Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AUKNAR VEGA- FRAMKVÆMDIR AÐ ER ánægjulegt, að fjárhagsstaða þjóðarbús- ins er svo sterk um þessar mundir, að Alþingi telur fært að auka verulega fjárframlög til vegamála á næstu árum. A kynningarfundi Sturlu Böð- varssonar samgönguráðherra og samgöngunefndar Alþingis sl. fimmtudag, kom fram, að á næstu fimm árum verður rúm- lega 60 milljörðum króna varið til framkvæmda í vegamálum. Þar er um margar þýðingar- miklar framkvæmdir að ræða. I fyrsta lagi er ætlunin að hefjast handa um undirbúning að gerð jarðganga á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar. I báðum tilvik- um er um mikla samgöngubót að ræða. Siglufjörður tengist vaxandi byggð á Eyjafjarðar- svæðinu og reynslan af Hval- fjarðargöngunum sýnir að slík tenging þýðir, að þessi svæði renna smátt og smátt saman sem eitt atvinnusvæði. Jarðgöngin á Austurlandi bæta samgöngur þar mjög og koma ekki bara Austfirðingum til góða heldur öllum lands- mönnum. Verulegar vegaframkvæmd- ir verða á Vestfjörðum og Vesturlandi og mikilvægar ákvarðanir eru teknar um vegaframkvæmdir á suðvest- urhorni landsins. Undirbún- ingur að framkvæmdum við svonefnda Sundabraut verður hafinn af fullum krafti, tvöföld- un Reykjanesbrautar verður hraðað og aukið fé er sett í hinn svonefnda Suðurstrand- arveg. Árni Johnsen, alþingismað- ur og formaður samgöngu- nefndar Alþingis, segir um þessar ákvarðanir í grein hér í blaðinu í fyrradag: „Með ákvörðun ríkisstjórn- arinnar um viðbótarfjármagn á vegaáætlun 2000-2004 er verið að stíga eitt stærsta skrefið í sögu íslenzka lýðveldisins um sérstakt átak í vegagerð á landinu eða vegafé upp á 9 milljarða króna og er þá ótalið það sem vænta má sem fyrstu framlög til Sundabrautar eftir tvö ár en reikna má með a.m.k. tveimur milljörðum á fyrstu tveimur árum þess verkefnis, þegar það kemur til fram- kvæmda vonandi á árinu 2003 eða2004.“ Þau verkefni í vegamálum, sem hér hafa verið nefnd, hafa mikla þýðingu. Morgunblaðið hvatti til þess fyrir skömmu í forystugrein, að framkvæmd- um við tvöföldun Reykjanes- brautar yrði hraðað. Það er svo augljóst öryggisatriði vegna stóraukinnar umferðar á þess- ari leið, að ekki þarf að færa frekari rök fyrir því. Mörgum þótti í upphafi frá- leitt að leggja fjármagn í svo- nefndan Suðurstrandarveg. Við nánari athugun kemur þó í ljós, að sú vegagerð mun tengja saman sjávarbyggðirn- ar á Suðurlandi og Suðurnesj- um, auðvelda flutninga þar á milli og stuðla að auknum krafti í fiskvinnslu á þessum stöðum. Jafnframt er augljóst að Suðurstrandarvegur mun nýtast ferðaþjónustunni vel og almennt stuðla að aukinni tengingu á milli byggðanna á Suðurlandi og Suðurnesjum. Margir hafa tilhneigingu til að fjargviðrast út af jarð- gangagerð. Reynslan af slíkum framkvæmdum ýtir þó undir þær frekar en hitt. Staðreynd er, að byggðirnar á norðan- verðum Vestfjörðum eru orðn- ar að einu atvinnusvæði, þótt enn eimi eftir af gömlum sjón- armiðum hjá íbúunum einsog fram hefur komið í umræðum um skólamál. Hvalfjarðargöngin sýndu nánast í einu vetfangi að þau mundu stuðla að því að Borgar- fjarðarsvæðið og höfuðborgar- svæðið