Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 40
4.0 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNAS SIGURÐUR - STEFÁNSSON + Jónas Sigurður Stefánsson fædd- ist á bænum Berghyl í Fljótum í Skaga- firði 22. septcmber 1917. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 1. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Stefán Benedikts- son, f. 17.10.1883, d. __13.5.1922, og Anna Jóhannesdóttir, f. 12.9.1882, d. 15.7.1973. Systkini Jónasar eru Sigrún, f. 8.12.1905, d. 17.6.1959, Stein- unn, f. 12.11.1907, d. 23.6.1995, Guðný Ólöf, f. 4.4.1911, Þórunn Jóhanna, f. 4.10.1912, d. 21.11.1984, Benedikt, f. 27.4.1915, d. 5.1.1999, og Sigur- björg, f. 20.1.1922. Jónas kvæntist árið 1953 Rós- björgu Kristínu Magnúsdóttur frá Ólafsfirði, f. 10.9.1925, d. 30.7.1998. Börn þeirra eru Maríanna, f. 15.3.1955, Jónína Sigurlaug, f. 1.9.1957, Anna Elsku pabbi. Þessa síðustu daga hafa ótal minningar hrannast upp í huga mér, hver annarri ljúfari, um traustan föður og frábæran afa. Skærust stendur þó minningin um kjark þinn og lífsviðhorf sem vonandi verður okkur sem eftir stöndum til eftirbreytni um ókomin ár. Þú komst ávallt til dyranna eins og þú varst klæddur og í þínum huga voru allir jafningjar. Enginn munur gerður á Jóni og séra Jóni. Það væri ekki í þín- um anda að ég færi að skrifa um þig -^ttnga lofræðu þótt af ótal mörgu sé að taka. Einhvem veginn finnst mér þó, elsku pabbi, að ég verði að nota þetta tækifæri til að þakka þér í hinsta sinn fyrir þann ómetanlega stuðning og umhyggju sem þú veittir mér og mínum á undanförnum árum. Ekki er hægt að hugsa sér betra veganesti fyrir lífið. Á þessari stundu er það þó huggun harmi gegn að þið mamma séuð nú saman á ný. Deyr fé, deyjafrændr, deyrsjálfriðsama, en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. (Ur Hávamálum) Hvíl í friði, kæri pabbi. Þín dóttir, Maríanna. Jæja, elsku pabbi. Nú líður þér vel, ert eflaust hress og kátur í góðra vina hópi. Þannig reyni ég að sjá þig fyrir mér þegar söknuður yfir brotthvarfi þínu hellist yfir mig. Þegar ég hugsa til þín birtast mér ótal góðar minningar um góðan föður og vin. Þú varst alltaf stóri kletturinn sem ég gat treyst á. Hugrún, f. 9.2.1959, og Magnús Stefán, f. 4.8.1963. Jónas og Rósa eiga ellefu barna- börn; Soffíu, Jónas Reyni, Ólaf Kristin, Kjartan Val, Hjalta Jón, Ragnheiði, Guðmund, Egil Daða, Rannveigu, Rósbjörgu Jenný og Pál Sigurvin og eitt barnabarnabarn; Maríönnu Hlíf. Á sínuin yngri ár- um starfaði Jónas við vertíðarstörf og verkstjórn á Keflavíkurflugvelli. Árið 1957 fluttu þau Rósa til Siglufjarðar, þar sem hann hóf störf sem verk- stjóri við sfldarverksmiðjuna Rauðku. Lengst af starfaði hann þó sem verkstjóri hjá Siglufjarð- arbæ og síðar Hitaveitu Siglu- fjarðar þar til hann lét af störf- um árið 1987. Utför Jónasar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dagi og hefst athöfnin klukkan 14. Ég veit að ég var mjög heppinn að hafa átt ykkur mömmu sem foreldra eins samrýmd og þið voruð, því að í ykkar huga var umhyggjan fyrir vel- ferð okkar systkinanna og síðan fjöl- skyldna okkar alltaf í fyrirrúmi. Nú munum við ekki lengur hlæja