Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hluthafafundir samþykkja samruna Eignarhaldsfélags- ins Kringlunnar hf. og Þyrpingar hf. Aætluð velta ársins 1 milljarður króna Hluthafafundir Eignarhaldsfélags- ins Kringlunnar hf. og Þyrpingar hf. hafa samþykkt samruna fyrirtækj- anna undir nafni Þyrpingar. Fyrir- tækið sérhæfir sig í útleigu og rekstri fasteigna. Samrunaáætlunin var samþykkt einróma á hluthafa- fundum beggja fyrirtækjanna sem haldnir voru í gær. Bókfærðar eignir Þyrpingar hf. eftir sameininguna nema rúmlega 10 milljörðum króna og eigið fé er tæpir þrír milljarðar króna. Heildarflatar- mál fasteigna Þyrpingar hf. er um 100 þúsund fermetrar. Áætluð velta ársins 2000 er ríflega einn millj- arður. Tilgangurinn með sameiningu þessara tveggja félaga er að styrkja sóknarmöguleika þeirra í fasteigna- rekstri, þróunarvinnu og skyldri starfsemi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Sameining skýtur styrkari stoð- um undir reksturinn Að sögn Sigurðar Gísla Pálmason- ar, stjórnarformanns Þyrpingar, er stefnt að skráningu félagsins á Verð- bréfaþing Islands innan árs. Segir hann að núverandi hluthafar muni í byrjun selja eitthvað af sínu hlutafé til almennings og síðan verði hlutafé Þyrpingar að öllum líkindum aukið. Sigurður Gísli segist telja að Þyrp- ing muni vera vænlegur kostur á ís- Landsbankinn- Fjárfesting eykur hlut sinn í Básafelli LANDSBANKINN-Fjárfesting hf. hefur aukið hlutabréfaeign sína í Básafelli hf. um 71,7 milljónir króna að nafnverði, sem jafngildir 9,5% hlut í félaginu. Heildareign Landsbankans-Fjárfestingar í Básafelli er þá 146,3 milljónir sem er 19,3% eignarhlutur. Rétt vika er síðan Landsbankinn-Fjárfest- ing keypti 9,8% hlut ísafjarðar- bæjar í Básafelli, að nafnverði 74,6 milljónir á genginu 1,34. Davíð Björnsson, framkvæmda- stjóri Landsbankans-Fjárfesting- ar, segir að vel geti farið svo að fé- lagið eigi eftir að auka hlut sinn enn frekar í Básafelli hf. Kaup fé- lagsins nú séu eðlilegt framhald af kaupunum fyrr í þessum mánuði af ísafjarðarbæ. Markmiðið sé að taka þátt í umbreytingarferli Básafells en ekki að eiga bréfin til lengdar. Greint var frá því í fréttum frá VÞI í fyrradag að Lífeyrissjóður Vestfirðinga hefði selt 6,37% hlut sinn í Básafelli hf. og að sjóðurinn ætti nú ekki hlut í félaginu. lenskum hlutabréfamarkaði og það auki fjölbreytnina í flóru skráðra fé- laga á Islandi. Hann segist trúa því að sameining félaganna skjóti styrkari stoðum undir reksturinn og betra sé að vera með eitt félag en tvö. Samsetning eigna sé góð hjá sameinuðu félagi og það auki öryggi rekstrarins og félag- ið verði betur hæft til þess að takast á við stór verkefni. Eignir Þyrpingar eru m.a. versl- unarhúsnæði í Kringlunni ásamt öðru verslunarhúsnæði á Reykjavík- ursvæðinu, í Njarðvík og á Akureyri svo og fasteignirnar Hótel Loftleiðir og Hótel Esja. Á meðal verkefna sem þegar er unnið að eða eru í undirbúningi má nefna stækkun Hótels Esju, upp- byggingu Spangarinnar í Grafar- vogi, m.a. byggingu heilsugæslu- stöðvar og Hagkaupsverslunar, og Norðurbakka í Hafnarfirði. Eins eru í athugun frekari bygg- ingar á Kringlusvæðinu. Helstu hluthafar Þyrpingar hf. eru eigendur Hofs hf. og Islands- banki-FBA hf., en alls eru hluthafar um 80, bæði einstaklingar og fyrir- tæki. í stjórn Þyrpingar hf. voru kjörin: Sigurður Gísli Pálmason, formaður, Óskar Magnússon varaformaður, Ásgeir Bolli Kristinsson, Ásmundur Stefánsson, Helgi Jóhannesson, Ingibjörg Pálmadóttir, Jón Pálmi Guðmundsson og Þorgils Óttar Mathiesen. Eitt af fyrstu verkefnum nýrrar stjórnar verður að ráða fram- kvæmdastjóra félagsins. / <=>, / ,£-/ VINNSLUSTOÐIN HF Hluthafar 9. júní 2000 Hlutafé, Eignarhluti 1 Olíufélagið hf. 278.424.099 17,79% 2 Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 195.183.456 12,47% 3 Vátryggingarfélag íslands 193.709.934 12,38% 4 Kaphf. 