mundu smátt og smátt vaxa saman með gagnkvæmum styrk fyrir báða aðila. Það er auðvelt að sækja vinnu til Reykjavíkur og nágranna- byggða daglega frá Akranesi og úr Borgarfirði og öfugt og ekki er ólíklegt að íbúar höfuð- borgarsvæðisins muni í vax- andi mæli leita sér búsetu í Borgarfirði til þess að njóta í senn sveitakyrrðarinnar og ná- grennisins við þéttbýlið. Það er ákaflega mikilvægt að byggja upp á Eyjafjarðar- svæðinu mótvægi við höfuð- borgarsvæðið. Það er smátt og smátt að takast. Samgöngur við Eyjafjörð eru með þeim hætti að telja verður að um eina byggð sé að ræða. Göngin á milli Eyjafjarðar og Ólafs- fjarðar tengja Ólafsfjörð við þetta svæði og valda því, að þar er nánast um að ræða samruna þessara byggða. Með jarðgöngum á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verður einangrun Siglufjarðar rofin og Siglufjörður tengist Eyjafjarðarsvæðinu með sama hætti og Borgarfjörður höfuð- borgarsvæðinu. Jafnframt má búast við því að Eyjafjörður, Ólafsfjörður og Siglufjörður verði nánast eitt atvinnusvæði. Þessi tengsl munu færa þessum byggðum aukinn styrk og opna þeim alveg nýja vídd. Þess vegna er jarðgangagerð á þessu svæði líkleg til að hafa mikla þýðingu í byggðaþróun á landinu almennt. Austfirðingar eru í sárum eftir síðustu atburði í virkjana- og stóriðjumálum. Nýjar ákvarðanir í samgöngumálum skipta hins vegar verulegu máli fyrir Austfirðinga og eiga að geta átt verulegan þátt í nýrri eflingu byggðanna þar. GUNNLAUGUR kom einnig til Grinda- víkur að sumarlagi, „en þá bar minna á háfinu og meira á grænum blettum, sem gaman var að mála. Eg fann alltaf nóg af fyrirmyndum í Grindavík. Þar var gömul búð, eins og algengar voru í Reykjavík upp úr aldamótum. Eg málaði hana nokkr- um sinnum.“ í Grindavík þótti Gunnlaugi alltaf eitthvað mikið vera að gerast á sjón- um. „Einu sinni að vorlagi, í apríl minnir mig, kom ógurlegt veltubrim, þó veðrið væri gott. Þá greip um sig ótti í bænum, því að brimið var stór- hættulegt og lendingin ófær. Þá var dreginn upp línubelgur á einu hús- inu. Það var merki um, að sundið væri ófært. Ég var að mála uppi á lofti í húsi, glugginn var opinn og tvær konur stóðu undir húsveggnum og mændu út á sjóinn. Þá heyrði ég að önnur konan sagði: „Ég er búin að horfa svo lengi út á sjóinn, að mér finnst ég alltaf sjá skip, en samt er ekkert skip.“ Þó að hún hefði séð skip, hefði það ekki orðið nein lausn á málinu, eins og á stóð. En ekkert skip varð lognbriminu að bráð, sem betur fór, því að þau sigldu annað, flest fyrir Reykjanes. Síðar spurði ég sjómann um þetta brim og hann sagði, að það hefði hjálpað þeim, hve lognið var mikið: fyrir bragðið hefði aldan ekki verið eins kröpp." Gunnlaugur vann úr Grindavíkurskissun- um, þegar hann kom heim til Reykjavíkur, en gekk misjafnlega fyrst í stað, þótt betur gengi þegar fram í sótti. Hann átti nóg af teikningum af bátum og mönnum, sem voru að vinnu í sjó- stökkum og með sjóhatta, bláum og svörtum línubelgjum og rauðum flöggum, gulum bambusstöngum og borðstokkum á bátum, sem voru ým- ist hvítir, grænir eða rauðir, „stund- um sá ég þá á daginn í björtum litum í