Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 39

Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 39 Elli sýnir í Galleríi List MYNDLISTARMAÐURINN Erl- ingur Jón Valgarðsson (Elli) opnar sýningu í Galleríi List í Skipholti 50d laugardaginn 3. júní kl. 15. Á sýning- unni verða málverk og skúlptúrar. Sýningin nefnist Helga jörð.Um sýn- inguna segir listamaðurinn: „Jörðin á skilið virðingu, auðmýkt og aðdá- un. Gjöfult líf hennar, fegurð, dulúð og máttur lætur engan ósnortinn. Til að heiðra hana fyrir gjafir hennar og líf, og ekki síst að sýna henni auð- mýkt og virðingu, hef ég unnið mál- verk og skúlptúra sem sýna tilbrigði hennar í litum, formum og áferð.“ Elli er fæddur 1961. Hann stund- aði listnám við Myndlistarskólann á Akureyri, hjá Rafael Lopes í Falun í Svíþjóð og við Haraldsboskolan á sama stað. Elli er búsettur á Akur- eyri og hefur haldið nokkrar einka- sýningar þar, sem og í Reykjavík. Hann hefur einnig tekið þátt í sam- sýningum bæði hér heima og í Sví- þjóð. Sýningin er opin virka daga frá 11 til 18, um helgar frá 11 til 17 og henni lýkur 18. júní. -----H-*------ Karneval- stemmning á Þjóðlaga- hátíð ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐIN á Siglufirði hefst 18. júlí. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar er Gunnsteinn Ólafs- son tónlistarmaður og segir hann að á hátíðinni verði ekki aðeins fyrirlestrar og námskeið heldur einnig opin dagskrá fyrir áhuga- hópa. „I lok hátíðarinnar, helgina 22. og 23. júlí, gefst áhugahópum víðs vegar að af landinu tækifæri á að koma fram í opinni dagskrá. Þar munu þjóðdansahópar, hljómsveit- ir og sönghópar koma fram, svo og kvæðamenn, glímugarpar og aðrir sem leggja stund á þjóðlega íþrótt. Hóparnir koma fram vítt og breitt um bæinn og búast má við að karnevalstemmning verði allsráð- andi í bænum og munu tónlistar- menn og dansar spretta upp fyrir- varalaust á götum úti. Innlendir og erlendir listamenn hafa sýnt hátíðinni mikinn áhuga og vonast ég til að sem flestir taki þátt í þessari veislu og er skráning þegar hafin á heimasíðu Þjóðlaga- hátíðar sem er www.siglo.is/festi- val,“ segir Gunnsteinn að lokum. Astin blómstrar á skálda- kvöldi ANNAÐ skáldakvöld af þremur verður í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20 í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á vegum Listahá- tíðar. Dagskráin nefnist Ástin blómstrar á skáldakvöldi og munu að þessu sinni lesa úr verkum sínum þau Pétur Gunnarsson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Kristín Ómars- dóttir, Sigurður Pálsson og Ingibjörg Haraldsdóttir. Þá mun Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona lesa ljóð eftir Theodóru Thoroddsen, Ólöfu á Hlöðum og Huldu. Kynnir er Hrafn Jökulsson. Dagskrá- in stendur í um það bil klukkustund og er aðgangur ókeypis. Edda Heiðrún Backman og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í Hægan Elektra. Síðustu sýningar Borgarleikhúsið Hægan Elektra Sýningum á leikritinu Hægan El- ektra eftir Hrafnhildi Hagalínfer senn að ljúka og verða síðustu sýn- ingar laugardaginn 3. júní og sunnudaginn 4. júní. Sýningarnar eru á Litla sviðinu. Það eru þær Edda Heiðrún Backman og Steinunn Óli'na Þor- steinsdóttir sem fara með hlutverk mæðgna, sem báðar eru leikkonur. Þær eru staddar á óræðum stað á óræðri stund og endurlifa leiksýn- ingu sem þær léku eitt sinn saman, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þriðja hlutverkið í sýningunni er leikið af Atla Rafni Sigurðarsyni. Hægan Elektra er á dagskrá Menningarborgar 2000. Karlakór- inn Heim- ir á Snæ- fellsnesi KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði heldur tónleika í Félagsheimilinu Klifi í Ólafs- vík föstudagskvöldið 3. júní kl. 21. Kórinn heldur tvenna tón- leika á laugardaginn; þá fyrri í íþróttahúsinu í Laugagerðis- skóla kl. 16 og hina síðari í Stykkishólmskirkju kl. 21. Á söngskrá kórsins eru m.a. íslensk lög, óperukórar, rúss- nesk þjóðlög, Vínarvalsar, létt lög og lagasyrpur. Söngstjóri er Stefán R. Gíslason og und- irleikarar Thomas Higgerson, Jón St. Gíslason og Guðmund- ur Ragnarsson. Einsöngvarar með kórnum eru Einar Hall- dórsson og Álftagerðisbræð- ur. Kórinn leggur í ferð til Þýskalands og kemur fram ásamt fleiri íslenskum lista- mönnum á heimssýningunni EXPO 2000 í Hannover 30. ágúst. Sýningu lýkur Gallerí Fold, Rauðarársti'g Afmælissýningu Tryggva Ólafs- sonar lýkur á sunnudag. Á sýning- unni eru 34 ný akrýlmálverk. Gallerí Fold er opið virka daga frá 10-18, laugardaga frá 10-17 og sunnudaga frá 14-17. f allt sumar 1 MÁLNINGARDAGAR Vidurkennd vörumerki Irniitn SKIN10 4 Ltr. Verð íirá kr. 1.990.