Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 54

Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 54
54 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, LOVÍSA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hólagötu 23, Vestmannaeyjum, andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánudaginn 29. maí. Guðrún Ingibergsdóttir, Ágúst Þórarinsson, Guðmunda Ingibergsdóttir, Ingimar Jónsson, Jónína Margrét Ingibergsdóttir, Hilmar Sigurbjörnsson, Matthías Ingibergsson, Margrét Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Mýrdal, lést á sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 29. maí. Jarösungið verður frá Kolbeinsstaðakirkju laugardaginn 3. júní kl. 14.00. Þórður Gíslason, Guðjón Gíslason, Ingólfur Gíslason, Jón Norðfjörð Gíslason. + Ástkær móðir mín, amma og langamma, RAGNHILDUR ELÍASDÓTTIR, Marklandi 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu- daginn 2. júní kl. 13.30. Elías Gíslason, Ólafur Elíasson, Elsa Herjólfsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir. Móðursystir okkar, SOFFÍA JÓHANNESDÓTTIR kennari, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 29. maí. Fyrir hönd annarra vandamanna, Jórunn Óskarsdóttir, Sigurður Kr. Óskarsson. + Bróðir okkar, MAGNÚS ERLENDSSON, frá Kálfatjörn, lést á Sólvangi í Hafnarfirði að morgni þriðju- dagsins 30. maí. Systkinin + Móðir mín RANNVEIG ÞORMÓÐSDÓTTIR, Þórunnarstræti 134, Akureyri, lést mánudaginn 29. maí. Útförin auglýst síðar. Ómar Svanlaugsson. + Bróðir minn, SIGURÐUR KARL ÞORLEIFSSON, Austurvegi 50, Selfossi, sem lést á Ljósheimum, Selfossi, laugardaginn 20. maí, verður jarðsung- inn frá Selfosskirkju laugardaginn 3. júní ki. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig Þorleifsdóttir. SIGRIÐUR ÞORA MAGNÚSDÓTTIR + Sigríður Þóra Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 28. júlí 1929. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. maí síð- astliðinn. Foreldrar Sigríðar voru hjónin Magnea Vilborg Þorláksdóttir frá Bræðraborgarstíg 10 í Reykjavík, f. 30. október 1896, d. 19. júlí 1964, og Magnús Bjamason frá Stokkseyrarseli í Ár- nessýslu, síðar bfl- stjóri í Reykjavík, f. 30. júlí 1893, d. 21. apríl 1962. Auk Sigríðar Þóru áttu þau aðra dóttur, Guð- laugu, sem fæddist 1928 en hún andaðist 1970. Foreldrar Magneu Vilborgar voru Guðlaug Halldórs- dóttir frá Austurvelli á Kjalarnesi og Þorlákur Teitsson skipstjóri frá Reykjavík. Foreldrar Magnúsar voru Sig- ríður Stefánsdóttir frá Kálfakoti í Fljótahverfi í Vestur-Skaftafells- sýslu og Bjarni Magnússon frá Hóhni, síðar bóndi í Vestra- Stokkseyrarseli í Ámessýsiu. Hinn 26. desember 1946 giftist Sigríður Þóra eftirlifandi eigin- manni sínum Ólafi Kristjáni Guðmunds- syni, húsasmíðameist- ara, f. 16. júní 1928 í Hafnarfirði. Eignuð- ust þau fimm börn: 1) Magnús, f. 12. nóvem- ber 1946, d. 2. október 1955. 2) Guðmundur Þorlákur Bjarni, eftir- litsmaður og íþrótta- fulltrúi, f. 27. nóvem- ber 1947, kvæntur Þuríði Kristínu Krist- leifsdóttur og eiga þau tvær dætur og tvo syni. 3) Magnea Guð- laug, tónlistarkennari, f. 4. febrúar 1951 og á hún tvo syni. 4) Þórunn, þjónustufulltrúi, f. 1. janúar 1952, gift Daníel M. Jörundssyni og eiga þau dóttur og son. 5) Magnús Oli, sölustjóri, f. 22. júní 1960, kvæntur Erlu Dís Ólafsdóttur og eiga þau einn son og þrjár dætur á lífi, en þau misstu dóttur á fyrsta ári. Bamabarnaböm Sigríðar Þóru og Ólafs Kristjáns eru þrettán. Sigríður Þóra lauk námi