sólskininu eða í gráum litum á sigl- ingu, og undir dimmumót sást ekk- ert nema ljósið í lugtunum. Þetta voru miklar kræsingar fyrir mig, og mér fannst ég lifa í vellystingum praktuglega að hafa alla þessa fal- legu liti fyrir augum og þessi marg- breytilegu form, ljós og skugga. Eg hef aldrei getað málað mynd nema hafa einhverjar fyrirmyndir, samt vil ég ekki mála eftir fyrinnynd. Ég vil safna efni til að nota í myndir. Mér er ekki eðlilegt að mála eftir fyrirmynd, eins og ég sé hana, held- ur eins og ég sé hana, þegar ég loka augunum. Það er endurminningin, sem mér er eðlilegt að mála. Ég hef alltaf, einkum á sumrin, málað vatnslitamyndir eftir náttúrunni, en það hefur aldrei komið fyrir, að ég hafi lokið við myndina úti. Þegar ég hef málað hana til hálfs, fer ég með hana heim og lýk við hana eftir minni. Það má ekki rugla saman fyr- irmyndinni í náttúrunni og mynd- inni, sem ég er að mála, því að það eru tveir ólíkir heimar, fyrirmyndin truflar myndheildina. Listamenn hafa alltaf þurft að glíma við þetta tvennt, annars vegar náttúruna og hins vegar abstraktsjónina. En þeg- ar áherzla er lögð á annan þessara þátta og hinum kastað fyrir borð, kemur það niður á listinni.“ Þessi orð minna á ummæli Picass- os eitthvað á þá leið, að hann hafi alltaf byrjað með einhverja fyrir- mynd, stól, reykjarpípu, tóbaks- pakka. En þegar farið er að mála myndina sé smátt og smátt hægt að þurrka út einkenni veruleikans, þangað til lítið eða ekkert er eftir af fyrirmyndinni. í abstrakt - eða óhlutkenndum myndum þurrkast veruleikinn út og eftir standa aðeins línur og litir, sem áhorfandinn getur ekki tengt neinni fyrirmynd eða end- urminningu. Og kannski eiga fæstar þessara mynda sér rætur í hlut- kenndri veröld fyrirmyndanna, held- ur í huga, skynjun og tilfinningu listamannsins. Þær minna á öldurn- ar, sem eru hver annarri líkar, en engar tvær eins. M. HELGI spjall r REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 13. maí. SL. MIÐVIKUDAG urðu nokkrar umræður á Al- þingi um hugsanlega töku skólagjalda vegna MBA- náms, sem fyrirhugað er að taka upp á vegum við- skipta- og hagfræðideildar Háskóla íslands í sam- vinnu við Endurmenntunarstofnun. Að hluta til snerust þær deilur, sem upp komu í umræðunum um það, hvort Háskólinn hefði lagaheimild til þess að taka upp skólagjöld en í núgildandi lögum er stofnuninni veitt heimild til gjaldtöku fyrir endurmenntun. Hér skal ekki fjallað um þennan þátt máls- ins eða dómur lagður á hann. En að öðru leyti virðast þessar umræður hafa snúizt um það, hvort yfirleitt ætti að taka upp skóla- gjöld við Háskóla íslands, þ.e.a.s. um grundvallaratriði málsins. Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður Samfylkingar, sem hóf þessar umræður, lýsti djúpum áhyggjum yfir þeirri viðleitni, sem í þessum áformum fælist til að taka upp skólagjöld við Háskólann. Olafur Orn Har- aldsson, alþingismaður Framsóknarflokks, taldi, að vilji beggja stjórnarflokkanna lægi ljós fyrir um það, að ekki skyldi taka upp skólagjöld en vildi koma til móts við þarfir Háskólans með auknum fjárframlögum og Ossur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, lýsti