Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.1999, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR IVIATARLISTlíhmang eða sykur? Sœt sem hunang ALLT fram á miðaldir var hunang eina sætuefnið í fæðukeðjunni og því mjög verðmætt. Það þótti t.d. mun alvarlegri glæpur að stela hunangskrukku heldur en kjöthleif. Með til- komu sykurreyrssykursins minnkaði neysla hunangs til muna. Hunangs er getið víða í mannkynssögunni og eins í grískri goðafræði, en grísku goðin fengu kraft sinn og vald aðallega úr mjólk og hunangi, enda er hunang einstæður náttúrulegur sætugjafi í fæðu- keðjunni. ✓ Idag notum við hins vegar oftast sykur í stað hunangs og er það miður. Unninn sykur hefur slæm áhrif á taugakerfi okkar, gerir okkur pirruð og leiðinleg og fer afar illa með tennurnar, svo eitthvað sé nefnt. Hunangið virðist (samfara aukinni meðvitund fólks varðandi heilbrigt líf og hollan kost) nú vera að skapa sér fastan sess á ný í matargerð og er einnig . notað í ýmsa aðra fram- Eftir Alfheiði Hönnu leiðslu, s.s. til krem- og Friðriksdóttur hársápugerðar. Ástæðan fyrir því að hunang er betri kostur en syk- ur, er að hinar náttúrulegu sykrur hunangs blandast milliliðalaust og samstundis inn í blóðið. Hunangsflugur sjúga hunangið úr blómunum og varðveita það í vömb sinni og náttúran sér síðan til þess að þær fullvinna sætuefnið. íslensk börn innbyrða óheyrilegt magn af unnum sykri og óskandi væri að þau gætu fært sig meira yfir í hunangið, fá sér t.d. kalt og frískandi ávaxtaíste með hun- angi í stað alls gosdrykkjasullsins. Eins er ekta möndlu- eða hnetunúggat tilvalið laugardagsnammi, en það er unnið úr hun- angi. Drottningarhunang, propolis og pollen eru hunangsafurðir sem löngu hafa sannað ágæti sitt. Um daginn uppgötvaði ég enn eitt ágæti hunangs. Eg er um þessar mundir stödd í Belgíu hjá söngkennaranum mínum og þar sem hún býr er mikið um moskítóflugur og þeim finnst ég afar gómsæt, fá greinilega sjaldan íslenskt blóð. Þótt ég sofi undir flugnaneti og beri á mig alls konar krem tekst þeim oft að næla sér í bita. Ein kona ráðlagði mér að bera lavenderhunang á bit- in og viti menn, þau urðu ekki eins bólgin og kláðinn mun minni, heldur en ef ég bar hydrokortisonkremið úr apótekinu á þau. Meira um lavenderhunangið, það er afar sótthreinsandi, sérstaklega mýkjandi fyrir hálsinn og eins við lungnasýkingum. Lækn- ingarmátt hunangsins er fyrst og fremst að þakka ákveðnum sýrum sem hunangsflug- urnar framleiða og bæta út í hunangið. Af náttúrunnar hendi er þessi sýra mjög öflug gegn alls kyns kvillum, þar á meðal gigt. Kastaníuhunang er tilvalið í bakstur og eins hefur það góð áhrif á blóðrennsli. Hun- angið er semsagt ekki bara til að hafa út í te. Hér fylgir uppskrift að hunangssætum kjúklingi. (IWiMiiB ■ 9MMBH9BSMHKSBSSK Kjúklingur með furuhnetum Fyrir 4 _______1 kjúklingur____________ 200 g furuhnetur___________ _______1 laukur________________ _______2 qulrætur______________ _______2 perur_________________ 20 cl sýrður rjómi_________ _______50 g hunang_____________ 3 gfhýddir tómatar_________ 1 steinseljustilkur 1. Skerið kjúklinginn í 8 bita. 2. Afhýðið laukana og þvoið perurnar og gulræturnar og hakkið í matvinnsluvél. 