Morgunblaðið - 02.10.1999, Page 22

Morgunblaðið - 02.10.1999, Page 22
22 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Náttúruvernd ríkisins og náttúruverndarnefndir Morgunblaðið/Kristján Ársfundur Náttúruvemdar ríkisins og náttúmverndamefndar sveit- arfélaga stendur nú yfir á Akureyri. N áttúruverndar- áætlun kynnt Morgunblaðið/Hallgrímur Ráðherrar í heimsókn á Snæfellsnesi ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og St- heimsóttu vinnustaði og ræddu við heimamenn. urla Böðvarsson samgönguráðherra ferðuðust á Um kvöldið var almennur stjórnmálafundur í mánudag um Snæfellsnes. Fóm þeir víða um Nesið, Ólafsvík og sóttu um 100 manns þann fund. Þörf er á viðamikilii viðgerð á stöplum Borgarfjarðarbrúar Sterkasta steypa sem til er notuð við viðgerðir ÞRIÐJI ársfundur Náttúru- verndar ríkisins og náttúru- verndarnefnda sveitarfélaganna hófst á Akureyri í gær en hon- um lýkur í dag, laugardag. Ymis mál eru til umræðu á fundinum, fræðsla um náttúru- vernd í grunnskólum, þátttaka í skipulagsvinnu, umhverfisþætt- ir í aðalskipulagi Akureyrar vom kynntir og fjallað var um landslagsvernd. Þá kynnti Trausti Baldursson sviðsstjóri hjá Náttúruvernd ríkisins nátt- úruverndaráætlun sem er ný- mæli í nýjum náttúruverndar- lögum. Náttúmverndaráætlun fyrir allt Iandið á að vinna eigi sjaldnar en á fímm ára fresti. í áætluninni eiga að vera sem gleggstar upplýsingar um nátt- úruminjar, þ.e. náttúruverndar- svæði og lífverur, búsvæði þeirra og vistkerfí sem ástæða þykir til að friðlýsa, og á að Iýsa sérkennum minjanna og þýð- ingu þeirra í náttúru landsins. Tekið verður tillit til menning- ar- og sögulegrar arfleifðar sem og nauðsynjar á endurheimt bú- svæða við gerð áætlunarinnar. Einnig til nýtingar mannsins á náttúrunni og ósnortinna víð- erna. Ástæða þess að náttúruvernd- aráætlun verður gerð er m.a. sú að landnýting eykst ár frá ári, sem og fólksfjölgun, húsbygg- ingar, vegir, hafnir, ferðamönn- um fjölgar, útivist eykst, virkj- anir verða æ fleiri og verk- smiðjur sem og meiri mengun. Borgamesi - Nú stendur yfir við- gerð á stöplum Borgarfjarðarbrúai'- innar sem hafa orðið fyrir miklum skemmdum í tímans rás. Brúin var opnuð árið 1980 og að sögn Ingva Arnasonar, deildarstjóra fram- kvæmdadeildar Vegagerðarinnar í Borgarnesi, var hún byggð úr besta fáanlega hráefni á þeim tíma. Síðar kom í Ijós að steypan sem notuð var varð fyrir sérstakri áraun vegna sjávarfalla. Hluti af stöplunum hefur orðið fyrir mjög tíðum frost-þíðu sveifl- um. Af þeim sök- um hafa orðið meiri frost- skemmdir í stöplunum en reiknað var með. Einnig hefur komið fyrir sér- stakt fyrirbrigði sem var óþekkt, að viðnám steypunnar, loft- kerfi hennar, eyðilagðist vegna útfellinga. Þar er á ferðinni mjög flókin efnafræði. Loftholur sem eiga að vera í steypunni til að hún hafi ákveð- inn sveigjustuðul í þenslu fylltust af útfellingu. Þetta loftbólu- kerfi eyðilagðist af þeim sökum í ytra byrði steypunnar. Steypan fór þvi að springa og síðan át ísinn utan af stöplunum. Anauðin er mest á stórstraumsfjöruborði og stór- straumsflóði. Mestar urðu skemmd- imar á 2,5 m svæði á stöplunum, en þeir eru fjórir metrar á hæð. Sterkari steypa Það var því fyrirsjáanlegt að stoppa þyrfti þessa þróun. Hafnar voru rannsóknir með nýja steypu og nú hefur verið þróuð sterkasta steypa sem búin hefur verið til á Is- landi a.m.k. fyrir þessar aðstæður. Búið er að hanna viðgerð á stöplun- um. Viðgerðin gengur út á að steypt verður ný kápa utan á stöplana þar sem sjávarfalla gætir. I fyrra var hönnuð og smíðuð flotkví sem sett er utan um stöpul- inn svo hægt sé að vinna alla undir- vinnu, móta- og járnavinnu á þurru. Einn stöpull var tekinn í tilrauna- vinnslu í fyrra. I ár var hugmyndin að taka tvo stöpla en vegna breyt- inga á hönnun var ákveðið að taka aðeins einn stöpul. Áætlað er að taka tvo stöpla á næsta ári, og hugs- anlega þrjá árið 2001. En stefnt er að vinna samfellt að þessum við- gerðum til ársins 2003 að sögn Ingva Árnasonar. Kostnaður um 140 milljónir Áætlaður kostnaður á viðgerðinni er um 12 milljónir króna