þeirri skoðun, að gjá væri að myndast á milli stjórnarflokkanna, Sjálf- stæðisflokkurinn væri að gera tilraun til þess að smygla skólagjöldum inn bakdyra- megin og innleiða einkavæðingu í skólakerf- ið. Þessu mótmæltu Sigríður Anna Þórðar- dóttir, formaður menntamálanefndar Al- þingis, og Sturla Böðvarsson, sem var stað- gengill Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra í þessum umræðum. Bæði sögðu þau, að Háskóli íslands væri sjálf- stæð stofnun og með nýjum lögum hefði sjálfstæði hans verið aukið. Tveir þingmenn Vinstri grænna, þau Steingrímur J. Sigfús- son og Kolbrún Halldórsdóttir, mótmæltu hugmyndum um gjaldtöku vegna MBA- náms. Þetta eru athyglisverð skoðanaskipti og tímabært að umræður hefjist um það, hvort taka eigi upp skólagjöld við Háskóla ís- lands. Raunar er það svo, að háskólum hefur fjölgað hér á landi og sumir þeirra taka skólagjöld, þannig að nú þegar er fyrir hendi háskólanám, þar sem skólagjöld eru greidd. Um langan aldur hefur tíðkazt að taka skólagjöld við háskóla í Bandaríkjunum. Við einkarekna háskóla eru þau mjög há og í sumum tilvikum jafnvel um 25 þúsund Bandaríkjadalir á ári en við ríkisháskóla þar í landi eru þau mun lægri. Að einhverju leyti eru skólagjöld tekin við háskóla í Bretlandi og í Evrópu eru nú reknir nokkrir háskólar, þar sem skólagjöld eru tekin, m.a. vegna MBA-náms. I Þýzkalandi hefur verið mjög svipað kerfi og hér, þ.e. að háskólarnir hafa verið öllum opnir og engin skólagjöld tekin. Um- ræður þar í landi benda til þess, að fullkom- ið öngþveiti ríki í mjög mörgum háskólum. Það er ekki til húsnæði til þess að hýsa starfsemina, nemendur komast ekki að í tímum vegna húsnæðisleysis, skólunum helzt ekki á kennurum, nemendur ljúka náminu seint og sitja kannski á skólabekk í áratug að ástæðulausu og svo mætti lengi telja. Lýsingar þýzkra blaða og tímarita á ástandinu í háskólunum þar eru lýsing á stjórnleysi og öngþveiti. íslenzkir námsmenn, sem sótt hafa há- skólanám til annarra landa, hafa kynnzt skólagjaldakerfinu, ekki sízt í Bandaríkjun- um, og hafa í sumum tilvikum fjármagnað skólagjöldin með lántökum hjá Lánasjóði námsmanna. Afstaðan til skólagjalda við háskóla ÞAÐ er auðvelt að skilja afstöðu þeirra, sem hafa áhyggjur af því, ef skólagjöld yrðu tekin upp við Háskóla Islands. Grundvallarsjónamiðið í sambandi við menntakerfi okkar á síðari hluta aldarinnar hefur verið, að allir ættu að hafa jafna að- stöðu til að afla sér menntunar. í því fælist, að hvorki ætti að taka skólagjöld við háskóla né aðra skóla. Ef tekin yrðu upp skólagjöld yrði það til þess, að börn efnalítilla foreldra gætu ekki farið í langskólanám. Þar með yrði til stéttaskipting í þessu þjóðfélagi, sem við gætum ekki þolað. Allt eru þetta fullgild rök. Nú er það að vísu svo, að þrátt fyrir hina almennu stefnu hafa skólagjöld áratugum saman verið tekin við suma skóla á íslandi. Verzlunarskólinn er sennilega þekktasta dæmið um skóla, þar sem skólagjöld hafa verið tekin í langan tíma. Fyrr á árum var því haldið fram, að þar stunduðu fyrst og fremst nám börn efnamikilla foreldra, en það sjónarmið heyrist ekki