Morgunblaðið - 02.04.2000, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 02.04.2000, Qupperneq 22
22 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ KOKKURINN í KALIFORNÍU ✓ Islendinga er að fínna í öllum heimshornum og margir hafa komið sér vel fyrir með fjölskyldu sinni, reka eigið fyrirtæki og eru ekkert á leiðinni heim. Ragnhildur Sverrisdóttir hitti einn landa sinn, kokkinn Ara Garðar Georgsson, í San Ramon í Kaliforníu, þar sem hann rekur morfflin- og hádegis- verðarstaðinn Katy’s Korn- er. Staðurinn er fjölsóttur og fékk ágæta umsögn í stór- blaðinu San Francisco Chronicle fyrir nokkru. Morgunblaðið/Ragnhildur Sverrisdóttir Ari Garðar Georgsson og Benedikta Gísladóttir, eiginkona hans, á veitingastað sínum, Katy’s Korner í San Ramon í Kaliformu, ásamt dótturinni Esther Jóhönnu. Esther Jóhanna í leikherbergi barnanna á Katy’s Korner. ARI Garðar Georgsson dvaldi í níu mánuði hjá systur sinni í bænum Carmel á Kaliforníuströnd árið 1972, þegar hann var 17 ára. Hann fór heim til íslands, lauk kokka- námi í Hótel- og veitingaskólanum og hélt aftur til Kaliforníu. Þar hef- ur hann verið nánast óslitið síðan, ef frá er talinn tíminn þegar hann var yfirkokkur á Hótel Holti í Reykjavík og gerði matreiðsluþætti fyrir nýstofnaða sjónvarpsstöð, Stöð 2. Ari vissi að í Kalifomíu væri mikil eftirspurn eftir kokkum frá Evrópu og hugsaði sig því ekki tvisvar um þegar hann hafði lokið námi. „Fyrsta starfið mitt var á Ventana Inn Resort í bænum Big Sur við Kyrrahafsströndina, en J þaðan fór ég í eldhúsið á hótelinu Quail Lodge í Carmel. Hótelið var þá eitt af aðeins sjö 5 stjörnu hótel- um í Bandaríkjunum. Þama var ég í næstum því tíu ár. Þessir staðir, Big Sur og Carmel, eru heimsfræg- ar paradísir og hafa löngum verið athvarf auðuga og fræga fólksins. Ventana Inn-hótelið í Big Sur var í eigu framleiðanda, sem gerði m.a. kvikmyndina frægu Easy Rider, en síðar keypti kvikmyndaverið 20th Century Fox hótelið. Ég tók við starfinu þar af einum þekktasta kokki Bandaríkjanna, Jeremiah Tower, sem síðar rak Stars-veit- ingahúsið í San Francisco. Þetta var auðvitað heilmikil upplifun fyr- *■ ir 22 ára nýútskrifaðan kokk frá íslandi.“ íslenskur graflax og humar Kokkurinn ungi naut lífsins, bjó í Carmel og ók um á Ford Mustang. Hann segir að kokkar hafi ekki verið sérstaklega vel launaðir á þessum ámm, en verkefnin vom spennandi. „Þegar ég var ráðinn til Quail Lodge árið 1978 hitti ég yfir- menn hótelsins, stjómarformann og varastjómarformann. Sá síðar- nefndi var Ungverji og hafði ein- hvem tímann komið til íslands. ^Hann spurði mig hvort það væri enn til siðs á Islandi að hleypa föngunum á Litla-Hrauni í bíó á kvöldin, með því skilyrði að þeir skiluðu sér aftur í fangelsið fyrir nóttina, en þessar upplýsingar úr íslandsheimsókn höfðu greinilega vakið mesta athygli hans.“ „ Ungveijinn fól íslendingnum unga að opna nýtt veitingahús sem sérhæfði sig í sjávarréttum. „Veit- ingahúsið var eitt hið stærsta slíka á vesturströnd Bandaríkjanna. Ég hafði meðal annars íslenskan graf- lax og humar á boðstólum, enda var þetta rándýr staður svo ég gat keypt það hráefni sem ég vildi. Síð- ar tók ég þátt í að opna annan sjáv- arréttastað Quail Lodge í miðbæ Carmel og veitingastað á Hawaii- eynni Maui. Lengst af vann ég þó á hótelinu þeirra í Carmel, flaggskipi Quail Lodge-keðjunnar.“ Ari segir að hann hafi átt auðvelt með að setja sig inn í störf sem kokkur í Bandaríkjunum. „Flestir yfirkokkar í Bandaríkjunum á þessum ámm vora menntaðir í Evrópu og ég hafði tamið mér sömu vinnubrögð og þeir. Matseðl- arnir á fínni veitingastöðum vora kunnuglegir, svo ég þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að aðlagast nýjum siðum í eldhúsinu.“ Athvarf fræga fólksins Fræga fólkið var daglegir gestir á Quail Lodge í Carmel. „Shirley Temple borðaði hjá mér þegar hún og eiginmaðurinn héldu upp á 25 ára brúðkaupsafmæli, Burt Lanc- aster kom fram í eldhús eitt kvöld- ið og þakkaði mér sérstaklega fyrir laxinn sem hann hafði snætt og Rock Hudson var í mat kvöldið áð- ur en hann lést. Hann var í heim- sókn hjá vinkonu sinni, Doris Day, sem á hús á jörð hótelsins, við 16. holu á golfvellinum sem umlykur hótelið. Ég heimsótti hana oft og hún hefur sótt mig heim. George Bush gisti á Quail Lodge þegar hann var varaforseti og þá fylltist eldhúsið af leyniþjónustumönnum. Allt þetta fólk átti öraggt athvarf þarna, því hótelið sagði aldrei frá þvi hvaða frægu gestir dvöldu þar. Þetta viðhorf er enn ríkjandi í Carmel, þar fær fólk að vera í friði.