Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 1
STOFNAÐ 1913 125. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vladímír Pútín Hryðju- verk verða upprætt Gudermes, Moskva. AP, AFP. VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, hét í gær „viðeigandi aðgerð- um“ vegna sprengjutilræðis sem varð Sergei Zverev, öðrum æðsta fulltrúa rússneskra stjórnvalda í Tsjetsjníu, að bana á þriðjudags- kvöldið. Þetta er í fyrsta sldpti frá því átök hófust á ný í Tsjetsjmu, í október á síðasta ári, að yfirmaður rússneskra stjómvalda á staðnum er myrtur. í viðtali við íníerfax-fréttastofuna hét Pútín því að hryðjuverk í Tsjet- sjníu yrðu upprætt. „Annað hvort upprætum við hryðjuverk og stiga- mennsku, eða við skjálfum á beinun- um af ótta við hryðjuverk og okkar mun bíða sú ógn í langan tíma,“ sagði Pútín. Auk Zverevs fórst aðstoðarmaður Supyan Makhchayev, rússnesks skipaðs borgarstjóra Grosní. Mak- hchayev sjálfur særðist er bíll mann- anna ók yfir jarðsprengju skammt utan við Grosní og segja rússnesk yf- irvöld sprengjuna hafa verið honum ætlaða. Uppreisnarmenn hafi lengi viljað Makhchayev feigan. Mennirn- ir voru á leið til Urus-Martan, suð- vestur af Grosní. Sprengjan er sögð hafa verið fjarstýrð og greindu rúss- neskir fjölmiðlar frá því að uppreisn- armenn hefðu skotið á bíl Zverev eft- ir sprenginguna. Þá fórust þrír rússneskir hermenn í Volgograd, um 900 km suðvestur af Moskvu, og 12 til viðbótar slösuðust í gær er fjarstýrð sprengja sprakk skammt frá búðum hersins. Yfirvöld í Moskvu segja tsjetsjenska upp- reisnarmenn einnig ábyrga fyrir þessu sprengjutilræði, en herflokk- urinn tók þátt í átökunum í Tsjet- sjníu. Börn tekin í gísl- ingu í Lúxemborg VOPNAÐUR maður tók um 40 böm í gíslingu á bamaheimili í smábænum Wasserbiilig í Lúxemborg síðdegis í gær. Börnin vom allt frá því að vera ungbörn og upp í átta ára aldur, en auk þeirra vom fimm fullorðnir meðal gíslanna. Maðurinn sleppti 17 börn- um er leið á daginn og vora sex ung- böm þeirra á meðal. Maðurinn, sem hefur áður komið við sögu lögreglu og á við geðræn vandamál að stríða, var sagður vopn- aður byssu, handsprengju og hnífi. Að sögn Vietor Schlentz, talsmanns lög- reglunnar, lét maðurinn nokkra gísl- anna lausa eftir að hafa verið leyft að ræða við geðlækni sinn. Þá krafðist hann þess að flugvél yrði útveguð til að fljúga með sig til Lýbíu í dag léti hann bömin laus. „Eg hef gefið fyrirskipun um að þessu máli ljúki án þess að það komi til ofbeldisaðgerða," sagði Michel Wolter, innanríkisráðherra Lúxem- borgar, á fréttamannafundi í gær. Hann staðfesti ennfremur að böm mannsins sæktu bamaheimilið, en að maðurinn hefði verið sviptur fomæði yfir þeim af yfirvöldum. Þau böm sem eftir vom á heimilinu er blaðið fór í prentun vom á aldrin- um fimm til níu ára. Aður hafði mað- urinn látið laus öll böm undir þeim aldri. Að sögn yfirvalda vom bömin frelsinu fegin, en höfðu orðið fyrn- umtalsverðu áfalli og vom tauga- óstyrk. Barnaheimilið var í gær um- kringt af sérsveitum og sjást íbúar hér ræða við lögreglu. Fyrr um dag- inn hafði lögregla sagt að atburðurinn ætti sér stað í bamaskóla og að gísl- amir væm um 20. Sigrún Höskuldsdóttir býr skammt frá Wasserbillig og á dóttur sem sæk- ir bamaheimilið. „Það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum,“ sagði Sigrún og kvað íbúa þessa 2.300 manna bæj- ar vera steini lostna yfir gíslatökunni. Dóttir Sigrúnar var ekki á barna- heimilinu í gær, né heldur börn ís- lenskrar fjölskyldu sem býr í bænum. Konur 60 milljónum of fáar BARNAHJÁLP Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) segir að heimilisofbeldi gegn konum og stúlkum um víða veröld sé enn gífurlega útbreitt þrátt fyrir alþjóðleg fyrirheit, fyrir fimm áram, um að draga úr þessum vanda. Breska ríkis- útvarpið, BBC, greindi frá þessu í