Morgunblaðið - 02.10.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 02.10.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 37 LISTIR Menningarnám- skeið njóta vax- andi vinsælda Morgunblaðið/Ásdís Kristín Jónsdóttir endurnienntunarstjóri segir að áhugi sé mjög vaxandi á kvöld- námskeiðum Háskólans. ENDURMENNTUNARSTOFN UN Háskóla Islands gengst í vet- ur fyrir kvöldnámskeiðum fyrir almenning ásamt ýmsum öðrum námskeiðum eins og undanfarin ár. Fyrsta námskeiðið hefst á mánudaginn kl. 20 í Endurmennt- unarstofnun, Dunhaga 7 og nefn- ist það Jónas og umhverfi hans, en í því fjallar Matthías Johann- essen skáld og ritstjóri um ýmsa þætti í skáldskap Jónasar Hall- grímssonar. Kristín Jónsdóttir endurmennt- unarstjóri tók undir það að bók- menntir og menning færi vaxandi á námskeiðunum. Hún sagði að á það væri komin hefð og námskeiðum færi fjölg- andi. Námskeiðin hefðu verið og væru í samvinnu við Heimspeki- deild Háskólans. Nú hefði Reykjavíkurakademían bæst við, en þrjú námskeið væru í sam- vinnu við hana. Meðal fastra liða væri samstarf við Þjóðleikhúsið. Rætt væri um ákveðið verk og höfundinn, síðan farið á æfingu og haldinn fundur með aðstandendum sýninga. Þetta hefði reynst mjög skemmti- legt. Nefna mætti námskeiðið Is- lensk tónlist í 1000 ár undir stjórn Bjarka Sveinbjörnssonar. Það væri nýjung. Jón Böðvarsson hefur haldið námskeið um Islendingasögur. Nú eru ekki bara bækur á dag- skrá heldur landafundir og kristnitaka. Jón væri vinsæll með- al nemenda og væru skráðir 500 þátttakendur hjá honum að þessu sinni. Foreldrar og börn á Netinu Kristín vildi líka benda á nám- skeið Halldórs Guðmundssonar um skáldverk Halldórs Laxness, í fyrra Sjálfstætt fólk, nú Heims- ljós. Hún taldi líka námskeiðið Börn og foreldrar á Netinu mikil- vægt. Það væri fyrir foreldra og snerist um það hvernig foreldrar geta skoðað og fengist við Netið með börnum sínum og stuðlað þar með að öryggi barna sinna á Net- inu. „Börn læra mikið á Netinu,“ sagði Kristin. Tveir ungir bókmenntafræðing- ar, Björn Þór Vilhjálmsson og Björn Ægir Norðfjörð, svipta hul- unni af Hollywood með sögu bandarískra kvikmynda í eina öld. Breytingaskeið kvenna, eðlilegt ferli, ný viðhorf, væri líka tíma- bært námskeið en kennari þess er Arnar Hauksson læknir. Ný við- horf varðandi breytingaskeiðið sæktu á. Síðast en ekki síst vildi Kristín minna á námskeiðið um Jónas Hallgrímsson. Jónas hafi verið eitt af höfuðskáldum Islendinga. Matthías Johannessen hefði verið gestafyrirlesari í Há- skólanum og fólk hefði verið mjög ánægt með fyrir- lestrana. Það hefði stuðlað að því að Matthías var fenginn til að halda námskeið um Jónas, samtíð hans og samferða- menn. Háskólinn og al- menningur mætast á námskeiðunum, að mati Kristínar. Þau eru öllum opin og Þátttaka vex stöðugt. 1.500 sóttu þau á liðnu ári. Þetta er um 13% af þátttakendum endurmenntunar- námskeiðanna allra. Fólk hefði mikinn áhuga og væri komið til að læra og auka þekkingu sína. I framtíðinni er fyrir- hugað samstarf við Salinn í Kópa- vogi og aukið samstarf við ís- lensku óperuna auk Þjóðleikhúss- ins. Námskeið fyrir listamenn og menningarstofnanir, í því skyni m.a. að auka tengslamyndun í heiminum, alþjóðlegt samstarf. Samstarf er hafið við Norræna húsið um þetta efni en námskeið um kostun menningarstofnana hefði stuðlað að þessu og sannað hve áhuginn er mikill. Norrænar rómönsur TðNLIST Norræna liúsið EINSÖNGSTÓNLEIKAR Solveig Faringer söng norræn