Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 B 11 HANDKNATTLEIKUR Barisic var bjarg- vættur Eyjamanna MIRO Barisic tryggði Eyjamönnum dýrmætt stig gegn Val á sunnudagskvöldið þegar hann fór inn úr hægra horninu og jafn- aði, 21:21, þegar 5 sekúndur voru eftir af leik liðanna á Hlíðar- enda. ÍBV og Valur eru því áfram jöfn að stigum og eiga fyrir höndum harðan slag í lokaumferðunum um sæti í úrslitakeppn- inni. Víðir Sigurðsson Valsmenn voru klaufar að inn- byrða ekki sigurinn því þeir áttu alla möguleika á því á lokamín- útunum. Þegar Axel Stefánsson, mark- skrifar' vörður Vals, varði frá Daða Pálssyni úr dauðafæri 40 sekúndum fyrir leiks- lok blasti sigurinn við Hlíðarendalið- inu sem var yfir, 21:20, og með bolt- ann. En þegar 15 sekúndur voru eftir fór Freyr Brynjarsson inn úr vinstra hominu, Gísli Guðmundsson, markvörður IBV, varði og Eyja- menn nýttu skamman tíma til hins ýtrasta. Eyjamenn gátu líka nagað sig í handarbökin því undirtökin voru þeirra lengst af. Þeir náðu fjögurra marka forystu í íyrri hálfleik og fengu góð færi til að auka hana. I seinni hálfleiknum vom þeir aftur í vænlegri stöðu, komnir í 17:14 og tvö stig innan seilingar. En á 11 mínútna kafla gerðu Valsmenn fjögur mörk gegn engu, komust í 18:17, og voru eftir það fyrri til að skgra í hnífjöfn- um slag til leiksloka. Eigum að vera skynsamari en þetta „Við erum búnir að klúðra mörg- um leikjum á þennan hátt og eigum að vera skynsamari en það að reyna skot úr erfiðu færi þegar 15 sekúnd- ur eru eftir. Þetta var leikur sem við áttum að klára og við töpuðum dýr- mætu stigi. Jafnteflið bætir stöðu okkar lítið, við þurfum 3 stig enn til að vera öruggir í úrslitakeppnina. Við eigum erfiða leiki eftir, heima- leik við Hauka og tvo útileiki á erfið- um völlum,“ sagði Theódór Valsson, línumaður Vals og varnarjaxl, við Morgunblaðið eftir leikinn. Theódór fékk langþráð tækifæri í sókn Vals og skoraði 7 mörk en hann hefur til þessa fyrst og fremst verið lykilmaður í vörn Hlíðarendaliðsins. „Þetta gekk ágætlega, ég hafði heppnina með mér, og vonandi þýðir það að ég fái að spila meira. Ég var ekki búinn að spila nema 1-2 leiki í sókninni í vetur og aðallega leyst af Sigfús og síðan Geir,“ sagði Theó- dór. Hann og hinn 18 ára gamli Mark- ús Máni Michaelsson stóðu upp úr í Valsliðinu ásamt Axel Stefánssyni, markverði. Markús er eitt mesta efni í íslenskum handbolta í dag, lang- skytta sem þorir að reyna sjálfur og matar línuna óspart en hann átti sjö línusendingar sem gáfu mörk. Klúðruðum þessu i fyrri hálfleiknum „Við vorum betra liðið framan af en klúðruðum þessu í fyrri hálfleik. Þá vorum við fjórum mörkum yfir og tveimur mönnum fleiri en nýttum það ekki. Varnarleikurinn gekk vel og einnig markvarslan en sóknar- leikurinn var ráðleysislegur í seinni hálfleik, Heppnin var frekar á bandi Valsmanna en annars var þetta lík- lega sanngjarnt þegar á heildina er litið. Við höfum fengið fleiri stig á útivöllum en í íyrra og það er já- kvætt,“ sagði Erlingur Richardsson, fyrirliði ÍBV. Hjá Eyjamönnum voru Guðfinnur Kristmannsson og Miro Barisic í að- alhlutverkum. Erlingur var í farar- broddi í öflugum varnarleik liðsins og Gísli varði markið vel. Morgunblaðið/Sverrir Freyr Brynjarsson, Valsmaður, fer inn úr vinstra horninu gegn Gísla Guðmundssyni, markverði ÍBV. Miro Barisic fylgist með en hann jafnaði fyrir ÍBV í blálokin eftir að Gísli varði frá Frey. Víkingar þurffa krafta- verk Ekkert annað en kraftaverk fær nú komið í veg fyrir að Vík- ingar falli úr efstu deild eftir að- eins ársdvöl. Á sunnudagskvöld Páfeson steinlá lið þeirra skrifar fyrir Frömurum í Safamýri með ellefu marka mun; 34:23. Eina von læri- sveina Þorbergs Aðalsteinssonar felst nú í því að sigra í þeim þrem- ur leikjum sem eftir eru og vona að IR-ingar tapi öllum sínum. Ef marka má þennan síðasta leik, verður þó að teljast líklegra að Víkingar fari stigalausir út úr loka- sprettinum. Framarar eru á hinn bóginn með trausta stöðu í öðru sætinu og geta einir liða veitt Aft- ureldingu keppni um deildarmeist- aratitilinn. Víkingar mættu ákveðnir til leiks, sér meðvitandi um að nú væri að duga eða drepast. Þeir komu langt út á móti sóknarmönn- um Fram, staðráðnir í að stöðva hina hávöxnu leikmenn Gunnar Berg Viktorsson og Robertas Pauzolis. Sú áætlun gekk fullkomlega upp, en sá böggull fylgdi þó