Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ JltagttiiHftfeifr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VIÐ V ÖRUN ARORÐ LJOST er af þeim upplýsingum, sem fram komu á blaðamannafundi Geirs H. Haarde fjármálaráð- herra í fyrradag, að staða ríkissjóðs er enn sterkari en gert hafði verið ráð fyrir og var þó fyrirsjáanlegt að verulegur afgangur yrði á ríkissjóði á þessu ári. Fjármálaráðherra skýrði frá því, að lánsfjárafgangur ríkissjóðs mundi nema um 28 milljörðum á árinu og áformað væri að verja um 22 milljörðum króna til þess að greiða niður innlendar skuldir og 5 milljarðar yrðu greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Það er að sjálfsögðu ánægjulegt að afkoma ríkissjóðs skuli vera svo góð og að skuldir greiðist svo hratt niður sem raun ber vitni. Auk þess að innlendar skuldir verða lækkaðar verða erlendar skuldir greiddar niður eftir því, sem svigrúm leyfir, eins og fjármálaráðherra orðaði það. Vafalaust munu einhverjir segja sem svo, að hinn mikli afgangur ríkissjóðs á þessu ári endurspegli allt of mikla neyzlu í landinu og skuldasöfnun á öðrum vígstöðvum, m.a. heimilunum. Það er nokkuð til í því. Þannig lýsir OECD áhyggjum yfir þróun efnahagsmála okkar og seg- ir m.a. í nýrri skýrslu um stöðuna hér: „Hætta hefur aukizt á að skyndilega muni þurfa að draga saman í efnahagslífinu til að minnka verðbólgu og ná henni niður á sama stig og erlendis. Nýlegir launa- samningar eru hærri en svo, að þeir samræmist stöðugu verðlagi, og hætta er á launaskriði. Auk þess er mikil aukning í útlánum banka og þar með aukast líkur á harkalegri lendingu ef vextir eru hækkaðir.“ OECD segir líka, að íslenzka ríkið verði að auka aðhald í eigin fjármálum og að vextir verði að hækka. Stofnunin spáir því að á miðju næsta ári muni stýrivextir hafa hækkað í 12% úr rúmlega 10% nú. Ljóst er að OECD tel- ur, að ríkissjóður eigi að takmarka eigin útgjöld en greiða þess í stað niður enn meira af skuldum. í samtali við Morgunblaðið í gær vildi fjármála- ráðherra ekki gera mikið úr þessum athugasemdum OECD og telur þær ekki til marks um, að stofnunin sé að draga upp dökka mynd af íslenzku efnahagslífi. Það skiptir miklu máli fyrir efnahagslíf okkar hver þróunin er í öðrum löndum. I þeim efnum er ástæða til bjartsýni ef marka má skýrslu OECD. Stofnunin spáir því, að hagvöxtur í heiminum verði rúm 4% á þessu ári og litlu minni á næsta ári. OECD telur einnig, að efnahagur heimsins hafi batnað frá því að efnahagskreppan gekk yfir Asíu fyrir nokkrum árum. Stofnunin telur líka, að at- vinnuleysi fari minnkandi á evrusvæðinu, hagvöxtur verði þar 3,5% í ár og 3,3% á næsta ári, sem er veruleg aukning frá síðasta ári. Þá telur OECD, að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 4,9% í ár en minnki í 3% á næsta ári. Efnahagslíf Bandaríkjanna hefur komið mönnum á óvart ár eftir ár og ekkert útilokað að það eigi eftir að endurtaka sig. Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, sem hér var á ferð fyrir nokkrum dögum, var í ræðu sinni á fundi Brezk-íslenzka verzlunarráðsins mjög bjartsýnn á þróun efnahagsmála í evrulöndunum. Þetta þýðir, að ástand efnahagsmála er ýmist gott eða batnandi í helztu viðskiptalöndum okkar. Það stuðlar að áframhaldandi góðæri hér. Á næstunni má búast við því, að Hafrannsóknastofnun leggi fram skýrslu um ástand fiskistofna og geri tillögur um kvótann á næsta fiskveiðiári. Það skiptir auðvitað máli fyrir framvindu mála næstu misserin hverjar þær tillögur verða. Bakslag í uppbyggingu fiskistofna mundi draga úr þeirri miklu bjartsýni, sem hér hefur ríkt, en það er auðvitað spurning, hvort það gæti ekki haft holl áhrif á efnahagslífið að eitthvað dragi úr þeirri bjartsýni. En í öllum meginatriðum stendur efnahagslíf þjóðar- innar traustum fótum. Það er mikill kraftur í atvinnu- lífinu sjálfu, bæði sjávarútvegi, ferðamannaþjónustu, hugbúnaðariðnaði og öðrum atvinnugreinum. Hér er ekkert atvinnuleysi, sem orð er á gerandi. Viðskiptahall- inn er hins vegar of mikill og verðbólguþróunin áhyggju- efni. Við eigum hins vegar að hafa alla burði til að takast á við þau vandamál. Við búum yfir meiri þekkingu á gang- verki efnahagslífsins en áður og eigum mikinn fjölda vel menntaðra manna, sem kunna vel til verka á þessu sviði. I samtalinu við Morgunblaðið í gær sagði Geir H. Haarde: „... ég tel, að kjarninn í OECD-skýrslunni sé sá, að efnahagsástandið á íslandi sé gott. Þarna eru þó ákveðin viðvörunarorð, sem við tökum að sjálfsögðu al- varlega.