þegar útidyrahurðinni var skellt svo undir tók í húsinu, þegar þú varst að fara eftir að hafa borðað með okkur kvöldmatinn og Rósa og Palli eiga eftir að sakna þeirrar athafnar að fá mola frá afa eftir matinn. Þó að þú hafir alltaf skellt útidyra- hurðum hraustlega, að vísu farið að draga úr skellunum upp á síðkastið, þá „skelltir þú ekki hurðum" í þeirri merkingu í þínu daglega lífi. Þar varst þú einstaklega ljúfur og vildir aldrei styggja eða eiga í útistöðum við nokkurn mann. Þú sagðir eitt sinn við mig, þá æstan ungling, „að eiga í útistöðum og leiðindum kostar bara vanlíðan og mikla orku. Við það væri best að sleppa.“ Við munum sakna að geta ekki far- ið lengur til afa í vöfflur og ijóma, sem þú hafir svo mikla ánægju af að útbúa handa okkur. Einnig allt spjallið um mannleg málefni og ekki síst hvatningarorðin frá þér þegar maður þarfnaðist þeirra sárlega. Þú smitaðir okkur sem þótti svo vænt um þig af bjartsýni með kjarki þínum og trú á betra líf fyrir þig, þeg- ar þú ákvaðst að fara í stóra, áhættu- sama aðgerð. Þér líkaði ekki að vera upp á aðra kominn með hjálp um flesta hluti. Þannig hafðir þú aldrei lifað og vildir ekki. En þú gerðir þér fullkomlega grein fyrir áhættunni, þegar þú tilkynntir mér ákvörðun þína, og sagðir: „Annaðhvort kem ég hress heim eða í kistu.“ Því miður varð það síðarnefnda niðurstaðan. Þó að þú hafir misst föður þinn fimm ára gamall og lífið ekki alltaf leikið við þig varstu ekki að kvarta eða sjá á eftir einhveiju í þínu lífi. Þú varst sáttur við allt og alla er þú kvaddir. Elsku pabbi, ég Hrönn, Ranna, Rósa og Palli eigum eftir að sakna þín mikið, en erum það heppin að eiga óendanlega margar góðar minn- ingar til að hugga okkur við. Takk, elsku pabbi, fyrir allt, ég trúi því að þið mamma séuð saman núna ogykkurlíðivel. Magnús Stefán. Jónas tengdafaðir minn er látinn, 82 ára gamall. Mig langar til að minn- ast hans með nokkrum orðum. rfisdrykkjur í Veislusalnum jSB Sóltúni 3, Akógeshúsinu, fyrir allt að300 manns. LÉTTUI ITU A E1 MEBKAFFI OG TERTU A EFTIR - SAMA VERÐ . skoiié hJá akkur 6 aatinul VEISLAN G3 Glœsilegar veitingar frá Veislunni AusturströndJ2 «170 Seltjarnames • Sími: 5612031 • Fax: 5612008 VEITINGAELDHUS www.veislan.is _ _ ---C'H Það var fyrir 22 árum að við kynnt- umst fyrst er ég heimsótti þau hjónin Jónas og Rósu á Hverfisgötu 2, Siglufirði. Ég fann strax að þar var einstakur maður á ferð, laus við allan tepru- skap og sýndarmennsku. Hann tók mér opnum örmum og ég fann að ég var hjartanlega velkominn í hans fé- lagsskap. Jónas var gæddur miklum mann- kostum. Hann komst ekki til mennta vegna föðurmissis og fátæktar en fór snemma að vinna fyrir sér og valdist fljótt til ábyrgðastarfa og verkstjóm- ar vegna hæfileika sinna. Hann var lengi þekktur sem Jónas í Rauðku, sem var síldarverksmiðja á Siglufirði. Síðan starfaði hann lengi fyrir Hitaveitu Siglufjarðar. Eftir að Jónas fór á eftirlaun fékk hann mikinn áhuga á skógrækt og starfaði fyrir Skógræktina á Siglu- firði meðan hann hafði krafta til. Það var sama hvaða verk Jónas tók að sér, allt var unnið af dugnaði, vandvirkni og samviskusemi. Hann var líka útsjónarsamur