Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ a26 B SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 DÆGURTÓNLIST Gamlingjar Jethro Tull-félagar með Ian Anderson fyrir miðju. JETHRO TULL LIFIR ENN GÖMLU brýnin í Jethro Tull láta ekki deigan síga þrátt fyrir þrjá- tíu ára samfelldan feril og á fjórða tug breiðskífna. Nokkur ^vár eru liðin siðan sveitin sendi frá sér nýtt efni og því fagna Tull-vinir nýrri skifu, J-Tull.Com sem kom út fyrir skemmstu. Eins og nafnið ber með sér hafa þeir Ian Anderson laxabóndi og félagar hans uppgötvað Netið, enda vísar heiti skífunnar til vef- seturs hennar. Ekki er bara að þeir félagar hafa netvæðst heldur hafa þeir tekið upp fyrri háttu í kraftmiklu rokki, því platan er öllu harðari og kraftmeiri en síð- ustu skífur, því á þeim voru liðs- menn að gutla í þjóðlegri tónlist úr ýmsum áttum. J-Tull.Com hefur verið vel tek- ið víðast í Evrópu og einnig hef- ur sveitinni gengið bærilega vestan hafs ef marka má frásögn Andersons á vefsetri sveitarinn- ar, þó breskir rokkunnendur hafi tekið skífunni með yfirveg- Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Sigur Rósarsmáskífa SIGUR Rós hefur vakið mikla at- hygli ytra ekki síður en hér á landi og fyrir skemmstu kom út fyrsta smáskífa sveitarinnar erlendis. Ut- gefandi skífunnar er breska útgáfan Fat Cat Records. Fat Cat Records hefur gefíð út ýmsa listamenn á síðustu árum, þar á meðal endurunnin Bjarkarlög, tólftommu með Grindverki, en einnig Immense, sem stendur til að leiki hér á landi á næstunni, Grain og Third Eye Foundation. Smáskífa Sigur Rósar heitir Svefn- g-englar eftir aðallagi hennar en einnig er á plötunni Viðrar vel til loft- árása og aukalög eru tvö tónleikalög sem hljóðrituð voru í íslensku óper- unni 12. júní sl., Nýja lagið og Syndir Guðs. Smáskífan er einnig gefín út á vínyl 12“, aukalagið er eitt, Veröld ný og óð, sem einnig var tekið upp á tón- leikunum í óperunni á sínum tíma. EMILÍANA mýr mffímir LÍTIÐ hefur heyrst til Emilíönu Torrini síðustu ár, en í vikunni kemur hún hingað til lands með nýja plötu, Love in the Time of Science, í farteskinu. Hún heldur þá líka tvenna tónleika í íslensku óperunni, sína fýrstu tónleika hér á landi í tvö ár. Plötuna nýju vann Emilíana með ýmsum, þar á meðal Roland Orzabal, forðum leiðtoga Tears for Fears, en einnig koma við sögu lagasmiðurinn Eg White, Sigtryggur Baldursson, Jóhann Jóhannsson og fleiri. To Be Free Við Eg sömdum þetta lag fyrir tveimur árum, þegar við hittumst í íyrsta sinn. Eg var búin að vera að vinna með fullt af fólki, en þegar við Eg hittumst náðum við svo vel saman. Síðan fór ég til Islands og heyrði ekki lagið fyrr en ári síðar, en fann þá að ég vildi að platan væri einmitt í þeim dúr; To Be Free gefur tóninn fyrir plötuna sem fyrsta lag henn- ar, en það gaf líka tóninn fyrir alla vinnuna vð plötuna. Wednesday Child Eg lagði ekki mikið til þess lags annað en að syngja það. Við Roland [Orzabal] ætluðum að semja einhver lög sam- an, en ég var varla byrjuð að pæla í laginu þegar hann var búinn að semja það. Baby Blue Það er eins með þetta lag og Wednesday Child, Orzabal samdi það og útsetti og ég söng. Mér fannst bæði lögin stinga svolít- ið í stúf við annað á plötunni, en kann alltaf betur að meta þau, þau eiga bæði vel við þótt þau séu öðru- vísi til komin en önnur lög og mjög mikil Orzabal-lög. Dead Things Það byggðist á texta sem ég hafði lengi verið með í hug- anum en gekk ekkert að senya lag við. Svo hitti ég Eg og þá var ekkert mál að búa til lag. Við byrjuðum á þvi að hrúga inn hljóðum og töktum en skiptum laginu svo í þungarokk- skafla; mér finnst þetta svo fallegt lag. Textinn fjallar um dauða hluti sem eru allt í kringum okkur. Unemployed in the Summertime Þegar ég vai- yngri langaði mig alltaf til að vera atvinnulaus á- sumrin og geta slappað af, mig langaði ekkert til að vinna, en mamma píndi mig áfram. Þetta )ag er, eins og flest lögin á plötunni, ástarlag, en þau eru ekki endilega ástarlög um fólk, heldur líka um ást á hlutum og upplifun. Easy Við Siggi og Eg sátum og