITC á Islandi verður haldinn á Hótel Húsavík í dag, laugardag, 2. október. Alls starfa nú 11 deildir innan alþjóðlegra samtaka sem nefn- ast Intemational training in communication eða ITC. Mark- mið samtakanna er að vinna að þjálfún í forystu og málvöndun í þeirri von að með betri tjáskipt- um takist að efla skilning manna á meðal um veröld alla. Tvær deildanna eru á Norð- urlandi, ITC Fluga í Suður- Þingeyjarsýslu og ITC Hnota á Þórshöfn og nágrenni. Það er ITC Fluga sem býður til ráðs- fundarins og hefst hann kl. 11 og stendur tíl kl. 17. Á dagskrá eru félagsmál og fræðslufyrir- lestrar, m.a. um ferð á heims- þing ITC til Japan í sumar. Gestur fundarins er Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, landsfor- seti ITC-samtakanna á Islandi. Fundurinn er öllum opinn og er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast starfsemi samtak- anna að mæta. Fjörfiskar í Kompaníinu VETRARSTARF Fjörfiska verður kynnt í Kompaníinu á morgun, sunnudag, kl. 14. Fjör- fiskar eru hópur fatlaðra ung- menna á Akureyri og hefur hann aðstöðu í Kompaníinu. Skipulögð dagskrá verður í boði fyrir hópinn á miðvikudögum frá kl. 18 til 22 og á sunnudög- um frá kl. 14 til 18. Aðstaðan er opin fyrir 16 ára og eldri. Ný heimasíða Akurey rarbæj ar Eins og hellt væri úr fötu ÚRHELLISRIGNING hefur verið á Akureyri síðustu daga og var sérlega mikil úrkoma í gær og fyrradag svo á köflum var hægt að grípa til hinnar gamalkunnu lfldngar að hellt væri úr fötu. Það var einmitt það sem systkinin Sólveig og Ari gerðu í úrhelli gærdagsins, settust út í poll á leikskólanum sínum, Flúðum, og sulluðu dug- lega. A helstu byggingasvæð- um bæjarins eru smiðir að störfum í skrautlegum regnföt- um, en þó ekki sé sérlega skemmtilegt að stunda útivinnu í rigningunni þykir þeim það þó skárra en frostið. Aðstæður til aksturs hafa verið heldur slæmar að undanförnu af þess- um sökum og hvetur lögregla ökumenn því til að fara sér hægt. AKUREYRARBÆR hefur tekið í notkun nýja heimasíðu á Netinu. Veffangið er www.akureyri.is en þar er að finna upplýsingar um starfsemi og þjónustu bæjarins auk annars fróðleiks og skemmtunar. Gunnar Frímannsson, verkefna- stjóri hjá Akureyrarbæ, sagði að kappkostað væri að hafa síðuna létta, svo notendur fældust síður frá henni. Þannig hefur myndum verið stillt í hóf, en notendum gefst þó kostur á að líta nokkrar svipmyndir úr bæjarlífinu á síðunni. Birtar eru fréttir úr bæjarkerfinu á síðunni, ljóð mánaðarins er þar að finna, upplýsingar um Staðardag- skrá 21 og jafnréttisáætlun Akur- eyrarbæjar svo eitthvað sé nefnt. Tæki til að miðla upplýsingum „Akureyrarbær er stofnun sem þarf að eiga góð samskipti við stofn- anir og einstaklinga og umfram allt þarf bæjarstofnunin að eiga góð sam- skipti við bæjarbúa. Vefsíða er tæki til að miðla upplýsingum og bera fólki boð um það sem efst er á baugi hveiju sinni, hvort heldur um er að ræða hugmyndir einstaklinga eða málefni innanbúðar í flóknu opinberu kerfi,“ segir Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri í ávarpi sínu á síðunni. Á síðunni eru upplýsingar um starfsemi bæjarfélagsins, deildir þess og stofnanir auk þess sem fundargerðir nefnda eru þar. Greint er frá fulltrúum í bæjarstjóm og birtar myndir af þeim. Þá eru þar