og nýtinn en þeir eiginleikar sjást æ sjaldnar í dag. Allaf var Jónas tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd ef hann gat. Hann átti hins vegar erfitt með að biðja sjálfur um greiða nema geta borgað fyrir hann á einhvem hátt. Hann vildi aldrei skulda neinum neitt. Jónas var mikill fjöskyldumaður og góð fyrirmynd fyrir bömin fjögur, ekki síður en Rósa móðir þeirra. Heimili þeirra á Hverfisgötunni var til fyrirmyndar og ekki ofhlaðið prjáli. Bamabömin eiga margar góðar minningar um afa sinn. Ófáar ferðir vom famar niður í kjallara með afa að smíða skip og báta. Þar var sagað, neglt og málað undir styrkii hand- leiðslu. Þá má ekki gleyma bíl-, göngu- og veiðiferðunum með afa. Hæfileikar Jónasar nýttust ekki síður í frístundum en við vinnu. Hann var t.d. góður bridgespilari og lið- tækur skákmaður. Aidrei heyrði ég Jónas öfundast út í aðra eða tala illa um náungann. Hann sýndi mikið jafnaðargeð og virtist vera mjög ánægður og sáttur við sitt lífshlaup. Samt hafði hann upplifað mikla erfiðleika, sérstaklega í æsku. I dag finnst mér hins vegar margir óánægðir með sitt hlutskipti í lífinu. Það var þó tvennt sem Jónas sá eftir eða saknaði svo ég viti til. Ann- ars vegar sá hann eftir að hafa ekki eignast bömin fyrr svo hann gæti átt lengri tíma með þeim og barnaböm- unum og hins vegar hefði hann gjam- an viljað eiga föður. Þetta lýsir vel gildismati hans í lífinu. Fyrir nokkrum árum fór Jónas að missa sjónina og síðan fór úthaldið að bresta vegna hjartasjúkdóms. Svo missti hann Rósu sína fyrir tæpum tveimur ámm. Þetta voru mikil áfóll fyrir Jónas. Hann aðlagaði sig þó ótrúlega vel breyttum aðstæðum. Samt gat hann ekki hugsað sér að verða öðram háð- ur um alla hluti. Þess vegna tók hann þá ákvörðun að gangast undir hjartaaðgerð þegar það bauðst þó hann vissi að áhættan væri töluverð. Það var aðdáunarvert hvernig hann undirbjó sig fyrir að- gerðina og gerði ráðstafanir eftir því hvernig færi. Niðurstaðan liggur fyrii-. Hann tapaði orastunni en er öragglega í góðum höndum Guðs og Rósu. Starfsfólk Landspítalans við Hringbraut á þakkir skilið fyrir góða umönnun, bæði í vetur og nú eftir að- gerðina. Blessuð sé minning Jónasar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Þórður G. Ólafsson. Ég kveð Jónas Stefánsson tengda- föður minn með söknuði. Jónas fór fullur bjartsýni í erfiða aðgerð 18. maí en vitað var að þessi aðgerð yrði áhættusöm. Því miður varð niður- staðan sú að hann náði sér ekki á strik eftir aðgerðina og lést að morgni 1. júní. Það era nú komin vel yfir tuttugu ár síðan ég kynntist tengdaforeldr- um mínum, Jónasi og Rósu á Siglu- firði. Rósa lést í júlí 1998 og við fráfall Jónasar verður mér hugsað til þess hve líf mannanna er fljótt að líða. Upp í hugann koma minningar um ánægjulegar stundir sem við hjónin og bömin áttum í heimsóknum til afa og ömmu á Siglufirði. Jónas spilaði brids og í sumum heimsóknum okkar til Siglufjarðar var gripið í spil og spilaður manni eða brids, hann var góður spilamaður. Jónas var verkstjóri hjá Hitaveitu Siglufjarðar þegar ég kynntist hon- um. Áður hafði hann yerið verkstjóri hjá Siglufjarðarbæ. Ég ætla ekki að