Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.04.2000, Blaðsíða 6
6 B 1SUNNUDAGUR 2. APRÍ L '2000 MORGUNBLAÐIÐ i Sá einn sem þekkt hefur skin og skugga, stríð og frið, uppgang og hnignun, veit hvað lífið er í raun og sannleika.“ - þetta eru lokaorð bókarinnar Die Welt von gestem - Veröld sem var, eftir Aust- urríkismanninn Stefan Zweig. Eins og fleiri Gyðingar leið hann mikið fyr- ir aðgerðir og ofsóknir samlanda síns, hins kaldrifjaða Adolfs Hitlers og liðsmanna hans. Það voru fleiri en Gyðingar sem liðu píslir fyrir tilstilli Hitlers og hemaðarstefnu hans. Seinni heimstyrjöldin breytti h'fi margra þeirra sem á annað borð lifðu hörmungamar af. Þegar Rudolf Kettler ungur bóndi úr þorpinu Haugsdorf sneri síðla árs 1945 heim úr bandarískum fangabúðum eftir að hafa barist á vígvöllum í Frakklandi og Rússlandi beið hans þriggja ára sonur og eiginkona sem var hálfgeng- in með bam annars manns. Litli drengurinn er nú íslenskur ríkisborgari, kvæntm- íslenskri konu og heitir Emst Kettler. Hann man ekki eftir fjölskylduráðstefnunni sem haldin var í kjölfar heimkomu föður hans, hann man hins vegar að móðir hans var sett ófrísk upp á hestvagn og rekin burt af heimilinu en hann sjálfur varð eftir hjá föður sínum og fólkinu hans, sem óspart hafði hvatt hann til að láta konuna fara vegna hjúskaparbrots hennar. Þessi ákvörðun leiddi sannarlega skugga yfir líf hins unga Emst Kettlers. Hann varð við þessar aðgerðir móð- urlaus - móður sína sá hann aðeins einu sinni enn þar til hann var orðinn fertugur fjölskyldufaðir á íslandi. Eftir brottflutning Veróniku móður hans á hestvagninum var Emst sett- ur á leikskóla á daginn. Þangað stalst móðir hans til að heimsækja hann og gaf honum púsluspil. „Ég man mjög vel hve reiður faðir minn varð þegar ég sagði honum hvemig ég hefði eignastpúsluspilið seinna um daginn. Hann tók púsluspilið og reif það í enn smærri búta og bannaði mér því næst að viðlagðri refsingu að tala nokkum tíma við móður mína aftur - lét mig lofa sér því að tala aldrei nokkum tíma við hana aftur,“ segir Emst. „Það hefur ábyggilega gengið nærri honum að reka móður mína burtu, hann elskaði hana og hefur líklega séð eftir þessari ákvörðun sinni til æviloka. Hins vegar var hinn kostur ekki góður - að hún yrði kyrr. Ég er Það er erfitt að hasla sér völl í nýju ættlandi, þá þarf að læra nýja siði og kasta yfír öxlina ýmsu sem áður gaf lífinu gildi. Ernst Rudolf Kettler kvikmyndagerðarmaður hefur búið á íslandi 36 ár. Hann segir í þessu viðtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá bakgrunni sínum í Austurríki, en þar ólst hann upp - fyrstu árin í skugga heim- styrjaldar og afleið- ingum hennar. Emst Kettler með Veróniku móður sinni meðan allt lék í lyndi. fljótlega Ágústu Óskarsdóttur frá Vestmannaeyjum og eiga þau þijú uppkomin böm sem líka eiga rætur í Austurríki og hafa dvalið þar lang- dvölum hjá ættingjum Emst. En hver skyldu hafa verið tildrög þess að Emst Kettler fór til íslands? fsland - skemmtilega afskekkt! „Ég kom hingað af hreinni ævin- týraþrá ásamt tveimur félögum mín- um,“ segir hann og hlær. Emst Kett- ler er afar viðkunnanlegur maður, opinn og ærlegur í framkomu og ber þess ekki merki að hafa þurft að berj- ast áíram af eigin ramleik frá fjórtán ára aldri. „Þá var ég sendur brott úr föðurhúsum til Vínarborgara eftir enn einn fjölskylduráðsfundinn þar sem ákveðið var að ég skyldi verða bakari,“ segir hann. „Eiginmaður föðursystur minnar hafi verið í þýska hemum á yngri árum og hafði ásamt henni hvatt einna mest til þess að móður mín var rekin burt af heimili sínu. Þau hefur kannski iðrað þessa, í það minnsta vom þau mér æ hlýlegri eftir því sem árin færðust yfir þau. Þessi maður föðursystur minnar lok- aðist í stríðinu inni í Stalíngrad og leið þar hungur og hörmungar. Þar missti hann fótinn í hemaðarátökum og var síðan bundinn utan á flugvéla- væng yfirfullrar flugvélar og sendur þannig á sjúkrahús. Hann var ekki settur í fangabúðir heldur beint heim til sín. Hann var lífsglaður maður og hefur ábyggilega átt frumkvæðið að því að ég var látinn læra