Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 83

Morgunblaðið - 01.06.2000, Page 83
MORGUNBLAÐIÐ __________________________________FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 83 FÓLKí FRÉTTUM LISTALÍFIÐ í TALLINN Listin á breytingar- tímum Þegar maður kynnir sér eistneska list frá undanförnum árum er það sláandi hve listin er pólitísk og á vissan hátt er erfítt fyrir Islending sem ekki hefur upp- lifað slíkar breytingar að skilja til fulls hugarheim eistneskra listarmanna. Sólveig Sveinbjörnsdóttir heimsótti Tallinn og kannaði listalífíð í fylgd með innfæddum listamanni. Morgunblaðið/Sólveig Úr vídeóverki Mari Tralla sem heitir „Dansaðu með mér“. STÓRAR samsýningar eins og „Forgotten Estona" og „Freedom of choice" sýna glöggt viðfangsefni eistneskra listamanna. Framlag eistlands á Artgenda-Iistahátíð- inni sem haldin var í Helsinki í maí á þessu ári var vídeó innsetn- ingin „Analouge TV“. Hanno Soans sýningarstjóri skrifar um hugmyndina að Analouge TV, að hún sé byggð á því að hans kyn- slóð hafi alist upp í lokuðu kommúnistaríki og að eini glugg- inn út í hinn vestræna heim hafi verið sáupóperur á borð við Dall- as og Dynasty sem hafí verið eins konar draumur um annað og betra líf. Nú hefur Eistland opnast og siglir stöðugur straumur af skemmtiferðaskipum milli Hels- inki og Tallinn. Skipin eru jafnan full af Finnum sem skella sér í dagsferðir til að njóta lífsins í hinni fallegu borg, borða hræ- ódýran mat á veitingastöðum, kaupa kristal og annan varning á markaðstorginu og birgja sig upp af tollfrjálsri vöru. I steikjandi hita snemma laugardagsmorguns rölta Finnahóparnir með ferða- vagna inn í gamla miðbæinn frá höfninni á meðan borgin er að vakna og það er greinilegt að í Tallinn mætir gamla austan- tjaldsstemmningin vestrænum áhrifum. Vel klætt ungt fólk, tískuverslanir og kaffihús á hverju horni í mótsögn við gaml- ar „babúskur" með blómamynstr- aðar skuplur sem sópa þröngar götur með strákústum. Kynferði og kvenímyndir Blaðamaður stillti sér upp á ráðhústorginu þar sem hann hafði mælt sér mót við Peeter Linnap myndlistarmann, sýning- arstjóra og kennara við Eist- nesku listaakademíuna, og reyndi að ímynda sér hver af hinum mörgu vegfarendum væri lista- maðurinn þekkti, en áttaði sig á því að maðurinn með speglagler- augun í græna veiðivestinu sem kom gangandi á móti honum hlyti að vera Peeter Linnap. Viðtalið byrjaði á gönguferð í gömlu saltskemmuna sem nú er listasafn og heitir Rottermann’s saltstorage. Þar stendur nú yfir sýningin „The aids generation“, samsýning þar sem fjallað er um kynferði og nútímann. Upp- blásnar kynlífsdúkkur, ljós- myndaverk um barnavændi og málverk unnið í tölvugrafík er meðal verka á sýningunni. Peeter Linnap sagði að samsýningin væri dæmi um tilraun til að skapa eitthvað vestrænt „trend“ sem jafnvel væri tíu árum of gamalt. Næsti áfangastaður var Town hall gallery, þar sem fem- inistinn Mare Tralla hefur sýn- inguna „Safe society". Á einum vegg eru dömubindi saumuð inn í plast ásamt ýmsum hlutum tengd- um kvenleika eins og gerviaugna- hárum, snyrtivörum, glimmeri og hárskrauti. Á öðrum vegg var Barbie-dúkka og undir henni stóð: „Ég var 31 árs þegar ég fékk fyrstu Barbie-dúkkuna mína.“ Hrun Sovétríkjanna I myrkvuðu herbergi var verk- ið „Sing with me“, eins konar karaoke vídeó þar sem listakonan dansar og syngur á skjánum og áhorfendur geta sungið með. Peeter sagði að Mare Tralla væri fyrsti opinberi feministinn í eist- neskri list, og fyrsti listamaður- inn sem notaði húmor í verkunum sfnum. Við hliðina á Town hall gallerí settist blaðamaður niður ásamt Linnap á útikaffihúsi og spurði hvað hann væri að gera í listinni. „Ég byrjaði að fást við list og skrifa gagnrýni á áttunda ára- tugnum, rétt fyrir hrun Sovét- stjórnarinnar. Þekktasta verk mitt, „Sumar 1955“ er byggt á ljósmyndum af eistneskum námsmönnum í rússneskum her- klæðum og „Kalevipoeg de facto" er grafsteinn með áletruðum texta úr alfræðiorðabók um eist- neskar þjóðsagnahetjur. Ég vinn með Ijósmyndir og vídeó-inn- setningar. List mfn er kerfis- bundin gagnrýni á samfélagið og markmiðið að ögra og vera beitt- ur. Ég vil endursegja sögu Eist- lands. Ég stofnaði „Faculty of taste“ árið 1995 þegar ég kenndi við Akadem- íuna og mér fylgdi hópur nemenda. Við unnum í 18 tfma á ) dag, héldum sýning- ar, stóðum fyrir um- ræðum, skrifuðum greinar og bjuggum til sjónvarpsefni. Á þessum tíma ríkti formalismi í eist- neskri list og með hreyfíngunni vildum við vinna með inni- haldið og líka vinna með persónulegar upplifanir og minn- ingar sem ekki var leyfílegt á sovéttím- £ um.