192.631.330 12,31% 5 Kerehf. 118.542.819 7,57% 6 Hlutabréfasjóðurinn íshaf hf. 97.387.533 6,22% 7 Samvinnulífeyrissjóðurinn 87.957.593 5,62% 8 Sparisjóðabanki íslands hf. 28.844.704 1,84% 9 Gunnlaugur Ólafsson 27.383.220 1,75% 10 Haraldur Gíslason 25.425.065 1,62% 11 Kristín Gísladóttir 24.007.500 1,53% 12 Guðrún Svava Gunnlaugsdóttir 24.007.500 1,53% 13 Ólöf Elín Gunniaugsdðttir 24.007.500 1,53% 14 Ellý Rannveig Gunnlaugsdóttir 24.007.500 1,53% 15 VVÍB-Sjóður 6 17.338.767 1,11% AÐRIR HLUTHAFAR 206.141.480 13,20% HLUTAFÉ SAMTALS 1.565.000.000 100,00% * VIS og Samvinnulífeyr- issjóðurinn auka hlut sinn í Vinnslustöðinni VÁTRYGGINGARFÉLAG íslands og Samvinnulífeyrissjóðurinn hafa hvor fyrir sig keypt 2,56% eignarhlut í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyj- um, sem er að nafnverði 40,0 milljón- ir króna. Vátryggingafélagið átti 9,82% eignarhlut fyrir í Vinnslustöð- inni og á því nú samtals 12,38% eign- arhlut eða 193,7 milljónir króna að nafnverði og er orðið þriðji stærsti hluthafinn næst á eftir Lífeyrissjóði Vestmannaeyja, sem á 12,47% eign- arhlut, og Ölíufélaginu hf., sem á 17,79% hlut. Samvinnulífeyrissjóð- urinn átti fyrir 3,06% eignarhlut í fé- laginu og á nú samtals 5,62% eða 88,0 milljónir króna að nafnverði. í tilkynningu frá Verðbréfaþingi Is- lands í gær kom fram að innherji í Vinnslustöðinni hefði selt hlutabréf í félaginu að nafnverði 51,6 milljónir króna. V arhugavert að van- meta tækninýjungar „Rafræn viðskipti á milli fyrirtækja (B2B) eru ekki nein bóla, þau eru komin til þess að vera og munu hafa gríðarleg áhrif á það hvemig við- skipti fyrirtækja munu þróast á næstu árum og áratugum. Fyrirtæk- in verða að laga sig að breyttu tækni- og fjarskiptaumhverfi ef þau ætla sér að lifa af,“ sagði Johan Kort, sérfræð- ingur 'í rafrænum viðskiptum hjá KPMG í Hollandi, á hádegisverðar- fundi KPMG á íslandi og Spans hf. um rafræn viðskipti á milli fyrir- tækja. Hættulegt að vanmeta áhrif tækninýjunga í máli Korts kom fram að viðskipti á Netinu séu að breyta rekstrarum- hverfi fyrirtækjanna og því sé nauð- synlegt fyrir stjómendur þeirra að öðlast innsýn í það sem er að gerast á þessu sviði, enda komist þau ekki hjá því að bregðast við þróuninni. Kort minnti fundarmenn sérstaklega á að sagan sýndi að mönnum hætti oft til þess að vanmeta mjög tækninýjung- ar og langtímaáhrif þeirra og vísaði Kort m.a. til ummæla Thomas Wat- son, stjómarformanns IBM, sem sagði árið 1943 að hann teldi að það væri ekki markaður fyrir nema kannski eins og fimm tölvur í heimin- um ölllum. Þá benti Kort á að mörg fyrirtæki hafi gert þá skyssu að laga tækninýjungar hægt að rekstri sín- um í stað þess að aðlaga fyrirtækið sjálft og rekstur þess að tækninýj- ungunum sjálfum en slíkt væri í raun Morgunblaóið/Ásdís Johan Kort: „Rafræn viðskipti munu gerbreyta viðskiptaumhverfinu." algerlega nauðsynlegt með tilkomu rafrænna viðskipta á milli fyrirtækja. Ný gerð fyrirtækja mun verða til Að mati Korts mun smám saman þróast ný tegund eða gerð fyrirtækja sem sameinar rafræn viðskipti og hefðbundna framleiðslu. Þetta mun síðan aftur leiða til mikilla breytinga, bæði hvað varðar markað og dreif- ingu á markaði. í grófum dráttum mætti segja að fyrirtæki tíunda ára- tugarins hafi einkum einbeitt sér að framleiðslu á vörum og stöðlun við framleiðsluna með hjálp tölvutækni, þau hafi leitast við að auka fram- leiðni, ná niður rekstrarkostnaði og hámarka hagnað af starfseminni. Kort telur að áhersluþættimir í