rekja alla starfsævi hans en hann stundaði margvísleg störf til sjávar og sveita á sínum yngri áram. Ég man vel eftir frásögnum hans, ýmsu sem á dagana hafði drifið. Þar má nefna heyskap í Drangey sumarið 1940. Einnig man ég að hann sagði mér frá því þegar hann var vinnu- maður á Siglunesi og gekk stundum á kvöldin inn á Siglufjörð. Jónas hafði safnað reynslu og fróð- leik um ævina. Hann fylgdist mjög vel með fréttum og því sem var að gerast á íslandi. Skemmtilegt var að ræða við hann um framkvæmdir en hann fylgdist vel með þeim bæði á Siglufirði og annars staðar. Jónas var góður maður. Guð blessi þig, Jónas. Gísli H. Guðmundsson. Elsku afi minn. Mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Ég man að þegar ég var yngri fannst mér ekkert skemmtilegra en að fara til Sigló og heimsækja þig og ömmu. Þó að þessum heimsóknum hafi fækkað í seinni tíð á ég enn þá ljúfar minningar um góðmennsku ykkar sem ég mun geyma vel og lengi. Ég veit að amma tekur vel á móti þér þegar þú kemur og það veitir okkur hinum sem eftir standa mikla hugg- Elsku afi, minningin um góðan og kærleiksríkan mann lifir í hjarta mínu. Hvíl í friði. Vertu yfir og allt um kring með eilífðri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Þín (Sig. Jónsson.) Soffía. Ertu nú dáinn, afi minn? Mikið er nú tómlegt án þín. Ég vildi að ég hefði getað kvatt þig betur. Hérþegarverðurhold huliðíjarðarmold, sálin hryggðarlaust hvílir. Henni guðs miskunn skýlir. (Passíusálmur 17.17) Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í þessari veröld sem þú hefur nú yfirgefið. Seint gleymi ég þínum sterka persónuleika og hreinskilni þinni. Ólafur Kr. Þórðarson. Um miðja 18. öldina fæddi systir Björns Blöndals, seinna sýslumanns, sveinbam í beitarhúsum að Fossum í Svartárdal. Sveinbarn þetta óx úr grasi, átti sjálft seinna son sem ásamt þremur sonum sínum flutti bú- ferlum frá Fossum. Þar var kominn Stefán Sigurðsson, sem settist að á Berghyl í Fljótum. Synir hans vora Jónas Stefánsson, sem bjó að Berg- hyl; Benedikt Stefánsson, sem bjó einnig að Berghyl og Guðmundur Stefánsson, sem bjó í Minni-Brekku, þar örstutt ofan. Jónas Stefánsson frá Berghyl var langafi minn. Herdís, föðuramma mín, var dóttir hans. Honum varð því miður ekki langra lífdaga auðið, sem ekki verður sagt um mág hans, Guð- mund Jónsson frá Brúnastöðum. Hann hraktist á skipi sínu, Voninni, allt í kring um landið undan hafís, var löngu talinn af í sveitinni uns hann birtist tæpu ári seinna ásamt skipi og allri áhöfn heima í Fljótum. Hann er þekktari sem Guðmundur Vonar- kapteinn. Það vora ekki allir jafn- lánsamir í sinni sjómennsku. Benedikt á Berghyl, bróðir Jónas- ar langafa míns, átti m.a. son sem hét Stefán. Stefán var seinna einn af tólf bændum í Fljótum, sein fórast með þilskipinu Maríönnu í aftakaveðri fyrir Norðurlandi. Þetta var að sönnu mikil blóðtaka fyrir litla sveit eins og Fljótin og gleymist aldrei. Mai’gar mæður sátu eftir með munaðarlaus börnin, þ.