3. Hitið ólívuolíu í djúpri pönnu. Setjið kjúklingabitana ofan í, hellið hunangi yfir þá, hellið síðan hökkuðu grænmetinu út á pönnuna og eins afhýdda tómatana, skorna í fernt, söxuðum steinseljukvistinum og furuhnetunum. 4. Blandið hálfu glasi af vatni út í, setjið lok á pönnuna og látið malla við miðlungs- hita í hálftíma. 5. Fimm mínútum fyrir lok suðutíma, bæt- ið þá sýrða rjómanum út í. 6. Berið fram ásamt fersku avokadó- mauki. > > > > AutoCad 2000 AutoCad 2000 AutoCad 2000 AutoCad Map 2000 3D Studio Viz MapGuide POINT grunnur framhald 2ja daga námsk. nýjungar 2ja daga nsmk 2ja daga nimsh 3ja daga nímá 2 dagar; jámkading / 3 dagar; nrtírædi, steypa, stál og tré © SHGRTILL Autodesk. Authorised Training Centre Snertill er viðurkenndur sölu-, þjónustu- og kennsluaðili á POINT og AutoCAD LÆKNISFRÆÐI// / hægt aðfá einkaleyfifyrir erfðastofnum? Erfðamengi mannsins NÝLEGA var haldinn fundur bandarískra og breskra embættismanna á Bermúdaeyjum þar sem komist var að samkomulagi um aðgerðir til að hindra að hægt væri að fá einkaleyfi á erfðamengi mannsins eða einhverj- um hlutum þess. Þetta samkomulag er stutt af flestum stofnunum, félögum og sjóðum sem standa að rannsóknum á erfðamengi mannsins í Bandaríkj- unum, Bretlandi, Þýskalandi, Italíu og víðar. Stefnt er að því að þessum rannsóknum ijúki árið 2003 og þá verði búið að greina og kortleggja allt erfðamengi mannsins. Unnið er við að kortleggja erfðamengi mannsins í a.m.k. 20 löndum og þó svo að fáein þessara landa geri með sér samkomu- lag eins og að ofan greinir er ekki líklegt að hin löndin fylgi því. Hins vegar er það svo að einkaleyfi í einu landi gildir ekki í öðrum löndum nema um það sé gert sérstakt samkomulag. * Arið 1769 fékk James Watt einkaleyfi iyrir gufuvélinni. Hún uppfyllti þær kröfur að vera al- veg ný og áður óþekkt, krefjast ákveðinnar tækni og hafa vel skil- greint notagildi; á svipuðum for- sendum eru öll einkaleyfi veitt. Það hlýtur að orka tvímælis að veita einkaleyfi fyrir einhverju sem finnst í náttúrunni, t.d. hormónum eða boðefnum í líkamanum, lífverum eða erfðamengi þeirra eða öðru í þeim dúr. Flestir eru sammála um að ekki sé hægt að veita einum aðila einka- leyfi fyrir efnum eins og skjald- kirtilshormóni, testósteróni eða blóðrauða. Það er meira að segja þannig að þegar lyfjafyrirtæki leggja í mikinn kostnað við að þróa nýtt lyf hafa þau einkaleyfi fyrir lyf- inu í takmarkaðan árafjölda og að þeim tíma liðnum getur hver sem er framleitt og selt lyfið. En hlutimir gerast hratt og þegar er búið að veita einkaleyfi fyrir erfðamengi nokkurra örvera, tveggja fugla, kan- ínu, marsvíns og fisks. Margir efast um hversu skyn- samlegt það sé að eyða öllum þeim gífurlegu fjármunum sem nú er eytt í kortlagningu á erfðamengi manns- ins, erfðarannsóknum og leit að sjúkdómsvaldandi erfðastofnum. Þessar rannsóknir eru góðra gjalda verðar en margir telja að stórum hluta þessara fjármuna væri betur varið í annað brýnna fyrir heilbrigði jarðarbúa. Eftir Mognús Jóhonnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.