einnig umsóknareyðublöð vegna ýmiskonar þjónustu og hægt er að sækja þar um vinnu hjá bænum, lóðir eða byggingarleyfi svo eitt- hvað sé nefnt. Þá má nefna að fólki gefst kostur á að taka þátt í umræðum á síðunni um hvaðeina sem viðkemur bæjar- félaginu og sem stendur fer þar fram lífleg umræða um gufuböð. Hagmæltir eiga þar einnig sinn stað, en þessa stundina eru menn helst að yrkja um sláturtíðina. Formaður nýstoiiiaðra miðbæjarsamtaka Meðvituð um slaka stöðu miðbæjarins MIÐBÆJARSAMTÖK hafa verið stofnuð á Akureyri og var fyrsti for- maður þeirra kjörinn Ingþór Ásgeirs- son verslunarstjóri Bókvals. Um 60 manns sátu stofnfundinn í vikunni og þar á meðal bæjarstjórinn á Akureyri og bæjarfulltrúar, svo og atvinnurek- endur í miðbænum, eigendur fast- eigna, íbúar og aðrir hagsmunaaðilar. Ingþór formaður sagði í samtali við Morgunblaðið að markmiðið með stofnun samtakanna væri að stuðla að samkeppnishæfni verslana og vera málsvari miðbæjarins í þeim málum sem upp koma. Einnig að þróa sam- eiginlega framtíðarsýn hagsmunaað- ila í því skyni að efla þjónustu og stuðla að uppbyggingu aðlaðandi og öruggs umhverfis í miðbænum. Ingþór sagði að menn væru með- vitaðir um það að staða miðbæjarins sé slök í dag. „Það þarf ekki annað en að ganga í gegnum miðbæinn til að sjá stöðuna í húsnæðismálum. Hér eru fullt af auðum plássum, það geng- ur ekki vel að selja fasteignir og fast- eignaverð hefur hreinlega staðið í stað á meðan það er að springa út um allan bæ. Við erum að lesa það í blöð- unum að menn hafi mikinn áhuga á að reisa verslunarkjarna víðs vegar um bæinn og ástæðan fyrir því er m.a. sú að menn hafa ekki áhuga íyrir miðbænum. Við þessu viljum við sporna og reyna um leið að auka hér líf.“ Snúa vörn í sókn Kristín Einarsdóttir framkvæmda- stjóri miðborgarinnar í Reykjavík mætti á stofníúndinn og fór hún yfír stöðuna á sínum vettvangi, hvað hafi verið gert og hvaða verkefni væru í gangi. „Það kom fram í máli Kristínar að staða miðbæjarins væri ekkert sér reykvískt fyrirbrigði eða sér íslenskt fyrirbrigði, heldur hafi verið að dofna yfir miðbæjum víða um heim og þeir átt erfitt uppdráttar. Alls staðar í kringum okkur hafa þó menn verið að reyna að snúa vörn í sókn.“ Ingþór sagði að stofnun miðborg- arinnar í Reykjavík hafi skilað mjög góðum árangri og ætti eftir að gera það enn frekar. Borgarstjóm hafi tekið mikinn þátt í því að efla mið- borgina og hann vonast eftir góðum viðbrögðum bæjaryfirvalda á Akur- eyri. „Við erum mjög bjartsýn á að bæjaryfirvöld taki þátt í þessu með okkur og það kom fram í máli bæjar- stjóra að hann væri ánægður með þetta framtak. Hér eru líka komin fram samtök sem eru málsvari fyrir allan miðbæinn." Jólaundirbúningur framundan Bílastæðamál í miðbæ Akureyrar hafa verið töluvert til umræðu, enda fer stór hluti gjaldfrírra stæða undir bíla starfsmanna í miðbænum. Ing- þór sagði að þetta væri mál sem þyrfti að skoða. Einnig þyrfti að skoða aðgengi tii og frá bílastæðum og margt fleira. Það styttist í jólin og fyrsta stóra verkefni samtakanna snýr að jólaund- irbúningnum að sögn Ingþórs. „Við viljum samræma jólaskreytingar með bæjaryfirvöldum, m.a. hvenær eigi að setja jólaskreytingar upp og hversu lengi þær eiga að standa. En það er Iíka heilmikil tiltekt framundan hjá okkur sjálfum en þetta er allt á já- kvæðum nótum og menn eru ekki að fara af stað með einhverjar kröfu- gerðir.