Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Gull Og grænir skógar Vart finnast dæmi um aðra eins fólksflutn- inga og þá sem fylgdu í kjölfar gullfundarins í Kaliforníu árið 1848. Fólk kom alls staðar að til að freista gæfunnar og lagði á sig ótrú- legt erfíði til að láta drauminn um nýtt og betra líf rætast. Ragnhildur Sverrisdóttir fór á slóðir gullleitarmanna í Kaliforníu og kynnti sér atburði gullæðisins, sem náði há- marki fyrir 150 árum. Þar tókst sumum að verða sér úti um ótrúleg auðæfi, en aðrir sátu eftir með sárt ennið í skógi vöxnum hlíðum Sierra Nevada fjallanna. ÞAÐ vai- heldur svalt í veðri að morgni 24. janú- ar árið 1848. James Mars- hall, -yfirsmiður og verk- stjóri við byggingu sög- unai'myllu við American-ána í Norð- ur-Kaliforníu, gekk niður með myllu- stokknum. Hann sá glampa á eitt- hvað á árbotninum, beygði sig niður, tók upp völu á stærð við þumalfíng- urnögl og skoðaði hana í krók og kring. Þegar Marshall hitti verka- menn við sögina skömmu síðar lýsti hann því yfir að hann teldi sig hafa fundið gull. Hann hefur vart órað fyrir því sem á eftir fylgdi. Hundruð manna flykktust á svæðið á næstu mánuðum og næsta ár, 1849, urðu mestu fólksflutningar í sögu banda- rísku þjóðarinnar, þegai- um 80 þús- und manns flykktust til Kaliforníu. Og næstu árin hélt straumurinn áfram. Aðrar þjóðir tóku þátt í leit- inni að málminum dýra, frá Suður- Ameríku, Bretlandi, Frakklandi, Spáni, Italíu, Póllandi, Astralíu, Hawaii, Kína. Fyrir einni og hálfri öld var Kalifomía stjálbýlt land- svæði, en nú er „gullna ríkið“ eins og heimamenn nefna það, fjölmennasta ríki Bandaríkjanna, heimili 33,3 milljóna manna. Ef Kalifornía væri sjálfstætt ríki væri það sjöunda stærsta efnahagskerfi heims. Þar sem gullinu sleppti tók landbúnaður- inn við, þá olían, kvikmyndirnar og tölvurnar. Þegar James Marshall fann gullið var hann ekki í Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku. Kalifornía vai- í raun í pólitísku tómarúmi. Þarna bjuggu um 6.500 Mexíkóar, álíka margir Bandaríkjamenn, sem höfðu ýmist boðið Sierra Nevada fjöllunum birg- inn eða siglt langa leið til að komast á vesturströndina og nokkur hund- ruð Evrópubúar sem höfðu komið sömu leið. Loks bjuggu þarna nokk- ur þúsund Indíánar, lang flestir þeirra í norðvesturhluta Kaliforníu og í hlíðum Sierra Nevada, þar sem gullið fannst. Bandaríkjamennirnir og Evrópubúarnir gátu illa sætt sig við þá kröfu Mexíkóa að þeir gerðust ríkisborgarar Mexíkó og tækju kaþ- ólska trú, svo hópur þeirra lýsti yfír sjálfstæði Kaliforníu árið 1846. Þá gripu yfirvöld í Bandaríkjunum hins vegar inn í, því þeim þótti ekki væn- legt að stofnað yrði til sjálfstæðs rík- is á vesturströndinni. Polk forseti lýsti yfir stríði á hendur Mexíkó, stríði sem Bandaríkin unnu. I janúar 1848 höfðu Mexíkóar þvf látið af stjórn í Kaliforníu, en Bandaríkin í raun ekki tekið við, þótt herstöðvar væri að finna hér og þar við strönd- ina. Friðarsamkomulag hafði ekki verið undirritað, hvað þá að gengið hefði verið frá því að Kalifornía yrði 31. ríki Bandaríkjanna. Hver átti gullið? Hvaða reglur giltu um leit að gulli og hver átti að framfylgja þeim? Gátu reglur, sem settar voru árið 1785, um að bandarísk yfirvöld ættu þriðjung allra góðmálma sem fyndust, átt við í Kaliforníu? Bandarísk yfirvöld reyndu vissu- lega að slá eign sinni á hluta gullsins. Yfirmaður bandaríska hersins í Kali- forníu stakk upp á því við hermálayf- irvöld í Washington að þaðan yrðu sendir menn sem tækju að sér að út- hluta gullgröfurum leitarleyfum gegn ákveðnu gjaldi, eða að gull- svæði yrðu seld á opinberu uppboði. Áður en bandarísk yfirvöld náðu að bregðast við höfðu Kaliforníubúar flykkst til leitarsvæðisins og hver helgað sér blett samkvæmt þeirri gömlu reglu að sá ætti réttinn sem íyrstur kæmi á staðinn. Til að snúa þessari þróun við hefði þurft mikinn herafla, en bandaríski herinn var fremur fáliðaður í Kaliforníu, auk þess sem liðhlaup varð nánast regla fremur en undantekning þegar frétt- ist af hinum gríðarlegu