gær. I skýrslu UNICEF, sem birt var í Genf í gær, segir m.a. að í sumum löndum hafi önnur hver kona mátt sæta líkamlegu, kynferðislegu og andlegu ofbeldi. Kynbundnar fóstureyðingar, morð á stúlkubörnum og heftur að- gangur þeirra að matvælum og lyfjum hafa leitt til þess, að konur í heiminum em 60 milljónum færri en þær ættu að vera. Þessi mismunur komi aðal- lega fram í Suður-Asíu, Norð- ur-Afríku, Mið-Austurlöndum og Kína. í skýrslunni segir að þessar konur séu „fórnarlömb eigin fjölskyldna og eru tekn- ar af lífi annað hvort að yfir- lögðu ráði eða með van- rækslu, einfaldlega vegna þess að þær em konur.“ Skýrslan verður rædd á fundi í New York á mánudag. í henni era ríkisstjórnir hvattar til að leiða ekki lengur hjá sér heimilisofbeldi gegn konum og tryggja að hinir seku verði dregnir fyrir dóm- stóla. Á fundinum í New York verður ennfremur lagt mat á hvað ríkisstjórnir, fyrirtæki og einstaklingar hafi gert til þess að auka jafnrétti kynj- anna síðan kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna var hald- in í Peking fyrir fimm árum. IMF mótmælt „ENGA einkavæðingu á einokunar- aðstöðu11 stendur á skiltinu sem maðurinn með ljáinn sést bera hér á myndinni. Maðurinn var í hópi þúsunda Argentínumanna sem mót- mæltu skattaáætlunum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF) í höfuð- borg landsins, Buenos Aires, í gær. Áætluninni er ætlað að rétta við bágan efnahag Argentínu. Eldflaugavarnaáætlun Bandaríkjastjórnar rædd í Evrópuför Clintons Tækniþekkingu verði deilt með öðrum þjóðum Lissabon, Quelez. AP, Reuters. BILL Clinton Bandaríkjafor- seti sagðist í gær fylgjandi þvi að Bandaríkin deildu tæknilegri þekkingu á sviði takmarkaðra eld- flaugavarna með öðrum „sið- menntuðum þjóð- um“. Clinton er nú í síðustu Evrópuheimsókn sinni sem forseti Bandaríkjanna og heldur um helg- ina til Moskvu þar sem fyrirhugað- ar eldflaugavarnir Bandaríkja- stjórnar verða til umræðu. Sagði forseti að ef tæknileg þekk- ing og geta til smíði slíks varnar- kerfis væri fyrir hendi væri það „siðlaust" ef Bandaríkin deildu Bill Clinton henni ekki með öðrum þjóðum. „Ég held að við gætum aldrei haldið þeirri hugmynd til streitu að við hefðum þróað tækni til að verja okkur nýrri hættu - hættu sem ógn- ar einnig öðrum siðmenntuðum þjóðum - án þess að deila þeirri tækni með öðrum,“ sagði Clinton í ræðu í Portúgal þar sem hann var staddur í gær. Vladímír Pútín, forseti Rúss- lands, hefur lýst andstöðu sinni við tillögur Bandaríkjanna um breyt- ingar á ABM-sáttmálanum sem gera myndu Bandaríkjastjórn kleift að þróa varnarkerfi gegn eldflaug- um svokallaðra „útlagaríkja". Bandaríkjaforseti sagðist i gær ekki enn hafa gert upp hug sinn um hvort smíði kerfisins yrði hrint í framkvæmd en sagði jafnframt að meginforsenda þess, nýjar ógnir, væri sannanlega fyrir hendi. Ekki er búist við að deilur um framtíð ABM-sáttmálans verði til lykta leiddar á leiðtogafundinum í Moskvu en Clinton sagði þó að líkur væru á meiri árangri af fundinum en almennt væri haldið. Engin lausn á viðskipta- samningum Þá átti Clinton í gær fjögurra tíma fund með fulltrúum ESB-ríkj- anna, en ekki tókst að leysa deilu um viðskiptasamninga ESB og Bandaríkjanna. Viðræðum um þau mál verður þó haldið áfram og reynt að finna viðunandi lausn í gegnum Heimsviðskiptastofnunina (WTO). Clinton hefur að undanförnu reynt að fullvissa Evrópuríki um nauðsyn eldflaugavarna Bandarikj- anna en efasemda hefur gætt víða í álfunni. Hafa leiðtogar Evrópuríkja lýst áhyggjum vegna framtíðar ÁBM-sáttmálans, sem talinn er vera hornsteinn afvopnunar risa- veldanna, og hvatti Robert Cook, utanríkisráðherra Bretlands, Bandaríkjamenn til þess að leita allra leiða til að viðhalda ABM-sátt- málanum. ■ Áhyggjur vegna/36 MORGUNBLAÐIÐ 1. JÚNÍ 2000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.