lög; Gustav Djupsjöbacka lék með á pí- anó. Fimmtudagskvöld kl. 20.30. UPPHAFLEGA voru sungnar rómönsur langir strófískir sagna- ljóðabálkar, hetjusöngvar og ástar- söngvar. Sungna rómansan á rætur að rekja til miðalda, jafnvel lengra aftur, en þróaðist í ýmsar áttir allt til nítjándu aldar. Þýska ljóðið kom þá sem byltingarkennd nýjung í söngtónlist rómantíkurinnar, og rómansan fór að þykja frekar gam- aldags. Víða hélt hún þó áfram að þróast; - vissulega sótti hún ýmis- legt til Jjóðatónlistarinnar, en einnig til salonsöngva, gamansöngva, þjóð- laga og jafnvel óperunnar. Angi rómönsuhefðarinnar barst hingað til lands um og eftir aldamótin síð- ustu með erlendum söngvum í þeirri merku bók, Islensku söngvasafni, og í söngkverum Þórð- ar Kristleifssonar Ljóðum og lög- um, í sönglögum eftir Weyse, Berggi-en, Mendelssohn og fleiri. Norræn sönglagahefð á meira skylt við rómönsuhefðina en þýska Ijóða- söngshefð, þótt mörg norræn tón- skáld sverji sig sannarlega í Ijóða- söngsætt, eins og samtímamaður Sibeliusar og landi Yrjö Kilpinen. Norræna húsið og Norræna tónlist- amefndin NOMUS standa fyrir þeim menningarauka um þessar mundii' að kynna hér Norræna sönglagahefð með þrennum tónleik- um sem kallaðir eru rómönsukvöld. Á fyrstu tónleikunum, á fimmtu- dagskvöld, söng Solveig Faringer frá Svíþjóð, en Finninn Gustav Djupsjöbacka lék með á píanó. Á efnisskrá voru sönglög eftir finnsk, norsk, dönsk og sænsk tón- skáld, - það elsta Waldemar Thrane fæddur 1790, og það yngsta Rolf Wallin fæddur 1957. Fyrirferðar- mestir í efnisskránni voru Carl Ni- elsen, Edvard Grieg, Jean Sibelius og Ture Rangström, en þessir kappar verða að teljast landsliðsfyr- irliðar meðal sönglagasmiða Norð- urlanda á seinni hluta síðustu aldar og fram á okkar öld, hver í sínu landi. Flytjendur kvöldsins létu ekki hugfallast þótt tómahljóð væri í sal Norræna hússins og aðeins um fimmtán manns mættir. Þeim mun sárari verða vonbrigði þeirra sem hefðu viljað koma, en komu ekki, þegar það spyrst hvílíkt einvala dúó hér var á ferð. Solveig Faringer er reynd söngkona. Rödd hennar er yndislega falleg, lýrísk sópranrödd, sem virðist nánast tæknilega full- komin. Meira um vert er að hún er mikill músíkant og afar sterkur túlkandi, - persónuleg og heillandi. Gustav Djupsjöbacka er afbragðs- góður píanóleikari, með sterkt næmi fyrir söngnum og orðinu, og samspil þeirra Solveigar var algjör- lega hnökralaust. Það sem upp úr stóð í flutningi listamannanna var Norskur fjalla- söngur eftir Waldemar Thrane, - smalaljóð selsstúlku sem kallar á kýmar sínar, - eins og hefðbundin norsk kúalokka sungin í brotnum hreinum hljómum, með jóðli og trill- um. Þetta var glæsilega gert. Lög Carls Nielsens voru hvert öðru ynd- islegra í flutningi Solveigar og Gustavs, - ekki síst hið ægifagra lag Sænk kun dit Hoved du blomst, við ljóð eftir Johannes Jorgensen og ástarsöngurinn Æbleblomst við ljóð Ludvigs Holsteins. Af lögum Griegs voru standardinn Med en Primula Veris og Pá Skogstigen áhrifamikil. í laginu Et háb reyndi verulega á píanísk tilþrif og ólgandi dramatík, og var flutningur lagsins frábær. Af lögum Sibeliusar stóð Váren flyktar hastigt upp úr fyrir sérstaklega fal- legan söng Solveigar. Lagaflokkur Ture Rangströms, Hennes ord, þrír söngvar við ljóð eftir Bo Bergman, er stórkostlegur. Tónlistin er tján- ingarrík og tónlistarmennimir hurfu inn í veröld orða og tóna, vom gjörsamleg á valdi hennar og sköp- uðu eftirminnilega og