á hvem stöpul. Stöplarinir eru 12 að tölu þannig að heildarkostnaður er kringum 140 milljónir króna. Hugs- anlega lækkar það verðið er vinnu- brögð hafa þróast við viðgerðina. Fjárveitingar til þessa verks eru um 140 milljónir. Vinnuflokkar Vegagerðarinnar annast verkið, verkstjóri er Guðmundur Sigurðs- son, brúarsmiður á Hvammstanga, og allir í vinnuflokknum eru frá Hvammstanga. Verkið er í umsjá Vegerðarinnar á Vesturlandi, en rannsóknarhópur, sem samanstend- ur af sérfræðingum frá Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðins og frá Vegagerðinni hefur þróað gerð steypunnar. Litlar tafír - vegfarendur óþolinmóðir Framkvæmdin við Borgarfjarð- arbrúna er óháð umferð. Vegfar- endur verða í raun ekkert varir við viðgerðirnar nema þegar verið er að setja niður þurrkvína. Hún er í fjór- um hlutum og er hífð af bíl með | stómm krana I sem tekur alla brúna. Því verða r umferðartafir og lokun á brúnni tímabundnar. Gert er ráð fyrir 20 mínútur í hvert sinn sem hver hluti kvíar- innar er settur niður. Það verða | því tafir í upphafi verks og þegar hlutirnir eru fjarlægðir í lok- in. En gætt hefur nokkurs mis- skilnings varð- andi þetta verk og fólk haldið að um langar tafir yrði að ræða. En að sögn Guðmundar Sigurðssonar | verkstjóra aka margir allt of hratt og taka ekki nægilega tillit til að- stæðna, en á ákveðnum kafla bmar- innar er ekki hægt að mætast með- an vinna fer fram. Þegar blaðamaður kynnti sér að- stæður og vinnubrögð við Borgar- íjarðarbmna var fjara og aðstæður hinar bestu enda einmuna blíða í Borgarfirði. Aðstæður vom hins vegar allt aðrar fyn- um daginn á flóðinu. Þá var ágjöf inni í kvínni því aðeins em 13 sentímetrar frá yfir- | borði kvíarinnar niður að vatnsfletin- | um. Urðu menn þá að gera hlé á J vinnu sinni meðan sjávarstaðan vai' hæst. Forgangsregl- ur í leikskóla samþykktar MEIRIHLUTI skólanefndar Akur- eyrar samþykkti á fundi sínum ný- lega forgangsi-eglur í leikskóla bæj- arins. Jafnframt var ákveðið að taka reglurnar til endurskoðunar um leið og nýr leikskóli tekur til starfa við Gránufélagsgötu. Forgangsreglur skólanefndar voru í 6 liðum en við afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerð nefnd- arinnar var sjötti liðurinn felldur út, auk þess sem gerðar voru at- hugasemdir við þann lið á fundi skólanefndar. I 6. lið var gert ráð fyrir að börn sem fengið hafa inni í leikskólum í öðram sveitarfélögum hafi forgang við flutning til bæjar- ins. Jón Ingi Cæsarsson skólanefnd- armaður lýsti sig andsnúinn for- gangi fyrir fólk á leið í bæinn, á kostnað þeirra íbúa sem fyrir em og tilheyra ekki forgangshópum. Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir sem einnig situr í skólanefnd taldi ekki ástæðu til að hafa 6. lið inni á meðan enn er bið eftir plássum fyr- ir böm bæjarbúa. I forgangsreglunum hafa fötluð böm forgang á forgang. Aðrir sem hafa forgang era börn einstæðra foreldra, börn námsmanna í fullu dagnámi sem varir í tvö ár eða lengur, börn sem búa við erfiðar fé- lagslegar aðstæður og börn í tveimur elstu leikskólaárgöngun- um. Forgangsmál vandmeðfarin Nokkrar umræður urðu um þessa samþykkt skólanefndar á fundi bæj- arstjómar í vikunni en almennt vom þeir bæjarfulltrúar sem til máls tóku sammála um að fella út 6. liðinn. Jafnframt kom fram að þessi forgangsmál séu mjög vandmeðfar- in. Oddur Helgi Halldórsson, bæj- arfulltrúi L-lista, sagðist á fundi bæjarstjórnar heldur ekki skila af hveiju böm námsmanna ættu frek- ar að hafa forgang á leikskóla bæj- arins en börn t.d. hins almenna launamanns. Á nýlegum biðlista eftir leikskóla- plássi sem kynntur var í skólanefnd, kemur fram að á virkum biðlista era nú 84 böm, þ.e. böm tveggja ára og eldri. Þetta þýðir að verið að veita um 90% þeirra bama þjónustu á leikskóla sem eftir því hafa leitað. Þegar leikskólinn við Móasíðu tekur til starfa verða um 50 böm á virkum biðlista og er þjónustan þá komin í 94%. Morgunblaðið/Ingimundur Vegfarendur verða ekki fyrir miklum óþægindum þrátt fyrir viðgerð á Borgarfíarðarbrú.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.