auðæfum undir hlíðum Sierra Nevada. Síð- sumars árið 1848 höfðu yfirvöld þeg- ar misst af tækifærinu til að fá sinn skerf af gullinu og var þó enn nærri ár í að gullæðið mikla næði hámarki. Samníngar við Indíána ekki teknir gildir En víkjum aftur að James Mars- hall. Hann hafði tekið að sér að reisa sögunarmylluna fyrir John nokkurn Sutter, Svisslending sem hafði ílúið lánardrottna í heimalandi sínu og komið sér fyrir á mótum American- ár og Sacramento-ár, þar sem nú stendur höfuðborg Kaliforníu, Sacramento. Sutter átti sér þann draum að reka myndarlegt bú og hafði fjölda Indíána í vinnu á hveitiökrunum, Mexíkóar sáu um nautgripahjarðirnar og fyrrverandi Evrópubúar um vínekrurnar. I árs- lok 1847 sá Sutter fram á að honum tækist ætlunarverk sitt. Auk þeirra starfsmanna, sem áður voru taldir, höfðu honum bæst 150 mormónar, sem höfðu komið til Kaliforníu til að berjast gegn Mexíkóum, en ákveðið að bíða af sér veturinn áður en þeir héldu aftur heim til Salt Lake. í þessum hópi voru margir handverks- menn, svo Sutter sá að hann gæti reist hveitimyllu og sögunarmyllu. Gull og gylliboð KAUPMENN á austurströnd Bandaríkjanna voru fljótir að taka við sér þegar fregnir bár- ust af gullinu í vestri. Þeir aug- lýstu meðal annars „indíánapill- ur Wrights" sem áttu að lækna alla kvilla í vestri, ferðahús sem hægt var að skella upp með einu handtaki, sérstakar eldspýtur voru nauðsynlegar, peningabelti sem hentuðu sér- staklega vel fyrir gull og eng- inn gat án „ Kali forn íu linakks" verið. Einn kaupmaður auglýsti „Kaliforníu gullfeiti". Feitina áttu gullgrafarar að bera á skrokkinn og velta sér svo nið- ur gullnar hliðar Kaliforniu, því feitin var þeirrar náttúru að ekkert festist við hana nema gull. Um borð í skipunum, sem lögðu upp frá austurströndinni, var líka alls konar varningur sem kaupmenn ætluðu sér að koma í verð fyrir vestan. Um borð í eitt skipanna var lestað efni í þijú þúsund kjóla (hvítar konur í Kaliformu voru þá máski um eitt þúsund alls), þarna var líka að finna 12 þús- und barðastóra hatta, 30 þús- und pör af skóm og nóg af þétt- ofnum dúk til að klæða alla Kaliforníubúa næstu finun árin. I þessari sendingu voru einnig , nokkur hundruð blúndublæjur, sem velviljaðir viðskipta- skríbentar í New York bentu á að gætu nýst ágætlega til að sigta gull frá sandi. Kaupmaður í Boston auglýsti að hann hefði fimmtíu starfs- menn á sínum snærum sem hefðu sérhæft sig í nauðsynleg- um Kaliforníubúnaði. Þar á meðal var „spænsk eða kali- fornísk skikkja? sem var einnig hægt að nota sem teppi og aðr- ar hentugar yfirhafnir voru „frakki námumanna við Fe- ather-á“ og „síðfrakki Sutters fyrir námumenn". Moskítónet þurfti einnig að hafa í fartesk- inu ef ekki átti illa að fara. Bakarar höfðu ekki undan að baka brauð í nestismal ferða- Ianga og byssusmiðir gátu ekki annað eftirspurn. Ein sérkennilegasta auglýs- ingin var eflaust sú sem birtist á dreifimiða á götum New York í febrúar 1849. Þar aug- lýsti frú Eliza Farnham eftir 100-130 einhleypum konum sem hefðu áhuga á að fylgja henni til Kaliforníu. Frú Farn- ham, sem var sannkristin kona, taldi ekki vanþörf á siðbótar- ferð til þessa landshluta. Ekk- ert varð hins vegar af förinni, þar sem illar tungur komu þeim sögum af stað að frú Farnham væri eingöngu að safna saman hópi af „flekkuð- um dúfum“ eins og portkonur voru kallaðar. Fleiri bjuggu að hugmynda- auðgi en frú Farnham. Rufus nokkur Porter auglýsti að hann myndi fljótlega ljúka smíði „fiuglestar", sem gæti flutt far- þega til Kaliforníu á þremur dögum. Rufus hafði hannað gufuknúið loftfar, sem hann sagði geta flutt hundrað far- þega í einu. Hann lenti að vísu í ýmiss konar erfíðleikum, sem komu í veg fyrir að honum tæk- ist að ljúka smíðinni, en hann var uppfinningamaður af guðs náð. Hann hafði meðal annars hannað riffil með skotfærasí- valning sem snerist, en seldi þá uppfinningu fyrir 100 dali manni að nafni Colt, sem síðar framleiddi frægar byssur undir því nafni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.