lengur. Skóla- gjöld hafa jafnan verið tekin við þá fjöl- mörgu tónlistarskóla, sem hér hafa verið reknir, og raunar við ýmsa aðra skóla. Skólagjöld eru því ekki óþekkt fyrirbrigði á íslandi. Háskólar, sem ekki taka skólagjöld, hafa lent í margvíslegum hremmingum. Þeir hafa yfirleitt átt við erfiðleika að etja í rekstri vegna þess, að fjárveitingavaldið, í hvaða landi sem er, hefur verið tregt til að samþykkja allar fjárveitingar, sem skólarn- ir hafa farið fram á. Ein afleiðingin er sú, að þeir hafa ekki verið samkeppnisfærir við einkarekna háskóla um beztu kennarana. Af því hefur svo leitt, að beztu nemendurnir hafa sótt í þá háskóla, þar sem beztu kenn- ararnir eru. Þegar kennarar eru illa launaðir geta nemendur ekki gert sömu kröfur til þeirra og þeir gera við einkarekna háskóla. Þótt launakjör háskólakennara hér hafi batnað á síðustu árum er það á almannavitorði, að margir þeirra hafa vegna launakjara litið á háskólakennsluna sem hlutastarf og aflað sér tekna með öðrum störfum, sem auðvitað hefur komið niður á kennslu þeirra og rann- sóknarstörfum. Til viðbótar kemur, að mikill munur er á öllum aðbúnaði við einkarekna háskóla, þar sem skólagjöld eru tekin, og ríkisrekna há- skóla, þar sem engin skólagjöld eru greidd. Þar á það sama við, að ríkisreknu skólarnir hafa ekki fjármagn til að keppa við einka- reknu háskólana um að skapa nemendum og kennurum sem bezta aðstöðu. Þessi erfiða samkeppnisstaða gagnvart einkareknum háskólum hefur orðið til þess að bæði hér og annars staðar hefur sú spurning orðið áleitnari, hvort taka ætti upp skólagjöld. Það er auðvitað ljóst, að nemandi, sem greiðir gjald fyrir háskólamenntun, leggur meiri áherzlu á að ljúka námi sínu á tilskild- um tíma. Sá nemandi eyðir ekki áratug í námið, ef hann getur lokið því á fimm árum, eða þremur árum í framhaldsnám, ef hann getur lokið því á tveimur árum. Ef gæðamunur á námi við skóla, sem tek- ur skólagjöld, og skóla, sem tekur engin skólagjöld, verður of mikill, m.a. vegna þess, að fyrrnefndi skólinn hefur yfir að ráða betri kennurum, er aðstaða nemendanna, þegar þeir hafa lokið námi, mjög misjöfn. Verulegar h'kur eru á því, að sá nemandi, sem útskrifast frá „betri“ skólanum, hafi meiri möguleika til þess að fá vel launaða vinnu en sá, sem lýkur námi frá þeim skóla, sem talinn er bjóða upp á lakari menntun. Aðstaða efnalítilla nemenda EN HVAÐA tæki- færi hafa efnalitlir nemendur til þess að stunda nám við hina dýru háskóla í Bandaríkjunum? Útiloka skólagjöldin þessa nemendur frá slíku námi? Því fer fjarri. Við einkareknu háskólana í Bandaríkjunum hefur verið byggt upp viðamikið styrkjakerfi, sem gerir það að verkum, að efnilegir nemendur, sem hafa sýnt námshæfni sína í verki á fyrri skólastigum, hafa alla möguleika á að fá styrki til greiðslu skólagjalda þannig, að aðstaða þeirra til að stunda nám við dýru háskólana er ekki verri en annarra. Fjöl- margir íslendingar hafa stundað nám við bandaríska háskóla einmitt í skjóli þessa styrkjakerfis. Jafnframt er ljóst að þetta kerfi er þannig uppbyggt, að þeir nemend- ur, sem fyrirfram fá ekki slíka styrki, geta aflað þeirra með frammistöðu í