- PLUS10 4 Ltr. 5 Verðfrákr. 1.990.- STEINTEX 4 Ltr. Verð frá kr. 2.850.- 10 Ltr. Verð frá kr. 6.695.- Yiðarvöm KJ0RVARI 4 Ltr. Verðfrákr. 2.758.- Taklð Við reiknum Grensasvegi 18 s: 581 2444 Myndbönd í LÍ Á SÝNINGUNNI Nýr heimur - stafrænar sýnir er sýnt úrval ís- lenskra og erlendra myndbands- verka í sal 2. Á sýningunni eru verk eftir marga af þeim listamönnum, sem mótað hafa þessa ungu listgrein á síðustu áratugum. Neðangreind verk eftir- talinna listamanna verða sýnd næstu daga kl. 12 og 15. I dag, fimmtudag, verða sýnd verk eftir Peter Roehr: Filmmontagen 1-7,1965. Peter Roehr 1944-1968. Fæddist í Lauenburg, Pommem í Þýskalandi og lést í Frankfurt/Main tæplega 24 ára að aldri. Haldnar hafa verið fjölmargar sérsýningar á verkum hans, m.a. í Stadtisches Museum Leverkusen 1971; Kunsthalle Túb- ingen, Stedelijk Van Abbemuseum, Eindhoven og Frankfurter Kunst- verein 1977; Kunstmuseum Luzern og Museum of Modem Art, Oxford 1978, og Paul Maenz, Köln 1971-76, 1981,1985 og 1988. Eftir Klaus Rinke verður sýnt verkið: Wasser Holen, 1970. Klaus Rinke er fæddur í Watten- scheid í Þýskalandi 1939. Stundaði nám við Folkwang-Schule í Essen- Werden, Þýskalaridl Prófessor við Staatliche Kunstakademie í Dússel- dorf. Eftrn Egon Bunne verða sýnd verkin Fleischer und Frau, 1985, Ir- onland, 1986, og Hank Bull/Eric Metacalfe: Sax Islands, 1984. Á morgun, föstudag, verða sýnd verk eftir Richard Serra: Hand catching lead, 1968/69. Richard Serra fæddist 1939 í San Francisco, Bandaríkjunum. Stund- aði nám við University of California 1957-61 og við Yale University School of Art and Architecture í New Haven 1961-64. Bjó í París og á ít- alíu 1964-66, en settist þá að í New York þar sem hann býr enn. Hefur unnið ýmis stór útilistaverk og lands- lagsverk frá 1970-71. Verk hans em víða um heim, t.d. Áfangar í Viðey. Eftir Douglas Davis verða sýnd verkin Studies in myself, 1973 og Studies in Black and White, 1971. Douglas Davis er fæddur 1933. Stundaði nám við American Univeri- ty (BA) og Rutgers University (MA). Hefur skipað mikilvægan sess í sam- tímalist frá 1970 og telst einn af frumkvöðlum myndbandalistar á átt- unda áratugnum. Davis hefur kennt við fjölmarga háskóla, skrifað bækur og flutt fyrirlestra. Hefur hlotið við- urkenningar frá National En- dowment for the Arts, Rockefeller Foundation og DAAD. Hefur m.a. haldið sérsýningar í Centre Georges Pompidou, París; Metropolitan Mu- seum í New York; Everson Museum of Art, Syracuse og á Kjarvalsstöð- um. Byggingaplatan WD1M)(£® sem allir hafa beðið eftir VIROC*byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf VIROC*byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi VIROC*byggingaplötuna er hægt að nota úti sem inni VIRQC® byggingaplatan er umhverfisvaen VIROC*byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. PÞ &CO Leitið frekari upplýsinga h.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚU 29 S: 5S3 8640 4 568 6100 ANTIK Frábært úrval af ALVÖRU fornhiísgögmjm á góðu verði: Borðstofuborð, stólar, skatthol, fataskápar og margt fl. Islantik-Sjónarhóll Hólshrauni 5, 220 Hafnarfirði, sími 565 5656 Fyrir aftan Fjarðarkaup - Oplð alla helgina - WWW.islantik.COni skoðið heimasíðu okkar Þú þarft ekki einu sinni skæri til að stytta þær Convertible buxur Þú bara rennir skálmunum af og á allt eftir þörfum. 100% bómull, léttar og þægilegar. Kr. 5.990.- ►Columbia Sportswcar Company, l^. ÍE T l ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL Skeifunni 19-S. 5681717 Opiö mánud.- föstud. kl. 9 - 18, laugard. kl. 10 - 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.