bakaraiðn. „Þá sveltur þú aldrei," sagði hann og talaði þar út frá biturri reynslu. Ég hafði ekki átt sérlega skemmtilega daga í uppvextinum. Einhverra hluta vegna kærði stjúpmóðir mín sig ekki mikið um mig. Ég var fljótlega eftir að hún kom til sögunnar, sem var skömmu eftir að móðir mín hvarf af heimilinu, settur í aðra álmu í húsinu, til konu afa míns sem gekk mér í ömmu stað og gerði það með miklum ágætum. Við amma lifðum okkar lífi í nokkurri fjarlægð frá föður mínum konu hans og syni þeirra. Þau áttu saman einn dreng og ég mátti hafa það að hann var látinn fá lykilinn að heimilinu ef þau fóru eitthvað, annars var venja í Austurríki að eldri sonur- inn varðveitti lyklana að heimilinu við slíkar kringumstæður. Föður minn hafði ég ekki náið samband við. Stjúpa mín sá um að við hittumst lítið nema þegar hún þurfti að láta refsa mér fyrir eitthvað sem ég gerði - eða gerði ekki. Svona liðu árin eitt af öðru, ég gekk í skóla og óx upp. Fjórtán ára var ég svo sendur á brott eins og fyrr sagði. Eftir það kom ég ekki á mitt gamla heimih til dvalar, ekki einu sinni þegar ég kom í heim- sóknir til Austurríkis síðar sem full- orðinn og giftur maður. Bróður mín- um þykir leiðinlegt hvemig farið var með mig í uppvextinum, hann er góð- Þau giftu sig tvisvar með nokkurra daga millibili vegna þess að brúðurin var lúthersk en brúðguminn kaþólskur. Brúð- kaupsmyndin er tekin 10. desember 1964. ekki viss um að faðir minn hefði getað axlað það að ala upp bam annars manns eftir það sem á undan var gengið. Það er ekki hefð fyrir svona nokkm í Austurríki - íslendingar em miklu frjálslyndari í þessum efnum. Ég lofaði föður mínum fjögra ára gamall að hitta ekki móður mína framar og stóð við það þar til ég var eitt sinn í heimsókn í Austurríki og kona vinar míns sagði mér að hún vissi hvar móðir mín ætti heima, hún hafði kennt bamabömum hennar. Það var rétt hjá staðnum sem við hjónin dvöldum. Konan mín, Ágústa Oskarsdóttir, hvatti mig eindregið til þess að fara og hitta móður mína. Ég sagðist hafa lofað föður mínum að hitta hana aldrei framar. Konan mín sagði að ég þyrfti ekki að standa við loforð sem ég hefði sem lítið barn ver- ið þvingaður til að gefa. Ég sá að það var nokkuð til í því, dreif mig í sturtu og klæddi mig uppá og hélt svo af stað með blóm ásamt konu minni og kunningjakonunni til að hitta móður mína. Ertu loksins kominn? Hún var að vinna úti á vínakri þeg- ar okkur bar að garði. Hún þekkti mig strax. „Emst ertu loksins kom- in“ Ég er hér að vinna á vínakrinum þínum sem afi þinn arfleiddi þig að en fól mér að sjá um meðan ég lifði,“ sagði hún og breiddi út faðminn. Ég faðmaði hana að mér. Hún var orðin gömul kona - mikið hafði gerst í lífi okkar beggja frá því við urðum að skilja 34 ámm áður. Ég grét og hún grét, þetta var undarleg stimd sem ég hafði ekki búist við að eiga eftir að lifa. Hún kynnti mig fyrir hálfbróður mínum, þeim sem hún gekk með þeg- ar hún var rekin burt af heimili þeirra föður míns í Haugsdorf. Hún hafði farið til föður síns og alið þar dreng- inn sem ég sá nú hér sem rígfullorð- inn mann. Síðar hafði hún gifst og eignast þijár dætur með þeim manni. Við hálfbræður báðir höfðum alist upp hjá stjúpforeldri, ég hjá stjúp- móður og hann hjá stjúpföður. Reynsla okkar beggja var svipuð - stjúpforeldramir höfðu sýnt okkur lítið ástríki. Stríðið hafði varpað yfir æsku okkar löngum skugga þótt vissulega hefðu sólskinsstundir kom- ið inn á milli.“ Allt þetta gerðist í Austurríki - nafn þess lands vekur margs konar hughrif. Þetta land lífsgleði og Vinar- valsa hefur verið mikið í fréttum und- anfarið vegna stjómmálaástandsins þar, í ríkisstjóm em nú komið fólk sem hliðhollt er talið öfgasinnaðri þjóðemisstefnu í ætt við nasisma. „Harmleikir af því tagi sem hér hefur verið lýst em að gerast á Balkans- kaganum enn í dag,“ segir Emst Kettler kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur víða komið við í íslensku þjóðfélagi, kom hingað 1963, giftist Morgunblaðið/Ami Sæberg Ernst Kettler og kona hans Ágústa Óskarsdóttir. I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.