námi að hluta til eða öllu leyti. En hér kemur fleira til. I mörgum grein- um háskólanáms er það svo, að eftir að BA- námi lýkur er ákveðin starfsreynsla talin æskileg og það á m.a. við um MBA-nám. Oft eru nemendur hvattir til að starfa í atvinnu- lífinu í nokkur ár áður en þeir hefja MBA- wm, Mi 'llSfl«A^rÍ|iÍÍ ■ ' : ■ j-r.I ' i Morgunblaðið/Ómar Lóuþræll á Seltjarnamesi. nám. íslendingur, sem stundaði MBA-nám við erlendan háskóla, komst að raun um, að margir skólafélagar hans voru í því námi á kostnað fyrirtækjanna, sem þeir höfðu starfað hjá að loknu BA-námi. Fyrirtækin töldu sér hag í því að kosta framhaldsnám viðkomandi starfsmanns með skilyrðum um, að sá hinn sarrii yrði í starfi hjá fyrirtækinu í ákveðinn tíma að námi loknu. Þess vegna er það svo, að margir þeirra, sem stundað hafa framhaldsnám við einka- rekna háskóla í Bandaríkjunum og Evrópu sem taka há skólagjöld, hafa aldrei borgað einn eyri af þeim háu skólagjöldum. Kerfið er hins vegar þannig uppbyggt, að skólarnir fá þessi skólagjöld með einum eða öðrum hætti, hvort sem er frá fyrirtækjum eða sjóðum og sækjast þess vegna eftir að fá til sín beztu nemendurna. Sumir þeirra sjóða, sem standa undir kostnaði við styrki til efnalítilla nemenda, eru settir upp af einstaklingum, sem ráða yfir miklum fjármunum. í Bandaríkjunum eru þeir margir. Á þessum áratug hefur orð- ið til hópur Islendinga, sem hefur komizt í mikil efni, a.m.k. á okkar mælikvarða. Einn þeirra, Gunnar Björgvinsson flugvélasali, hefur nú sett upp kennarastöðu í frum- kvöðlafræðum við Háskóla íslands, sem hann greiðir allan kostnað af. Ekki er ólík- legt að fleiri íslenzkir eignamenn muni á næstu árum fylgja í kjölfar Gunnars Björgvinssonar og greiða kostnað við kennarastöður eða setja upp sjóði til þess að styrkja nemendur til náms. Vegna þessa kerfis einkarekinna háskóla með há skólagjöld hafa fjölmargir efnalitlir nemendur með mikla námshæfileika fengið betri menntun en þeir hefðu nokkru sinni átt kost á, ef leið þeirra hefði legið til ríkis- rekinna háskóla, sem taka engin skólagjöld. Það er þess vegna ekki allt, sem sýnist, í þessum umræðum og þingmenn skyldu var- ast að gerast málsvarar gamalla röksemda, sem kannski áttu að einhverju leyti við fyrr á tíð en nú má færa rök að að geti verið há- skólamenntuninni fjötur um fót. Á að taka upp skdla- gjöld við Háskóla Islands? SÚ HUGSUN og af- staða er mjög rót- gróin hér á Islandi, að ekki eigi að taka gjald fyrir skólanám. Háskóli íslands hef- ur hins vegar staðið frammi fyrir vaxandi vanda. Fram á síðustu ár hafa launakjör prófessora verið svo léleg, að háskólanum hefur ekki haldizt á beztu kennurunum og þeir hafa farið til annarra starfa. í því felst auðvitað, að þeir nemendur, sem stunda nám við Háskóla íslands, eiga það á hættu að fá ekki jafngóða menntun og jafnaldrar þeirra, sem sækja á önnur mið. Rökin fyrir því að gera tilraun með annað kerfi, eins og t.d. það að taka upp skólagjöld við framhaldsdeildir, eru því sterk. Og erfitt er að finna námsgrein, sem auðveldara er að gera slíka tilraun með en einmitt MBA-nám. Eins og staðan á vinnumarkaðnum er nú hafa þeir, sem