spjölluðum saman og smám saman varð til laglína og svo taktur og loks var komið lag. Við unnum oft þannig, settumst ekki niður til að semja lag heldur hittumst við á hverjum degi til að spjalla saman og velta fyrir okkur hugmyndum. Stundum varð til lag úr stemmn- ingunni og þetta er eitt af þeim, en við þrjú eigum þrjú lög á plötunni. Fingertips Fingertips fjallar um það að vakna og upplifa daginn eins og hann er, að taka eftir öllu í kringum mann og njóta þess. Það er eitt laganna sem við sömdum saman þrjú. Telepathy Mig langaði til að hafa eitt lag sem reyndi eitthvað á rödd- ina, en mér hefur reynst svo erfítt að semja þannig lög sjálf. Jói samdi þetta lag með Sigga og sendi okkur spólu með hljómborðsleik sem við notuðum aðeins breyttan. Það má segja að hann hafí útsett lagið, enda sendi hann okkur það tilbúið á spólunni þó að við höfum breytt því aðeins þegar við vorum að taka það upp fyrir plötuna. Tunafíish Það segir frá venjulegum degi og hversu miklu skiptir að taka þátt í lífinu, að vera virkur í öllu. Summerbreeze Summerbreeze samdi Mark Abis, náungi sem við Eg hittum þegar við vorum úti að borða. Hann er listamaður og við fórum að spjalla við hann. Þegar ég nefndi að ég væri að leita að fall- egu sumarlagi tók hann upp gítar sem hann var með og söng þetta lag fyrir mig. Mér fannst það svo fallegt að ég ákvað að það yrði á plötunni. Sea People Eg var með textann við þetta lag, sem er að nokkru leyti endurunninn, í huganum og fann svo laglínu við það sem mig langaði að leyfa Eg að heyra. Það tók mig aftur á móti svo langan tíma að fara til hans og ég varð að syngja laglín- una í sífellu til að gleyma henni ekki á leiðinni. Ef einhver reyndi að tala við mig uiraði ég á hann til að fá frið til að syngja, því ég er svo fljót að gleyma. Eg er mjög ánægð með lagið þótt það sé sorglegur endir á plötunni. ehir Árno Mutthiasson DRAUMUR HJARÐSVEINSINS ÓSK Óskarsdóttir hefur verið iðin við plötuútgáfu undanfarin ár og sendi frá sér fjórðu plötuna á tveimur árum á dögunum. Plötur hennar hafa hver verið annarri ólík og á plötunni nýju, sem heitir Draumur hjarðsveinsins, kveður enn við nýjan tón. s Osk segir diskinn haustdisk, enda vísi sum laganna til ■JK'iaustsins og í flestum ómi söknuður. „Eg er líka að nota gítara, sem ég hef ekki gert áður, og fæ rokklið mér til aðstoðar," segir Ösk og bætir við að að varla ætti að koma mönnum á óvart að hún sé að fást við rokk, hún hafí ekki farið leynt með að henni falli flestar gerðir tónlistar „Þetta er þó þjóðlegt,“ Ósk áfram, en lögin eru ■K>11 eftir hana og textar ljóð eftir ýmis skáld, mörg eftir Jakobínu Johnson en einnig eiga ljóð Káinn, Rósa B. Blöndals, Sigurður Breiðfjörð og tit- illag plötunnar er við ljóð eftir Bjama Marinó, en hann er eina skáldið sem enn er á lífi. Ósk segist hafa valið ljóðin sér- staklega með tilliti til hauststemmn- ingar og síðan samið lögin við. „Þetta voru þau ljóð sem mér fannst best skila þeirri stemmningu sem ég var að leita að,“ segir hún, en áður hefur hún beitt áþekkum vinnubrögðum við gerð vordisks. Ósk tók plötuna alla upp heima hjá sér og segir það vinnulag hafa gefist vel. Draum hjarðsveinsins hljóðblandaði hún líka heima og gef- ur diskinn síðan út sjálf. Platan er unnin á nokkrum tíma, sumir grunnar teknir upp samtímis vor- plötunni en síðan lá hún yfir þeim og pældi í útsetningum og frekari hljóðfæraslætti, en eins og getið er er hún með ýmsa sér til halds og trausts. Er þar fyrstan frægan að telja Þorstein Magnússon, sem leik- ur á gítar í flestum laganna, en einnig Mike Pollock, Dan Cassidy, Bíbí fyrrverandi Kolrössu og Krist- ófer Mána. Þess má svo geta að dóttir Óskar barnung, Anna Lucy, syngur með henni og eitt lagið ein. Ósk segir að ekkert hafi verið ákveðið með tónleikahald sitt að sinni. Hún samdi lögin á píanó og segist sem best geta komið fram og flutt þau þannig, þó vitanlega væri gaman að geta troðið upp með rokk- sveit. „Það má vel vera að ég geri eitthvað ef ég kemst einhversstaðar að með rokkið, hver veit?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.