óviðjafnan- lega músíkalska stemmningu. Af lögum tónskálda sem fædd era á okkar öld var SchluB-Stúck eftir Rolf Wallin við Ijóð Rilkes sérstak- lega heillandi, og eins Nattjakt eftir Lars Johan Werle, fantasía og orða- leikur um ljóð eftir Matts Rying. Fyrsta rómönsukvöld Norræna hússins var einstaklega ánægjulegt og vel heppnað, þrátt fyrir fámenn- ið. Það er svo mikilvægt fyrir ís- lenskt tónlistarlíf að fá gesti erlend- is frá til að syngja og leika, - sýna hvemig sungið er í útlöndum og flytja tónlist sem ekki er hversdags- meti hér. Það er okkur hættulegt að verða of sjálfhverf og ein með sjálf- um okkur í listinni. Bergþóra Jónsdóttir Þorbjörg Damelsdóttir, eigandi verslunarinnar Man, ásamt Hirti Mar- teinssyni í nýja sýningarsalnum. Listasalurinn Man opn- aður á Skólavörðustíg NÝR sýningarsalur verður opn- aður á Skólavörðustíg 14 í dag, laugardag, kl. 14 með sýningu Hjartar Marteinssonar, Myrkur- bil. Salurinn er rekinn í tengslum við Man kvenfataverslunina og verður leigður út þrjár sýningar- helgar í senn. Hann er 62 fm rými í kjallara með 2,94 m loft- hæð. Aðkoma í salinn er í gegn- um verslunina Man, nema um helgar, þá er farið um inngang frá Skólavörðustíg. Á sýningu Hjartar, sem er hans þriðja einkasýning, eru lág- myndir og þrívíð verk. I frétta- tilkynningu segir að með verk- um sínum kallist gjörtur á við fornar og nýjar hugmyndir heimsfræðinga um eðli og gerð alheimsins. Aflvaki flestra verk- anna tengist undrun og gleði þess sem rýnir út í víðáttur al- heimsins með það að leiðarljósi að rekja sig eftir þeim þráðum sem þar leynast um gerð þessa heims og uppgötvar um leið að hugtök eins og þyngdarafl, svarthol eða miklihvellur segja okkur í raun næsta lítið um það óinælisdjúp tilverunnar sem er utan við og handan hinnar skynj uðu eða mælanlegu reynslu. Sýningin stendur til 17. októ- ber og er opin á verslunartíma frá kl. 10-18 virka daga en um helgar frá kl. 14-18. Leikfélag Reykjavíkur Leikaraskipti og leikferð SÚ breyting hefur orðið á leikara- skipan í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Fegurðardrottn- ingunni frá Línakri, eftir Martin McDonagh, að Halldór Gylfason hefur tekið við hlutverki Ray, sem Jóhann G. Jóhannsson lék áður. Aðrir leikendur eru: Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Ellert A. Ingimundarson. Ljósahönnun er í höndum Kára Gíslasonar, um leik- hljóð sér Baldur Már Arngríms- son, Steinþór Sigurðsson hannaði leikmynd og búninga og leikstjóri er María Sigurðardóttir. Næsta sýning á Fegurðar- drottningunni frá Línakri á Litla sviði Borgarleikhússins verður í dag, laugardag, kl. 15. Haldið verður í leikferð með verkið um Austfirði og Norður- land, sem stendur í viku. Fegurð- ardrottningin verður síðan mætt aftur á Litla sviðið fimmtudaginn 14. október kl. 20. & KINVERSK LJOSMYNDASYNING í Þjóðarbókhlöðunni 2.-5. október 1999 Sýning á kínverskum Ijósmyndum sem nefnist „Stórkostleg för um farinn veg", verður haldin í Landsbóka- safni íslands — Háskólabókasafni (Arngrímsgötu 3) 2.-5. október. Ljósmyndirnar sýna árangur kínversku þjóðarinnar á þeim 50 árum sem liðin eru síðan Kínverska alþýðulýðveldið var stofnað. Sýningin er skipulögð af Kínverska sendiráðinu, Kínversk-íslenska menningarfélaginu, Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu og Félagi Kínverja á íslandi. Sýningin er opin 2.-3. október kl. 11—17. 4.—5. október kl. 10—22 VERIÐ VELKOMIN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.