“ Næsti stjórnarfundur samtakanna er nk. mánudag og þá verða næstu skref ákveðin, að sögn Ingþórs. Með honum í stjórn eru Samúel Bjöms- son, Karl Jónsson, Gísli Jónsson og Margrét Oddsdóttir. Kirkju- starf AKUREYRARKIRKJA: Fyrsti sunnudagaskóli vetrar- ins kl. 11 á morgun, sunnudag. Messa kl. 14 sama dag. Prófast- ur Eyfirðinga, sr. Hannes Öm Blandon, setur sr. Svavar A. Jónsson í embætti sóknarprests og sr. Jónu Lísu Þorsteinsdótt- ur í embætti prests í Akureyr- arprestakaUi. Kór Akureyrar- kirkju syngur. Kaffisala Kven- félags Akureyrarkirkju eftir messu. Fyrsti vetrarfundur Æskulýðsfélags Akureyrar- kirkju í kapellu kl. 17. Fyrsti biblíulestur vetrarins í Safnað- arheimili á mánudagskvöld kl. 20 í umsjá sr. Guðmundar Guð- mundssonar héraðsprests. Yfír- skrift lestranna fram að jólum er „Á tali við Drottin“. Morgun- söngur í kirkjunni kl. 9 á þriðju- dagsmorgun. Skráning ferm- ingarbama í Safnaðarheimili á þriðjudag, böm úr Brekkuskóla mæti kl. 16 og úr Lundar- og Oddeyrarskólum kl. 17. Mömmumorgunn í Safnaðar- heimili kl. 10 til 12 á miðviku- dag. GLERÁRKIRKJA: Barna- samvera og guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Sameig- inlegt upphaf. Fundur æsku- lýðsfélagsins verður kl. 18. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissam- vera kl. 12 til 13 á miðvikudag. Opið hús fyrir mæður og böm frá kl. 10 til 12 á fimmtudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un, bæn kl. 16.30 og almenn samkoma kl. 17. Unglingasam- koma kl. 20 um kvöldið. Heim- ilasamband kl. 15 á mánudag. Krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára böm kl. 17.30 á fimmtudag og fyrir 11 og 12 ára börn kl. 17.30 á föstudögum. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Sunnudagaskólinn byrjar kl. 11 á morgun í Hríseyjarkirkju og verður vikulega í vetur. Fundur með fermingarbörnum við Stærri-Árskógskirkju og foreldrum þeirra verður í kirkjunni kl. 13.30 á sunnudag. Guðsþjónusta verður kl. 14, Amór Brynjar VObergsson, nýr organisti við kirkjuna, boð- inn velkominn tO starfa. Ferm- ingarbörnum afhentar Biblíur að gjöf frá söfnuðinum. Að- alsafnaðarfundur verður í kirkjunni að lokinni athöfn. HVITASUNNUKIRKJAN: Bænastund kl. 20 í kvöld. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á morgun. Kennsla fyr- ir alla aldurshópa, Katrín Þor- stemsdóttir predikar. Vaknmg- arsamkoma sama dag kl. 16.30, fyrirbænaþjónusta, bamapöss- un. Skrefið og Krakkaskrefið fyrir böm á aldrinum 8 tO 12 ára á þriðjudag frá 17 tO 18.30. Krakkaklúbbur fyrir 3 fil 7 ára böm á miðvikudag frá kl. 17 tO 18.30. Gospelkvöld unga fólksms á föstudagskvöld, 8. október. Bænastundir alla morgna kl. 6.30. LAUGALANDSPRESTAKA LL: Messa í Grandarkirkju kl. 11 á sunnudag. Sameinaður kirkjukór Laugalandspresta- kalls heldur í Skagafjörð og syngur við messu í Miklabæ 24. október næstkomandi. Bingó hjá Baldursbrá ÁRLEGT októberbingó Kven- félagsins Baldursbrár verður í Glerárkirkju sunnudaginn 3. október og hefst það kl. 15. All- ur ágóði rennur til kaupa á steindum glugga í Glerár- kirkju. Góðir vinningar í boði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.