á m. ekkja Stefáns, sem átti Jónas, sem heitinn var eftir langafa mínum, Benedikt, og systurnar fjórar. Öll bjuggu þau seinna á Siglufirði, nema Benedikt, sem var hjá Guðmundi og Pétri, ömmubróður mínum, í Minni- Brekku. Jónas Stefánsson, frændi minn, var hnarreistur maður og fríður sýn- um. Hann var lengst af verkstjóri í síldarverksmiðjunni Rauðku og oft- ast kenndur við hana. Honum og Rósu konu hans varð fjögurra bama auðið og auðvitað var elsta stúlkan skírð Maríanna, svona eins og til að storka örlögunum. í þetta sinn hefur allt farið vel. Ég kynntist þessum hægláta og yfirvegaða frænda mínum ekki fyrr en hann var kominn nokkuð við ald- ur. Þá kom hann og heilsaði mér að fyrra bragði og sagði að mér veitti ekki af stuðningi til góðra verka. Það þurfti ekki mörg orð eða miklar málalengjur. Það traust og sú hlýja sem stafaði af þessum vel gerða manni var mér meira virði en margt það sem mætti mér á þeim dögum. Fyrir það hefur hann átt mína ein- læga virðingu og þakklæti æ síðan. Forfeður okkar Jónasar áttu oft erfiða ævi því lífsbaráttan var hörð í Fljótum. Jónas hins vegar braust úr fátækt eins og margur góður dreng- urinn og var gæfumaður. Ég er stolt- ur af því að hafa átt slíkan frænda. Jón Sæmundur Sigurjónsson. Lífsbaráttan var hörð í Fljótum á uppvaxtaráram Jónasar Stefánsson- ar móðurbróður okkar, þar sem reynt var að nýta allt sem náttúran gaf af sér, bæði tii sjós og lands. Jón- as fæddist í Fljótum árið 1917 og var aðeins á fimmta ári þegar faðir hans, Stefán Benediktsson bóndi og stýri- maður, fórst ásamt ellefu öðram Fljótamönnum með hákarlaskipinu Maríönnu í aftakaveðri í maí 1922. í þessu óveðri fórast þrjú skip fyrir norðurlandi með 34 mönnum. Stefán var innan við fertugt þegar hann lést en faðir hans, Benedikt, afi Jónasar, drakknaði einnig um fertugt á leið í kaupstaðaferð. Eftir lát eiginmannsins hélt móðfr- in, Anna Jóhannesdóttir, áfram bú- skap í Fljótum um skeið með stóran bamahóp, fimm dætur og tvo syni. Fjölskyldan tvístraðist því börnin urðu fljótlega að draga björg í bú en Jónas og yngsta systirin fluttu með móður sinni til Siglufjarðar árið 1930. Móðirin bjó með Jónasi nær óslitið allt til að hún lést og var hann henni stoð og stytta alla tíð. Jónas flutti með móður sinni og systur að Hólavegi 6 á Siglufirði en heimili foreldra okkai- var á efri hæð- inni. Bjuggu fjölskyldur okkar á sitt hvorri hæðinni en á Hólaveginum kynntumst við Jónasi náið og nutum leiðsagnar hans við spil og tafl. Hann var þolinmóður og gaf sér alltaf tíma til að sinna öðram þegar hann gat orðið að liði. Jónas hafði alla tíð mik- inn áhuga fyrir spilamennsku og naut þess að taka í spil allt til dauða- dags. Jónas kvæntist Rósbjörgu Magn- úsdóttur frá Ólafsfirði og eignuðust þau þrjár dætur og einn son. A sjötta áratugnum bjuggu þau um skeið í Reykjavík en fluttu síðan á Hólaveg- inn þai- til þau eignuðust sitt myndar- lega heimili að Hverfisgötu 2 á Siglu- firði. Það var alltaf gaman að heimsækja þau Jónas og Rósu á Hverfisgötuna og njóta þeirrar ein- stöku gestrisni, hlýju og glaðværðar, en Rósa lést árið 1998. Jónas var einstakt ljúfmenni; reglusamur, traustur og tryggur sín- um samferðamönnum. Hann starfaði lengst af sem verkstjóri, m.a. í síldar- verksmiðjunni Rauðku, hjá Samein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.