skammrifi að aðrir leikmenn Fram léku laus- um hala og skoruðu að vild. Langa- tkvæðamestur var línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem skoraði átta mörk í fyrri hálfleik, þar af fimm eftir að hafa hreinlega gengið í gegnum Víkingsvörnina. Ekki bætti úr skák fyrir gestina að heimamönnum tókst hvað eftir annað að stela knettinum í vörninni og bruna fram í hraðaupphlaup. Niðurstaðan varð sú að Framarar gengu til búningsklefa í leikhléi með níu marka forystu; 20:11. Þar sem segja má að úrslitin hafi verið ráðin í hálfleik, dofnaði mjög yfir leiknum í síðari hálfleik. Vík- ingar þéttu vörnina, en Framarar létu sér nægja að halda í horfinu og innbyrða tvö dýrmæt stig með sem minnstri fyrirhöfn. Yngri leik- menn fengu að spreyta sig, svo sem Vilhelm G.Bergsveinsson og Guðjón Drengsson, auk þess sem Magnús Erlendsson stóð í markinu nánast allan leikinn og stóð sig mjög vel. Athygli vakti að fyrst þegar í algjört óefni var komið brá Þorbergur Aðalsteinsson til þess ráðs að skipta nýjum mönnum inn á. Er það ef til vill til marks um það andleysi sem ríkir í liðinu, en svo virðist sem leikmenn og þjálf- ari hafi gefið upp alla von um að bjarga sér frá falli eftir skellinn gegn HK á dögunum. Eyjamenn á hrakhólum HANDKNATTLEIKSLIÐ ÍBV var á hrakhólum í höfuðborg- inni á Iaugardagskvöldið, í kjölfar þess að leik liðsins við Val var seinkað um sólarhring eftir að þeir Eyjamenn voru mættir til leiks. Ausandi rigning sfðdegis á laugardag olli leka í Valsheimilinu þannig að gólfið var of hættulegt til að á því væri leikið. „Það var ekki annað að gera en að fresta leiknum en við lentum í miklum vandræðum. Við rúntuðum um borgina í tvo tíma til að finna hótel og um tíma blasti við að við þyrft- um að fara til Keflavíkur því öll hótel á höfuðborgarsvæð- inu virtust vera full af útlendingum vegna Heklugossins. En á síðustu stundu fengum við inni á gistiheimili. Þetta þýddi líka að við misstum af herrakvöldi handknattleiksdeildar- innar,“ sagði Erlingur Richardsson, fyrirliði IBV, við Morg- unblaðið. Hann sagðist ekki viss um hver ætti að bera kostnaðinn af dvöl liðsins í borginni. „Við töluðum við Einar hjá HSÍ en hann vissi ekki hvað væri það rétta í málinu. Við hefðum ef- laust þurft að útvega gistinguna ef þetta hefði gerst í Eyj- um, en annars látum við gjaldkerana um að greiða úr þessu,“ sagði Erlingur. Auðfengin stig KA KA-menn sóttu tvö auðfengin, en jafnf ramt mikilvæg stig í Ár- bæinn á sunnudag þegar þeir mættu neðsta liði deildarinnar, Fylki. Fyrirstaða heimamanna var lítil og lokatölur urðu 15-27, gestunum í vil. Það voru Fylkismenn sem hófu leikinn betur; skoruðu tvö fyrstu mörkin og virtust líklegir til afreka í leiknum. Sá F draumur virtist Bjarnason hins vegar heldur skrifar óraunhæfur eftir að KA-menn höfðu skorað 5 mörk í röð og breytt stöð- unni í 2-5. Á þessum tíma varði Hörður Olafsson, markvörður KA- manna, afar vel fyrir sína menn, auk þess sem Fylkismenn voru klaufskir í sóknarleik sínum. Ein- kenndist hann oft og tíðum af of mörgum skrefum, ruðningi og leik- töfum. Eftir þennan góða kafla fyr- ir KA-menn skiptust liðin á að skora; alveg þangað til stutt var eftir af fyrri hálfleik, þegar gest- irnir skoruðu 3 mörk í röð og náðu fjögurra marka forystu. Fylkis- menn svöruðu og staðan í hálfleik var 9-12. Síðari hálfleikur hófst á mjög svipaðan hátt og sá fyrri. Fylkis- menn skoruðu, en gestirnir svör- uðu þá með 5 mörkum í röð og náðu sjö marka forystu, 10-17. Þar með var ljóst að leikurinn væri endan- lega tapaður fyrir Fylkismenn. Liðin skiptust þó á að skora, alveg þangað til u.þ.b. 15 mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þá gerðu KA-menn sér lítið fyrir og skoruðu 7 mörk í röð og breyttu stöðunni í 13:26. Eftir þessa upprúllun sem tók um 10 mínútur gátu Fylkis- menn lítið annað gert en klóra sér í hausnum. Þeir náðu þó að setja tvö mörk í lokin til málamynda og loka- tölur urðu 15:27, KA-mönnum í vil. Leikurinn í heild var ekki mikið fyrir augað. Mikið var um mistöK hjá báðum liðum, þá sérstaklega heimamönnum sem virtust með hugann einhvers staðar allt annars staðar en þar sem hann átti að vera. KA-menn gengu á lagið, því þrátt fyrir að þeir hafi ekki átt sér- lega góðan dag breytti það litlu máli; fyrirstaðan var nánast engin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.