rekstri fyrirtækja tuttugustu aldar- innar verði nokkuð frábrugðnir því sem verið hefur. Enn meiri áhersla verði lögð á að uppfylla þarfir við- skiptavinanna og í stað þess að fjölda- framleiða vörur fyrir markaðinn muni nýju fyrirtækin uppfylla þarfir mikils fjölda viðskiptavina fyrir vör- ur, þjónustu og upplýsingar og í stað hagnaðarhámörkunar muni koma til hámörkun á verðmæti fyrirtækj- anna. Á næstu árum muni þættir eins og hraði og viðbragðsflýtir í þjónustu og afhendingu vöru skipta æ meira máli. Þá bendi margt til þess að fyrir- tæki framtíðarinnar verði sölu- og markaðsfyrirtæki sem seljí stóra hluta af vörum sínum og þjónustu á rafrænum markaði. Eigin framleiðsla þessara fyrirtækja verður að sögn Korts mjög takmörkuð og þau muni í æ ríkara mæli kaupa framleiðsluna/ vörurnar af sérhæfðum framleiðslu- fyrirtækjum/birgjum og víst sé að nær öll viðskipti við þau muni fara fram á rafrænu formi. Kort segir óvíst hversu langan tíma þessi þróun muni taka, það ráðist meðal annars af menningarlegum þáttum og viðhorf- um. Að hans mati munu Evrópubúar halda lengur í hefðbundna viðskipta- hætti meðal annars vegna þess hve persónuleg samskipti skipti þá miklu máli. Bandaríkjamenn séu aftur á móti komnir töluvert lengra á veg í rafrænum viðskiptum. Spumingin sé hins vegar ekki hvort heldur hvenær rafræn viðskipti á milli fyrirtækja bylti öllu starfsumhverfi þeirra. KPMG á íslandi hefur m.a. sér- hæft sig í ráðgjöf í upplýsingatækni og nú síðast á sviði rafrænna við- skipta á milli fyrirtækja. Span er nýstofnað fyrirtæki í eigu Kögunar, Landssíma íslands, íslandsbanka- FBA, Burðaráss og fleiri aðila. Span vinnur nú að því að setja á stofn ís- lenska viðskiptamiðstöð fyrir rafræn viðskipti á milli fyrirtækja. Heildarfjöldi hluthafa í Vinnslu- stöðinni hf. er 512 og er hlutafé sam- tals að nafnverði 1.565 milljónir króna. Samtals eiga 15 stærstu hlut- hafamir 86,8% hlut í félaginu eða 1.358,9 milljónir króna. Síðustu viðskipti með hlutabréf í Vinnslustöðinni hf. á Verðbréfaþingi íslands vom 31. maí síðastliðinn á genginu 2,45. ---------------------- Viðskiptahallinn á fyrsta ársfjórðungi í samræmi við spá Þjóðhagsstofnunar Hallinn 5 milljörð- um meiri en í fyrra SAMKVÆMT bráðabirgðaupp- gjöri Seðlabanka íslands nam við- skiptahallinn við útlönd 13,1 millj- arði króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við 8 millj- arða á sama tíma í fyrra. Er þetta í samræmi við spá Þjóðhagsstofnun- ar frá því í mars um 50 milljarða halla á árinu í heild. Erlendar skuldir þjóðarinnar voru um 310 milljarðar króna umfram eignir í lok mars síðastliðinn. Erlend skuldastaða þjóðarinnar hefur versnað á síðustu árum vegna við- skiptahallans en á móti vegur gengishækkun krónunnar og um- talsverð hækkun á markaðsvirði erlendrar verðbréfaeignar íslend- inga. Fjárinnstreymi á fyrsta ársfjórð- ungi mældist 10,4 milljarðar króna, sem skýrist af erlendum lántökum, en fjárútstreymi vegna erlendra verðbréfakaupa nam 19,2 milljörð- um. Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um 3,2 milljarða króna og nam 32,4 milljörðum í lok fyrsta fjórðungs ársins. Aukinn viðskiptahalli við útlönd á fyrsta ársfjórðungi stafar aðal- lega af meiri halla á vöruviðskipt- um en í fyrra samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofu íslands. Umtalsverð aukning varð í inn- flutningi, einkum á eldsneyti sem hefur hækkað mikið í verði frá fyrra ári. Þrátt fyrir samdrátt í út- flutningi sjávarafurða og í sölu skipa og flugvéla úr landi jókst vöruútflutningur í heild um nær 2% vegna meiri útflutnings á iðn- aðarvörum og þá aðallega á áli og kísiljárni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.