m.a. frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Sigríður Þóra verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á morgun, föstudaginn 2. júní, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún mamma mín var engin venju- leg kona. Það sama finnst örugglega öllum um mömmu sína. Þegar ég hugsa á þessari stundu um lífið og allt sem á dagana hefur drifið frá því ég man fyrst eftir mér á Bræðraborgar- stígnum, þar sem mitt æskuheimili var á númer 10, er vart svo spor stigið í huganum, að hún mamma mín sé ekki þar á sviði. Hún mátti nú þola margt af okkur ólátabelgjunum og oft kom það í hennar hlut að stilla streng- ina og koma hlutunum í réttan farveg þegar við ungu ófriðarseggimir á heimilinu vorum búnir að taka völdin. Pabbi vann langan vinnudag og kom því oftast seint heim úr vinnunni, og það veitti vist ekki af, enda unga par- ið, þau mamma og pabbi, snemma komin með fjögur börn. Það gerðist ekki af sjálfu sér að sjá fjölskyldunni farborða. Mest fór fyrir okkur Magga bróður, enda elstir. Hún fór nú ekk- ert út af laginu, hún mamma, þótt ýmislegt gengi á, á stundum. Mér fannst ummælin sem höfð voru um hann afa hennar mömmu, af sam- ferðamanni hans, eiga svo vel við hana, en þau voru: „Þorlákur Teits- son var maður sem engum vildi gera órétt, en allra vandræði leysa og sem öllum var vel við, er þekktu hann, og einn sá besti sjómaður sem ég hef kynnst.“ Já þetta getur allt átt við hana mömmu. Hún var sjómaður í lífsins ólgusjó og þurfti að standa sig í brúnni með honum pabba. Björtustu hliðamar koma alltaf upp á yfirborðið þegar minningamar reika í gegnum hugann, en sorgirnar þurftu þau mamma og pabbi á unga aldri einnig að takast á við. Mesta sorgin í þeirra lífi var 2. október árið 1955, þegar elsta bam þeirra, hann Maggi bróðir, tæplega níu ára gamall, fékk lömun- arveikina og dó nær samstundis. Þá var mikil sorg í litla húsinu númer 10, sorg sem aldrei varð yfirstigin og setti svo mikið mark á allt þeirra líf og alla fjölskylduna. Á erfiðu stundunum var gott að eiga samheldna fjölskyldu og ekki var verra að afi og amma, for- eldrar mömmu, vom í næsta húsi. Já, þá var mikil sorg í vesturbænum. En núna em fagnaðarfundir hjá þeim mömmu, Magga bróður, afa og ömmu og litla bamabaminu hennar ömmu sinnar sem lést á fyrsta ári, henni Elísabetu Rós. Eg sé þau ljóslifandi fyi-ir mér. En lífið hafði allar sínar björtu hlið- ar og þeirra stunda nutu þau svo vel saman, mamma og pabbi. Það birti hressilega til árið 1960, þegar Maggi yngri bróðir fæddist og bömin vom aftur orðin fjögur í litla húsinu á 10. Eitthvað sagðir þú mamma mín að ég hefði riðlað uppeldinu á þeim stutta, en þér tókst þetta samt. Mamma og pabbi vom einstaklega samrýnd og tóku saman þátt í flestu. Ferðalögin vom ófá sem farin vom, þá sérstak- lega um landið. Ekki má gleyma öll- um bíltúmnum, sem stóðu mislengi yfir. Það var ekki óalgengt að bryggjurúnturinn endaði austur á Kirkjubæjarklaustri eða uppi í Borg- arfirði. Þau nutu samverannar hvort + Ástkær bróðir okkar, GUÐMUNDUR JÓN GUÐLAUGSSON, Bakkabraut 5, Vfk í Mýrdal, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugar- daginn 3. júní kl. 14.00. Sigurlín og Jóna Guðlaugsdætur. