Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 B 7 SKÁK Dan Hansson DAN Hansson lést í ágúst sl. Hann var sænskur að uppruna, en hafði búið hér á landi um langt skeið. Hann var sterkur skák- meistari og var mjög nálægt því að tryggja sér alþjóðlegan meist- aratitil, þótt herslumuninn hafi vantað. Arið 1983 varð hann efst- ur í landsliðsflokki á Skákþingi íslands, tefldi skínandi vel og fékk 9 vinninga af 11 mögulegum. Margur stórmeistarinn fékk að kynnast því, að Dan var ekki auð- veld bráð, m.a. sigraði hann Guð- mund Sigurjónsson í Neskaup- stað 1984 í afar hvössu afbrigði „eitraða peðsins“ og tefldi þá skák vel. Líklega tefldi hann einna best á þessum árum, þ.e. níunda áratugnum. Það er þó at- hyglisvert, að hann vann Jóhann Hjartarson á Islandsmótinu í blindskák 1997 með laglegri fléttu. Sama ár jafnaði hann einnig Islandsmet Helga Ólafs- sonar í blindskák þegar hann tefldi við tíu andstæðinga sam- tímis. Dan dró töluvert úr þátt- töku í kappskákmótum á þessum áratug, en hélt sínum skákstyrk þó ágætlega eins og t.d mátti sjá á góðum árangri hans á alþjóð- legu skákmóti Guðmundar Ara- sonar 1998. Síðastliðið vor sigraði hann síðan á fyrsta meistaramóti Skákfélags Grand-Rokks í atskák og varð þar með fyrsti atskák- meistari félagsins. Dan tefldi margar skemmtileg- ar skákir á skákferli sínum og hér á eftir íylgir ein þeirra. Hún var tefld á sænska meistaramót- inu árið 1974. Hvítt: Hans Ek Svart: Dan Hansson Skákþing Svíþjóðar 1974 Kóngsindversk vörn I. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. f3 - 0-0 6. Be3 - Rc6 Svartur velur mjög tvíeggjað og flókið afbrigði, en 7.--e5 er algengasti leikurinn í stöðunni. 7. Dd2 - He8 8. Rge2 - Hb8 9. Rcl----- Leikur hvíts er nokkuð hæg- fara. Hvítur á margar hvassari leiðir, t.d. 9. h4 - h5 10. 0-0-0 - a6 II. Rd5 - b5 o.s.frv. 9. - - e5 10. d5 - Rd4 11. Rb3 - c5 Svartur fórnar peði í samræmi við hefðbundna áætlun í stöð- unni. Slæmt væri 11.-----Rxb3? 12. axb3 - a6 13. b4 - Rh5 14. c5 - í5 15. Bc4 með betra tafli fyrir hvít. 12. dxc6 ep - bxc6 13. Rxd4 - exd4 14. Bxd4 - d5! 15. cxd5 - cxd5 16. Bb5? - - Ek yfirsjást glæsilegar fórnir Dans í næstu leikjum. Betra hefði verið 16. e5 - Rh5 17. 0-0-0 - Bxe5 18. Bxe5 - Hxe5 19. Bc4 og hvítur hefði haldið örlítið betra tafli. 16. - - Hxb5! 17. Rxb5 - Rxe4!! 18. fxe4 - Hxe4+ 19. Kf2 - - Engu betra fyrir hvít er 19. Kfl - Ba6 20. a4 - Hxd4 o.s.frv. 19. - - Dh4+ 20. g3 - Hxd4! 21. gxh4----- ' Hvítur verðm- mát eftir 21. Rxd4 - Bxd4+ 22. Kg2 - De4+ 23.KH - Bh3+. Ekki dugar heldur að leika 21. De3 - Df6+ 22. Kg2 - Bh3+! 23. Kxh3 - De6+ 24. Kg2 - He2+ 25. Dxe2 - Dxe2+ 26. Kh3 - Dxb5 o.s.frv. 21. - - Hxd2+ 22. Ke3 - Bh6+ 23. Kf3 - Hxb2 24. Rxa7 - — Hvítur flýtir fyrir óumflýjanlegum úrslit- um með því að taka peðið, en svarti bisk- upinn kemst fyrr eða síðar til f5 og e4 eða g4. Svörtu biskupamir vinna svo vel saman, að hvítur á enga vöm. 24. - - Bf5 25. Hhel - Bd2 26. He8+ - Kg7 27. Rc6 - h5 28. a4 - Bg4+ 29. Kg3 - f5 30. Hb8 - - Eftir 30. Hfl - Hb3+ 31. Kf2 - f4 á svartur einnig unna stöðu. 30. - - f4+ 31. Kg2 - Bb4+! 32. Kgl - Bc5+ 33. Kfl - Hxh2 34. Habl - £3! og hvítur gafst upp, því að hann verður mát, eftir 35. Kel - f2+ 36. Kd2 (36. Kfl - Bh3+ 37. Kel - HD++) - flD+ 37. Kc3 - Dc4+. Skákmót á næstunni 23.10. SI. Heimsm.mót barna 25.10. Hellir. Atkvöld kl. 20 28.10. SA. Öldungamót kl. 20 31.10. Hellir. Kvennamót kl. 13 31.10. SA Hausthraðskákmót kl. 14 31.10. TR. Hausthraðskákmót Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Pantið núna 565 3900 m ls tlKUAU mm Vö •• Eldaðu einfaldan og góðan mat í einum grænum! Hvort sem þú- notar sveppa-, skinku- eða hvítlauksbragð, eða einfaldlega ósvikinn osta- kvartett, em ostasósumar f einum grænum frábær og fljótlegur kosmr út á pastað. Þú sýður pastað, hitar sósuna og svo er bara undir þér komið hvort þú hefur eitthvað meira með. undirvagnsgormar. Rafmagnsvarahlutir. Topa vökvafleygar vigtabúnaður. Tímareimar. Vatnshosur og strekkjarar. Þurrkublöð. Albarkar. Bensíndælur. Bensinlok. Bensínslöngur. Hjólalegur. Hosuklemmur. Kúpllngar, Kúplingsbarkar og Verslun full af nýjum vörum! BÖSCH Kerti Kveikjuhlutir varahlutir ...í miklu úrvali Þjónustumiöstöð í hjarta burgarinnar Lágmúla 9 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2820 BOSCH verkstæöið aökeyrsla frá Háaleitisbraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.