Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Nýja verslunarmiðstöðin, Smáralind í Kópavogsdal, verður stærsta hús landsins og mun kosta hátt í 10 milljarða króna þegar upp verður staðið. Lengi hefur verið unnið að undirbúningí en það var ekki fyrr en nýir stjórnendur Baugs gengu til liðs við eigendur Smáralindar að hægt var að ganga til lokaundirbúnings. Hlutur Baugs í verslun í Smáralind verður stór því þar mun fyrirtækið meðal annars reka tvær af stærstu verslunum landsins. Helgi Bjarnason ræddi við Pálma Kristinsson framkvæmdastjóra og kynnti sér hin miklu áform. Morgunblaðið/Golli Pálmi Kristinsson hefur staðið í ströngn við undirbúning verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar. Nú eru framkvæmdir hafnar og á bak við hann sést yfir hluta af byggingarlóðinni. RISINN í SMÁRANUM „FRÁ FYRSTA degi hafa fjárfest- arnir verið undir það búnir að svo gæti farið að hætt yrði við verkefnið og þeir hafa verið tilbúnir að fóma peningum sínum ef það yrði niður- staðan. Segja má að fyrstu tvö ár undirbúningstímans hafí ég byrjað hvern dag á því að meta hvort það borgaði sig að halda áfram eða að fara að gera eitthvað annað. En áfangarnir hafa verið teknir hver af öðrum og hingað erum við komnir,“ segir Pálmi Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Smáralindar ehf. sem er að reisa stærstu verslunarmiðstöð landsins í Smáranum í Kópavogi. Hugmyndin að verslanakjarna í Smáranum er 15-20 ára gömul. í byrjun níunda áratugarins skipu- lögðu bæjaryfirvöld stórt svæði í Kópavogsdal fyrir verslun og þjón- ustu. Uppbygging varð hins vegar hægari en reiknað var með í upphafi og það eru tiltölulega fá ár síðan mynd fór að komast á svæðið. Og með tilkomu verslunarmiðstöðvar- innar Smáralindar verður verkið svo að segja fullkomnað. Ýmis áform hafa verið uppi um nýtingu lóðarinnar sem Smáralind rís nú á og lengi vel leit út fyrir að ekkert yrði af framkvæmdum. Lóð- inni var upphaflega úthlutað til Sam- bands íslenskra samvinnufélaga og síðar sameiginlegs fyrirtækis Hag- kaups, Ikea og Byko en hvorugur aðilinn hóf framkvæmdir þótt undir- búningur hafi verið töluvert á veg kominn, að minnsta kosti hjá síðar- nefndu fyrirtækjunum. Loks var lóðinni úthlutað til Byggingafélags Gylfa og Gunnars ehf. árið 1994. Nýir fjárfestar Gylfi og Gunnar höfðu í fyrstu óljós markmið um það hvernig nýta ætti lóðina en höfðu hug á að byggja hana upp á löngum tíma enda var lóðin gríðarlega stór, 90 þúsund fer- metrar, og tiltölulega rúmar tíma- takmarkanir í lóðarsamningi. Þá var efnahagsástandið með þeim hætti að fáum þótti ráðlegt að fara í stór- framkvæmdir á þessu sviði. í októ- ber 1995 fengu þeir Pálma Kristins- son verkfræðing til að gera markaðs- og arðsemisathugun um nýtingu lóðarinnar en hann vann þá fyrir Spöl hf. að undirbúningi samn- inga vegna Hvalfjarðarganga. „Til álita kom hjá mér að taka verkefnið í Kópavogi að mér sem hliðarverkefni vegna þess að undir- búningur við göngin var kominn á lokastig. En málin þróuðust hratt og mér varð fljótt ljóst að þeir félagarn- ir bjuggu yfir ótrúlegum krafti og hæfni til að leysa verkefni af þessu tagi. I árslok vorum við komnii1 með áform um að byggja 10 þúsund fer- metra verslunarmiðstöð og á þeim tímapunkti átti ég ekki um annað að velja en að segja skilið við Hvalfjarð- argöngin og snúa mér alfarið að þessu verkefni," segir Pálmi. Upphaflega hugmyndin var að hefjast handa við framkvæmdir jafn- vel á árinu 1996. En eftir því sem unnið var lengur að undirbúningi varð ljósara að vænlegra væri að byggja stærra hús í upphafi, eða að minnsta kosti 20-25 þúsund fer- metra byggingu. Slíkt verkefni var orðið of stórt og áhættumikið fyrir Gylfa og Gunnar ehf. Því var ákveðið að fá fleiri fjárfesta að verkefninu. Leitað var til fjögurra fyrirtækja, Byko, Olíufélagsins, Nóatúns og Steypustöðvarinnar, og ákváðu stjórnendur allra félaganna að taka þátt eftir tiltölulega litla kynningu, að sögn Pálma. Undirbúningsfélagið Smárinn ehf. var stofnað í mars 1996 og átti hvert þessarra fyrirtækja auk Byggingafélags Gylfa og Gunn- ars um fimmtung hlutafjár. Vandaður undirbúningur Nýjar hugmyndir og ný aðferða- fræði varð til með nýjum hluthöfum. Fram til þess tíma einkenndust áformin af því að byggingafyrirtæki var á hefðbundinn hátt að skapa sér verkefni og tekjur með því að byggja hús í þeim tilgangi að selja aftur. Hannes Smárason sem nú er aðstoð- arforstjóri Islenskrar erfðagreining- ar, fulltrúi Byko í stjórn Smáralind- ar, varð stjórnarformaður. Hann kom inn í verkefnið með nýjar og ferskar hugmyndir sem meðal ann- ars gengu út á að alþjóðavæða það. Hannes hafði starfað hjá iiinu þekkta alþjóðlega ráðgjafarfyrir- tæki McKinsey í Boston í Bandaríkj- unum og unnið að ýmsum verkefn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.