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát LEIFS FRIÐRIKSSONAR, Einarsnesi 42a, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Björgunarsveitar Akraness. Hans verður minnst við guðsþjónustu ( Neskirkju á sjómannadaginn, sunnudaginn 4. júní, kl. 11.00. Aðstandendur. heldur var í hávaða eða hljóði, eða eins og þau sögðu svo oft: Okkur líður svo vel saman og stundum þurfum við ekkert að segja, það er svo gott að kunna að þegja saman. Ég hugsa oft að það hefði verið gott að erfa þann eiginleika. En nú ert þú farin mamma mín, það er huggun hai-mi gegn að vita að nú hefur þjáningum þínum linnt. Þú þurftir svo lengi að glíma við erfið veikindi. Það lýsir þér best að maður gerði sér ekki fulla grein fyrir veik- indum þínum. Mér verður oft hugsað til þess hvílíkur leikari þú varst. Það var sama á hverju gekk, þú varst allt- af brosandi og sagðist hafa það gott, aldrei betra en einmitt þá, þegar maður talaði við þig. Það var ekki oft sem þú gabbaðir mann, en þegar kom að veikindunum gafstu ekki upp rétt- an kúrs. Sama hvemig stóð á, þá var stutt í húmorinn. Það lýsir þér ágæt- lega þegar ljóst varð að þú kæmist ekki út í Eyjar í brúðkaup barna- bams þíns fyrir viku. Þá sagðist þú, minnug þess að hafa misst af ferm- ingu barnabams í Eyjum, einnig vegna veikinda, bara vilja vera í aðal- hlutverkinu, það tækju allir eftir því ef amman mætti ekki. Síðasta hálfa árið var þér erfitt og hvert áfallið af öðm reið yfir, án þess að maður gerði sér grein fyrir í hvað stefndi. Undir það síðasta reifstu þig upp hvað eftir annað og þegar við kvöddum þig fyrir tveimur vikum reifstu af þér súrefnis- grímuna og kallaðir: „Við sjáumst." Það vora orð að sönnu og við náðum að kveðjast í hinsta sinn, dánardaginn þinn. Það er erfitt að gera sér grein fyrir og sætta sig við að þú sért farin. Þú sem ætlaðir að gera svo mikið og þið pabbi búin að tala um öll ferðalög- in ykkar í sumar. Og allt sem þú ætl- aðir að gera með bamabamabömun- um þínum þrettán, sem vora þér allt, þau eiga eftir að sakna þín mikið. Minningin um góða móður og félaga gerir lífið bærilegra og ég veit að sú minning mun gefa þér, pabbi minn, þann styrk sem þú þarft í söknuði þínum og sorg. Um leið og við kveðj- um ástkæra móður, tengdamóður, ömmu og langömmu biðjum við al- góðan Guð að styrkja þig og blessa, pabbi minn, og veita okkur öllum þann kjark sem til þarf að lifa lífinu áfram og sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt. Guðmundur Þ.B. Ólafsson og fjölskylda. Móðir mín, Sigríður Þóra, er mér ástfólgin mjög, sem og öðram ástvin- um sínum. Hún var rík af innri auði, hennar hjartans hörpustrengir léku fagra hljóma. Kærleikur þinn, mamma mín, var mikill í minn garð og sona minna á dögum neyðar okkar. Auðmjúk hjörtu okkar fyllast djúpu þakklæti. Ganga þín á vegum lífsins var ekki ávallt blómum skrýdd - þannig er líf þessa heims. Hvemig þú mættir öllu þínu, stór í mótlæti, þakklát meðlæti, vekur að- dáun og virðingu í hugum okkar sem voram þér samferða. Eftir brottför slíkrar konu myndast mikið tóm. Yfir ævispor þín lítur Drottinn, af ástúð krýnir Hann þig heilögum blómsveig eilífs lífs. Inn í hlýjan sumarblæinn hverfur þú heim og öðlast þína græðslu undir vængjum Hans. Með okkar fábrotnu orðum þökk- um við þér fyrir allt og með söknuði kveðjum við þig að sinni, hjartkær mamma mín. Dæm svo mildan dauða, Drottinn, þínu bami, einsogléttulaufi lyftirblærfráhjami, eins og lítill lækur Ijúki sínu hjali, þarsemlygníleyni liggurmarinnsvali. (MatthíasJoch.) Þín dóttir, Magnea Guðlaug, synir, tengdadóttir og barnabörn. • Fleirí minningargreinar um Sigriði Þóru Magnúsdóttur biða birt- ingar ogmunu birtast íblaðinu nœstu daga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.