“ Gerhard Schröder heimsækir íslenska skálan Sverrir Haukur Gunnlaugsson ráðuneytisstjóri, formaður verkefnisstjórnar um þátttöku íslands í heimssýningunni, s grímssyni utanrfkisráðherra og konu hans, Sigurjónu Sigurðardóttur. Sendiherrahjónin, Ingimundur Sigfússon og V Heimssýn- ingin opnuð almenningi Heimssýningin Expo 2000 er hafín með öllum sínum undrum og stórmerkjum. Pétur Blöndal fylgdist með setningarræðu Gerhards Schröders, opnun íslenska skálans og því sem fyrir augu bar. HEIMSSÝNINGIN Expo 2000, sem haldin er í Hannover í Þýskalandi, hefst í dag við formlega at- höfn þegar Johannes Rau forseti Þýskalands klippir á borða og almenn- ingi verður veittur aðgangur að 160 hektörum af sýningum þjóða og al- þjóðastofnana, auk fjölbreytilegrar af- þreyingar. Áætlað er að boðið verði upp á um 15 þúsund menningarvið- burði og uppákomur þar til yfir lýkur, 31. október. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra opnar íslenska skálann fyrir al- menningi í dag og býður gesti vel- komna. Þá mætir Gerhard Schröder kanslari í heimsókn í íslenska skálann um hádegisbilið, en hann heimsækir aðeins örfáar af þeim þjóðum, sem taka þátt í sýningunni. Schröder lýsti heimssýninguna setta í hátíðarkvöldverði í gær. Talaði hann um mikilvægi þess að eyða tor- tryggni þjóða í milli og búa í haginn fyrir auldð samstarf. „Við verðum að nota tækifærið til að lifa saman og verðum að einsetja okkur að læra hvert af öðru.“ Þá sagði hann það mik- ilvægt fyrir Þjóðverja, 55 árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar og tíu árum eftir sameiningu Þýskalands, að geta loks sýnt opið hugarfar og gest- risni sína í verki. Islenski skálinn opnaður íslenski skálinn á heimssýningunni var opnaður boðsgestum í gær og voru margir af þeim sem skipulögðu þátt- töku Islands viðstaddir. Það kom fram í máli Sverris Hauks Gunnlaugssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneyt- inu og formanns verkefnisstjórnarinn- ar, sem skipulagði þátttöku Islands í Expo 2000, að þakklæti væri honum efst í huga til allra þeirra sem hefðu lagt hönd á plóg. Á meðal viðstaddra voru sendi- herrahjónin, Ingimundur Sigfússon og Valgerður Valsdóttir, ræðismenn Islands, Sigríður Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri íslenska skálans, full- trúar nokkurra þeirra fjölmörgu fyr- í lok kynningarmyndar um ísland sem sýnd er í brunni á gólfi ís- lenska sýningarskálans birtist þessi stóra mynd af landinu. irtækja sem stutt hafa þátttöku Islands, hönnuður skálans, Árni Páll Jóhannsson, ásamt fulltrúum þýsku arkitektastofunnar Akzente, sem voru „kontaktarkitektar" í Þýskalandi, og fleirum sem borið hafa hitann og þungann af uppsetningu íslensku sýn- ingarinnar. I ræðu af þessu tilefni sagði Halldór Ásgrímsson viðeigandi að mannkynið, náttúran og tæknin yrðu í brennidepli á heimssýningunni. Þessi hugtök hefðu sérstaka þýðingu fyrir hið litla samfélag á íslandi, þar sem hver ein- staklingui’ skipti máli, náttúran spilaði stórt hlutverk í þjóðernisvitundinni og tækniiðnaðurinn á Islandi stæði í blóma. Þjóðinni til sóma „Mér líst afar vel á þetta allt sam- an,“ sagði Halldór Ásgrímsson í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég tel að það hafi tekist miklu betur til en ég hafði þorað að vona. Við byrjuðum að tala Sigríður Sigurðardóttir, framkvæmd Ámi Páll Jóhannsson hönnuðui um þetta fyrir fjórtán mánuðum og það lá alveg Ijóst fyrir að við gátum ekki haft úr miklum fjármunum að moða. Miðað við það tel ég að það hafi tekist afskaplega vel til.“ Aðspurður hvaða þýðingu þátttaka íslands í heimssýningunni hafi, svarar hann: „Þýskaland er okkar stærsta viðskiptaland og flestir ferðamenn koma þaðan til íslands. Auk þess taka á annað hundrað þjóðir þátt í sýning- unni; það kom ekki annað til greina en að fslendingar yrðu þeirra á meðal. Ég er alveg viss um að þessi skáli og það sem hér fer fram mun vekja at- hygli á íslandi, auka áhuga Þjóðverja á því sem íslenskt er. Þetta mun draga að fjölmiðla og verða góð íslands- kynning. Hvort það er hægt að meta í krónum og aurum ætla ég ekki að full- yrða. Það leiðir tíminn í ljós. En ég er þeirrar skoðunar að það sem hér er, sé íslensku þjóðinni til sóma.“ „Þetta er mikill léttir,“ svarar Árni Páll Jóhannsson aðspurður. „Það er mikið erfiði að baki, - þref, þjark, þras og vandræði," heldur hann áfram. „ Jú, ég er ánægður og Guð gaf okkur gott veður þannig að vatnið fýkur ekki yfir allt. En við erum búin að ákveða hvað skálinn heitir þegar illa viðrar. Það er nefnilega frægt fyrirbæri í Þýskalandi sem heitir Íslandstíð og það eru lægð- ir frá íslandi. Ef það blæs, þá blæs, og allir fá forsmekkinn af íslandi,“ segir hann og kímir. „Það verður enginn verri af því að vökna.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.