“ Eftir níu ára starf hjá Quail Lodge ákvað Ari að söðla um og flytja heim til Islands. „Mér bauðst starf sem yfirkokkur á Hótel Holti og gat ekki hafnað svo góðu boði. Þegar ég var í kokkanáminu heima dreymdi mig um að stjórna eldhús- inu á Holtinu, sem hafði alltaf yfir- burðastöðu sem veitingastaður. Auk þess vora ákveðin tímamót í starfi mínu í Carmel, gamlir sam- starfsfélagar vora að hætta og mér fannst tilvalið að nota tækifærið og breyta um umhverfi." Frá Holtinu til Stöðvar 2 Ari hafði ekki verið lengi á ís- landi þegar honum bauðst að prófa enn eina nýjungina, gerð mat- reiðsluþátta fyrir Stöð 2. „Stöð 2 var að fara í loftið haustið 1986 og ég var fyrsti dagskrárgerðarmað- urinn sem þeir sömdu við. Ég sagði upp á Holtinu og skellti mér í myndver. Þættirnir voru sýndir sex sinnum í viku og vora um tíma eina innlenda dagskrárefnið á Stöð 2.“ Dvölin á Islandi varð ekki löng, aðeins um 18 mánuðir. „Ég átti erf- itt með að aðlagast Islandi á ný, eftir að hafa fullorðnast á erlendri grund. Allt vinnufyrirkomulag var öðravísi heima og ég kunni betur við mig í Kalifomíu. Eg fór því aft- ur út árið 1987.“ Ari ákvað að spreyta sig á rekstri veitingahúss sem fram- reiddi morgun- og hádegisverð, svo vinnutíminn yrði í föstum skorðum og fjölskyldan gæti átt kvöldin saman. Ari er kvæntur Benediktu Gísladóttur og eiga þau dæturnar Esther Jóhönnu og Tinnu Ósk. Fyrir átti Ari þrjú börn, Huldu, Róbert og Vilhelm. Benedikta, eða Benný, átti þrjá stráka, Anton, Ax- el og Viktor. Það var því oft líf og ljör á heimilinu. Esther Jóhanna er níu ára og Tinna Ósk aðeins þriggja ára, en eldri krakkamir era vaxnir úr grasi. Þeir koma þó 1 oft til lengri og skemmri dvalar, til dæmis dvelur Anton nú á heimilinu ásamt Kolbrúnu kærastu sinni og dótturinni Öldu Karen. Bæjarstjórinn og hafragrauturinn „í Carmel keyptum við ásamt tveimur öðram 100 manna stað sem var í fullum rekstri, Katy’s Place. Þann stað rákum við í tíu ár. Staðurinn var mjög vinsæll og vel sóttur, meðal annars af stjömun- um. Sjónvarpsstjarnan Roseanne Barr var fastagestur. Eftir að hún skildi við Tom Arnold stóðu fjöl- miðlar í þeirri trú að hún hefði far- ið til Frakklands. Sannleikurinn var sá, að hún sat með ljósa hár- kollu og sólgleraugu við borð 6 á Katy’s Place á hverjum morgni. Hún lét hins vegar lífvörð sinn, sem hún giftist síðar, sjá um að panta fyrir sig, enda hefði hún ver- ið auðþekkjanleg um leið og hún opnaði munninn. Dina Ruiz, eigin- kona Clints Eastwood, kom á hverjum morgni. Hann hefur búið í Carmel í rúman aldarfjórðung og var bæjarstjóri eitt kjörtímabil. Kona hans er sjónvarpsfréttakona og notaði alltaf morgnana til að fara yfir helstu dagblöðin hjá okk- ur. Arið 1997 eignaðist hún dóttur- ina Morgan og kom nánast beint af fæðingardeildinni aftur á Katy’s Korner að fá sér morgunverð. Clint kom líka endrum og sinnum, en hann fékk sér oftast hafragraut. Honum er greinilega annt um heilsuna. Nokkrir íslendingar komu til Carmel og störfuðu á Katy’s Place, þar á meðal Sturla Birgisson, nú- verandi yfirkokkur í Perlunni. Kennileitið Katy’s Korner Eftir áratug á Katy’s Place fóra Ari og Benedikta að hugsa sér til hreyfings. „Við vildum eignast okk- ar eigin stað, auk þess sem Carmel er ekkert sérstaklega skemmtileg- ur bær fyrir börn. Þarna er mikið af eldra fólki og ferðamönnum og fáir leikfélagar fyrir krakkana. Við seldum hlutinn í Katy’s Place í nóv- ember 1998, fundum þetta húsnæði í San Ramon og opnuðum Katy’s Korner í desember 1998. Staðurinn er opinn daglega frá 7 á morgnana til 2 eftir hádegi. Við eram mjög ánægð með staðsetninguna og stað- urinn hefur gengið vel frá fyrsta degi. Fyrst unnum við hérna þrjú, ég eldaði, Anna Harðardóttir sem hefur starfað hjá okkur í átta ár þjónaði til borðs og Benný sá um allt annað, hreinsaði af borðum, þvoði upp og aðstoðaði í eldhúsi.“ San Ramon er smábær við aust- urströnd San Francisco-flóa, miðja vegu milli Berkeley og San Jose. Nálægðin við Silicon Valley er auðsýnileg af ríkmannlegum húsunum, til dæmis í Danville, þar sem Ari, Benný og fjölskylda búa. Bandaríska stórblaðið San Francisco Chronicle skrifaði pistil um Katy’s Korner í nóvember á síðasta ári og var matarskríbent blaðsins greinilega hrifinn af staðnum og sagði hann hafa alla burði til að verða kennileiti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.