stundað hafa slíkt nám, mikla möguleika á mun hærri launum en flestir aðrir háskólaborgarar. Hvers vegna ekki að prófa þetta kerfi við slíkar aðstæður? í því sambandi þarf þó að hafa tvennt í huga. í fyrsta lagi er hæpið, að Háskóli ís- lands geti leyft sér að verðleggja þetta nám svo hátt í byrjun, að skólagjöldin nálgist það sem er við dýrustu háskóla í Bandaríkjun- um og Evrópu. Það er einfaldlega ekki kom- in nein reynsla á slíkt nám hér og engan veginn víst að nemendur fái hér sambæri- lega menntun í upphafi og við hina erlendu skóla. Þurfi þeir að borga nánast jafn há skólagjöld hér eins og annars staðar gætu þeir hneigst til þess að segja sem svo, að þá sé alveg eins gott að stunda þetta nám við viðurkennda skóla á þessu sviði. M.ö.o. Há- skóli íslands má ekki verðleggja sig út af markaðnum. í öðru lagi þarf að tryggja, að þeir nem- endur, sem sannanlega hafa ekki efni á að fjármagna slíkt nám beint, fái tækifæri til þess í gegnum Lánasjóð námsmanna eða með öðrum hætti. I þriðja lagi þarf að byggja upp skilning á því hjá fyrirtækjum, að það getur verið þeirra hagur að greiða skólagjöld fyrir starfsmenn sína með ákveðnum skilmálum um starf í þágu fyrirtækjanna í kjölfar slíks náms um ákveðinn tíma. Það er ekki við öðru að búast en að það verði pólitískar deilur um það, hvort taka eigi upp skólagjöld við Háskóla íslands al- mennt. En menn ættu að geta orðið sam- mála um, að það veldur engum skaða, þótt þessi tilraun sé gerð á takmörkuðu sviði í framhaldsnámi við Háskólann, þannig að nokkur reynsla fáist af slíku kerfi. Þeir nemendur, sem líklegir eru til að stunda nám við Háskóla Islands í þessari grein, mundu örugglega leita eftir slíku námi í öðr- um löndum og greiða þar umtalsverð skóla- gjöld. En fyrir fjölskyldufólk t.d. er augljós- lega hagkvæmara að geta stundað þetta nám á Islandi og komast þannig hjá því raski, sem fylgir búferlaflutningum til ann- arra landa. Það er þess vegna verið að auð- velda fólki að stunda þetta nám en ekki að gera því erfiðara fyrir með því að gera slíka tilraun við Háskóla íslands. Viðhorfin til menntunar eiga áreiðanlega eftir að breytast á næstu árum. Bandaríkja- menn hafa frá fyrri tíð vanið sig á það að hefja sparnað við fæðingu barns til þess að kosta skólagöngu þess síðar á ævinni. Þessi sami siður verður tekinn upp hér og ekki ólíklegt að unga fólkið, sem nú er að koma sér upp fjölskyldu, hafi þegar tekið hann upp eftir að hafa kynnzt skólakerfinu hér heima og erlendis af eigin raun. Raunar væri ástæða til að auðvelda fólki slíkan sparnað með skattalegum ráðstöfunum. Þau tækifæri, sem ungt fólk hefur í lífinu, byggjast ekki sízt á góðri menntun. Þess vegna er það svo, að margir þeirra, sem stund- að hafa fram- haldsnám við einkarekna há- skóla í Banda- ríkjunum og Evrópu sem taka há skólagjöld, hafa aidrei borgað einn eyri af þeim háu skólagjöldum. Kerfið er hins vegar þannig upp- byggt, að skólam- ir fá þessi skóla- gjöld með einum eða öðrum hætti, hvort sem er frá fyrirtækjum eða sjóðum, og sækj- ast þess vegna eft- ir að fá til srn beztu nemend- uma. w f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.