“ Blaðamaður spurði Peeter Linnap hvort hlutirnir hefðu breyst mikið eftir að Eistland fékk sjálf- stæði, og hvort hlut- verk listamannsinns hefði breyst. „Listalffið hefur mikið breyst eftir að landið opnaðist. Listin er ekki miðstýrt fyrirbæri lengur, í stað- inn fyrir einn skóla eru nú marg- ir. Listamenn geta nú ferðast til útlanda og komið heim með al- þjóðleg áhrif.“ Eistnesk list erlendis „Sýningar á eistneskri list er- lendis hafa verið margar, og árin 1992, 1995 og 1997 höfum við verið með okkar eigin biennal; Saarenmaa Bienaal með sam- tímalist frá baltnesku löndunum. Allar þessar opnanir breytingar eru til góðs,“ segir Peeter Linnap að lokum, „svo lengi sem við för- um ekki að vinna list út frá vest- rænum klisjum." Það er stöðugur straumur af fólki í kringum kaffihúsið og allir 'J virðast þekkja Peeter Linnap. Þetta er bara eins og í Reykjavík, hugsar blaðamaður, allir þekkja alla, en í ljós kemur að við sitjum fyrir utan listamannaklúbbinn Kuku. Kuku var þekktur lista- mannaklúbbur í Tallinn, ein- göngu opinn meðlimum og er nú eins og annað, opinn öllum. Lista- maðurinn Sorge kemur og fær sér sæti. Peeter segir blaðamanni að í fyrrinótt hafi Sorge og félag- ar hans í Non grata-hópnum hellt miklu magni af mjólk yfír nær- stadda fyrir utan Town hall gall- erí. Það var sannarlega leiðinlegt að missa af því. Non grata- hópurinn hafði víst komið Sfv. nýkrýndum rektor Eistnesku listaakademfnnar á óvart á dög- unum þegar liðsmenn hans helltu yfir hann 40 lítrum af mjólk við opinbera athöfn, þetta var gert í mótmælaskyni og verður maður að draga þá ályktun að mikil ólga sé í eistnesku Iistalffi. Hvað er að ger- ast í myndlist? I BORGINNI eru núna þessar vikurnar fjölmargar myndlistar- sýningar sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Um síðustu helgi var opnuð í oneoone gallerí á Laugavegi sýn- ing danska listamannsins Fos og stendur hún næstu þrjár vikurnar. I sýningarskrá stendur að sýning- in fjalli um kerfi og félagslegt kerfi innan þess. Sýningin er opin á verslunartíma oneoone. Einnig er áhugaverð sýning í Gula húsinu á horni Lindargötu og Frakkarstígs, en þau Steingrímur Eyfjörð og Arnþrúður Ingólfsdótt- ir skipta með sér húsinu um þess- ar mundir. Steingrímur er með efri hæðina þar sem hann sýnir teikningar úr hugarheimi karl- manna en Adda er í kjallaranum með ljósmyndir og hljóð. Líkur sýningu þeirra nú um helgina og er opið milli 15:00 og 18:00. Svo er það náttúrulega Bláa sýningin á Nýlistasafninu þar sem breskar ofurstjörnur slá um sig svo um munar. Þau hafa gjörsamlega umbreytt gamla safninu með þessari kröft- ugu sýningu. Það sama hafa skandinavískir listamenn gert í Norræna húsinu en sýningin FLAKK vaar opnuð þar um síðustu helgi. Einnig er nauðsynlegt að benda á @ sýninguna í Listasafni íslands sem opnar listunnendum leið að listinni í gegnum netið. Síðan er það landsbyggðin, því í Slunkaríki á ísafirði var opnuð um síðustu helgi sýning Ómars Smára Kristinssonar á verkum hans „Frá Æðeyjarárunum", sem hljómar mjög spennandi, nokkuð sem Is- firðingar og áhugamenn um myndlist nær og fjær ættu að fylgjast vel með. 1 i 1 ' 1 1 : rr I i T 1 ■£' - -4 T 'i 5 • s — r < Æ J. 1 1 I 7 bfcl Á sýningunni @ í Listasafni íslands er myndbandalist og veflist í öndvegi. Yoko Ono sýnir í Astralíu YOKO Ono var meðal þeirra lista- manna sem sýndu á sýn- ingu í Sydn- ey í Ástralíu á dögunum á vegum List- hússins í Sydney. Sýning Ono kallaðist Ex It og meðal þess sem hún sýndi voru líkkistur úr pappa. En Yoko hélt einnig fyrirlestur í Listhúsinu þar sem hún sagði frá listsköpun sinni í gegnum tfðina. Sýn- ingin er haldin árlega í List- húsinu og er stærsta mynd- listarsýning í Ástralfu ár hvert. f ár tóku 49 listamenn frá 23 löndum þátt í henni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.